Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir á sviði bæklunarlækninga. Sérstök áhersla er lögð á rannsóknir á meðfæddum göllum í mjaðmalið svo sem ættgengi þeirra, tíðni og afleiðingum. Veita má styrki til fyrirlestrahalds eftir því sem sjóðstjórnin telur ástæður til. Sjóðurinn var stofnaður 27. ágúst 2003 af Sigríði Lárusdóttur f. 5. maí 1918 til minningar um þá einstaklinga sem hafa átt um sárt að binda vegna meðfæddra sjúkdóma í mjöðm en Sigríður hafði átt við þann sjúkdóm að stríða frá fæðingu. Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn. Stjórn sjóðsins Í skipulagsskrá sjóðsins kemur fram að stjórnin skal skipuð þremur fulltrúum. Einn fulltrúi er skipaður af rektor Háskóla Íslands en meðan Sigríður er á lífi og hefur andlega getu til skipar hún tvo fulltrúa í stjórnina og skulu þeir sitja svo lengi sem þeir hafa vilja til. Eftir andlát Sigríðar og þegar fulltrúar hennar láta af störfum skal sjóðsstjórn skipuð til tveggja ára í senn, þar sem rektor skipar einn fulltrúa, bæklunarlækningasvið Landspítala – háskólasjúkrahúss einn fulltrúa og barnalækningasvið Læknadeildar Háskóla Íslands einn fulltrúa. Stjórnin var endurnýjuð á 5. stjórnarfundi sem haldinn var 12. desember 2008. Sú breyting var gerð á stjórninni að Þorvaldur Ingvarsson tók að sér starf formanns stjórnar í stað Vigdísar Pétursdóttur, sem verður þá óbreyttur stjórnarmaður. Að öðru leyti voru engar breytingar gerðar á stjórn sjóðsins. Í stjórn sjóðsins sitja: Þorvaldur Ingvarsson, formaður stjórnar og fulltrúi Sigríðar, thi@fsa.is. Vigdís Pétursdóttir, stjórnarmaður og fulltrúi Sigríðar, vigpet@landspitali.is. Guðmundur Þorgeirsson, forseti Læknadeildar, gudmth@landspitali.is Staðfest skipulagsskrá Skipulagsskrá Sjóðs Sigríðar Lárusdóttur. 1. grein Sjóðurinn heitir Sjóður Sigríðar Lárusdóttur. Hann er stofnaður 27. ágúst 2003 af Sigríði Lárusdóttur f. 5. maí 1918, kt: 050518-3889, til minningar um þá einstaklinga sem hafa átt um sárt að binda vegna meðfæddra sjúkdóma í mjöðm. Heimili og varnarþing sjóðsins er í Reykjavík. Sjóðurinn er í umsjá hjá Styrktarsjóðum Háskóla Íslands, og fellur undir sjóði sem lúta yfirstjórn Háskóla Íslands. 2. grein Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir á sviði bæklunarlækninga. Sérstök áhersla er lögð á rannsóknir á meðfæddum göllum í mjaðmalið svo sem ættgengi þeirra, tíðni og afleiðingum. Veita má styrki til fyrirlestrahalds eftir því sem sjóðstjórnin telur ástæður til. Tilgangi er framfylgt með því að veita styrki til verkefna sem rúmast innan þess ramma sem ákvæði skipulagskrárinnar setja. 3. grein Stofnframlag sjóðsins er þrenns konar: Framlag Sigríðar að fjárhæð 500.000,– krónur. Hluti af söluverði íbúðar Sigríðar að Hjallabraut 33 í Hafnarfirði, þegar hún verður seld. Erfðaskrá Sigríðar Lárusdóttur, samkvæmt nánari fyrirmælum sem þar koma fram. Gjöf frá Dalaætt að fjárhæð 300.000,– krónur. Stofnframlag er óskerðanlegt. Tekjur sjóðsins eru eftirfarandi: Vextir og arður af eignum sjóðsins. 2. Fé og annað verðmæti sem safnast í nafni sjóðsins. Sjóðinn skal ávaxta á hagkvæmastan hátt á hverjum tíma og í regnhlífarsjóði Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Heimilt er að úthluta allt að tveimur þriðju af ávöxtun hvers tímabils, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Þriðjungur ávöxtunar leggst við stofnfé og verður hluti af bundnum höfuðstól, sem óheimilt er að úthluta. Reikningsár sjóðsins skal vera almanaksárið. Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af endurskoðanda Styrktarsjóða Háskóla Íslands og þeir birtir með sama hætti og aðrir reikningar Styrktarsjóða Háskóla Íslands. 4. grein Sjóðnum skal skipuð sérstök sjóðstjórn sem kemur saman að minnsta kosti árlega. Hún skal skipuð þremur fulltrúum. Einn fulltrúi er skipaður af rektor Háskóla Íslands en meðan Sigríður er á lífi og hefur andlega getu til skipar hún tvo fulltrúa í stjórnina og skulu þeir sitja svo lengi sem þeir hafa vilja til. Eftir andlát Sigríðar og þegar fulltrúar hennar láta af störfum skal sjóðsstjórn skipuð til tveggja ára í senn, þar sem rektor skipar einn fulltrúa, bæklunarlækningasvið Landspítala háskólasjúkrahúss einn fulltrúa og barnalækningasvið læknadeildar Háskóla Íslands einn fulltrúa. Hlutverk sjóðstjórnar er að annast úthlutun styrkja. Sjóðstjórn ber að halda formlega fundargerðarbók um starf sitt og afrit fundargerða skal skila til Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Stjórn setur sér nánari starfsreglur um úthlutanir svo sem um umsóknarfresti og ferli umsókna. Stjórnarstörf eru ólaunuð. 5. grein Fyrsta úthlutun fer fram eigi fyrr en einu ári eftir að fé frá sölu íbúðarinnar að Hjallabraut hefur verið lagt til sjóðsins. Að öllu jöfnu skal úthluta styrk árlega, á afmælisdegi Sigríðar 5. maí en sjóðstjórn getur þó ákveðið að safna saman leyfilegri úthlutun milli reikningsára og úthluta í einu lagi. Heildarfjárhæð styrkja er þó aldrei hærri en sem nemur lausum höfuðstól samkvæmt uppgjöri. 6. grein Verði sjóðurinn lagður niður renna fjármunir hans til málefna tengdra tilgangi sjóðsins. Ekki er hægt að leggja sjóðinn niður af öðrum ástæðum en kveðið er á um í lögum og ekki án þess að sjóðstjórn og rektor Háskóla Íslands séu einhuga um þá ákvörðun. 7. grein Um starfsemi sjóðsins fer eftir því sem segir í lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Staðfestingar dómsmálaráðherra skal leitað á skipulagsskrá þessari og breytingum sem kunna að verða gerðar á henni. Reykjavík, 27. ágúst 2003 Sigríður Lárusdóttir Samþykktur fyrir hönd Háskóla Íslands Páll Skúlason rektor facebooklinkedintwitter