Hlutverk Kjara- og launadeildar er að allir starfsmenn Háskólans fái laun sín greidd á réttum tíma og þau séu í samræmi við gildandi kjara- og stofnanasamninga. Staðsetning: 1. hæð Aðalbyggingar Háskólans – vesturhlutiOpið: kl. 10 - 15 alla virka dagaSími: 525-4390Netfang: laun@hi.is Nauðsynlegt er að öll launagögn berist til Kjara- og launadeildar í síðasta lagi 15. hvers mánaðar til að tryggja að launavinnslu sé lokið á réttum tíma. Útborgun er einu sinni í mánuði, fyrsta dag hvers mánaðar. Spurt og svarað Persónuafsláttur Ef starfsmaður vill nýta persónuafslátt sinn við Háskóla Íslands, skal senda tölvupóst á laun@hi.is. Pósturinn þarf að innihalda þrennt: "Yfirlit til laungreiðanda" er PDF-skjal sem hlaða þarf niður af innra svæði skattur.is. Hafa skal þetta skjal sem viðhengi á póstinum. Tímabil: Taka skal fram tímabil með upphafs- og lokadagsetningu sem gefur til kynna hvenær nýta skal persónuafsláttinn. Hlutfall: Taka skal fram hlutfall í prósentum af persónuafslætti þínum sem skal nýta. Erlent starfsfólk sem hefur störf hjá Háskóla Íslands þarf að láta launadeild vita hvaða dag það kom til landsins því það er upphafsdagur á nýtingu persónuafsláttar. Mikilvægt er að hafa í huga að „Yfirlit til laungreiðanda“ gefur ekki rétta tölu fyrir mánaðamót fyrr en eftir 15. dags mánaðar á undan. Svo vinsamlega sendið skjalið eftir þann dag. Ef starfsmaður vill hætta að nýta persónuafslátt sinn hjá Háskólanum skal senda póst þess efnis á laun@hi.is.Samgöngusamningur Þeim starfsmönnum sem hafa undirritað ráðningasamning við HÍ og eru í a.m.k. 50% starfshlutfalli er gefinn kostur á að gera samgöngusamning við skólann. Samningurinn er liður í að uppfylla markmið sjálfbærni- og umhverfisstefnu og samgöngustefnu Háskóla Íslands. Samkvæmt honum gefst hverjum og einum starfsmanni háskólans kostur á að gera samgöngusamning við skólann. Samningurinn felur í sér að viðkomandi skuldbindur sig til að ferðast til og frá skólanum í strætó, hjólandi eða gangandi þrisvar í viku. Á grundvelli samgöngusamnings gefst starfsfólki kostur á að gera einstaklingsbundinn samgöngusamning við skólann. Samningurinn felur í sér að viðkomandi skuldbindur sig til að ferðast til og frá skólanum í strætó, hjólandi eða gangandi þrisvar í viku. Á móti fær starfsmaður niðurgreitt tólf mánaða strætókort eða frítt aðgangskort í íþróttahús HÍ við Sæmundargötu. Vegna COVID-19 verður framvegis gengið frá samgöngusamningi með því að senda tölvupóst á laun@hi.is Senda þarf upplýsingar um nafn, kennitölu og símanúmer ásamt því að tilgreina hvort sótt er um niðurgreiðslu tólf mánaða strætókorts eða frítt aðgangskort í íþróttahús HÍ við Sæmundargötu. Vinnustund Vinnustund er tímastimplunarkerfið sem Háskóli Íslands notast við. Allir starfsmenn, fyrir utan akademíska, eiga að vera í Vinnustund. Um leið og starfsmaður er ráðinn í starf innan Háskólans fær hann aðgang að Vinnustund. Hér eru leiðbeiningar um hvernig skal skrá sig inn í Vinnustund í fyrsta skipti og hvernig sjálfsþjónustan virkar. Ef ekki finnst lausn við vandamálinu þar er hægt að senda póst á laun@hi.is. Hægt er að tengjast Vinnustund í gegnum Uglu á þægilegan hátt. Inn- og útstimplun er innbyggt í Ugluna. Hér eru upplýsingar um Vinnustund í Uglunni. Innheimtumaður ríkissjóðs - frádráttur Þegar starfsmenn ríkisins eru í skuld við tollstjóra, dregst upphæðin sjálfkrafa af launum viðkomandi. Undir frádráttarliðum á launaseðli má sjá upphæðina. Kjara- og launadeildin hefur ekki upplýsingar um hvernig skuldin er tilkomin en nánari upplýsingar um þennan frádráttarlið er hægt að sjá inn á innri vef Ísland.is eða hjá tollstjóra. Staðfesting á starfstímabili Til að fá staðfestingu á starfstímabili skal senda póst á verkefnisstjóra fræðasviðs þíns. Ef staðfestingin er fyrir Vinnumálastofnun, þá sendir KJara- og launadeildin rafræna staðfestingu beint til Vinnumálastofnunar. Fæðisfé/matarmiðar KJara- og launadeildin heldur utan um skráningu fæðisfjár og matarmiða. Til þess að eiga rétt á þessum hlunnindum þarf að vera í a.m.k. 50% starfi. Ef starfsmaður vill breyta á milli fæðisfjár og matarmiða skal senda póst á laun@hi.is. Nemendur fá einnig afslátt af fæði í Félagsstofnun stúdenta en hér má sjá upplýsingar um þau hlunnindi nemenda. Orlof Starfsmenn vinna sér ávallt inn orlof með störfum sínum við Háskóla Íslands. Þegar um fulla vinnu er að ræða er yfirleitt búist við því að starfsmenn taki orlofið sitt út sem frí á orlofstímabili en þegar um minni og tímabundna samninga er að ræða er orlofið stundum greitt út meðfram mánaðarlaunum. Þetta er þó samningsatriði sem kemur fram á ráðningarsamningnum. Orlof er greitt út í maí af vörsluaðilanum Arion banka Nánari upplýsingar um orlofstöku starfsfólks er að finna hér. Verktakagreiðslur Kjara- og launadeildin sér ekki um verktakagreiðslur. Ekki er unnt að vera launþegi ásamt því að fá verktakagreiðslur frá Háskólanum. Gjaldkeri sér um afgreiðslu reikninga og má hafa samband við hann í gegnum netfangið birnabjo@hi.is. Starfsmannahandbók Hér er hlekkur á starfsmannahandbókina en þar er að finna ógrynni af upplýsingum. Launataxtar Hér má sjá algengustu launatöflur innan Háskólans. Hægt er að nálgast flestar launatöflur inn á vefjum stéttafélaga. Launatafla FH stjórnsýsla og aðrir 1.4.2023 Launatafla FH akademískir 1.4.2023 Launatafla Sameykis 1.4.2023 Launatafla stundakennara 1.4.2023 Starfsmenn deildar Deildarstjóri Auður Lilja ErlingsdóttirDeildarstjóri5255253ale [hjá] hi.is Aðrir starfsmenn Anna ÓlafsdóttirVerkefnisstjóri5255170annaol [hjá] hi.is Auður Lilja ErlingsdóttirDeildarstjóri5255253ale [hjá] hi.is Ásta SigmarsdóttirVerkefnisstjóri5254196astas [hjá] hi.is Bjarni BjarnasonVerkefnisstjóri5254577bbjarnason [hjá] hi.is Jón Tryggvi JóhannssonVerkefnisstjóri5254402jontryggvi [hjá] hi.is Lárus Rögnvaldur HaraldssonVerkefnisstjóri5255888lrh [hjá] hi.is Ragnar Haukur SverrissonVerkefnisstjóri8495570rhaukur [hjá] hi.is Saskia Freyja SchalkVerkefnisstjóri5254297saskia [hjá] hi.is Tengt efni Fjármálasvið Reikningshald Fjársýslan - launatöflur facebooklinkedintwitter