Opnað verður fyrir umsóknir í Doktorsstyrkjasjóð Háskóla Íslands 7. janúar 2025Úthlutun 2024 - listi yfir styrkþega Doktorsstyrkjasjóður Háskóla Íslands er yfirheiti yfir safn sjóða (Rannsóknasjóður HÍ, Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands og aðrir sjóðir sem koma að styrkveitingu hverju sinni) sem sérstaklega er ætlað að styrkja stúdenta til doktorsnáms við Háskóla Íslands. Stjórn Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands annast úthlutun úr sjóðnum. Tilgangur doktorsstyrkjasjóðs er að styrkja efnilega stúdenta til doktorsnáms við háskólann og efla með því háskólann sem alþjóðlegan rannsóknaháskóla og um leið eftirsóknarverðan kost fyrir doktorsnema. Hverjir geta sótt um? Stúdentar sem skráðir eru til doktorsnáms við Háskóla Íslands geta sótt um styrki úr sjóðnum (A-leið). Fastráðnir kennarar og sérfræðingar geta enn fremur sótt um styrki fyrir væntanlega doktorsnema (B-leið). Stúdentar geta sótt um á grundvelli umsóknar um doktorsnám í samráði við fyrirhugaðan leiðbeinanda (C-leið). Ath að umsækjendur um C-leið verða einnig að sækja um í doktorsnám við skólann, sjá hér. Auglýsing Doktorsstyrkja 2024 Umsóknareyðublöð á íslensku og ensku Umsóknarfrestur er til og með 15.febrúar 2025 - eyðublað. Staðfesting leiðbeinanda á aðild að umsókn - sniðmát Matsviðmið Verklag við doktorsstyrki Upphæð styrks úr Doktorssjóð Háskóla Íslands: Styrkir eru veittir til eins, tveggja eða þriggja ára. Frá árinu 2025 er upphæð styrks 6.000.000 kr. á ári. Mánaðarleg laun eru 500.000 kr. Hafa þarf í huga að launatengd gjöld og skattur verða dregin af þessari upphæð. Launatengd gjöld eru greiðslur í líffeyrissjóð og félagsgjald í stéttarfélag. Einnig ber að greiða skatt af launum. Doktorssjóður styrktarsjóða HÍ Nýjum styrkjum úr doktorssjóðum Háskóla Íslands, fylgir ráðstöfunarfé úr Doktorssjóði Styrktarsjóða Háskóla Íslands til reksturs doktorsverkefna styrkþega. Styrkfjárhæð er háð ávöxtun sjóðsins og er styrkur greiddur til styrkþega í formi eingreiðslu, í desembermánuði þess árs sem styrkgreiðslur hófust. Fyrirkomulag styrkgreiðslna: Gerður er samningur um millifærslur styrks milli Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, annars vegar og leiðbeinanda og doktorsnema, hins vegar. Millifærslur styrkja úr Doktorssjóð Háskóla Íslands, hvort sem það er úr Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands, Rannsóknasjóði Háskóla Íslands eða öðrum tengdum sjóðum, eru greiddir inn á verkefnanúmer viðkomandi starfseiningar. Leiðbeinandi óskar eftir að verkefnanúmer sé stofnað fyrir millifærslur. Millifærslur: Millifærslur styrks frá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands eru framkvæmdar tvisvar á ári inn á verkefnanúmer; 1.janúar og 1.júlí fyrir 6 mánuði í senn. Ef styrktímabil hefst eftir 1.janúar kemur fyrsta millifærsla 1.júlí og ef styrktímabil hefst eftir 1.júlí þá kemur fyrsta millifærsla í lok árs. Millifærslur styrks frá Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands eru framkvæmdar mánaðarlega og eru greiddar frá Landsbankanum. Fyrsta greiðsla er millifærð við upphaf styrktímabils. Síðustu millifærslu (sem nemur einum mánuði) er haldið eftir þar til eftir doktorsvörn. Greitt er þegar eintak af ritgerð berst vísinda- og nýsköpunarsviði í rafrænu formi eða í opin vísindi (opinvisindi.is). Viðkomandi stofnun eða svið gerir ráðningarsamning við styrkþega sem fær styrkinn greiddan út í formi launa í byrjun hvers mánaðar. Laun eru eftir á greidd. Almenn skilyrði greiðslu doktorsstyrkja eru eftirfarandi: Skráning nema í doktorsnám sé fullnægjandi og að árlegri skráningu sé sinnt. Nemandi sinni doktorsnámi að fullu (þó er heimilt að kenna stundakennslu hluta af styrktímanum, þó að hámarki sem nemur 20% starfshlutfalli). Árlegum skilum á framvinduskýrslu í doktorsnámu sé sinnt (15. janúar ár hvert) og að skýrslan sé samþykkt af deild. Síðustu millifærslu (sem nemur einum mánuði) er haldið eftir þar til eftir doktorsvörn. Greitt er þegar eintak af ritgerð berst vísinda- og nýsköpunarsviði í rafrænu formi eða í opin vísindi (opinvisindi.is). Frekari upplýsingar veitir skrifstofa Vísinda- og nýsköpunarsviðs (rannsoknasjodir@hi.is) Greinargerð við mat á umsóknum Við meðferð og mat á umsóknum liggja til grundvallar reglur doktorsstyrkjasjóðs Háskóla Íslands og viðmið og kröfur um gæði doktorsnáms við Háskóla Íslands, sér í lagi liður 4.4. faglegar kröfur til leiðbeinenda doktorsnema. Leiðbeinandi skal að jafnaði: hafa lokið doktorsprófi eða jafngildi þess á viðkomandi fagsviði. Hæfnisdómur fyrir starf prófessors getur komið í stað doktorsprófs, vera viðurkenndur og virkur sérfræðingur á viðkomandi fagsviði, hafa birt ritsmíðar sem m.a. tengjast verkefni nemanda, á vettvangi sem gerir strangar fræðilegar kröfur, hafa reynslu af rannsóknasamstarfi með alþjóðlega viðurkenndum sérfræðingum á viðkomandi fagsviði utan Háskóla Íslands. Almenn viðmið við úthlutun: Miða skal við að doktorsnámið taki ekki meira en 3-4 ár frá innritun að vörn. Við styrkveitingu er að jafnaði miðað við innritun viðkomandi í nám í samhengi við skilgreinda námslengd deildar sem námið fer fram í. Ef liðið hefur ár frá inritun nemanda sem skráður er í þriggja ára nám, getur sá nemandi að hámarki hlotið styrk til tveggja ára. Ef liðið hafa tvö ár frá innritun nemanda sem skráður er í þriggja ára nám, getu sá nemandi að hámarki hlotið styrk til eins árs. Víkja má frá þessu viðmiði komi til fæðingrorlofs eða veikinda á tímabilinu. Mat á verkefnum: Að öllu jöfnu skal einn óháður umsagnaraðili meta hverja umsókn á móti sérfræðingi innan fagráðs áður en að umfjöllun fagráðs kemur. Gæta skal þess að óháður umsagnaraðili sé sérfræðingur á fræðasviði umsóknar. Umsagnaraðilar skulu ekki vera með umsókn í sjóðinn. Enn fremur skal meta tengsl verkefnis við fræðasvið leiðbeinenda. Mat á rannsóknarumhverfi og leiðbeinanda: Áhersla er lögð á að aðstaða, rannsóknainnviðir og faglegt umhverfi standist fullnægjandi skilyrði og mæti þörfum doktorsnema til þess að klára verkefni. Með rannsóknainnviðum og faglegu umhverfi er átt við: Sérþekkingu leiðbeinanda og doktorsnefndar Reynslu leiðbeinanda af alþjóðlegu rannsóknasamstarfi Tækjabúnaði og rannsóknaaðstöðu (ef við á) Litið er til leiðbeinendareynslu leiðbeinanda (til að mynda fjöldi útskrifaðra doktorsnema og/eða námskeiðs í leiðbeinendaþjálfun) Leiðbeinandi sem hefur doktorsnema á styrk, sem hefur ekki lokið námi á tilætluðum tíma miðað við reglur viðkomandi deildar, þarf að gera grein fyrir stöðu nemandans í náminu. Í þeim tilfellum þar sem aðalleiðbeinandi er utan Háskóla Íslands skal umsjónarkennari í deild uppfylla þessar reglur. Í þessum tilfellum skal meta sérstaklega ávinning Háskóla Íslands af samstarfinu. Leiðbeinandi getur aðeins haft tvo nemendur á styrk úr doktorsstyrkjasjóði HÍ hverju sinni. Nemandi A og C leið: Metin er frammistaða nemanda í grunn- og framhaldsnámi. Mat á frammistöðu nemanda gildir eingöngu til upphækkunar verkefnis. Því er mikilvægt að skila inn afriti af námsferlum úr grunn- og framhaldsnámi á háskólastigi auk þess sem æskilegt er að skila inn gögnum þar sem fram kemur röðun nemanda. Sérstaklega er litið til þess hvort nemendur hafi verið, í það minnsta, í hópi 20% bestu í grunn- og/eða framhaldsnámi. Sé ekki möguleiki fyrir hendi að útvega slík gögn eru umsækjendur hvattir til þess að skila inn öðrum gögnum sem þeir telja að geti styrk umsókn líkt og meðælabréf eða önnur gögn. Litið er til framvindu frá inntöku og fram að umsókn og upplýsingar um námshlutfall (A- leið) Það er á ábyrgð nemanda að greina skilmerkilega frá fæðingarorlofi/veikindum eða öðru sem kann að hafa lengt námstíma þeirra frá því sem eðlilegt telst til á umsóknarformi. Umsóknir þar sem akademískir starfsmenn háskóla eru nemendur lenda neðarlega í forgangsröðun við úthlutun styrkja. Einkunn umsóknar: Fyrir verkefni: Byggir á umsögn ytri matsaðila og mati fagráðs. Fyrir virkni leiðbeinenda: Byggir á ritvirkni og leiðbeiningarreynslu (taka skal tillit til þerra kennara sem eru að hefja feril sinn). Fyrir nemanda: Byggir á námseinkunnum úr grunnnámi og meistaranámi, annarri reynslu og birtingum. Hægt er að leita eftir umsögnum meðmælenda. Styrkir eftir leið B. Skilyrði fyrir veitingu styrks: Til að tryggja að þeir doktorsnemar sem hljóta styrk eftir leið b uppfylli sömu kröfur og þeir sem hljóta styrk eftir leið a og c setur stjórn Rannsóknasjóðs HÍ eftirfarandi skilyrði fyrir styrkveitingunni: Styrkurinn skal auglýstur í samstarfi við hlutaðeigandi fræðasvið og/eða starfsmannasvið Háskóla Íslands og birt á Starfatorgi og eftir öðrum alþjóðlegum opinberum boðleiðum. Leiðbeinandi velur aðila úr hópi umsækjenda og leggur fram beiðni til stjórnar Rannsóknasjóðs um ráðningu viðkomandi í stöðu doktorsnema fyrir 15. nóvember á úthlutunarárinu. Með beiðni skulu fylgja eftirfarandi: Ítarleg starfsferilsskrá umsækjanda. Staðfest afrit af brautskráningarferlum úr bæði grunn- og framhaldsnámi. Tvö meðmælabréf. Afrit af auglýsingu með upplýsingum um hvar hún birtist. Almenn útlistun á ráðningarferlinu, s.s. fjöldi umsókna, fjöldi umsækjenda sem teknir voru í viðtal og rökstuðningur fyrir vali á umsækjanda. Ef framangreind skilyrði eru ekki uppfyllt getur styrkveiting fallið niður. Stjórn Rannsóknasjóðs HÍ metur hvort umsækjandi uppfylli kröfur um styrkþega sjóðsins í samræmi við viðmið og kröfur um gæði doktorsnáms við Háskóla Íslands og reglur viðkomandi deildar. Reglur Doktorssjóða Reglur um Doktorsstyrkjasjóð Háskóla Íslands, nr. 1033/2019. Styrkþegar og tölfræði Úthlutun 2024(Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands/Doktorsstyrkir Rannsóknasjóðs/Vísindagarðar Háskóla Íslands) Úthlutun 2023(Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands/Doktorsstyrkir Rannsóknasjóðs/Vísindagarðar Háskóla Íslands/Menningar- og framfarasjóður Ludvig Storr) Úthlutun 2022 (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands/Doktorsstyrkir Rannsóknasjóðs/Vísindagarðar Háskóla Íslands) Úthlutun 2021 (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands/Doktorsstyrkir Rannsóknasjóðs/Vísindagarðar Háskóla Íslands) Úthlutun 2020 (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands/Doktorsstyrkir Rannsóknasjóðs) Úthlutun 2019 (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands/Doktorsstyrkir Rannsóknasjóðs) Úthlutun 2018 (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands/Doktorsstyrkir Rannsóknasjóðs) Ef óskað er eftir eldri tölfræði, vinsamlega hafið samband við Vísinda- og nýsköpunarsvið (rannsoknasjodir@hi.is) Saga Háskólasjóðs Háskólasjóður H/f Eimskipafélagsins var stofnaður árið 1964 til minningar um alla þá Vestur-Íslendinga, sem hlut áttu að stofnun Hf. Eimskipafélags Íslands. Sjóðurinn tekur á móti gjöfum og áheitum þeirra manna er styðja vilja starfsemi hans. Sjóðurinn hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2005 en þá voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi sjóðsins með það markmið að veita styrki til stúdenta í rannsóknatengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór fram árið 2006. Háskólasjóður Eimskipafélagsins veitti framlag, ásamt Happdrætti Háskóla Íslands, til byggingar Háskólatorgs sem var vígt í byrjun desember árið 2007. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum eftir breytingar fór fram árið 2006. Þá var úthlutað úr sjóðnum árið 2007 og 2008. Ekki var unnt að úthlut úr sjóðnum árið 2009 og 2010 vegna rýrnunar sjóðsins í efnahagshruninu árið 2008. Árið 2010 voru gerðar enn frekari breytingar á reglum sjóðsins og einnig á skipan stjórnar. Stofneign sjóðsins var hlutabréf í Eimskipafélaginu og var sjóðurinn varðveittur í hlutabréfum, fyrst í Eimskipafélaginu og síðar í Burðarári hf. Eignasamsetningu sjóðsins var breytt eftir að sjóðurinn gerði samning um eignastýringu við Landsbankann árið 2005. Frá sama tíma hefur bankinn verið aðili að Háskólasjóði H/f Eimskipafélagsins og tekið þátt í reglubundnum úthlutunum til margra fremstu vísindamanna yngri kynslóðarinnar. Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og sjálfstæðri fjárfestingarstefnu. Þá hefur sjóðurinn sjálfstætt starfandi stjórn. Algengar spurningar Hvenær er umsóknarfrestur og úthlutun? Umsóknarfrestur árið 2025 er 15. febrúar, úthlutun er áætluð um miðjan maí ár hvert. Umsóknarfrestur er til miðnættis. Hvaða gögn þurfa fylgja umsókn? Eftirfarandi gögn þurfa fylgja umsókn: Greinargerð um vísindalegt gildi verkefnisins og stöðu þekkingar á fræðasviðinu, tengsl rannsóknar við samfélagið og, ef við á, möguleg sjálfbærniáhrif. Greinið frá meginmarkmiðum og skiptið í sérmarkmið eftir því sem við á. Greinið frá aðferðafræði verkefnisins auk framkvæmda- og tímaáætlunar. Ef annar kostnaður fylgir rannsókn, skal einnig gera grein fyrir þeim kostnaði. Áætluninni skal skipta upp í verkþætti ef við á. ATH: hámark 6 bls., miðað við A-4, 12 pt., Times new roman leturgerð, 1,15 línubil - PDF form. Heimildarlisti (aðeins aðalheimildir) Feril- og ritaskrá leiðbeinanda Staðfesting leiðbeinanda á þátttöku í leiðbeinendanámskeiði (á sér í lagi við þá sem ekki hafa víðtæka reynslu af því að útskrifa doktorsnema) Staðfesting leiðbeinanda á aðild að umsókn - sniðmát Afrit af námsferlum úr grunn- og framhaldsnámi á háskólastigi (A og C leið) Starfs- og ritaskrá nemanda (A og C leið) Hversu marga styrki mega leiðbeinendur vera með hverju sinni? Leiðbeinendur mega vera með tvo styrki samtímis úr doktorsstyrkjasjóði HÍ. Hvernig er fyllt í umsóknareyðublaðið ef leiðbeinendur eru tveir? Þá skal fylla út í eyðublaðið fyrir annan leiðbeinanda og senda upplýsingar um hinn á rannsoknasjodir@hi.is. Þarf nemandi að vera skráður í fullt doktorsnám á styrk? Já, nemandi þarf að vera í 100% doktorsnámi á styrknum. Tengt efni The UI doctoral grants fund Viðmið og kröfur um gæði doktorsnáms við Háskóla Íslands Ferðastyrkir Doktorsnema facebooklinkedintwitter