English version Tilgangur Rannsóknarsjóðs Össurar og Ottobock er að fjármagna grunn- og hagnýtar vísindarannsóknir og frumkvöðlaverkefni á sviði háþróaðrar taugastjórnunar á gervilimum. Sjóðurinn er alþjóðlegur samkeppnissjóður og verður opinn bæði vísindamönnum og nemendum sem stunda rannsóknir við háskóla, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki um víða veröld. Sjóðurinn er stofnaður við Háskóla Íslands með fjárframlagi frá fyrirtækjunum Össur hf. og Ottobock. Össur hf. og Ottobock eru í hópi fremstu fyrirtækja heims á sviði stoðtækja og stuðningsvara og fjárfesta mikið í rannsóknum og vöruþróun. Össur hf. var stofnað á Íslandi 1971 og höfuðstöðvar þess eru í Reykjavík. Ottobock var stofnað í Þýskalandi árið 1919. Bæði fyrirtækin hafa umfangsmikla starfsemi um allan heim og vilja með stofnun sjóðsins stuðla að þróun framúrskarandi tækni til að auka lífsgæði og hreyfanleika fólks. Stjórn sjóðsins Hilmar Bragi Janusson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ og formaður stjórnar. Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjafræði og fyrrverandi rektor HÍ. Þorvaldur Ingvarsson, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá Össuri. Berhard Graimann, yfirmaður þverfræðilegra rannsókna og þekkingarstjórnunar hjá Ottobock. Ebba Þóra Hvannberg, prófessor í tölvunarfræði og varaforseti háskólaráðs er varamaður í stjórn. Staðfest skipulagsskrá Skipulagsskrá fyrir Rannsóknarsjóð Össurar og Ottobock við Háskóla Íslands 1. grein Nafn sjóðsins er Rannsóknarsjóður Össurar og Ottobock við Háskóla Íslands. Sjóðurinn er stofnaður af fyrirtækjunum Össur hf. (kt: 560271-0189) og Ottobock (tax number: 35/201/15397), sem eru í hópi fremstu fyrirtækja heims á sviði stoðtækja og stuðningsvara. Bæði fyrirtækin fjárfesta mikið í rannsóknum og vöruþróun. Össur hf. var stofnað á Íslandi 1971 og höfuðstöðvar þess eru í Reykjavík. Ottobock var stofnað í Þýskalandi árið 1919. Bæði fyrirtækin eru með viðamikla starfsemi um heim allan. Þessi fyrirtæki vilja sameina krafta sína og styðja við rannsóknir sem stuðla að þróun framúrskarandi tækni til að auka lífsgæði og hreyfanleika fólks. Heimili og varnarþing sjóðsins er í Reykjavík. Sjóðurinn er í umsjá og vörslu Styrktarsjóða Háskóla Íslands og fellur undir sjóði sem lúta yfirstjórn Háskóla Íslands. 2. grein Tilgangur og markmið sjóðsins er að fjármagna grunn- og hagnýtar vísindarannsóknir og frumkvöðlaverkefni á sviði háþróaðrar taugastjórnunar á gervilimum. Sjóðurinn er opinn alþjóðlegur samkeppnissjóður og markhópurinn eru rannsakendur og nemendur sem stunda rannsóknir við háskóla, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki um víða veröld. 3. grein Stofnframlag sjóðsins er sem hér segir: Framlag stofnenda sjóðsins er 1.000.000 USD – ein milljón Bandaríkjadala (ISK 129.910.000 miðað við kaupgengi Seðlabankans 22. janúar 2016). Tekjur sjóðsins verða sem hér segir: Vextir og arður af eignum sjóðsins. Árlegt framlag Össurar hf. og Ottobock sem nemur 200.000 Bandaríkjadölum í þrjú ár samfellt (2016-2018). Upphæðin skiptist jafnt milli fyrirtækjanna. Fé, framlög og önnur verðmæti sem safnast í nafni sjóðsins. Styrktarsjóðir Háskóla Íslands annast ávöxtun sjóðsins og skal hún vera sem hagkvæmust á hverjum tíma og taka mið af fjárfestingarstefnu Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Reikningsár sjóðsins skal vera almanaksárið og er fyrsta reikningstímabil sjóðsins frá stofnun hans til næstu. Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af endurskoðanda Styrktarsjóða Háskóla Íslands og þeir birtir með sama hætti og aðrir reikningar Háskóla Íslands. 4. grein Rektor Háskóla Íslands skipar stjórn sjóðsins. Stjórnin er skipuð fjórum einstaklingum til tveggja ára í senn. Rektor Háskóla Íslands skipar tvo fulltrúa í stjórn sjóðsins án tilnefningar og einn varamann. Össur hf. og Ottobock tilnefna hvor sinn fulltrúa. Fulltrúi Háskóla Íslands er formaður stjórnar. Stjórnarstörf eru ólaunuð. Hlutverk stjórnar er að halda utan um málefni sjóðsins og kynningar- og umsóknarferli í samstarfi við umsjónarmann Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Stjórnin setur reglur um úthlutun styrkja auk þess að setja nákvæmar vinnureglur um úthlutanir hvað varðar upphæðir, umsóknarfresti og úrvinnslu umsókna allt innan ákvæða skipulagsskrár þessarar. Stjórnin hefur yfirumsjón með ráðstöfun/úthlutun styrkja og meðferð fjármuna. Stjórn sjóðsins skal halda formlega fundargerðarbók. Afrit af fundargerðum á að senda til umsjónarmanns Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Stjórnin skal úthluta styrkjum á grundvelli auglýsingar. Auglýsing eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum skal gerð á þann hátt að hún nái til sem flestra sem hún getur átt erindi til. 5. grein Fyrsta úthlutun fer fram innan eins árs frá stofnun sjóðsins. Að jafnaði skal rektor Háskóla Íslands tilkynna úthlutanir úr sjóðnum við sérstaka athöfn. Stjórn sjóðsins er heimilt að úthluta öllum tekjum sjóðsins á fimm árum frá stofnun hans. 6. grein Ekki er hægt að gera breytingar á hlutverki sjóðsins og tilgangi af öðrum ástæðum en kveðið er á um í lögum og ekki án þess að stjórn sjóðsins og rektor Háskóla Íslands séu einhuga um þá ákvörðun. Verði sjóðurinn lagður niður, renna fjármunir hans til málefna er tengjast tilgangi sjóðsins. 7. grein Um starfsemi sjóðsins fer eftir því sem segir í lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Staðfestingar sýslumannsins á Norðurlandi vestra skal leitað á skipulagsskrá þessari og breytingum sem kunna að verða gerðar á henni. Reykjavík 25. janúar 2016. Samþykkt fyrir hönd Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson rektor Samþykkt fyrir hönd Össurar hf. Þorvaldur Ingvarsson, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar Samþykkt fyrir hönd Ottobock Dr. Hans Dietl, yfirmaður tækniþróunar Skipulagsskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá númer 19/1988 The Össur and Ottobock Research Trust Fund at the University of Iceland The purpose of the Össur and Ottobock Research Trust Fund is to fund basic and applied scientific research and entrepreneurial projects in the fields of sophisticated neurostimulation and prosthetic limbs. The Fund is an international competitive fund and will be open to researchers and students conducting research at universities, research institutes and companies all over the world. The Fund was founded at the University of Iceland using financial contributions from the companies Össur and Ottobock. Össur and Ottobock are amongst the world’s leading companies in the field of prosthetics and support products. They invest extensively in research and development. Össur was founded in Iceland in 1971 and is based in Reykjavík. Ottobock was founded in Germany in 1919. Both companies have extensive operations all over the world and, through the creation of the Fund, wish to promote the development of high-quality technology used to increase people’s mobility and quality of life. Board of the Fund Hilmar Bragi Janusson, Dean of the School of Engineering and Natural Sciences at UI, Chair Kristín Ingólfsdóttir, Professor of Pharmacy and former Rector of UI Þorvaldur Ingvarsson, Managing Director for Research and Development at Össur Bernhard Graimann, Head of the Department of Translational Research and Knowledge Management at Ottobock Ebba Þóra Hvannberg, Professor of Computer Science and Vice-President of the University Council is an alternate board member facebooklinkedintwitter