Aðgengissetur Aðgengissetrið er frátekið frá kl. 8:00-21:00 virka daga frá 25. nóvember - 11. desember vegna lokaprófa og 16. og 18. desember vegna sjúkraprófa. Stofan er bókuð þessa daga vegna prófa: Þriðjudagur 19. nóvember kl. 16:30-20:30 Föstudagur 22. nóvember kl. 13:00-19:00 Aðgengissetur Nemendaráðgjafar Háskóla Íslands er til húsa í Háskólatorgi, stofu 302 á 3. hæð. Tölvuverið hefur 10 vinnustöðvar. Aðgengissetur hefur þrjú meginhlutverk: Próftökuherbergi fyrir nemendur sem þurfa að þreyta próf á tölvu vegna dyslexíu, sjónskerðingar eða hreyfihömlunar. Þjálfunarmiðstöð þar sem nemendur með dyslexíu eða skerta sjón hafa tækifæri til að prófa og læra á hugbúnað sem gæti orðið þeim til framdráttar í námi. Vinnuaðstaða fyrir nemendur með dyslexíu og skerta sjón, hreyfihamlaða og blinda. Sem þjálfunarmiðstöð sinnir aðgengissetur NHÍ fyrst og fremst þeim stóra hópi nemenda sem greinst hefur með dyslexíu eða eru sjónskertir. Sem prófherbergi og vinnuaðstaða nýtist aðgengissetrið öllum stúdentum sem þurfa á sérhæfðri aðstoð að halda í námi. Til að fá sérúrræði í prófum/námi verður nemandi að gera sérstakan samning. Þegar nemandi hefur orðið sér úti um tilskilin gögn (greiningu/vottorð) getur hann haft samband við okkur hjá NHÍ og gengið frá samningnum. Lokafrestur til að sækja um úrræði er 1. október á haustmisseri og 1. mars á vormisseri. Athugið að prófúrræði taka ekki gildi fyrr en ráðgjafi og nemandi hafa samþykkt samning í Uglu sem tekur að minnsta kosti þrjá daga að ganga í gegn. Ef aðstæður á prófstað eru ekki í samræmi við samninginn þinn hvetjum við þig til að tilkynna það strax til prófvarðar meðan á próftöku stendur. Eftir að próftöku lýkur getur verið erfitt að bregðast við ábendingum. Hér er að finna nánari upplýsingar um greiningar, vottorð og úrræði í boði. Athugið að próf í Canvas eru alltaf á vegum kennara. Nemandi ber ábyrgð á að upplýsa kennara um lengdan próftíma. Hvernig veit ég hvort próf er á vegum kennara eða Prófaskrifstofu? Hlutapróf á haustmisseri 2024 Hér er að finna hlutapróf á vegum prófstjórnar HÍ. Ef próf birtist í þessum próftöflum ábyrgjast prófstjórn HÍ og NHÍ úrræði. Athugið að próf í Canvas eru alltaf á vegum kennara. Lokapróf á haustmisseri 2024 Hér er að finna lokapróf á vegum prófstjórnar HÍ. Ef próf birtist í þessum próftöflum ábyrgjast prófstjórn HÍ og NHÍ úrræði. Athugið að próf í Canvas eru alltaf á vegum kennara. Lengdur próftími Inspera Ef próf er tekið í Inspera fá nemendur sjálfkrafa lengdan tíma í samræmi við skráningu NHÍ. Canvas Kennarar hafa umsjón með Canvas prófum. Í slíkum prófum leita nemendur sjálfir til kennara/deildar ef þeir telja sig þurfa á prófúrræðum að halda. Í Canvas þurfa viðkomandi kennarar að skrá lengdan tíma hjá hverjum og einum nemanda. Þetta er gert í hvert sinn sem nemandi tekur próf, hvort heldur í hlutaprófum eða lokaprófum. Önnur próf Próf á vegum kennara án aðkomu Prófaskrifstofu og NHÍ. Ef þau próf er ekki að finna á töflunum: Lokapróf og Hlutapróf, þarf nemandi að tilkynna kennara hyggist hann nýta úrræðin sín. facebooklinkedintwitter