Skip to main content

Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur

Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði. Styrkir eru veittir til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi vegna rannsóknarverkefna sem falla að markmiðum sjóðsins.

Sjóðurinn var stofnaður 29. júní 2007 af Ingibjörgu R. Magnúsdóttur og Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði. Aðrir sem lögðu til stofnfé voru Glitnir, Ljósmæðrafélag Íslands, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og ýmsir einstaklingar. Þá hefur stofnandi sjóðsins, Ingibjörg R. Magnúsdóttir, lagt fram viðbótarframlög við stofnfé sjóðsins á árinu 2008 og 2009.

Ingibjörg var námsbrautarstjóri í hjúkrunarfræðideild Háskólans og skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Hún hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunarmenntunar á Íslandi og var ein þeirra sem stóð að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði árið 1973.

Sjóðurinn starfar eftir staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.

Sjóðsstjórn er skipuð formanni stjórnar Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði, sem jafnframt er formaður sjóðsstjórnar, fulltrúa rektors Háskóla Íslands, fulltrúa Ljósmæðrafélags Íslands, fulltrúa Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fulltrúa heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Sjóðsstjórn er skipuð til fjögurra ára.

Hægt er að styrkja sjóðinn með ýmsu móti t.d. með gjöfum í tilefni árgangaafmæla eða útskriftar. Einnig er hægt að senda minningarkort og tækifæriskort frá sjóðnum. Fjárhæðir má leggja inn á eftirfarandi bankareikning hjá Íslandsbanka: 0513-26-004057. Kennitala Styrktarsjóðanna HÍ er 571292-3199.

Frekari upplýsingar veitir Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor við Hjúkrunarfræðideild, johanna@hi.is, sími 525-4987.