Í kennsluskrá Viðskiptafræðideildar eru mikilvægar upplýsingar um námsmat, einkunnir og próf. Nemendur ertu hvattir til að kynna sér þær upplýsingar. Mjög mikilvægt er, að í árlegri skráningu skrái nemendur sig rétt á ár, námsleið og kjörsvið.
Nám metið úr öðrum deildum HÍ og öðrum háskólum
Mat á fyrra námi er ekki framkvæmt fyrr en formleg umsókn um nám hefur borist. Mögulegt er að óska eftir lauslegu mati á fyrra námi. Endanlegt mat á fyrra námi fæst ekki fyrr en eftir að nám hefst.
MS nám
M.Acc. nám, eyðublaðið skal senda á info-macc@hi.is
MA í skattaréti og reikningsskilum
Nám metið úr öðrum deildum HÍ og öðrum háskólum
Með umsókn þarf að fylgja námskeiðslýsing og staðfest afrit af einkunn frá viðkomandi skóla.
Námskeið sem eru eldri en 10 ára þegar umsókn um mat er lögð fram eru ekki metin til eininga. Umsækjendur sem telja að þeir hafi viðhaldið þekkingu sinni þrátt fyrir að námskeið sé eldra en 10 ára geta sótt um það til deildarinnar að fá námskeiðið metið.
Til að mat komi til álita þarf einkunn að vera 6 eða hærri.
Tvær meistaragráður
Til að ljúka tveimur meistaraprófum (M.S. eða M.A.) frá deildinni þarf nemandi að ljúka öllum skyldunámskeiðum á hvoru kjörsviði og sitja samanlagt námskeið til minnst 90 eininga. Þá þarf hann að skrifa tvær sjálfstæðar ritgerðir.
Endurinnritun
Nemendur sem sækjast eftir endurskráningu í meistaranámið og hafa ekki lokið öllum námskeiðum missa niður námskeið með einkunn undir 6,0.
Beiðni um endurskráningu í meistaranám