Næringarfræði


Næringarfræði
MS – 120 einingar
Hagnýtt og fjölbreytt framhaldsnám í öflugu rannsóknaumhverfi þar sem áhersla er á einstaklingsmiðaða nám, klínískt nám og rannsóknir. Öllum nemendum í rannsóknar- og framhaldsnámi stendur til boða að taka hluta af námi sínu erlendis í samvinnu við leiðbeinendur.
Námsgráðan veitir rétt til að sækja um lögverndað starfsheiti næringarfræðings.
Skipulag náms
- Heilsársnámskeið
- Undirbúningur fyrir starfsnám
- Vinnustofa framhaldsnema í næringarfræði - I
- SamskiptafræðiB
- Haust
- Starfsnám í næringarfræði I
- Faraldsfræði næringarE
- Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 2V
- Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 3V
- Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 4V
- Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 1V
- Vor
- Næringarmeðferð og sjúkdómafræði IIB
Undirbúningur fyrir starfsnám (NÆR067F)
Í námskeiðinu er starfsemi Landspítala og Næringarstofu kynnt. Nemendur fá kennslu á helstu kerfi og verklag sem notað er í klínískri næringarfræði á Landspítala. Einnig verður farið í nótugerð með Nutrition Care Process (NCP). Nemendur fara í handleiðslu nokkrum sinnum yfir önnina.
Vinnustofa framhaldsnema í næringarfræði - I (NÆR0AMF)
Vinnustofan er vettvangur nemenda á fyrri stigum meistara- eða doktorsnáms í næringarfræði fyrir almenna fræðilega umræðu sem og umræðu um eigin verkefni og rannsóknir.
Umfjöllunarefni eru til að mynda aðferðir til að meta gæði heimilda, samlestur og umræður um greinar og annað birt efni, ritrýni tengt lífvísindum, klíník, faraldsfræði, tölfræði eða greinaskrifum. Einnig er hægt að nota þennan vettvang fyrir æfingafyrirlestra fyrir ráðstefnur. Auk þessa fá nemar tækifæri til að ræða stöðu mála í verkefni sínu á óformlegan hátt í þeim tilgangi að deila reynslu sinni af vinnu rannsóknarverkefnis, þeim hindrunum sem þarf að yfirstíga við vinnuna og þeim sigrum sem hafa unnist á leiðinni.
Ætlast er til að nemendur kynni sér efni hverrar málstofu og taki þannig virkan þátt í umræðum.
Samskiptafræði (LÆK0AQF)
Megináherslan í námskeiðinu verður á að dýpka þekkingu nemenda í samskiptaaðferðum á fjölskyldufundum, hvernig á að færa slæmar fréttir, þverfaglegri samvinnu og samtal við sjúklinga með aðstoð túlks. Kennt verður á einum degi eða skipt í minni einingar háð því hvað passar vegna stundaskrár sjötta námsárs og árganginum skipt í minni hópa. Kennslan fer fram sem hermikennsla og umræður í minni hópum um valin efni.
Kennslufyrirkomulag: Verður sambland af umræðutímum og færni- og hermikennsla. Allt kennt á einum degi (10 kennslustundir). Krafist er mætingarskyldu og verkefnaskil eftir námsdaginn.
Starfsnám í næringarfræði I (NÆR0AHF)
Starfsnám
Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist störfum á ýmsum sviðum næringarfræðinnar, átti sig á starfsaðstæðum, mismunandi markmiðum og aðstæðum.
Markmið er að nemendur kynnist verklagi næringarfræðinnar við klínísk störf, og læri fagleg vinnubrögð í samskiptum við aðrar heilbrigðisstéttir, starfsstéttir og fræðigreinar.
Einnig að nemendur átti sig á mismunandi ábyrgðarsviðum innan næringarfræðinnar.
Faraldsfræði næringar (NÆR701F)
Markmið námskeiðsins er að auka skilning nemenda á helstu rannsóknaraðferðum í faraldsfræði næringar og að efla skilning nemenda á notkun erfðafræði innan þessa sviðs.
Námskeiðið mun í byrjun fjalla um grunnatriði faraldsfræðinnar og svo verður farið ítarlega í rannsóknaraðferðir innan faraldsfræði næringar. Þar á eftir verða kynnt sérstök viðfangsefni innan þessa sviðs. Í lokin verður fjallað um notkun erfðafræði í faraldsfræði næringar (nutrigenomics).
Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 2 (LÆK0ALF)
Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:
- Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
- Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
- Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
- Rannsóknarferlið
- VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
- Inngangur að rannsóknarvísindum
- Rannsóknasiðfræði
- Heimspeki vísindarannsókna
- Óheiðarleiki í vísindum
- Eigindlegar og megindlegar aðferðir
- VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
- Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
- Meðferð gagna og gagnaöryggi
- Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
- Gæðastjórnun/gæðastaðlar
- Styrkumsóknir
- VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
- Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi. Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema, sem nýst geta þeim í rannsóknum og rannsóknartengdum störfum
- Tímastjórnun
- Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
- Vísindaenska
- Akademísk ferilskráargerð
- VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 3 (LÆK0AMF)
Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:
- Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
- Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
- Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
- Rannsóknarferlið
- VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
- Inngangur að rannsóknarvísindum
- Rannsóknasiðfræði
- Heimspeki vísindarannsókna
- Óheiðarleiki í vísindum
- Eigindlegar og megindlegar aðferðir
- VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
- Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
- Meðferð gagna og gagnaöryggi
- Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
- Gæðastjórnun/gæðastaðlar
- Styrkumsóknir
- VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
- Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi. Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema, sem nýst geta þeim í rannsóknum og rannsóknartengdum störfum
- Tímastjórnun
- Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
- Vísindaenska
- Akademísk ferilskráargerð
- VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 4 (LÆK0ANF)
Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:
- Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
- Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
- Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
- Rannsóknarferlið
- VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
- Inngangur að rannsóknarvísindum
- Rannsóknasiðfræði
- Heimspeki vísindarannsókna
- Óheiðarleiki í vísindum
- Eigindlegar og megindlegar aðferðir
- VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
- Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
- Meðferð gagna og gagnaöryggi
- Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
- Gæðastjórnun/gæðastaðlar
- Styrkumsóknir
- VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
- Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi. Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema, sem nýst geta þeim í rannsóknum og rannsóknartengdum störfum
- Tímastjórnun
- Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
- Vísindaenska
- Akademísk ferilskráargerð
- VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 1 (LÆK106F)
Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Hlutarnir eru eftirfarandi:
- Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
- Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
- Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
- Rannsóknarferlið
- VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
- Inngangur að rannsóknarvísindum
- Rannsóknasiðfræði
- Heimspeki vísindarannsókna
- Óheiðarleiki í vísindum
- Eigindlegar og megindlegar aðferðir
- VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
- Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
- Meðferð gagna og gagnaöryggi
- Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
- Gæðastjórnun/gæðastaðlar
- Styrkumsóknir
- VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
- Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi. Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema, sem nýst geta þeim í rannsóknum og rannsóknartengdum störfum
- Tímastjórnun
- Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
- Vísindaenska
- Akademísk ferilskráargerð
- VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
Næringarmeðferð og sjúkdómafræði II (NÆR616M)
Nemendur kynnast helstu áherslum í næringarráðgjöf sjúkdóma ásamt því að læra að þekkja áhættuþætti og meingerðir ýmissa sjúkdóma. Markmiðið er einnig að nemendur læri að meta næringarástand, vökvajafnvægi og næringarþörf og þekki mismunandi næringarmeðferðir, svo sem slöngumötun, næringargjöf í æð og annað sérfæði.
Verklegar æfingar: Klínískar æfingar sem byggjast á NCP og raunhæfum dæmum í samstarfi við næringarráðgjafa LSH. Mat á næringarástandi, næringarþörf og næringarmeðferð mismunandi sjúklingahópa (lífefnafræðilegum breytum tengdum næringarástandi). Nemendafyrirlestrar.
Næringarmeðferð og sjúkdómafræði 1 er nauðsynleg undirstaða fyrir Næringarmeðferð og sjúkdómafræði 2
Rannsóknarverkefni til meistaraprófs í næringarfræði (NÆR441L)
Lokaverkefni til MS prófs í næringarfræði er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda. Nemendur skila inn ritgerð, verja hana og kynna verkefni sitt í opnum fyrirlestri.
- Heilsársnámskeið
- Vinnustofa framhaldsnema í næringarfræði II
- Haust
- Náttúrulyf /Náttúruvörur
- Rekstur og heilbrigðisþjónustaV
- Lýðheilsa: Vísindi, stjórnmál, forvarnirV
- NeytendahegðunV
- Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlindaV
- Hagnýt atferlisgreining í skólastarfi og uppeldiV
- Vor
- Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindumVE
- Forysta í heilbrigðisþjónustuV
- Siðfræði vísinda og rannsóknaV
- Verklag í vísindumV
- LífsferilsgreiningV
- Áhrifaþættir öldrunar: Umhverfi, félagstengsl og heilsufarV
- Sjálfbærnimenntun og námV
Vinnustofa framhaldsnema í næringarfræði II (NÆR091F)
Vinnustofan er vettvangur nemenda á seinni stigum meistara- eða doktorsnáms í næringarfræði fyrir almenna fræðilega umræðu sem og umræðu um eigin verkefni og rannsóknir.
Umfjöllunarefni eru til að mynda aðferðir til að meta gæði heimilda, samlestur og umræður um greinar og annað birt efni, ritrýni tengt lífvísindum, klíník, faraldsfræði, tölfræði eða greinaskrifum. Einnig er hægt að nota þennan vettvang fyrir æfingafyrirlestra fyrir ráðstefnur. Auk þessa fá nemar tækifæri til að ræða stöðu mála í verkefni sínu á óformlegan hátt í þeim tilgangi að deila reynslu sinni af vinnu rannsóknarverkefnis, þeim hindrunum sem þarf að yfirstíga við vinnuna og þeim sigrum sem hafa unnist á leiðinni.
Ætlast er til að nemendur kynni sér efni hverrar málstofu og taki þannig virkan þátt í umræðum.
Náttúrulyf /Náttúruvörur (LYF310F)
Algeng náttúrulyf/náttúruvörur sem seld eru hér á landi; Jónsmessurunni, valeriana, ginseng, ginkgó, freyspálmi, engifer, hvítlaukur, sólhattur, mjólkurþistill, o.fl. Rætt er um notkun, innihaldsefni, vísindarannsóknir á virkni, aukaverkanir, milliverkanir við lyfseðilsskyld lyf, frábendingar. Mikilvægi ábyrgrar upplýsingamiðlunar til neytenda og fagfólks heilbrigðisstétta. Gæðaeftirlit. Lög og reglugerðir er varða náttúrulyf/náttúruvörur.
Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur. Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða. Meðal hugtaka sem farið verður yfir:
- Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
- Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
- Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
- Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
- Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
- Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
- Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
Lýðheilsa: Vísindi, stjórnmál, forvarnir (LÝÐ101F)
Í námskeiðinu er farið yfir skilgreiningar, sögu, markmið, gildissvið, siðfræði og aðferðir lýðheilsuvísinda svo og íslensk- og alþjóðleg lög og sáttmála sem tengjast lýðheilsu. Nokkur áhersla er lögð á lýðheilsu og heilbrigðisvísa í alþjóðlegu samhengi en einnig á íslenska heilbrigðiskerfið, stjórnun og fjármögnun þess svo og samanburð við heilbrigðiskerfi annara þjóða. Ennfremur er farið yfir söfnun heilbrigðisupplýsinga á Íslandi sem á alþjóðavísu og nýtingu þeirra til rannsókna og stefnumótunar í heilbrigðismálum. Einnig er lögð áhersla á þau svið lýðheilsu sem eru á döfinni hverju sinni.
Neytendahegðun (VIÐ192F)
Skilningur á hegðun neytenda er grundvallarforsenda árangurs í markaðsstarfi. Þekking á neytendum; þörfum þeirra og löngunum, þekking á hvernig þeir hegða sér og af hverju þeir hegða sér eins og þeir gera, gerir stjórnendum kleift að þróa árangursríkar markaðsáætlanir. Slík þekking er um leið forsenda þess að þróa vörur og þjónustu, sem nær árangri á markaði, aðstoðar við að koma auga á ákjósanlega markhópa og er forsenda þess að hægt sé að þróa markaðssamskipti, sem eru viðeigandi og ná athygli markhópsins.
Námskeiðið byggir bæði á fyrirlestrum og verkefnum. Í fyrirlestrum verður áhersla lögð á grundvallarlíkön neytendahegðunar, en jafnframt verður farið yfir nýjustu þekkingu á sviðinu. Nemendur munu bæði vinna einstaklingsverkefni og hópverkefni til að öðlast betri þekkingu og skilning á hegðun neytenda.
Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)
Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.
Hagnýt atferlisgreining í skólastarfi og uppeldi (ATF102F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins snýr að grundvallarþáttum atferlisgreiningar og hagnýtingu hennar, meðal annars í skólastarfi og uppeldi. Fjallað verður um grunnlögmál hegðunar, hvernig þau birtast í samskiptum og hagnýtingu þeirra á sviði uppeldis og menntunar. Undirstöðuhugtök og megin aðferðir í hagnýtri atferlisgreiningu verða skilgreindar og ræddar með áherslu á hvernig hægt er nýta þessa nálgun til að bæta hegðun sem er félagslega mikilvæg. Gefin verða fjölbreytt dæmi um hagnýtingu atferlisgreiningar í uppeldi og skólastarfi. Námsefnið er kennt með fyrirlestrum, hagnýtum verkefnum og hópavinnu.
Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum (HJÚ0AFF)
Þetta námskeið kynnir hugtök og þekkingu á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.
Námskeiðið verður bæði lotu- og staðnám.
Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)
Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.
Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.
Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.
Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)
Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins.
Kennsla fer fram á fyrstu sex vikum vormisseris á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.
Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.
Markmið:
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.
Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.
Verklag í vísindum (LÝÐ202F)
Námskeiðið veitir hagnýta leiðsögn við undirbúning rannsóknar. Heimildaöflun, tilgátuþróun og gerð yfirlitsgreinar (systematic critical review) á fræðasviði fyrirhugaðaðrar rannsóknar. Nemendur fá einnig þjálfun í að vinna rannsóknaráætlun og kynna hana.
Námskeiðið er ætlað nemendum á meistara- eða doktorsstigi sem hafa valið sér svið/rannsóknarspurningu lokaverkefnis.
Nemendur í MPH námi í lýðheilsuvísindum og MS námi í faralds- og líftölfræði verða að standast námskeiðið áður en vinna við lokaverkefni hefst.
Lífsferilsgreining (UAU215F)
Markmið: Að nemendur geti beitt aðferðum lífsferilsgreiningar til að greina umhverfisáhrif sem hljótast af framleiðslu og ferlum. Nemendur munu svo læra að skila niðurstöðum lífsferilsgreinina á réttan hátt og framkvæmt samanburðar- og næmnigreiningar. Einnig munu nemendur geta fundið svokallaða heita reiti innan lífsferla vöru eða framleiðsluferils sem hægt er að nýta til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
Síðast en ekki síst munu nemendur læra að tileinka sér kerfislæga hugsun sem nauðsynleg, einn af grunnhæfniþáttum sjálfbærni.
Efni: Námskeiðið kennir nemendum að greina lífsferil vöru frá vöggu til grafar með aðferðum lífsferilsgreiningar (LCA). LCA er notað til að meta umhverfisáhrif vöru, framleiðsluferils eða þjónustu. Markmiðið með LCA er að bera saman líkar vörur, ferla og þjónustu. Einnig getur markmiðið verið að meta hvar í ferli hverrar vöru, ferils eða þjónustu hvar mestu neikvæðu umhverfisáhrifin verða. Þær upplýsingar nýtast við hönnun vörunnar sé um nýja vöru að ræða, eða til að breyta framleiðsluferlum og þannig lágmarka umhverfisáhrif. Einblínt verður að því að kenna bæði aðferðafræðina og hvernig hægt er að nota LCA sem verkfæri. Í námskeiðinu er farið í gegnum aðferðarfræðina allt frá skilgreiningu markmiðs, aðgerðareiningar og kerfismarka, útreikninga á notkun auðlinda og losun efna til andrúmslofts, vatns og jarðvegs. Svo bætist við túlkun niðurstaðna og næmnigreiningar. Einnig eru kynntar mismunandi aðferðir, hugbúnaður hugbúnaður til að reikna út umhverfisáhrif og notkun gagnabanka notaðir eru til þess að framkvæma lífsferilsgreiningar. Námsmat miðast við þátttöku í kennslustundum og skilum á einstaklings og hópaverkefnum sem unnin eru námskeiðinu.
Þessi áfangi eykur færni nemenda á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna númer 6, 7, 9, 11, 12, 13, 14 and 15.
Kennsluhættir: Kennt er með fyrirlestrum, tímaverkefnum, einstaklings heimaverkefnum og hópverkefnum.
Áhrifaþættir öldrunar: Umhverfi, félagstengsl og heilsufar (ÖLD201F)
Markmið námskeiðsins er að dýpka þekkingu þátttakenda í öldrunarfræðum (gerontology) og öldrunarlækningum (geriatri). Fjallað verður um það hvernig umhverfi, félagsleg tengsl og heilsufar hafa áhrif á vellíðan aldraðra. Rætt verður um þjónustu við aldraða almennt og einnig hópa aldraðra með sérþarfir. Mismunandi kenningar öldrunarfræða verða til umræðu og hvernig þær hafa áhrif á viðhorf og þjónustu við aldraðra. Rannsóknir innlendar og erlendar á sviðinu verða kynntar svo og rannsóknaraðferðir öldrunarfræðinnar. Fjallað verður um teymisvinnu í öldrunarþjónustu og áhersla lögð á að kynna starfsaðferðir mismunandi starfsstétta sem vinna að málefnum aldraðra.
Námskeiðið er kennt í staðlotum og fyrirlestrum. Mætingaskylda er í staðlotur.
Gestafyrirlesarar á sérsviðum öldrunarfræða og öldrunarlækninga.
Sjálfbærnimenntun og nám (SFG207F)
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að beina sjónum að námi, kennslu og frístundastarfi sem stuðlar að sjálfbærni. Kennslutímar byggjast á upplýstri rökræðu undir forystu nemenda. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er netnámskeið og krafist er 80% skyldumætingar samkvæmt kennsluáætlun.
Dæmi um viðfangsefni eru:
- Aðgerðastefna (e. activism) í námi og kennslu
- Staðtengt nám og reynslunám
- Breyting á hegðun
- Náttúrfræðinám, tækni og sjálfbærni
- Sköpun, þekkingarsköpun og félagsleg sjálfbærni
- Háskólanám og nám fullorðinna
- Formlegt og óformlegt nám
- Félagsleg nýsköpunarmenntun
Hafðu samband
Skrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildar
Nýi Garður, 3. hæð
Sæmundargata 12,
102 Reykjavík
Sími: 525 4999
Opið þriðjudag - fimmtudag kl. 9-15 og föstudaga kl. 9-12

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.


