Skip to main content

Lýðheilsuvísindi

Lýðheilsuvísindi

Þverfræðilegt framhaldsnám

Lýðheilsuvísindi

MPH – 120 einingar

Meistaranám í lýðheilsuvísindum er fjölbreytt og hagnýtt nám þar sem áhersla er á undirstöðuþekkingu á áhrifaþáttum heilbrigðis og forvörnum.

Nemendur fá þjálfun í aðferðum og túlkun rannsókna á heilsufari og áhrifavöldum þess og skilning á beitingu heilsueflandi aðgerða.

Skipulag náms

X

Lýðheilsa: Vísindi, stjórnmál, forvarnir (LÝÐ101F)

Í námskeiðinu er farið yfir skilgreiningar, sögu, markmið, gildissvið, siðfræði og aðferðir lýðheilsuvísinda svo og íslensk- og alþjóðleg lög og sáttmála sem tengjast lýðheilsu. Nokkur áhersla er lögð á lýðheilsu og heilbrigðisvísa í alþjóðlegu samhengi en einnig á íslenska heilbrigðiskerfið, stjórnun og fjármögnun þess svo og samanburð við heilbrigðiskerfi annara þjóða. Ennfremur er farið yfir söfnun heilbrigðisupplýsinga á Íslandi sem á alþjóðavísu og nýtingu þeirra til rannsókna og stefnumótunar í heilbrigðismálum. Einnig er lögð áhersla á þau svið lýðheilsu sem eru á döfinni hverju sinni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hjördís Lilja Lorange
Friðgeir Andri Sverrisson
Heiðrún Hlöðversdóttir
Hjördís Lilja Lorange
Framhaldsnám í lýðheilsuvísindum

Framhaldsnám í lýðheilsuvísindum hefur verið mjög skemmtileg reynsla þar sem ég hef þurft að takast á við margar áskoranir. Í náminu hef ég tamið mér að beita gagnrýnni hugsun og byggt upp hæfni til að takast kerfisbundið á við vísindaleg viðfangsefni.

Námskeiðin eru vel skipulögð þar sem tækifæri gefst á að kynnast helstu viðfangsefnum lýðheilsuvísinda og kynna sér helstu ógnir sem stafa að lýðheilsu í dag. Einn af helstu kostunum við námið eru frábærir kennarar sem hafa yfirgripsmikla þekkingu sem þeir miðla með skemmtilegum og fróðlegum hætti á breiðu sviði fræðigreina.

Sú þekking og reynsla sem ég öðlaðist í meistaranáminu fór langt fram úr vonum mínum og hef ég náð að auka þekkingu á mínu áhugasviði. 

Hafðu samband

Miðstöð í lýðheilsuvísindum

Sturlugata 8, 102 Reykjavík
Sími 525 4956
Netfang: publichealth@hi.is 

Opið mánu- til fimmtudaga 10-16 og föstudaga 10-12.

Fylgstu með okkur
 Facebook Logo Twitter PNG, Logo Twitter Transparent Background - FreeIconsPNGTwitter

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.