Skip to main content

Guðfræði

Guðfræði

Hugvísindasvið

Guðfræði

BA – 180 einingar

Löngum var litið á Guðfræðideildina sem prestaskóla fyrst og fremst. Á síðari árum hefur námið við deildina orðið æ fjölbreyttara. Hinar hefðbundnu greinar guðfræðinnar gegna enn sem fyrr stærstu hlutverki en nýjar áherslur hafa hins vegar komið inn í þessar greinar, til dæmis með tilkomu kvennaguðfræði, áherslu á áhrifasögu Biblíunnar og menningarfræði og þá ekki síst rannsóknum á trúarlegum stefjum í kvikmyndum. 

Skipulag náms

X

Inngangur að trúfræði (GFR204G)

Markmið þessa námskeiðs er að gefa sögulegan ramma, þar sem farið er yfir helstu atriði kenningasögunnar frá upphafi og fram á okkar daga. Sérstök áhersla verður lögð á játningamyndun og mótun og einkenni helstu kirkjudeilda.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hafdís Davíðsdóttir
Hildur Eir Bolladóttir
Benjamín Hrafn Böðvarsson
Helga Bragadóttir
Þorgeir A. Elíesersson
Hafdís Davíðsdóttir
BA í guðfræði

Guðfræðinám í HÍ er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Þar lærir maður bókstaflega allt milli himins og jarðar, allt frá tungumálum, yfir í sögu, heimspeki, fornleifafræði, sálgæslu, siðfræði, listir, trú- og trúarbragðafræði. Námið kemur sér að góðum notum þar sem það fjallar um allt litróf mannsins frá vöggu til grafar. Þetta er akademískt nám sem hvetur til gagnrýnnar hugsunar og gefur góða sýn á eðli mannsins, sögu hans og menningu bæði á Íslandi og í heiminum öllum. Ólíkt mörgum öðrum deildum eru samskipti nemenda og kennara náin og er vel haldið utan um hvern og einn.  Félagslífið er frábært þar sem nemendur innan deildarinnar þekkjast vel og styðja við bakið á hvert öðru.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.isSkrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.