Hér að neðan má finna upplýsingar um inntökupróf í íslensku á stigi B2 samkvæmt Evrópska tungumálarammanum (CEFR). Prófin eru haldin á vegum Háskóla Íslands. Reglur um inntökupróf í íslensku fyrir grunnnám við Háskóla Íslands. Almennar upplýsingar um inntökupróf í íslensku Í prófinu er færni þátttakenda í íslensku metin á stigi B2 samkvæmt Evrópska tungumálarammanum (CEFR). Prófað er í fjórum þáttum: lesskilningi, hlustun, ritun og munnlegri færni. Prófin eru staðpróf og fara fram í byggingum Háskóla Íslands. Gott aðgengi er að prófstöðum. Umsækjendur geta óskað eftir því að taka stöðuprófið sem fjarpróf, sbr. reglur prófstjóra um slík próf. Umsækjendur utan höfuðborgarsvæðisins geta tekið inntökuprófið við símenntunarstöð. Próftökustaður skal vera háskóli eða sendiráð/ræðismaður ef umsækjendur eru staddir erlendis. Nánari upplýsingar má finna hér undir fjarpróf. Nemendaskrá skráir umsækjendur með samþykkta umsókn í grunnnám í prófin og þeir fá sendar upplýsingar frá Háskóla Íslands um prófstað og -tíma. Próftökugjald er 35.000 kr. Prófin fara fram í Háskóla Íslands 15.-16. júní og fjarpróf fara fram 22.-23. júní, eftir að umsóknarfresti í grunnnám lýkur. Prófin taka tvo daga. Próf í lesskilningi, hlustun og ritun eru haldin fyrri daginn og taka u.þ.b. 4 klst. Munnleg próf eru haldin seinni daginn. Þau taka u.þ.b. 30 mínútur og þátttakendum er úthlutað tíma. Mjög mikilvægt er að mæta á réttum tíma í prófin. Mögulegt er að munnlega prófinu verði dreift á fleiri daga í júní ef þátttaka er mikil. Þátttakendur þreyta próf í lesskilningi, hlustun og ritun í rafræna prófakerfinu Inspera. Háskóli Íslands útvegar þátttakendum tölvur og heyrnartól til að taka prófin. Próftakar fá rissblöð og penna. Engin önnur hjálpargögn eru leyfð í prófunum. Próf í lesskilningi, hlustun og ritun Próf í lesskilningi, hlustun og ritun eru haldin fyrri prófdag í einni fjögurra tíma lotu. Prófverkefnin eru afhent á staðnum. Í lesskilningsprófinu eru 4 verkefni og nemendur fá 60 mínútur til að leysa prófið. Í hlustunarprófinu eru 4 verkefni og nemendur fá 40 mínútur til að leysa prófið. Í ritunarprófinu eru 2 verkefni og nemendur fá 80 mínútur til að leysa prófið. Stutt hlé eru gerð á milli prófanna. Próftakar eru hvattir til að kynna sér uppbyggingu prófanna vel með því að skoða sýnisprófin hér fyrir neðan. Sýnispróf í lesskilningi – íslenska á B2 stigi Sýnispróf í hlustun – íslenska á B2 stigi Sýnispróf í ritun – íslenska á B2 stigi Munnlegt próf Próftaka er úthlutað próftíma í munnlegt próf á seinni prófdegi. Prófið tekur alls 30 mínútur. Fyrstu 15 mínúturnar fær próftakinn að undirbúa hluta prófsins í biðstofu áður en prófið hefst. Prófið sjálft tekur 15 mínútur í prófstofu. Próftaki tekur prófið einn og er metinn af tveimur prófdómurum. Í prófinu eru 3 verkefni sem eru afhent á staðnum. Próftakar eru hvattir til að kynna sér uppbyggingu prófsins vel með því að skoða sýnisprófið hér fyrir neðan. Sýnispróf í munnlegri færni – íslenska á B2 stigi facebooklinkedintwitter