Skip to main content

Stúdentagarðar Hallormsstað

Svefnherbergi á Hallormsstað

Á Hallormsstað býðst nemendum Háskóla Íslands til leigu stúdentaherbergi í einstöku umhverfi Hallormsstaðaskógar. Herbergin dreifast á þrjár hæðir hússins: jarðhæð, 2. hæð og 3. hæð.  

Fjöldi herbergja er 14 en flest þeirra eru með aðgang að sameiginlegu baðherbergi. Tvö herbergi eru með sérbaði. Herbergin eru mismunandi að stærð og lögun, 9–20 m², hvert með sitt sérkenni og nafn. Verð herbergja fer eftir stærð og aðstöðu og er frá 90.000 -150.000 kr. á mánuði.   

  • Í hverju herbergi er eitt sett húsgagna fyrir hvern leigjanda; rúm, náttborð, lampi,  hægindastóll, skrifborð, stóll og fataskápur. 
  • Internet, hiti og rafmagn er innifalið í leigu. 
  • Aðgangur að eftirfarandi sameiginlegum rýmum er innifalinn í leigu:   
    • Stórt kennslueldhús, fullbúið eldhúsáhöldum og leirtaui. 
    • Geymsluhillur, ísskápur og frystir.  
    • Fullbúið þvottahús, þurrkherbergi og útisnúrur. 
    • Borðstofa og setustofur. 
    • Önnur opin vinnurými í skólahúsinu.   
  • Sorp er flokkað eftir plasti, pappa, málmi, gleri, textíl, lífrænu og almennu sorpi. 
  • Samkvæmt landslögum er húsnæði og lóð skólans reyklaust og á það einnig við um rafsígarettur.  

Nemendur sem hafa verið samþykktir í námið geta sótt um stúdentaherbergi rafrænt. Herbergin eru eingöngu fyrir skráða nemendur og ekki ætluð til samnýtingar með maka, börnum eða gestum.  

Fyrir þá sem leita eftir öðrum húsnæðismöguleikum er best að skoða almennan leigumarkað á Hallormsstað og nágrenni. Næstu þéttbýlisstaðir eru Egilsstaðir og Fellabær í um 27 km fjarlægð. Frekari upplýsingar og leiðbeiningar eru veittar í gegnum netfangið hallormsstadur@hi.is 

Herbergi undir súð með 2 rúmum
Herbergi með rúmi
Herbergi með rúmi
Herbergi með rúmi
Herbergi með rúmi
Herbergi með rúmi
Herbergi með rúmi
Herbergi með rúmi
Herbergi með skáp
Herbergi með rúmi
+9

Þingeyrar á 3. hæð