Skip to main content

Listfræði

Listfræði

Hugvísindasvið

Listfræði

MA – 120 einingar

Meistaranám í listfræði veitir nemendum tækifæri til þess að breikka og dýpka fræðilegan þekkingargrunn og faglega færni eftir BA-nám í greininni.

Skipulag náms

X

List og samfélag í samtíma (LIS701F)

List hefur í sögulegu tilliti verið sá þáttur samfélagsins þar sem nýjungar og framsýni hefur verið í mestum metum. Þetta frumkvæði listar hefur þó ætíð byggt á sögulegum forsendum — þess sem á undan kemur. Í þessu samhengi eru listamenn samtímans stöðugt að endurnýja fyrri forsendur sínar. Á sama tíma eru listheimar samtímans í eðli sínu margbrotnir — þar á sér stað sífellt meiri skörun ólíkra miðla og áhrifa, þar sem listamenn vinna á grundvelli fræðilegra forsendna, félagslegra forsendna og með tilliti til stjórnmála og efnahagsmála. Menningarlegar aðstæður breytast einnig ört í samtíðinni, fyrir tilstilli tækniþróunar, byggðaþéttingar, heimsvæðingar og náttúruvár, auk óvissu á sviði stjórnmála. Þetta leiðir til þess að eðli listastarfsins tekur sífellt meiri breytingum. Vegna þessa er mikilvægt að leggja stöðugt nýjan grunn að túlkun listarinnar og virkni hennar í samfélaginu, þar sem nýjar hugmyndir og skilgreiningar, á við ‚mannöld‘ og ‚síð-mennsku‘, gagnast til aukins skilnings á stöðu listar í samfélagi manna. Í námskeiðinu eru listfræðilegar forsendur samtíðarinnar teknar til endurskoðunar og listvettvangurinn — sagan og samtíðin — kannaður með hliðsjón af samspili listar við ólíkar greinar: sagnfræði, heimspeki, bókmenntir, fjölmiðla- og kvikmyndafræði, mannfræði, stjórnmálafræði, landafræði, félagsfræði.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Aldís Arnardóttir
Edda Halldórsdóttir
Aldís Arnardóttir
Listfræðingur

Meistaranámið í listfræði við Háskóla Íslands hefur nýst mér vel í fjölbreyttum verkefnum sem ég hef unnið að frá útskrift, sem sýningarstjóri, kennari, við skrif á sýningartextum fyrir listamenn og gagnrýni um sýningar í dagblöð og fleira.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.