Skip to main content

Heimspeki

Heimspeki

Hugvísindasvið

Heimspeki

MA gráða – 120 einingar

Heimspeki er skipuleg tilraun til að leita svara við grundvallarspurningum sem á menn hafa leitað frá öndverðu. Hún er ein elsta fræðigrein mannkynsins og líta má á hana sem móður allra síðari vísinda.

Meistaranám í heimspeki er tveggja ára fræðilegt og rannsóknartengt nám sniðið að nemendum sem lokið hafa BA-próf með fyrstu einkunn í heimspeki.

Skipulag náms

X

Meistararannsókn 1 (HSP713F)

Námskeiðið er kennt á fyrsta misseri og er ætlað að leggja grunn að meistararannsókn nemandans sem mun ljúka með MA ritgerð á 4. misseri. Í Meistararannsókn 1 vinnur nemandi undir handleiðslu leiðbeinanda við að afla sér þekkingar á helstu rannsóknum á sviði MA rannsóknar sinnar (umfangið á að svara til lesturs 20–30 tímaritsgreina) og kynnir sér jafnframt nýlegar alþjóðlegar rannsóknir á fræðasviði sínu. Nemandinn skilar rannsóknayfirliti í formi ritgerðar (um 5000 orð).

X

Kenningar í hugvísindum (FOR709F)

Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.

X

Hugmyndasaga eftir 1750 (SAG706F)

Hugmyndasaga Vesturlanda eftir 1750 er stórbrotin og um margt þversagnakennd. Tímabilið er gjarnan er tengt við upphaf nútímanns með öllu því sem einkennir hann hvað varðar m.a. hugmyndir um þekkingu, stjórnmál, tækniþróun og gildi. Á þessu tímabili hafa fjölmargar hugmyndir, stefnur og straumar tekist á en í námskeiðinu verður sérstökum sjónum beint að arfi upplýsingarinnar. Meðal þeirra hugmynda og hugmyndastrauma sem einkenna tímabilið er skynsmis- og andskynsemishyggja, vísindatrú, framfarahyggja, fortíðarþrá og síðast en ekki síst margskonar hugmyndir um náttúru og menningu. Stjórnmálasaga tímabilsins einkennist af byltingum og hafa fjölmargar hugmyndir tengdar frelsi (einstaklinga, stétta eða hópa) tekist á. Námskeiðinu er ætlað að veita yfirlit yfir nokkra af helstu hugmyndastraumum og stefnum frá upplýsingu og fram að 7. áratug síðustu aldar. Nemendum gefst síðan kostur á að velja þema til að kafa dýpra í og öðlast þannig færni á að rýna í frumtexta frá tímabilinu og lesa þá með sjónarhornum hugmyndasögunnar.

Gefinn verður kostur á fjarnámi í samráði við kennara. 

X

Málstofa: Heimspeki friðar og átaka í hugmyndasögulegu ljósi (HSP541M, HSP542M)

Í málstofunni beinum við sjónum að heimspekilegum þemum í hugmyndasögu friðar og átaka. Friðarhugtakið verður m.a. skoðað með hliðsjón af því hvernig það hefur litast af hugmyndafræði og pólitískum stefnum og straumum, eins og t.d. and-nýlenduhyggju, þjóðernishyggju, alþjóðahyggju, femínisma, sósíalisma, frjálslyndisstefnu og kapítalisma. Kynjaðar hugmyndir um stríð og frið verða í forgrunni, sem og hugmyndir um réttmæti baráttuaðferða eins og t.d. notkun ofbeldis í frelsisbaráttu. Við munum rýna í verk höfunda eins og Immanuel Kant, Frantz Fanon, Elin Wägner, Hönnuh Arendt, Mahatma Ghandi, Carol Gilligan og fleiri. 

X

Verkefni í málstofu: Heimspeki friðar og átaka í hugmyndasögulegu ljósi (HSP541M, HSP542M)

Verkefni í málstofu: Heimspeki friðar og átaka í hugmyndasögulegu ljósi. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Viðskiptasiðfræði (HSP710F)

Námskeiðið fjallar um þær siðferðilegu áskoranir sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir og hvernig taka má á þeim áskorunum hvort sem þær eru að finna innan fyrirtækjanna sjálfra eða í samskiptum þeirra við stjórnvöld og samfélagið í heild. Námskeiðið hefur að markmiði að bæta hæfni og getu nemenda með því að kynna fyrir þeim kenningar innan viðskiptasiðfræðinnar og vinna með þær í samvinnu við ýmsa þátttakendur námskeiðsins úr röðum atvinnulífs. Kennsluefni námskeiðsins, meðal annars bókin Business Ethics, veitir tækifæri til þess að kynnast og greina siðferðilegar áskoranir í formi dæmisagna í lok hvers kafla. Kennsluefnið í heild varpar ljósi á þróun viðskiptasiðfræðinnar sem viðfangsefni innan fyrirtækja og samfélaga, svo og þróun fyrirtækjamenningar í samhengi við viðskiptasiðfræði og leiðir til að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Enn fremur hvaða áskoranir og tækifæri á sviði viðskiptasiðfræðinnar geta boðið fyrirtækjum og samfélagi. Háskóla Íslands er umhugað að mennta fólk þar sem lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi og verður það rauður þráður í gegnum námskeiðið.  

Í námskeiðinu verða helstu hugtök og heiti innan viðskiptasiðfræði kynnt í gegnum fyrirlestra, þátttöku nemenda við greiningu og kynningu á hugtökum innan viðskiptasiðfræðinnar. Enn fremur munu gestir úr atvinnulífi og stjórnsýslu vera gestir í námskeiðinu þar sem þeir miðla af reynslu sinni þegar kemur að ólíkum þáttum viðskiptasiðfræðinnar. Horft er til þess að þema hvers tíma verði rætt við viðkomandi gest. Tímunum er skipt þannig að fleiri en eitt þema getur verið tekið fyrir hverju sinni. Þema getur líka flotið yfir fleiri en einn tíma. Allir nemendur velja sér þema til þess að skilgreina (líka þeir sem taka 1,5 og 3,0 einingar). E nemendur sem taka 6,0 og 7,5 ECTS einingar fá tækifæri til þess að leggja mat á stöðu viðskiptasiðferðis í fyrirtæki í samvinnu við atvinnulífið.   

Nemendur í HSP710F sem er 6 eininga námskeið veiti því sérstaka athygli að námskeiðið er kennt í seinni lotu annarinnar, samkvæmt lotukerfi Viðskiptafræðideildar. Hefst námskeiðið eftir miðjan október og lýkur í byrjun desember.

X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

X

Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)

Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.

X

Kínversk heimspeki menntunar til forna 1: konfúsíanismi (INT006F)

Viðfangsefni

Inntak námskeiðsins er kínversk menntaheimspeki til forna í víðum skilningi. Á misserinu verður áherslan á heimspeki konfúsíanisma og byrjað á að skýra hugmyndir um menntun og sjálfsrækt sem fram koma í Speki Konfúsíusar (Lunyu 论语, Analects). Síðan verður vikið að völdum köflum í öðrum mikilvægum konfúsíanískum ritum á borð við Zhongyong (e. Doctrine of the Mean), Daxue (e. The Great Learning), Xueji (e. Records of Learning), Mengzi og Xunzi. Grundvallarhugtök kínverskrar menntaheimspeki verða kynnt til sögunnar og þau útskýrð, þ.á.m. jiao 教 (kennsla), xue 学 (að læra, að líkja eftir, að taka sér til fyrirmyndar), xiuji 修己 og xiushen 修身 (að rækta sjálfan sig), li 礼 (helgiathafnir, siðir), xing 性 (náttúrulegar tilhneigingar, mannlegt eðli) og junzi 君子 (fyrirmyndarpersóna), auk annarra. Í því samhengi verður hugað vel að vægi fyrirmynda í konfúsíanískri menntun.

Auk þessara „jákvæðu“ hugtaka tökum við einnig andstæður þeirra til skoðunar, t.a.m. hugmyndina um að „ekki sé hægt að skera út rotinn við“ (xiumu buke diao ye 朽木不可雕也) og lýsingar á „smámennum“ (xiao ren 小人) eða þeim sem ekki hefur tekist að „mennta“ sig (þ.e. gera sig að manneskjum). Við fjöllum um lýsingar á svonefndum „sýndarmennum“ sem herma aðeins eftir öðrum á ytra borði en rækta ekki sjálfa sig. Innsýn í þá sem mistekst að mennta sig gerir okkur kleift að átta sig betur á merkingu og markmið menntunar í konfúsíanísku samhengi.

Markmið

Meðal þeirra spurninga sem varpað verður fram (og reynt að svara) í námskeiðinu eru: Hvernig er menntun skilin í kínverskri menningu fyrri tíma? Hver eru helstu markmið hennar? Hvað á sér stað þegar menntun nær ekki markmiðum sínum? Getur menntun verið óæskileg eða hættuleg? Hvaða félagslegu og einstaklingsbundu þættir felast í menntun og sjálfsrækt? Að hvaða leyti getur menntun eins haft áhrif á aðra? Hvaða hlutverki gegnir annað fólk í menntun manns? Eru fyrirmyndir nauðsynlegar? Hvaða hlutverki gegna hefðir og fyrirmyndir sem aðferðir í menntun? Er hægt að gera of mikið úr þeim? Hvaða almenna vægi hefur menntun í heimspeki konfúsíanismans?

Nálgun og námsefni

Að mestu verður stuðst við frumtexta, þ.e. Speki Konfúsíusar (e. Analects), Zhongyong (e. Doctrine of the Mean), Daxue (e. The Great Learning), Xueji (e. Records of Learning), Mengzi og Xunzi. Stúdentar geta nýtt sér hvaða þýðingu á þessum grundvallarritum sem er (á ensku eða öðrum málum). Á vefnum ctext.org má finna alla þessa texta í enskri þýðingu. Námskeiðið er samkennt með Paul J. D‘Ambrosio og nemendum hans við East China Normal University. Engar forkröfur eru gerðar til þekkingar á kínverskri heimspeki.

X

Meistararannsókn 2 (HSP810F)

Námskeiðið er kennt á öðru misseri og felst annarsvegar í mótun rannsóknarspurningar á grundvelli þeirrar þekkingar á stöðu rannsókna sem aflað var í Meistararannsókn 1 og í framhaldi af því í gerð rannsóknaráætlunar sem uppfyllir almenn viðmið umsókna um rannsóknarstyrki. Jafnframt öðlast nemandinn þjálfun í þeim aðferðum sem beitt verður í meistararannsókninni eftir því sem við á.

X

Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)

Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins. 

Kennsla fer fram frá 12. janúar til 16. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.

Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.

Markmið: 
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.

Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.

X

Verkefni tengt siðfræði vísinda og rannsókna (HSP048F)

Verkefnið er hægt að taka sem viðbót við HSP806F Siðfræði vísinda og rannsókna og er einungis hægt að taka meðfram því námskeiði.

X

Málstofa: Heimspeki John Stuart Mills (HSP444M, HSP445M)

Í málstofunni verða öll helstu verk Mills skoðuð með hliðsjón af baráttu hans gegn dogmatisma. Sett verða fram túlkanir höfuðritum Mills í rökfræði, siðfræði, trúfræði og félagsheimspeki út frá and-dogmatisma hans.

X

Verkefni í málstofu: Heimspeki John Stuart Mills (HSP444M, HSP445M)

Verkefni í málstofu: Heimspekilegar framfarir. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Málstofa: Brautryðjendur líkamlegrar heimspekilegrar hugsunar (HSP440M, HSP441M)

Heimspekileg hugsun er meir en gagnrýnin, greinandi og rökvís hugsun. Hugurinn er líkamnaður en hugurinn nær lengra því líkami og umhverfi eru eitt.  Hugurinn er birtingarmynd líkams-umhverfa en hver einasti hugur er jafnframt einstakur, skapandi og býr yfir innsæi. Í þessari málstofu verða kynntir brautryðjendur líkamlegrar hugsunar innan heimspeki nútíma frá Schopenhauer, Nietzsche, Husserl, Merleau-Ponty, Dewey, James, Beauvoir, Arendt, Weil til Varela, Gendlin, Irigaray, Petitmengin, Noë og Tuana í samtímanum. Auk þess að kynnast heimspeki líkamlegrar hugsunar verða aðferðir sem hafa verið þróaðar á grundvelli hennar kynntar. Tilgangurinn með þessum aðferðum er að verða meðvitaðri um drjúgan þátt upplifana í hugmyndum okkar og skilningi. Verklegur þáttur námskeiðsins (sem fer fram á helgarnámskeiði) styrkir nemendur í sjálfstæðri heimspekilegri hugsun og þjálfar samvinnu í að hugsa heimspekilega.

X

Verkefni í málstofu: Brautryðjendur líkamlegrar heimspekilegrar hugsunar (HSP440M, HSP441M)

Verkefni í málstofu: Brautryðjendur líkamlegrar heimspekilegrar hugsunar. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M)

Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.

Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20. 

Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur. 

X

Kínversk heimspeki menntunar til forna 2: daoismi og nýdaoismi (INT007F)

Viðfangsefni

Hugsuðir sem kenndir eru við daoisma, einkum höfundar Bókarinnar um veginn/Ferlisins og dygðarinnar (Daodejing 道德经) og Zhuangzi 庄子, brugðust með gagnrýnum hætti við ákveðnum þáttum í menntaheimspeki konfúsíanisma og héldu því m.a. fram að hún leiddi til kredduhyggju og hræsni. Þess í stað lögðu þeir til annars konar lærdóm eða sjálfsrækt sem væri sjálfstæðari undan samfélagsleg gildum og byggði fremur á „heimsrásinni“ eða „vegi veraldarinnar“, þ.e. heimsfræðilegum tilhneigingum náttúrunnar, og leituðu leiða til að tileinka sér lífsmáta sem væri í samræmi við þær tilhneigingar. Í því samhengi nefna þeir til sögunnar hugmyndir á borð við það að „aflæra“ og „draga úr sjálfinu“. Í stað þess að læra af fornritum siðmenningarinnar leggja þeir áherslu á að aðlaga sig náttúrunni og athafna sig með háttum sem þeir kenna við ziran 自然 (sjálfkrafa) og wuwei 无为 (ógjörð).  

Eftir að hafa einblínt á daoisma í u.þ.b. helmingi námskeiðsins víkjum við að xuanxue 玄学 heimspeki, sem stundum er kennd við „nýdaoisma“, en hún tekur samband daoisma og konfúsíanisma til gagnrýninnar endurskoðunar. Nýdaoískir hugsuðir fundu oft nýstárlegar og frumlegar leiðir til að samþætta hugmyndir konfúsíanista og daoista. Í því samhengi ljáðu þeir mikilvægum kjarnahugtökum á borð við xing 性 (mannlegt eðli) og xue 学 nýja merkingu og settu fram annan skilning á fyrirmyndum. Daoistar til forna, einkum höfundar Daodejing og Zhuangzi, gagnrýndu harðlega hina konfúsíanísku aðferð að líkja eftir fyrirmyndum og tefldu þess í stað fram hugtökum sínum um sjálfkrafa eða óþvingaðar athafnir en heimspekingar xuanxue-skólans reyndu að hugsa þessar andstæður upp á nýtt og komust að þeirri niðurstöðu að hin daoísku hugtök sjálfkrafa eða óþvinguðu athafna væru í fullu samræmi við hugmyndina um menntun. Í stað þess að tileinka sér inntak þess sem aðrir hafa tekið sér fyrir hendur er hægt að læra hvernig þeir gera það sem að þeirra mati felur einmitt í sér sjálfkrafa og óþvingaðar athafnir. Þessa samþættingu daoisma og konfúsíanisma mætti því líta á sem þriðju nálgunina á menntun.

Markmið

Meðal þeirra spurninga sem varpað verður fram (og reynt að svara) í námskeiðinu eru: Hvernig er menntun skilin í kínverskri menningu fyrri tíma? Hver eru helstu markmið hennar? Hvað á sér stað þegar menntun nær ekki markmiðum sínum? Getur menntun verið óæskileg eða hættuleg? Hvaða félagslegu og einstaklingsbundu þættir felast í menntun og sjálfsrækt? Að hvaða leyti getur menntun eins haft áhrif á aðra? Hvaða hlutverki gegnir annað fólk í menntun manns? Eru fyrirmyndir nauðsynlegar? Hvaða hlutverki gegna hefðir og fyrirmyndir sem aðferðir í menntun? Er hægt að gera of mikið úr þeim? Hvaða almenna vægi hefur menntun í heimspeki konfúsíanismans?

Nálgun og námsefni

Að mestu verður stuðst við frumtexta, þ.e. Daodejing (Bókina um veginn), Zhuangzi og nýdaoísk rit. Stúdentar geta nýtt sér hvaða þýðingu á þessum grundvallarritum sem er (á ensku eða öðrum málum). Á vefnum ctext.org má finna suma þessara texta í enskri þýðingu. Námskeiðið er samkennt með Paul J. D‘Ambrosio og nemendum hans við East China Normal University. Engar forkröfur eru gerðar til þekkingar á kínverskri heimspeki en þeir sem ekki taka námskeið haustmisseris 2024 um konfúsíanisma eru hvattir til að horfa á fyrirlestra þess námskeiðs sem gerðir verða aðgengilegir.

X

Meistararannsókn 3 (HSP911F)

Námskeiðið er kennt á þriðja misseri og felst í að framkvæma eða skrifa afmarkaðan hluta meistararannsóknarinnar. Jafnframt er nemandanum gert kleift að endurskoða rannsóknaráætlun sína í ljósi þeirrar reynslu og á eftir það að vera reiðubúinn að takast á við sjálfstæða ritun MA ritgerðar.

X

Hugmyndasaga eftir 1750 (SAG706F)

Hugmyndasaga Vesturlanda eftir 1750 er stórbrotin og um margt þversagnakennd. Tímabilið er gjarnan er tengt við upphaf nútímanns með öllu því sem einkennir hann hvað varðar m.a. hugmyndir um þekkingu, stjórnmál, tækniþróun og gildi. Á þessu tímabili hafa fjölmargar hugmyndir, stefnur og straumar tekist á en í námskeiðinu verður sérstökum sjónum beint að arfi upplýsingarinnar. Meðal þeirra hugmynda og hugmyndastrauma sem einkenna tímabilið er skynsmis- og andskynsemishyggja, vísindatrú, framfarahyggja, fortíðarþrá og síðast en ekki síst margskonar hugmyndir um náttúru og menningu. Stjórnmálasaga tímabilsins einkennist af byltingum og hafa fjölmargar hugmyndir tengdar frelsi (einstaklinga, stétta eða hópa) tekist á. Námskeiðinu er ætlað að veita yfirlit yfir nokkra af helstu hugmyndastraumum og stefnum frá upplýsingu og fram að 7. áratug síðustu aldar. Nemendum gefst síðan kostur á að velja þema til að kafa dýpra í og öðlast þannig færni á að rýna í frumtexta frá tímabilinu og lesa þá með sjónarhornum hugmyndasögunnar.

Gefinn verður kostur á fjarnámi í samráði við kennara. 

X

Málstofa: Heimspeki friðar og átaka í hugmyndasögulegu ljósi (HSP541M, HSP542M)

Í málstofunni beinum við sjónum að heimspekilegum þemum í hugmyndasögu friðar og átaka. Friðarhugtakið verður m.a. skoðað með hliðsjón af því hvernig það hefur litast af hugmyndafræði og pólitískum stefnum og straumum, eins og t.d. and-nýlenduhyggju, þjóðernishyggju, alþjóðahyggju, femínisma, sósíalisma, frjálslyndisstefnu og kapítalisma. Kynjaðar hugmyndir um stríð og frið verða í forgrunni, sem og hugmyndir um réttmæti baráttuaðferða eins og t.d. notkun ofbeldis í frelsisbaráttu. Við munum rýna í verk höfunda eins og Immanuel Kant, Frantz Fanon, Elin Wägner, Hönnuh Arendt, Mahatma Ghandi, Carol Gilligan og fleiri. 

X

Verkefni í málstofu: Heimspeki friðar og átaka í hugmyndasögulegu ljósi (HSP541M, HSP542M)

Verkefni í málstofu: Heimspeki friðar og átaka í hugmyndasögulegu ljósi. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Viðskiptasiðfræði (HSP710F)

Námskeiðið fjallar um þær siðferðilegu áskoranir sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir og hvernig taka má á þeim áskorunum hvort sem þær eru að finna innan fyrirtækjanna sjálfra eða í samskiptum þeirra við stjórnvöld og samfélagið í heild. Námskeiðið hefur að markmiði að bæta hæfni og getu nemenda með því að kynna fyrir þeim kenningar innan viðskiptasiðfræðinnar og vinna með þær í samvinnu við ýmsa þátttakendur námskeiðsins úr röðum atvinnulífs. Kennsluefni námskeiðsins, meðal annars bókin Business Ethics, veitir tækifæri til þess að kynnast og greina siðferðilegar áskoranir í formi dæmisagna í lok hvers kafla. Kennsluefnið í heild varpar ljósi á þróun viðskiptasiðfræðinnar sem viðfangsefni innan fyrirtækja og samfélaga, svo og þróun fyrirtækjamenningar í samhengi við viðskiptasiðfræði og leiðir til að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Enn fremur hvaða áskoranir og tækifæri á sviði viðskiptasiðfræðinnar geta boðið fyrirtækjum og samfélagi. Háskóla Íslands er umhugað að mennta fólk þar sem lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi og verður það rauður þráður í gegnum námskeiðið.  

Í námskeiðinu verða helstu hugtök og heiti innan viðskiptasiðfræði kynnt í gegnum fyrirlestra, þátttöku nemenda við greiningu og kynningu á hugtökum innan viðskiptasiðfræðinnar. Enn fremur munu gestir úr atvinnulífi og stjórnsýslu vera gestir í námskeiðinu þar sem þeir miðla af reynslu sinni þegar kemur að ólíkum þáttum viðskiptasiðfræðinnar. Horft er til þess að þema hvers tíma verði rætt við viðkomandi gest. Tímunum er skipt þannig að fleiri en eitt þema getur verið tekið fyrir hverju sinni. Þema getur líka flotið yfir fleiri en einn tíma. Allir nemendur velja sér þema til þess að skilgreina (líka þeir sem taka 1,5 og 3,0 einingar). E nemendur sem taka 6,0 og 7,5 ECTS einingar fá tækifæri til þess að leggja mat á stöðu viðskiptasiðferðis í fyrirtæki í samvinnu við atvinnulífið.   

Nemendur í HSP710F sem er 6 eininga námskeið veiti því sérstaka athygli að námskeiðið er kennt í seinni lotu annarinnar, samkvæmt lotukerfi Viðskiptafræðideildar. Hefst námskeiðið eftir miðjan október og lýkur í byrjun desember.

X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

X

Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)

Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.

X

Kínversk heimspeki menntunar til forna 1: konfúsíanismi (INT006F)

Viðfangsefni

Inntak námskeiðsins er kínversk menntaheimspeki til forna í víðum skilningi. Á misserinu verður áherslan á heimspeki konfúsíanisma og byrjað á að skýra hugmyndir um menntun og sjálfsrækt sem fram koma í Speki Konfúsíusar (Lunyu 论语, Analects). Síðan verður vikið að völdum köflum í öðrum mikilvægum konfúsíanískum ritum á borð við Zhongyong (e. Doctrine of the Mean), Daxue (e. The Great Learning), Xueji (e. Records of Learning), Mengzi og Xunzi. Grundvallarhugtök kínverskrar menntaheimspeki verða kynnt til sögunnar og þau útskýrð, þ.á.m. jiao 教 (kennsla), xue 学 (að læra, að líkja eftir, að taka sér til fyrirmyndar), xiuji 修己 og xiushen 修身 (að rækta sjálfan sig), li 礼 (helgiathafnir, siðir), xing 性 (náttúrulegar tilhneigingar, mannlegt eðli) og junzi 君子 (fyrirmyndarpersóna), auk annarra. Í því samhengi verður hugað vel að vægi fyrirmynda í konfúsíanískri menntun.

Auk þessara „jákvæðu“ hugtaka tökum við einnig andstæður þeirra til skoðunar, t.a.m. hugmyndina um að „ekki sé hægt að skera út rotinn við“ (xiumu buke diao ye 朽木不可雕也) og lýsingar á „smámennum“ (xiao ren 小人) eða þeim sem ekki hefur tekist að „mennta“ sig (þ.e. gera sig að manneskjum). Við fjöllum um lýsingar á svonefndum „sýndarmennum“ sem herma aðeins eftir öðrum á ytra borði en rækta ekki sjálfa sig. Innsýn í þá sem mistekst að mennta sig gerir okkur kleift að átta sig betur á merkingu og markmið menntunar í konfúsíanísku samhengi.

Markmið

Meðal þeirra spurninga sem varpað verður fram (og reynt að svara) í námskeiðinu eru: Hvernig er menntun skilin í kínverskri menningu fyrri tíma? Hver eru helstu markmið hennar? Hvað á sér stað þegar menntun nær ekki markmiðum sínum? Getur menntun verið óæskileg eða hættuleg? Hvaða félagslegu og einstaklingsbundu þættir felast í menntun og sjálfsrækt? Að hvaða leyti getur menntun eins haft áhrif á aðra? Hvaða hlutverki gegnir annað fólk í menntun manns? Eru fyrirmyndir nauðsynlegar? Hvaða hlutverki gegna hefðir og fyrirmyndir sem aðferðir í menntun? Er hægt að gera of mikið úr þeim? Hvaða almenna vægi hefur menntun í heimspeki konfúsíanismans?

Nálgun og námsefni

Að mestu verður stuðst við frumtexta, þ.e. Speki Konfúsíusar (e. Analects), Zhongyong (e. Doctrine of the Mean), Daxue (e. The Great Learning), Xueji (e. Records of Learning), Mengzi og Xunzi. Stúdentar geta nýtt sér hvaða þýðingu á þessum grundvallarritum sem er (á ensku eða öðrum málum). Á vefnum ctext.org má finna alla þessa texta í enskri þýðingu. Námskeiðið er samkennt með Paul J. D‘Ambrosio og nemendum hans við East China Normal University. Engar forkröfur eru gerðar til þekkingar á kínverskri heimspeki.

X

Meistararitgerð í heimspeki (HSP441L)

Meistararitgerð til 30e skal vera 20.000-30.000 orð. Í henni skal tekið til rannsóknar afmarkað og samstætt viðfangsefni og það kannað rækilega með fræðilegum aðferðum. Í upphafi skal gera grein fyrir viðfangsefninu, þeim spurningum sem bornar verða upp og rannsóknaraðferð. Niðurstöður verður að setja fram skýrt og aðgengilega. Almenn krafa til meistararitgerða er að þar sé fylgt viðurkenndum fræðilegum rannsóknaraðferðum og að þær séu sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á fræðasviðinu. Meistararitgerð skal að jafnaði vera skrifuð á íslensku eða ensku. Í hverri ritgerð skal vera útdráttur á íslensku og ensku.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.