Skip to main content

Almenn málvísindi

Almenn málvísindi

Hugvísindasvið

Almenn málvísindi

BA gráða – 180 einingar

Almenn málvísindi er vísindagrein sem fjallar um tungumálið í víðu samhengi, eðli mannlegs máls og sérkenni einstakra tungumála. Undirstöðumenntun í almennum málvísindum kemur sér vel í margs konar störfum, svo sem fjölmiðlun, kynningarstarfi, rannsóknum og ritstörfum auk annarra starfa þar sem fengist er við tungumálið. Námið er góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í ýmsum greinum.

Skipulag náms

X

Tungumálið í notkun: Samtöl og samhengi (AMV106G)

Merking orða og setninga ræðst oft af samhenginu, til dæmis við beitingu og túlkun á kaldhæðni. Hvernig geta aðrir skilið okkur ef við segjum ekki alltaf það sem við meinum? Hvað eiga samtöl í ólíkum menningarheimum og tungumálum sameiginlegt? Í námskeiðinu verður fjallað um notkun tungumálsins í samskiptum frá ýmsum sjónarhornum málvísinda. Kennd verða undirstöðuatriði í málnotkunarfræði og varpað ljósi á áhrif samhengis á merkingu orða og setninga. Kynnt verða helstu viðfangsefni og aðferðir samtalsgreiningar og rætt um samanburðarrannsóknir á samtölum víða um heim. Að lokum fá nemendur innsýn í þverfaglegar rannsóknir á málnotkun með aðferðum sálfræðilegra málvísinda. Nemendur kynnast upptöku á samtölum, greiningu á tali með efni námskeiðsins í huga og notkun viðeigandi forrita (t.d. Praat til vinnslu á hljóði og ELAN til að skrá samtöl).

X

Aðferðir og vinnubrögð (ÍSL109G)

Námskeiðið er sameiginlegt nemendum í íslensku, almennum málvísindum og táknmálsfræði. Það skiptist í tvennt. Í öðrum helmingi námskeiðsins (kennt á fimmtudögum) er fjallað um gagnrýna hugsun og ritgerðasmíð frá ýmsum hliðum: uppbyggingu ritgerða, efnisafmörkun, mál og stíl, heimildanotkun og heimildamat, tilvísanir, heimildaskrá, frágang o.fl.
Í hinum helmingi námskeiðsins (kennt á þriðjudögum) munu fræðimenn á áðurnefndum sviðum kynna viðfangsefni sín og gestir utan háskólans kynna starfsvettvang íslenskufræðinga, málvísindamanna og táknmálsfræðinga.

X

Inngangur að málfræði (ÍSL110G)

Kynnt verða helstu viðfangsefni málvísinda og undirstöðuatriði í íslenskri málfræði. Fjallað verður um valin atriði innan höfuðgreina málvísinda og helstu hliðargreinar þeirra auk þess sem gefið verður yfirlit yfir þróun málvísinda í gegnum aldirnar. Meginmarkmið námskeiðsins er að efla skilning nemenda á eðli tungumála og kynna þeim helstu grundvallarhugtök og aðferðir málvísinda. Kennsla felst í fyrirlestrum kennara og umræðum nemenda og kennara um efnið. Nemendur vinna heimaverkefni reglulega yfir misserið, taka tvö heimakrossapróf og ljúka námskeiðinu með lokaprófi í stofu á háskólasvæðinu.

 

X

Þróun málvísinda (AMV205G)

Í námskeiðinu er saga málvísinda og málspeki rakin í megindráttum frá fornöld til nútímans. Áhersla er lögð á þær kenningar og uppgötvanir sem afdrifaríkastar hafa orðið fyrir hugmyndir og aðferðafræði málvísinda. Meðal annars er fjallað um málvísindi fornaldar, íslenska miðaldamálfræði og sögu málvísindanna á 19. og 20. öld. Að lokum verður rætt um strauma og stefnur í málvísindum nútímans.

X

Málkerfið – hljóð og orð (ÍSL209G)

Þetta er grundvallarnámskeið í íslenskri hljóðfræði, hljóðkerfisfræði, beygingarfræði og orðmyndunarfræði. Farið verður í grundvallaratriði hljóðeðlisfræði og íslenskrar hljóðmyndunar og nemendur þjálfaðir í hljóðritun. Helstu hugtök í hljóðkerfisfræði verða kynnt og gefið yfirlit yfir hljóðferli í íslensku og skilyrðingu þeirra. Einnig verða grundvallarhugtök orðhlutafræðinnar kynnt og farið yfir helstu orðmyndunarferli í íslensku og virkni þeirra. Málfræðilegar formdeildir verða skoðaðar, beygingu helstu orðflokka lýst og gerð grein fyrir beygingarflokkum og tilbrigðum.

X

Örlög orðanna (ÍSL465G)

Markmið þessa námskeiðs er að fjalla um tegundir málbreytinga og hliðar á íslenskri málsögu sem ekki eru gerð rækileg skil í kjarnanámskeiðum íslenskunámsins. Hér verður orðaforðinn í forgrunni. Í námskeiðinu verður fjallað um eðli og tegundir breytinga sem hafa áhrif á orðaforðann, einkum merkingarbreytinga og lántökufyrirbæra. Jafnframt verður rýnt í sögu íslensks orðaforða með sýnishornum af textum frá ólíkum tímabilum málsögunnar. Námskeiðið veitir auk þess innsýn í viðfangsefni og aðferðir orðsifjafræði og nafnfræði; annars vegar verður hugað að uppruna orða og skyldleika og hins vegar fjallað um breytingar á sérnöfnum, bæði mannanöfnum og örnefnum.

X

Söguleg málvísindi (AMV314G)

Í námskeiðinu verða hugmyndir og aðferðir sögulegra málvísinda kynntar, þeirrar undirgreinar málvísinda sem fæst við breytingar á tungumálum í tímans rás. Rætt verður um ólíkar tegundir málbreytinga, orsakir þeirra og einkenni. Tekin verða dæmi af málbreytingum frá ýmsum tímum, einkum úr germönskum og öðrum indóevrópskum málum en einnig úr öðrum málaættum. Jafnframt verður rætt um þróun hugmynda um eðli málbreytinga.

X

Setningar og samhengi (ÍSL321G)

Í þessu námskeiði verður fjallað um grundvallaratriði í íslenskri setningafræði, meðal annars orðflokkagreiningu, setningaliði, flokkun sagna, færslur af ýmsu tagi og málfræðihlutverk. Einnig verður fjallað um málnotkun, merkingu og samhengi og tengsl þessara atriða við setningafræði.

X

Hljóðfræði og hljóðkerfisfræði (ÍSL340G)

Í námskeiðinu er fjallað um undirstöðuatriði hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Fyrri hluti námskeiðsins er tileinkaður hljóðfræði. Fjallað er um gerð talfæra og hljóðmyndun. Nemendur fá þjálfun í hljóðritun. Kynntar verðu helstu aðferðir á sviði hljóðeðlisfræði og fjallað um tengsl hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Í seinni hluta námskeiðsins verða kynnt hugtök og aðferðir við greiningu hljóðkerfa og nemendur þjálfaðir í notkun þeirra. Ólíkar kenningar í hljóðkerfisfræði verða skoðaðar í tengslum við tungumál almennt og íslenskt hljóðkerfi sérstaklega.

X

Setningarleg formgerð og flókin kerfi (AMV315G)

Í þessu námskeiði fá nemendur tækifæri til að kynnast nýju sjónarhorni á setningafræði, þar sem samsvörun er dregin fram milli málfræðilegrar uppbyggingar tungumála og fyrirbæra eins og oddaflugs fugla, útbreiðslu upplýsinga á samfélagsmiðlum og taugakerfisvirkni, sem öll eiga það sameiginlegt að teljast til flókinna kerfa (e. complex systems). Skoðað verður hvernig tungumál, líkt og þau kerfi sem nefnd hafa verið, sýna margbrotna, lifandi og oft ólínulega eiginleika.
Farið verður yfir ýmis viðfangsefni. Þar á meðal er hugtakið endurkvæmni (e. recursion) í setningafræði sem líkist að mörgu leyti ítrekunarferlum (e. iterative process) í flóknum kerfum þar sem einfaldar reglur geta myndað margbreytileg og flókin mynstur. Einnig verður fjallað um fasahugtakið í naumhyggjumálfræði (e. minimalism) sem minnir á einingaskiptingu flókinna kerfa þar sem mismunandi stig hafa í för með sér ákveðin ferli eða umbreytingar. Einnig munum við skoða afleiðsluaðferðir í setningafræði sem leggja áherslu á þrepaskipta byggingu setninga sem speglar ferli í flóknum kerfum.

X

Einstaklingsverkefni (AMV601G)

Nemandi velur sér viðfangsefni í samráði við fastan kennara, kynnir sér það og skilar skýrslu, ritgerð eða annars konar verkefnum eftir atvikum. Námskeið sem þetta er eingöngu fyrir þá sem taka almenn málvísindi til 180 eininga. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður námsleiðar.

X

Breytingar og tilbrigði (ÍSL320G)

Markmið þessa námskeiðs er að skýra þau tengsl sem eru á milli málbreytinga í sögu tungumáls og samtímalegra tilbrigða í máli. Meginhugmyndin er sú að málbreytingar leiði að jafnaði til samtímalegra tilbrigða á einhverju tímabili og að öll samtímaleg tilbrigði stafi af einhvers konar málbreytingu eða vísi að breytingu. Í námskeiðinu verða annars vegar kynntar helstu hugmyndir um eðli og tegundir málbreytinga, hvernig breytingar kvikna og hvernig þær breiðast út, og hins vegar hugmyndir um samtímaleg tilbrigði og eðli þeirra. Athyglinni verður fyrst og fremst beint að þróun íslensku, og því verða dæmi einkum tekin úr íslenskri málsögu og íslensku nútímamáli en jafnframt verður bent á hliðstæður í öðrum tungumálum.

X

Forritun fyrir hugvísindafólk (ÍSL333G)

Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað nemendum í grunnnámi í hugvísindum við HÍ sem vilja geta notað forritun í sínum störfum. Áhersla er lögð á greiningu textagagna og námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja kynnast máltækni í BA-námi, ekki síst þeim sem stefna á MA-nám í máltækni. Námskeiðið er að hluta til kennt með MLT701F Forritun í máltækni á MA-stigi. Við textagreiningu í námskeiðinu skiptir máli að nemendur hafi grunnþekkingu á helstu hugtökum í málfræði en ef nemandi er í vafa um hvort hún, hann eða hán hefur viðeigandi bakgrunn til að taka námskeiðið er sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar.
Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Að auki kynnast nemendur málvinnslutólinu NLTK (Natural Language Toolkit). Nemendur sem síðar halda áfram í MA-nám í máltækni munu nota grunninn úr þessu námskeiði í öðrum námskeiðum um málvinnslu.

X

Mál og kyn (ÍSL520M)

Fjallað verður um fyrirbærið málfræðilegt kyn, kynjakerfi íslensku og sögu þess. Rætt verður um hlutverk málfræðilegra kynja í íslensku, orðaforða um karla og konur og mun á máli karla og kvenna. Þá verða baráttu fyrir jafnrétti í tungumálinu gerð skil og aðstæður hérlendis bornar saman við aðstæður í öðrum löndum.

Gert er ráð fyrir þátttöku gesta innan og utan Háskólans sem fjalla um ýmsar hliðar þessara mála (málfræðingar, félagsvísindamenn o.fl.). Námskeiðið krefst góðrar mætingar og virkrar þátttöku nemenda. Nemendur fylgjast með fyrirlestrum, taka þátt í umræðum og skila skýrslum um viðfangsefni hverrar viku.

X

Ritfærni: Fræðileg skrif (ÍSR301G)

Ritfærni: Fræðileg skrif er grunnnámskeið í meðferð ritaðs máls. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og smiðjuvinnu. Fjallað verður um vinnulag við ritun fræðilegra texta, svo sem val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu, heimildanotkun og frágang. Einnig verður lögð áhersla á að þjálfa nemendur í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara sem og samnemenda. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku í ritsmiðjum. Vakin er athygli á því að aðeins er hægt að ljúka námskeiðinu sé öllum verkefnum skilað.

X

Arabíska I (MAF102G)

Nemendur byrja á því að læra arabíska stafrófið og málhljóðin ásamt undirstöðuatriðum. Eftir að nemendur hafa náð góðum tökum á stafrófinu verður farið í helstu málfræðiatriði, einfalda setningargerð og orðaforða. Samhliða því er einblínt á bæði hlustun og munnlega tjáningu. Mikil áhersla er lögð á mætingu og heimavinnu nemenda. Námskeiðið er kennt á ensku.

Námskeiðið er undanfari MAF204G: Arabíska II.

X

Tölfræði I (SÁL102G)

Meginefni námskeiðsins er lýsandi tölfræði og myndræn framsetning gagna. Fjallað verður m.a. um helstu mælitölur lýsandi tölfræði, myndræna framsetningu gagna, einfalda línulega aðhvarfsgreiningu, fylgni, úrtaksgerð, grunnatriði líkindafræði og úrtakadreifingar.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi. Ætlast er til þess að nemendur mæti í alla fyrirlestra.

X

Setningafræði (ÍSL440G)

Markmið
Að nemendur öðlist þekkingu á ýmsum mikilvægum hugtökum og fræðilegum hugmyndum í setningafræði og geti notað þessa þekkingu til að takast á við ný viðfangsefni á þessu sviði.

Viðfangsefni
Kynntar verða helstu aðferðir og hugtök setningafræðinnar. Af einstökum viðfangsefnum má nefna setningaliði, liðgerðakenninguna, hlutverksvarpanir, sagnfærslu, rökformgerð, fallmörkun, bindilögmál og hömlur á færslum. Umfjöllunin verður byggð á dæmum úr íslensku, ensku og ýmsum öðrum tungumálum.

Vinnulag
Kennsla í námskeiðinu er einkum í formi fyrirlestra en nemendur eru hvattir til virkrar þátttöku með spurningum og athugasemdum.

X

Sálfræði tungumáls, heilinn og erfðir (AMV313G)

Í námskeiðinu verður fjallað um helstu aðferðir sálfræðilegra málvísinda og hugrænna taugavísinda í rannsóknum á tungumáli. Rætt verður m.a. um úrvinnslu heilans á merkingu og setningafræði og fjallað um viðfangsefni á borð við tvítyngi, talmyndun, málþroska og túlkun á óbeinu máli (t.d. kaldhæðni). Að lokum verður stuttlega farið yfir nýjustu rannsóknir á erfðaþáttum tungumáls.

Námskeiðið er kennt á ensku og samkennt með námskeiði á framhaldsstigi en námskröfur eru ólíkar.

X

Beygingar- og orðmyndunarfræði (ÍSL447G)

Þetta er framhaldsnámskeið í beygingar- og orðmyndunarfræði og það er kennt annað hvert ár. Fjallað verður um helstu hugtök og aðferðir í beygingar- og orðmyndunarfræði, morfemgreiningu, orðmyndunarferli, beygingarreglur og tengsl orðmyndunar og beygingar við hljóðkerfisfræði og setningafræði. Umfjöllunin verður studd dæmum úr íslensku og ýmsum öðrum tungumálum.

X

Örlög orðanna (ÍSL465G)

Markmið þessa námskeiðs er að fjalla um tegundir málbreytinga og hliðar á íslenskri málsögu sem ekki eru gerð rækileg skil í kjarnanámskeiðum íslenskunámsins. Hér verður orðaforðinn í forgrunni. Í námskeiðinu verður fjallað um eðli og tegundir breytinga sem hafa áhrif á orðaforðann, einkum merkingarbreytinga og lántökufyrirbæra. Jafnframt verður rýnt í sögu íslensks orðaforða með sýnishornum af textum frá ólíkum tímabilum málsögunnar. Námskeiðið veitir auk þess innsýn í viðfangsefni og aðferðir orðsifjafræði og nafnfræði; annars vegar verður hugað að uppruna orða og skyldleika og hins vegar fjallað um breytingar á sérnöfnum, bæði mannanöfnum og örnefnum.

X

Einstaklingsverkefni (AMV601G)

Nemandi velur sér viðfangsefni í samráði við fastan kennara, kynnir sér það og skilar skýrslu, ritgerð eða annars konar verkefnum eftir atvikum. Námskeið sem þetta er eingöngu fyrir þá sem taka almenn málvísindi til 180 eininga. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður námsleiðar.

X

Félagsmálvísindi (ENS313G)

Í þessu námskeið verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags og afleiðingar þess þegar tvö eða fleiri tungumál eða málafbrigði snertast bæði hjá einstaklingum og í samfélögum. Skoðuð verða áhrif viðmælenda, umræðuefnis og umhverfis á tungumálanotkun, hvernig afstaða einstaklinga og hópa til sjálfs sín og annarra endurspeglast í vali og notkun tungumáls og hvernig málafbrigði endurspegla þjóðfélagsstöðu, kyn og aldur m.m.. Þá verður fjallað um málstefnu og afleiðingar hennar.

X

Mál og samfélag (ÍSL004M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags með aðferðum og hugtökum félagslegra málvísinda og með hliðsjón af alþjóðlegum og innlendum rannsóknum á því sviði.
 
Rætt verður m.a. um málviðhorf, málsnertingu, mállýskur, málsnið og málstýringu. Hugað verður að ýmsum birtingarmyndum málnotkunar og breytileika í máli og að því hvernig þættir á borð við umhverfi, samhengi og bakgrunn málnotanda hafa áhrif á málnotkun og val málsniðs.

Yfirlit verður veitt um helstu rannsóknaraðferðir, eigindlegar og megindlegar, nýlega strauma í félagslegum málvísindum og aðferðir metnar með tilliti til rannsóknarefnis.

Kynntar verða rannsóknir á viðhorfum til málnotkunar og máls, eigin máls og annarra, ásamt því að ræða hvað óhefðbundin málnotkun hefur í för með sér. Í því samhengi verður sérstök áhersla lögð á mál þeirra sem tala íslensku sem erlent mál og stöðu innflytjenda.

Fjallað verður um stöðu íslensku í dag, einkum gagnvart ensku og öðrum tungumálum. Hugað verður að lögmálum um málstýringu og að hugmyndum fólks um tungumálið fyrr og síðar. Fjallað verður um íslenska málstefnu, málstýringu, málstöðlun og hreintunguhneigð frá ýmsum hliðum, m.a. í samtímalegu og sögulegu ljósi og með hliðsjón af erlendum málsamfélögum.

Til umræðu verður málnotkun tiltekinna félagshópa (t.d. unglinga) með tilliti til félagslegs hlutverks málnotkunarinnar innan hópsins annars vegar og innan málsamfélagsins í heild sinni hins vegar.

Gert er ráð fyrir að nemendur vinni verkefni, hópverkefni eða einstaklingsverkefni, þar sem leitað er svara við ýmsum spurningum sem bornar verða fram í kennslu og umræðu.

X

Fornmálið (ÍSL211G)

Markmið þessa námskeiðs er að gefa haldgott yfirlit um íslenskt fornmál, einkum hljóðkerfi og beygingarkerfi. Fjallað verður um hljóðkerfi íslensks fornmáls og forsögu þess. Fyrsta málfræðiritgerðin verður lesin og grein gerð fyrir mikilvægi hennar bæði fyrir íslenska og norræna málfræði og sögu málvísinda. Loks verður fjallað rækilega um beygingarkerfi fornmáls.

Kennsla felst að mestu leyti í fyrirlestrum. Auk þess verða allmörg heimaverkefni lögð fyrir nemendur og um þau fjallað í sérstökum æfingatímum.

X

Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni  (ÍSL612M)

Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.

X

Stílfræði (ÍSL614M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um það hvernig hægt er að rannsaka texta, einkum bókmenntatexta, frá sjónarhóli málvísindanna. Námskeiðið ætti því að henta þeim nemendum sem hafa bæði áhuga á bókmenntafræði og málvísindum. Meðal viðfangsefna eru stíltegundir, notkun tíða, orðaröð, nafngiftir sögupersóna, kynhlutlaust mál, hljóðtáknun, virkni sagna og nafnorða, sjónarhorn, myndlíkingar og fleira. Gert er ráð fyrir fjölda gestafyrirlesara í þessu námskeiði, bæði bókmenntafræðinga og málfræðinga.

X

Menningarheimar (TÁK204G)

Þverfaglegt inngangsnámskeið þar sem efnt er til samræðu milli fræðasviða námsbrautarinnar, þ.e. bókmenntafræði, kvikmyndafræði, kynjafræði, listfræði, málvísinda, menningarfræði, táknmálsfræði og þýðingafræði. Birtu verður brugðið á alþjóðlegar hræringar í hugvísindum á liðnum áratugum en jafnframt rýnt í tengsl fræða og heimsmyndar. Fjallað verður um táknfræði tungumálsins og m.a. spurt hvort það geti talist grundvöllur annarra táknkerfa. Spurst verður fyrir um tengsl og "sambúð" mismunandi tungumála og málheima. Er hægt að þýða á milli allra mál- og menningarheima? Hvað geta aðstæður heyrnarlausra sagt okkur um tengsl málheima? Hvað er fjölmenning? Hvernig tengjast talað mál, lesmál og sjónmenning í samfélaginu? Í hverju felst menningarlæsi? Hugað verður að bókmenntum, myndlist, kvikmyndum og öðru myndefni í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi og kannað hvernig þessi táknkerfi vinna með mörkin milli kynja, kynþátta, stétta, menningarhópa, þjóða og heimshluta. Lesið verður ýmiskonar fræðilegt efni og skáldverk, könnuð myndverk og kvikmyndir, en viðfangsefnin verða einnig sótt í fjölmiðla og það sem er á seyði í samtímanum. Námsmat felst í fjórum verkefnum á misserinu og skriflegu lokaprófi.

X

Málfræði táknmáls I (TÁK207G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur átti sig á grunneiningum og uppbyggingu táknmála almennt, verði færir um að útskýra þá þætti og bera saman við raddmál. Gefið verður yfirlit yfir meginþætti málfræði íslenska táknmálsins og þá málfræðiþætti sem táknmál eiga sameiginlega.

Kennslan byggist að miklu leyti á gagnvirkum fyrirlestrum og mikilvægt er að nemendur séu virkir í kennslustundum. Lesefni er mestallt á ensku en dæmi úr íslenska táknmálinu eru rædd í fyrirlestrum. Æskilegt er að nemendur hafi einhverja kunnáttu í táknmáli (íslensku eða erlendu). Námsmat byggist á heimaverkefnum, ritgerð og skriflegu lokaprófi (rafrænu) sem haldið verður í lok misseris. Listi yfir lesefni til prófs verður birtur í byrjun apríl. Viðmið um vinnuálag í háskólum gerir ráð fyrir að í 10 eininga námskeiði sé vinnuframlag nemanda 250-300 stundir á misseri. Ef gert er ráð fyrir 15 vikna misseri (kennsla 13 vikur og próftími/ritgerðarvinna 2 vikur) ætti nemandi að vinna að meðaltali 16-20 tíma á viku, kennslustundir þar meðtaldar.

X

BA-ritgerð í almennum málvísindum (AMV261L)

BA-ritgerð í almennum málvísindum

X

Setningarleg formgerð og flókin kerfi (AMV315G)

Í þessu námskeiði fá nemendur tækifæri til að kynnast nýju sjónarhorni á setningafræði, þar sem samsvörun er dregin fram milli málfræðilegrar uppbyggingar tungumála og fyrirbæra eins og oddaflugs fugla, útbreiðslu upplýsinga á samfélagsmiðlum og taugakerfisvirkni, sem öll eiga það sameiginlegt að teljast til flókinna kerfa (e. complex systems). Skoðað verður hvernig tungumál, líkt og þau kerfi sem nefnd hafa verið, sýna margbrotna, lifandi og oft ólínulega eiginleika.
Farið verður yfir ýmis viðfangsefni. Þar á meðal er hugtakið endurkvæmni (e. recursion) í setningafræði sem líkist að mörgu leyti ítrekunarferlum (e. iterative process) í flóknum kerfum þar sem einfaldar reglur geta myndað margbreytileg og flókin mynstur. Einnig verður fjallað um fasahugtakið í naumhyggjumálfræði (e. minimalism) sem minnir á einingaskiptingu flókinna kerfa þar sem mismunandi stig hafa í för með sér ákveðin ferli eða umbreytingar. Einnig munum við skoða afleiðsluaðferðir í setningafræði sem leggja áherslu á þrepaskipta byggingu setninga sem speglar ferli í flóknum kerfum.

X

Einstaklingsverkefni (AMV601G)

Nemandi velur sér viðfangsefni í samráði við fastan kennara, kynnir sér það og skilar skýrslu, ritgerð eða annars konar verkefnum eftir atvikum. Námskeið sem þetta er eingöngu fyrir þá sem taka almenn málvísindi til 180 eininga. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður námsleiðar.

X

Breytingar og tilbrigði (ÍSL320G)

Markmið þessa námskeiðs er að skýra þau tengsl sem eru á milli málbreytinga í sögu tungumáls og samtímalegra tilbrigða í máli. Meginhugmyndin er sú að málbreytingar leiði að jafnaði til samtímalegra tilbrigða á einhverju tímabili og að öll samtímaleg tilbrigði stafi af einhvers konar málbreytingu eða vísi að breytingu. Í námskeiðinu verða annars vegar kynntar helstu hugmyndir um eðli og tegundir málbreytinga, hvernig breytingar kvikna og hvernig þær breiðast út, og hins vegar hugmyndir um samtímaleg tilbrigði og eðli þeirra. Athyglinni verður fyrst og fremst beint að þróun íslensku, og því verða dæmi einkum tekin úr íslenskri málsögu og íslensku nútímamáli en jafnframt verður bent á hliðstæður í öðrum tungumálum.

X

Forritun fyrir hugvísindafólk (ÍSL333G)

Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað nemendum í grunnnámi í hugvísindum við HÍ sem vilja geta notað forritun í sínum störfum. Áhersla er lögð á greiningu textagagna og námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja kynnast máltækni í BA-námi, ekki síst þeim sem stefna á MA-nám í máltækni. Námskeiðið er að hluta til kennt með MLT701F Forritun í máltækni á MA-stigi. Við textagreiningu í námskeiðinu skiptir máli að nemendur hafi grunnþekkingu á helstu hugtökum í málfræði en ef nemandi er í vafa um hvort hún, hann eða hán hefur viðeigandi bakgrunn til að taka námskeiðið er sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar.
Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Að auki kynnast nemendur málvinnslutólinu NLTK (Natural Language Toolkit). Nemendur sem síðar halda áfram í MA-nám í máltækni munu nota grunninn úr þessu námskeiði í öðrum námskeiðum um málvinnslu.

X

Mál og kyn (ÍSL520M)

Fjallað verður um fyrirbærið málfræðilegt kyn, kynjakerfi íslensku og sögu þess. Rætt verður um hlutverk málfræðilegra kynja í íslensku, orðaforða um karla og konur og mun á máli karla og kvenna. Þá verða baráttu fyrir jafnrétti í tungumálinu gerð skil og aðstæður hérlendis bornar saman við aðstæður í öðrum löndum.

Gert er ráð fyrir þátttöku gesta innan og utan Háskólans sem fjalla um ýmsar hliðar þessara mála (málfræðingar, félagsvísindamenn o.fl.). Námskeiðið krefst góðrar mætingar og virkrar þátttöku nemenda. Nemendur fylgjast með fyrirlestrum, taka þátt í umræðum og skila skýrslum um viðfangsefni hverrar viku.

X

Ritfærni: Fræðileg skrif (ÍSR301G)

Ritfærni: Fræðileg skrif er grunnnámskeið í meðferð ritaðs máls. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og smiðjuvinnu. Fjallað verður um vinnulag við ritun fræðilegra texta, svo sem val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu, heimildanotkun og frágang. Einnig verður lögð áhersla á að þjálfa nemendur í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara sem og samnemenda. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku í ritsmiðjum. Vakin er athygli á því að aðeins er hægt að ljúka námskeiðinu sé öllum verkefnum skilað.

X

Arabíska I (MAF102G)

Nemendur byrja á því að læra arabíska stafrófið og málhljóðin ásamt undirstöðuatriðum. Eftir að nemendur hafa náð góðum tökum á stafrófinu verður farið í helstu málfræðiatriði, einfalda setningargerð og orðaforða. Samhliða því er einblínt á bæði hlustun og munnlega tjáningu. Mikil áhersla er lögð á mætingu og heimavinnu nemenda. Námskeiðið er kennt á ensku.

Námskeiðið er undanfari MAF204G: Arabíska II.

X

Tölfræði I (SÁL102G)

Meginefni námskeiðsins er lýsandi tölfræði og myndræn framsetning gagna. Fjallað verður m.a. um helstu mælitölur lýsandi tölfræði, myndræna framsetningu gagna, einfalda línulega aðhvarfsgreiningu, fylgni, úrtaksgerð, grunnatriði líkindafræði og úrtakadreifingar.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi. Ætlast er til þess að nemendur mæti í alla fyrirlestra.

X

Sálfræði tungumáls, heilinn og erfðir (AMV313G)

Í námskeiðinu verður fjallað um helstu aðferðir sálfræðilegra málvísinda og hugrænna taugavísinda í rannsóknum á tungumáli. Rætt verður m.a. um úrvinnslu heilans á merkingu og setningafræði og fjallað um viðfangsefni á borð við tvítyngi, talmyndun, málþroska og túlkun á óbeinu máli (t.d. kaldhæðni). Að lokum verður stuttlega farið yfir nýjustu rannsóknir á erfðaþáttum tungumáls.

Námskeiðið er kennt á ensku og samkennt með námskeiði á framhaldsstigi en námskröfur eru ólíkar.

X

Beygingar- og orðmyndunarfræði (ÍSL447G)

Þetta er framhaldsnámskeið í beygingar- og orðmyndunarfræði og það er kennt annað hvert ár. Fjallað verður um helstu hugtök og aðferðir í beygingar- og orðmyndunarfræði, morfemgreiningu, orðmyndunarferli, beygingarreglur og tengsl orðmyndunar og beygingar við hljóðkerfisfræði og setningafræði. Umfjöllunin verður studd dæmum úr íslensku og ýmsum öðrum tungumálum.

X

BA-ritgerð í almennum málvísindum (AMV261L)

BA-ritgerð í almennum málvísindum

X

Örlög orðanna (ÍSL465G)

Markmið þessa námskeiðs er að fjalla um tegundir málbreytinga og hliðar á íslenskri málsögu sem ekki eru gerð rækileg skil í kjarnanámskeiðum íslenskunámsins. Hér verður orðaforðinn í forgrunni. Í námskeiðinu verður fjallað um eðli og tegundir breytinga sem hafa áhrif á orðaforðann, einkum merkingarbreytinga og lántökufyrirbæra. Jafnframt verður rýnt í sögu íslensks orðaforða með sýnishornum af textum frá ólíkum tímabilum málsögunnar. Námskeiðið veitir auk þess innsýn í viðfangsefni og aðferðir orðsifjafræði og nafnfræði; annars vegar verður hugað að uppruna orða og skyldleika og hins vegar fjallað um breytingar á sérnöfnum, bæði mannanöfnum og örnefnum.

X

Einstaklingsverkefni (AMV601G)

Nemandi velur sér viðfangsefni í samráði við fastan kennara, kynnir sér það og skilar skýrslu, ritgerð eða annars konar verkefnum eftir atvikum. Námskeið sem þetta er eingöngu fyrir þá sem taka almenn málvísindi til 180 eininga. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður námsleiðar.

X

Félagsmálvísindi (ENS313G)

Í þessu námskeið verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags og afleiðingar þess þegar tvö eða fleiri tungumál eða málafbrigði snertast bæði hjá einstaklingum og í samfélögum. Skoðuð verða áhrif viðmælenda, umræðuefnis og umhverfis á tungumálanotkun, hvernig afstaða einstaklinga og hópa til sjálfs sín og annarra endurspeglast í vali og notkun tungumáls og hvernig málafbrigði endurspegla þjóðfélagsstöðu, kyn og aldur m.m.. Þá verður fjallað um málstefnu og afleiðingar hennar.

X

Mál og samfélag (ÍSL004M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags með aðferðum og hugtökum félagslegra málvísinda og með hliðsjón af alþjóðlegum og innlendum rannsóknum á því sviði.
 
Rætt verður m.a. um málviðhorf, málsnertingu, mállýskur, málsnið og málstýringu. Hugað verður að ýmsum birtingarmyndum málnotkunar og breytileika í máli og að því hvernig þættir á borð við umhverfi, samhengi og bakgrunn málnotanda hafa áhrif á málnotkun og val málsniðs.

Yfirlit verður veitt um helstu rannsóknaraðferðir, eigindlegar og megindlegar, nýlega strauma í félagslegum málvísindum og aðferðir metnar með tilliti til rannsóknarefnis.

Kynntar verða rannsóknir á viðhorfum til málnotkunar og máls, eigin máls og annarra, ásamt því að ræða hvað óhefðbundin málnotkun hefur í för með sér. Í því samhengi verður sérstök áhersla lögð á mál þeirra sem tala íslensku sem erlent mál og stöðu innflytjenda.

Fjallað verður um stöðu íslensku í dag, einkum gagnvart ensku og öðrum tungumálum. Hugað verður að lögmálum um málstýringu og að hugmyndum fólks um tungumálið fyrr og síðar. Fjallað verður um íslenska málstefnu, málstýringu, málstöðlun og hreintunguhneigð frá ýmsum hliðum, m.a. í samtímalegu og sögulegu ljósi og með hliðsjón af erlendum málsamfélögum.

Til umræðu verður málnotkun tiltekinna félagshópa (t.d. unglinga) með tilliti til félagslegs hlutverks málnotkunarinnar innan hópsins annars vegar og innan málsamfélagsins í heild sinni hins vegar.

Gert er ráð fyrir að nemendur vinni verkefni, hópverkefni eða einstaklingsverkefni, þar sem leitað er svara við ýmsum spurningum sem bornar verða fram í kennslu og umræðu.

X

Fornmálið (ÍSL211G)

Markmið þessa námskeiðs er að gefa haldgott yfirlit um íslenskt fornmál, einkum hljóðkerfi og beygingarkerfi. Fjallað verður um hljóðkerfi íslensks fornmáls og forsögu þess. Fyrsta málfræðiritgerðin verður lesin og grein gerð fyrir mikilvægi hennar bæði fyrir íslenska og norræna málfræði og sögu málvísinda. Loks verður fjallað rækilega um beygingarkerfi fornmáls.

Kennsla felst að mestu leyti í fyrirlestrum. Auk þess verða allmörg heimaverkefni lögð fyrir nemendur og um þau fjallað í sérstökum æfingatímum.

X

Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni  (ÍSL612M)

Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.

X

Stílfræði (ÍSL614M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um það hvernig hægt er að rannsaka texta, einkum bókmenntatexta, frá sjónarhóli málvísindanna. Námskeiðið ætti því að henta þeim nemendum sem hafa bæði áhuga á bókmenntafræði og málvísindum. Meðal viðfangsefna eru stíltegundir, notkun tíða, orðaröð, nafngiftir sögupersóna, kynhlutlaust mál, hljóðtáknun, virkni sagna og nafnorða, sjónarhorn, myndlíkingar og fleira. Gert er ráð fyrir fjölda gestafyrirlesara í þessu námskeiði, bæði bókmenntafræðinga og málfræðinga.

X

Málfræði táknmáls I (TÁK207G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur átti sig á grunneiningum og uppbyggingu táknmála almennt, verði færir um að útskýra þá þætti og bera saman við raddmál. Gefið verður yfirlit yfir meginþætti málfræði íslenska táknmálsins og þá málfræðiþætti sem táknmál eiga sameiginlega.

Kennslan byggist að miklu leyti á gagnvirkum fyrirlestrum og mikilvægt er að nemendur séu virkir í kennslustundum. Lesefni er mestallt á ensku en dæmi úr íslenska táknmálinu eru rædd í fyrirlestrum. Æskilegt er að nemendur hafi einhverja kunnáttu í táknmáli (íslensku eða erlendu). Námsmat byggist á heimaverkefnum, ritgerð og skriflegu lokaprófi (rafrænu) sem haldið verður í lok misseris. Listi yfir lesefni til prófs verður birtur í byrjun apríl. Viðmið um vinnuálag í háskólum gerir ráð fyrir að í 10 eininga námskeiði sé vinnuframlag nemanda 250-300 stundir á misseri. Ef gert er ráð fyrir 15 vikna misseri (kennsla 13 vikur og próftími/ritgerðarvinna 2 vikur) ætti nemandi að vinna að meðaltali 16-20 tíma á viku, kennslustundir þar meðtaldar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Halla Hauksdóttir
Eva Hrund Sigurjónsdóttir
Eva Ragnarsdóttir Kamban
Halla Hauksdóttir
Almenn málvísindi

Að velja að leggja stund á málvísindi haustið 2018 reyndist mér mikið gæfuspor. Lítil deild, stórar pælingar, náin kynni. Að öllu leyti frábær menntun sem ég mun búa að þar til yfir lýkur. 

Eva Hrund Sigurjónsdóttir
Almenn málvísindi

Það var einstaklega þægilegt að fara inn í litla deild þar sem auðvelt er að kynnast samnemendum sínum og samstarf við kennara náið. Ég vissi ekki beint hverju ég ætti að búast við af námsleiðinni en hún reyndist betri en ég átti von á vegna hve fjölbreytt, skemmtilegt og áhugavert efnið var. Einnig kom það mér á óvart hve mikla vinnu var hægt að fá sem B.A. nemi en fjölmargar málfræðirannsóknir fara fram á vegum háskólans og Árnastofnunar og eru þá oft nemendur ráðnir inn til að sinna vísindastörfum.

Eva Ragnarsdóttir Kamban
Almenn málvísindi

Ég valdi almenn málvísindi vegna þess að mig langaði til að vita meira um vísindin á bak við tungumál. Í náminu hef ég öðlast skilning á mörgum af hinum fjölmörgu hliðum mannlegs máls – hliðum sem ég vissi jafnvel ekki að væru til en innan málvísinda er enn á nógu að taka, enda tungumálið í sífelldri þróun. Á þessum tíma hef ég kynnst fjöldanum öllum af fólki sem deilir þessum áhuga með mér og eignast vini fyrir lífstíð.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.