Skip to main content

Almenn málvísindi

Almenn málvísindi

Hugvísindasvið

Almenn málvísindi

BA – 180 einingar

Almenn málvísindi er vísindagrein sem fjallar um tungumálið í víðu samhengi, eðli mannlegs máls og sérkenni einstakra tungumála. Undirstöðumenntun í almennum málvísindum kemur sér vel í margs konar störfum, svo sem fjölmiðlun, kynningarstarfi, rannsóknum og ritstörfum auk annarra starfa þar sem fengist er við tungumálið. Námið er góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í ýmsum greinum.

Skipulag náms

X

Tungumálið í notkun: Samtöl og samhengi (AMV106G)

Merking orða og setninga ræðst oft af samhenginu, til dæmis við beitingu og túlkun á kaldhæðni. Hvernig geta aðrir skilið okkur ef við segjum ekki alltaf það sem við meinum? Hvað eiga samtöl í ólíkum menningarheimum og tungumálum sameiginlegt? Í námskeiðinu verður fjallað um notkun tungumálsins í samskiptum frá ýmsum sjónarhornum málvísinda. Kennd verða undirstöðuatriði í málnotkunarfræði og varpað ljósi á áhrif samhengis á merkingu orða og setninga. Kynnt verða helstu viðfangsefni og aðferðir samtalsgreiningar og rætt um samanburðarrannsóknir á samtölum víða um heim. Að lokum fá nemendur innsýn í þverfaglegar rannsóknir á málnotkun með aðferðum sálfræðilegra málvísinda. Nemendur kynnast upptöku á samtölum, greiningu á tali með efni námskeiðsins í huga og notkun viðeigandi forrita (t.d. Praat til vinnslu á hljóði og ELAN til að skrá samtöl).

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Eva Ragnarsdóttir Kamban
Eva Hrund Sigurjónsdóttir
Halla Hauksdóttir
Eva Ragnarsdóttir Kamban
Almenn málvísindi

Ég valdi almenn málvísindi vegna þess að mig langaði til að vita meira um vísindin á bak við tungumál. Í náminu hef ég öðlast skilning á mörgum af hinum fjölmörgu hliðum mannlegs máls – hliðum sem ég vissi jafnvel ekki að væru til en innan málvísinda er enn á nógu að taka, enda tungumálið í sífelldri þróun. Á þessum tíma hef ég kynnst fjöldanum öllum af fólki sem deilir þessum áhuga með mér og eignast vini fyrir lífstíð.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.