Spænskukennsla


Spænskukennsla
MA – 120 einingar
MA-nám í spænskukennslu er 120 eininga nám sem veitir í senn meistaragráðu og réttindi til kennslu í spænsku á framhaldsskólastigi.
Um er að ræða starfsmiðað réttindanám fyrir starfandi og verðandi spænskukennara í framhaldsskólum.
Skipulag náms
- Haust
- Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1
- Inngangur að kennslufræði
- Vor
- Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2
- Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum
Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)
Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
Inngangur að kennslufræði (KEN104F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.
Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.
Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)
Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.
Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)
Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.
Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi.
- Haust
- Meistararitgerð í spænskukennslu
- Málstofa C: Orðabókafræði
- Tungumál og menning I
- EinstaklingsverkefniV
- Kvikmyndir Rómönsku AmeríkuV
- Vor
- Meistararitgerð í spænskukennslu
- Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð
- Málstofa og málstofuverkefni B: Bókmenntir Rómönsku AmeríkuVE
- EinstaklingsverkefniV
- Þýðingar (spænska)V
- Bókmenntir og menning landamæra Mexíkó og BandaríkjannaV
- Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Smásögur og ljóðV
- Spænsk málsaga og málsvæðiV
Meistararitgerð í spænskukennslu (SPÆ331L)
Meistararitgerð í spænskukennslu.
Málstofa C: Orðabókafræði (SPÆ714F)
Málstofa í orðabókarfræði
Tungumál og menning I (MOM301F)
Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.
Einstaklingsverkefni (SPÆ709F)
Einstaklingsverekfni í samráði við kennara.
Kvikmyndir Rómönsku Ameríku (SPÆ303M, SPÆ101M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í kvikmyndasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í kvikmyndagerð álfunnar þó megináhersla verði lögð á uppgangstímann fyrir og eftir aldarmótin. Kvikmyndunum er ætlað að spegla tiltekin samfélög og veita innsýn í mismunandi stefnur. Námskeiðinu er enn fremur ætlað að þjálfa nemendur í menningalæsi og kvikmyndarýni.
Meistararitgerð í spænskukennslu (SPÆ331L)
Meistararitgerð í spænskukennslu.
Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)
Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.
Málstofa og málstofuverkefni B: Bókmenntir Rómönsku Ameríku (SPÆ801F)
Málstofuverkefni í bókmenntum.
Einstaklingsverkefni (SPÆ806F)
Einstaklingsverkefni í samráði við kennara.
Þýðingar (spænska) (SPÆ401M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í sögu og kenningar þýðingafræði og þjálfun á sviði þýðinga. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í fræðunum frá upphafi til loka tuttugustu aldar. Auk þess sem stiklað er á stóru yfir helstu ágreiningsefni fræðimanna á sviði þýðinga. Jafnhliða vinna nemendur við þýðingar texta af ólíkum toga, s.s. á sviði fjölmiðlunar, laga, tækni og bókmennta.
Bókmenntir og menning landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna (SPÆ402M, SPÆ501M)
Í þessu námskeiði verður farið í tildrög og sögu landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna. Horft verður á mörkin bæði úr suðri og norðri. Lesin verða valin bókmenntaverk og margvíslegir textar eftir mexíkóska og Mexíkó-ameríska (chicanóa) höfunda frá landamærasvæðunum. Einnig verða kvikmyndir um landamærin teknar fyrir. Fjallað verður um stöðu markanna nú á dögum og múrveggja sem hafa verið reistir. Einnig kemur við sögu mikilvægi mexíkóskra farandverkamanna í samskiptum þjóðanna tveggja.
Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Smásögur og ljóð (SPÆ405M, SPÆ412M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.
Spænsk málsaga og málsvæði (SPÆ202M)
Í þessu námskeiði verður fjallað um sögu spænskrar tungu, uppruna hennar og þróun til dagsins í dag.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.