Skip to main content

Klassísk mál - Grunndiplóma

Klassísk mál - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Klassísk mál

Grunndiplóma – 60 einingar

Menntun í latínu og fornfræði veitir einstaka sýn í menningarsögu Evrópu og tækifæri til frekari rannsókna í hugvísindum. Hvort sem um er að ræða bókmenntasögu og heimspeki, mannkynssögu eða listasögu er menntun í fornfræði undirstöðuþáttur til skilnings á vestrænum menningararfi.

Skipulag náms

X

Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hörður Brynjar Halldórsson
Kristrún Ósk Óskarsdóttir
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
Hörður Brynjar Halldórsson
Klassísk mál - BA nám

Upphaflega vildi ég læra klassísk mál því margir frumtextar heimspekinnar voru ritaðir á forngrísku og latínu. Í gegnum námið hefur áhugi minn á öðrum fræðigreinum sem fást við fornöldina aukist sem og áhugi minn á íslensku og tungumálum almennt. Við lærum um ólík svið fornaldarinnar og getum líka unnið sérverkefni sem tengjast áhugamálum okkar. Námið er bæði krefjandi og skemmtilegt og eru kennararnir mjög hjálplegir. Ég hvet alla sem vilja fræðast um menningarsamfélög Forn-Grikkja og Rómverja og áhrif þeirra á menningu okkar að skrá sig í nám í klassískum málum.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.