Ítalska
Ítalska
BA gráða – 120 einingar
Nám í ítölsku við HÍ er opið bæði nemendum sem hafa enga kunnáttu í ítölsku svo og fyrir lengra komna. Markmið ítölskunáms við Háskóla Íslands er að kenna BA-nemum að njóta ítalskrar tungu, sögu, bókmennta, kvikmynda og lista. Nemendur eru þjálfaðir í notkun málsins og öðlast færni til að lesa og skilja bókmenntatexta út frá félagslegu og sögulegu baksviði þeirra.
Skipulag náms
- Haust
- Mál og menning á umbrotatímum
- Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum
- Ítölsk málfræði I
- Málnotkun og talþjálfun I
- Land, menning og sagaV
- Ítalska óperanVE
- Latína I: ByrjendanámskeiðV
- Sjálfsnám í ítölsku I (fjarnám)V
- Vor
- Mál og menning II. Menning: að greina og skilja
- Mál og menning II. Menning: að greina og skilja
- Inngangur að ítölskum bókmenntum
- Ítölsk málfræði II
- Málnotkun og talþjálfun II
- Listasaga ÍtalíuV
- Latína II: Úrval latneskra textaV
- Sjálfsnám í ítölsku IIV
Mál og menning á umbrotatímum (MOM101G, MOM102G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum grunnþjálfun í meðferð ritaðs máls og fræðilegum skrifum. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og ritstundum. Auk þess heimsækja nemendur Ritver Háskóla Íslands og fá þar ráðgjöf. Í námskeiðinu er fjallað um vinnulag við ritun fræðilegra texta, val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu ritsmíðarinnar, heimildanotkun og frágang. Nemendur fá einnig þjálfun í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað verður meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara og aðstoðarkennara. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku nemenda í tímum, ritstundum og heimsóknum í Ritverið.
ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Á ÍSLENSKU OG Í STAÐNÁMI. ÞEIR SEM TAKA NÁMSKEIÐIÐ Á ENSKU OG Í FJARNÁMI EIGA AÐ VERA SKRÁÐIR Í MOM102G.
MOM101G er ætlað nemendum í erlendum tungumálum ÖÐRUM en ensku. Nemendur í ensku og þeir sem ekki eiga íslensku að móðurmáli eiga að vera skráðir í MOM102G.
Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM101G, MOM102G)
Námskeiðið er inngangsnámskeið í Mála- og menningardeild. Megin markmið og tilgangur námskeiðsins er kynning á grundvallar hugtökum og sértækum orðaforða á þessu sviði, skoðun á gagnrýnni hugsun til að auka lesskilning akademískra texta, innleyðing gagnlegra námsaðferða og fræðilegra vinnubragða er stuðla að árangursríku háskólanámi, umræður um ritstuld og fræðilegan heiðarleika, mat á fræðilegum kröfum o.s.frv. Nemendur fá hagnýta þjálfun í gagnrýnu mati á fræðilegum textum og gagnrýnni greiningu innihalds þeirra, að þekkja/auðkenna ákveðna orðræðu (munstur) og uppbyggingu ýmissa textategunda, að velja viðeigandi og trúverðugar heimildir og kynningu á greinandi lestri. Að auki fá nemendur að kynnast mikilvægi akademísks læsis til að auka skilning á fræðilegu efni, ritun þess og framsetningu.
Námskeiðið er kennt á ensku og er ætlað nemendum:
- Í ensku til BA
- Annarra erlendra tungumála en ensku
*Þeir nemendur sem vantar einingar vegna breyts fyrirkomulags Mála og menningar námskeiðana, þar sem MOM102 var áður 5 einingar, þurfa að bæta við sig einstaklingsverkefni (MOM001G, 1 eining) innan MOM102 námskeiðsins.
- Þetta einstaklingsverkefni er einungis ætlað þeim nemendum sem sátu MOM202G fyrir skólaárið 2024-2025, og eru núna í MOM102G, og því einungis með 9 einingar í Mála og menningar námskeiðunum.
- Nemendur sem ætla að bæta upp einingafjöldann með 6 eininga námskeiði innan greinar er frjálst að gera það og taka ekki þetta einstaklingsverkefni.
Til að skrá sig í einstaklingsverkefnið þarf að hafa samband við kennara MOM102G.
Ítölsk málfræði I (ÍTA119G)
Kúrsinum er ætlað að byggja upp alveg frá grunni samskiptahæfni á ítölsku, að bæta málfræðikunnáttu, setningafræði og orðaforða, að bæta skilning og getu með stigvaxandi framsetningu ósvikins efnis til lestrar og hlustunar. Námskeiðið er kennt bæði á íslensku og ítölsku.
Málnotkun og talþjálfun I (ÍTA120G)
Kúrsinn er opinn nemendum sem ekki hafa kunnáttu í ítölsku fyrir og tengist kúrsinum Ítölsk málfræði I. Það verða einstaklingsverkefni og hópverkefni eins og hlustun, samtöl, lestur, leikur, role-play og svo framvegis. Með notkun málvers er hægt að styrkja framburð og bæta skilning á töluðu máli. Námskeiðið er kennt bæði á ensku og ítölsku.
Land, menning og saga (ÍTA324G)
Þessu byrjendanámskeiði er ætlað að draga upp yfirlitsmynd af Ítalíu samtímans og kynna fyrir nemendum menningu, landafræði og samfélag. Farið nánar út í málefni er snúa að landsvæðum og almenningi, ríksstofnunum, menningu og efnahag auk þess sem drepið verður á hefðum landsins og matarmenningu.
Ítalska óperan (ÍTA420G)
The objective of this course is to introduce the students to the world of Italian music, and in particular to one of its most successful products: the Opera. In particular, the course will aim to provide some tools and to develop the necessary awareness for an enjoyable fruition of this art form.
The course will start by offering a preliminary and rudimentary foundation of music history and theory, where students will also learn some basic notions of music notation. The course will include an overview on the history of western classical music, to better understand how the Opera came into being. Students will thus become acquainted with the main features of its development.
Pivotal figures in the development of the genre will be presented, along with some of their most significant works, particularly Monteverdi, Mozart, Rossini, Verdi and Puccini.
Listening assignments will be administered weekly and students will become acquainted with a number of fundamental entries of the classical canon and repertoire.
Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)
Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Sjálfsnám í ítölsku I (fjarnám) (ÍTA003G)
Sjálfsnám í ítölsku I er nemendastýrt fjarnám sem er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og verður skipt í hópa eftir getu. Nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á kennslutímabilinu. Auk þess taka nemendur þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.
Mál og menning II. Menning: að greina og skilja (MOM201G, MOM202G)
Falsfréttir, falsanir byggðar á gervigreind og afneitun á vísindalegum og sögulegum staðreyndum verður stöðugt algengari í okkar samtíma. Því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að vera fær um að greina og skilja stjórnmál, menningu og samfélagið með gagnrýnu hugarfari.
Í námskeiðinu er athygli beint að menningu og málvísindum í þeim tilgangi að efla getu ykkar sem nemendur og borgarar til þess að túlka sjónræna menningu, texta og tungumál. Þið fáið þjálfun í að beita hæfileikum ykkar með greiningu á stuttum frásögnum, skoðun á ljósmyndum og með því í rýna í nokkur áhugaverð einkenni tungumálsins. Stuðst verður við valda kafla eða greinar um bókmenntafræði, menningarfræði, sjónræn menning og málvísindi.
Megináhersla í kennslustundum verður lögð á að efla gagnrýna hugsun og umræður. Þið fáið tækifæri til að deila skoðunum ykkar með samnemendum og verða þátttakendur í umræðusamfélagi um viðfangsefni námskeiðsins.
Námskeiðshlutar:
- Textar undir smásjá
- Sjónræn menning og myndlæsi
- Að skilja tungumál
Mál og menning II. Menning: að greina og skilja (MOM201G, MOM202G)
Falsfréttir, falsanir byggðar á gervigreind og afneitun á vísindalegum og sögulegum staðreyndum verður stöðugt algengari í okkar samtíma. Því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að vera fær um að greina og skilja stjórnmál, menningu og samfélagið með gagnrýnu hugarfari.
Í námskeiðinu er athygli beint að menningu og málvísindum í þeim tilgangi að efla getu ykkar sem nemendur og borgarar til þess að túlka sjónræna menningu, texta og tungumál. Þið fáið þjálfun í að beita hæfileikum ykkar með greiningu á stuttum frásögnum, skoðun á ljósmyndum og með því í rýna í nokkur áhugaverð einkenni tungumálsins. Stuðst verður við valda kafla eða greinar um bókmenntafræði, menningarfræði, sjónræn menning og málvísindi.
Megináhersla í kennslustundum verður lögð á að efla gagnrýna hugsun og umræður. Þið fáið tækifæri til að deila skoðunum ykkar með samnemendum og verða þátttakendur í umræðusamfélagi um viðfangsefni námskeiðsins.
Námskeiðshlutar:
- Textar undir smásjá
- Sjónræn menning og myndlæsi
- Að skilja tungumál
Inngangur að ítölskum bókmenntum (ÍTA248G)
Nemendur kynnast kenningum, heitum og hugtökum í bókmenntafræði með áherslu á ítalskar bókmenntir.
Ítölsk málfræði II (ÍTA249G)
ÍTÖLSK MÁLFRÆÐI II er námskeið fyrir sjálfstæða notendur í málinu (B1-B2) og tengist námskeiðinu ÍTA250G Málnotkun og talþjálfun II (Language Use and Oral Expression II). Markmiðið er að læra grunnreglur ítalskrar málfræði og er kennt tvisvar í viku. Aukatími til að æfa málið er einu sinni á viku í Tungumálamiðstöðinni á 2. hæð í Veröld - húsi Vigdísar.
Málnotkun og talþjálfun II (ÍTA250G)
Framhald af námskeiðinu Málnotkun og talþjálfun I.
Listasaga Ítalíu (ÍTA115G)
Kynning á listasögu Ítalíu.
Italian Art History deals with the general history of plastic arts, architecture, applied arts, photography and new media in Italy and its Euro-Mediterranean context from Late Antiquity until present day. By means of lectures, readings and homework the students expand their knowledge in art throughout different ages and genres, and systematically acquire the conceptual tools to describe, classify and interpret these objects. The course introduces different methods of analysing artworks regarding their origin, type, function and effect, as well as their material and inspirational preconditions. Particular attention will be devoted to the following styles: Byzantine, Romanesque, Gothic, Renaissance, Baroque and Neoclassic.
Latína II: Úrval latneskra texta (KLM201G)
Námskeiðið tekur við af KLM101G Latínu I. Í námskeiðinu verður lesið úrval latneskra texta eftir ýmsa höfunda.
Kennt er á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Sjálfsnám í ítölsku II (ÍTA004G)
Sjálfsnám í ítölsku II er nemendastýrt fjarnám sem er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og verður skipt í hópa eftir getu. Nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Um er að ræða framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem hafa lokið Sjálfsnámi í frönsku I. Það námskeið er þó ekki nauðsynlegur undirbúningur og nýir nemendur geta skráð sig í þetta námskeið að uppfylltum forkröfum. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á kennslutímabilinu. Auk þess taka nemendur þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.
- Haust
- Ítalskar bókmenntir I
- Málnotkun og talþjálfun III
- Ítölsk málfræði III
- Þýðingar og málvísindi
- Land, menning og sagaV
- Ítalska óperanVE
- Latína I: ByrjendanámskeiðV
- Sjálfsnám í ítölsku I (fjarnám)V
- Vor
- BA-ritgerð í ítölsku
- Ítalskar kvikmyndir
- Ítalskar bókmenntir II og smásögur
- Listasaga ÍtalíuV
- Latína II: Úrval latneskra textaV
- Sjálfsnám í ítölsku IIV
- Tungumál og leiklistV
Ítalskar bókmenntir I (ÍTA302G)
Í námskeiðinu verða nokkur helstu verk ítalskra bókmennta frá upphafi til 20. aldar lesin og greind og þau skoðuð í sögu- og bókmenntasögulegu samhengi.
Málnotkun og talþjálfun III (ÍTA328G)
Framhald af námskeiðinu Málnotkun og talþjálfun II. Í þessu námskeiði munu nemendur styrkja sig í hlustun og töluðu máli. Það verða einstaklingsverkefni og hópverkefni eins og hlustun, samtöl, lestur, leikur, role-play og svo framvegis. Virk þátttaka er mikilvæg.
Ítölsk málfræði III (ÍTA329G)
Framhald af námskeiðinu ÍTA249G Ítölsk málfræði II.
Þýðingar og málvísindi (ÍTA422G)
Í þessu námskeiði verður fjallað um ýmis mikilvæg hugtök og hugmyndir í málvísindum, einkum að því er varðar hljóðfræði, hljóðkerfisfræði, orðmyndunarfræði, merkingarfræði tungumálsins, máltöku barna og annarsmálsfræði.
Farið verður einnig í helstu kenningar í þýðingafræði og þýðingatækni. Tekin verða fyrir þýðingadæmi úr helstu fagmálum og lögð stund á hagnýtar þýðingar úr ítölsku á íslensku og öfugt.
Land, menning og saga (ÍTA324G)
Þessu byrjendanámskeiði er ætlað að draga upp yfirlitsmynd af Ítalíu samtímans og kynna fyrir nemendum menningu, landafræði og samfélag. Farið nánar út í málefni er snúa að landsvæðum og almenningi, ríksstofnunum, menningu og efnahag auk þess sem drepið verður á hefðum landsins og matarmenningu.
Ítalska óperan (ÍTA420G)
The objective of this course is to introduce the students to the world of Italian music, and in particular to one of its most successful products: the Opera. In particular, the course will aim to provide some tools and to develop the necessary awareness for an enjoyable fruition of this art form.
The course will start by offering a preliminary and rudimentary foundation of music history and theory, where students will also learn some basic notions of music notation. The course will include an overview on the history of western classical music, to better understand how the Opera came into being. Students will thus become acquainted with the main features of its development.
Pivotal figures in the development of the genre will be presented, along with some of their most significant works, particularly Monteverdi, Mozart, Rossini, Verdi and Puccini.
Listening assignments will be administered weekly and students will become acquainted with a number of fundamental entries of the classical canon and repertoire.
Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)
Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Sjálfsnám í ítölsku I (fjarnám) (ÍTA003G)
Sjálfsnám í ítölsku I er nemendastýrt fjarnám sem er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og verður skipt í hópa eftir getu. Nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á kennslutímabilinu. Auk þess taka nemendur þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.
BA-ritgerð í ítölsku (ÍTA242L)
BA-ritgerð í ítölsku.
Ítalskar kvikmyndir (ÍTA403G)
Í námskeiðinu Ítalskar kvikmyndir er nemendum veitt innsýn í sögu kvikmyndagerðar á ítalíu á tuttugustu öld. Raktir verða helstu þættir sem hafa haft áhrif á ítalska kvikmyndagerð og reynt að greina hvað það er sem helst einkennir ítalskar kvikmyndir. Einnig verður farið í nokkur grunnatriði í kvikmyndagreiningu til að auðvelda nemendum rannsóknir sínar. Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara og umræðum í tíma. Ætlast er til þess að nemendur taki virkan þátt í umræðum.
Ítalskar bókmenntir II og smásögur (ÍTA410G)
Í námskeiðinu verða nokkur helstu verk ítalskra bókmennta 20. aldarinnar lesin og greind og þau skoðuð í sögu- og bókmenntasögulegu samhengi.
Ítalskar smásögur verða lesnar og greindar.
Listasaga Ítalíu (ÍTA115G)
Kynning á listasögu Ítalíu.
Italian Art History deals with the general history of plastic arts, architecture, applied arts, photography and new media in Italy and its Euro-Mediterranean context from Late Antiquity until present day. By means of lectures, readings and homework the students expand their knowledge in art throughout different ages and genres, and systematically acquire the conceptual tools to describe, classify and interpret these objects. The course introduces different methods of analysing artworks regarding their origin, type, function and effect, as well as their material and inspirational preconditions. Particular attention will be devoted to the following styles: Byzantine, Romanesque, Gothic, Renaissance, Baroque and Neoclassic.
Latína II: Úrval latneskra texta (KLM201G)
Námskeiðið tekur við af KLM101G Latínu I. Í námskeiðinu verður lesið úrval latneskra texta eftir ýmsa höfunda.
Kennt er á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Sjálfsnám í ítölsku II (ÍTA004G)
Sjálfsnám í ítölsku II er nemendastýrt fjarnám sem er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og verður skipt í hópa eftir getu. Nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Um er að ræða framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem hafa lokið Sjálfsnámi í frönsku I. Það námskeið er þó ekki nauðsynlegur undirbúningur og nýir nemendur geta skráð sig í þetta námskeið að uppfylltum forkröfum. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á kennslutímabilinu. Auk þess taka nemendur þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.
Tungumál og leiklist (MOM401G)
Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.
Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.
Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.
Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.
Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.
Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.
Hámarksfjöldi nemenda er 15.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.