Frönskukennsla


Frönskukennsla
MA – 120 einingar
MA-nám í frönskukennslu er 120 eininga nám sem veitir í senn meistaragráðu og réttindi til kennslu í frönsku á framhaldsskólastigi.
MA í frönskukennslu er starfsmiðað nám sem ætlað er jafnt starfandi kennurum og þeim sem hyggja á kennslu í frönsku í framhaldsskólum.
Skipulag náms
- Haust
- Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1
- Inngangur að kennslufræði
- Vor
- Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2
- Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum
Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)
Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
Inngangur að kennslufræði (KEN104F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.
Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.
Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)
Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.
Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)
Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.
Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi.
- Haust
- Meistararitgerð í frönskukennslu
- Að læra og kenna frönsku sem erlent mál
- Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingarV
- Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingarV
- Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menningV
- Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningarV
- Tungumál og menning IV
- Vor
- Meistararitgerð í frönskukennslu
- Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: Franska
- Einstaklingsverkefni: Óhefðbundnir kennsluhættir
- SjálfsögurV
- Sérverkefni: SjálfsögurV
- Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefðV
Meistararitgerð í frönskukennslu (FRA331L)
Meistararitgerð í frönskukennslu.
Að læra og kenna frönsku sem erlent mál (FRA705F)
Kennslufræði erlendra mála með sérstakri áherslu á kennslu frönsku sem erlends máls.
Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA501F)
Ævintýri settu svip sinn á elstu verk franskra bókmennta eins og sjá má, t.d. í Strengleikum. Ævintýraritun hófst svo af kappi í lok 17. aldar þegar Mme d‘Aulnoy, Charles Perrault, Mlle L‘Héritier de Villandon og fleiri gáfu út verk sín (Öskubuska, Bláskeggur, Sælueyjan, Blái fuglinn, Ricdin Ricdon …). Stuttu síðar kom út þýðing Antoines Gallands á Þúsund og einni nótt og ýtti hún enn frekar undir áhuga á bókmenntagreininni. Sagan um Fríðu og Dýrið var gefin út árið 1740 og var, ásamt fleiri ævintýrum, tekin inn í safnrit ætlað börnum, í styttri útgáfu og endurskoðaðri. Í námskeiðinu verða lesin ævintýri eftir ýmsa höfunda og einkenni þeirra skoðuð með hliðsjón af tísku og tíðaranda. Sjónum verður beint að hlut þeirra kvenna sem stigu fram á ritvöllinn á þessum tíma, myndun ævintýrasafna og rammafrásagna, og ævintýrum í barnabókmenntum á síðari hluta 18. aldar. Einnig verður litið til íslenskra þýðinga á frönskum ævintýrum á tímabilinu.
Námskeiðið verður kennt á íslensku. Fyrir nemendur í frönsku verður boðið upp á vikulegan aukatíma (40 mín.) á frönsku.
Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA022F Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar 4e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.
Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA022F)
Þetta verkefni er ætlað þeim nemum sem skráðir eru í námskeiðið FRA501F Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar og hafa áhuga á að kynna sér efni námskeiðsins frekar.
Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menning (FRA103F)
Í þessu námskeiði er farið ítarlega í menningu, sögu og stjórnkerfi Frakklands. Kennsla fer fram á frönsku.
Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)
Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.
Tungumál og menning I (MOM301F)
Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.
Meistararitgerð í frönskukennslu (FRA331L)
Meistararitgerð í frönskukennslu.
Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: Franska (FRA218F)
Markmiðið með námskeiðinu er að treysta og festa málfræði- og ritunarkunnáttu nemenda á frönsku. Unnið verður með flókna setningarskipan, greiningu á þungum textum og endurritun þeirra. Kennsla fer fram á frönsku.
Einstaklingsverkefni: Óhefðbundnir kennsluhættir (FRA902F)
Einstaklingsverkefni.
Sjálfsögur (FRA402F)
Námskeiðið fjallar um sjálfsævisögur, sjálfssögur og minnistexta frá seinni hluta 20. aldar og upphafi 21. aldar í Frakklandi og öðrum frönskum málsvæðum, svo sem Senegal, Alsír og Marokkó. Skoðað verður hvernig þrír þættir sjálfsævisögunnar – sjálfið, ævin og sagan – sameinast eða takast á í verkum ólíkra höfunda. Áherslan verður á sjálfs(ævi)söguleg skrif sem lýsa samfélagslegum, mennningarlegum og pólitískum aðstæðum og byggja á minni. Spurt verður hvernig endurminningar og upprifjun birtast í bókmenntum og kannað með hvaða hætti gleymskan gegnir lykilhlutverk í slíkum frásögnum. Verk þar sem höfundar gera glímu sína við minnið og gleymskuna og mörkin milli skáldskapar og veruleika að viðfangsefni verða í fyrirrúmi.
Námskeiðið verður kennt á íslensku með einum aukatíma á frönsku á viku fyrir nemendur í Frönskum fræðum.
Nemendur í námskeiðinu geta tekið 4 eininga sérverkefni samhliða því, FRA026F, og verða að tala við kennara fyrir 1. október til að skrá sig í verkefnið.
Sérverkefni: Sjálfsögur (FRA026F)
Nemendur geta tekið þetta 4e sérverkefni samhliða námskeiðinu FRA402F Sjálfsögur til að fá tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.
Nemendur skulu hafa samband við umsjónarmann verkefnisins til þess að óska eftir skráningu eigi seinna en 1. október 2024.
Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)
Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.