Sögukennsla
![](https://hi.is/sites/default/files/styles/n__n_mslei__-_skrautmynd/public/ifb2/1920_kri_hugvisindi_kynningarm_170426_005_0.jpg?itok=WISn3uDx)
![](https://hi.is/sites/default/files/styles/n__n_mslei__-_skrautmynd/public/ifb2/mannlif_5.jpg?itok=s7tJ4gg6)
Sögukennsla
MA – 120 einingar
Meistaranám í sögukennslu er tveggja ára nám á framhaldsstigi sem er ætlað að veita nemendum dýpri skilning á sagnfræði og auk þess öðlast nemendur kennsluréttindi.
Námið er sniðið að nemendum sem hafa lokið BA námi í sagnfræði.
Skipulag náms
- Haust
- Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 1
- Inngangur að kennslufræði
- Kenningar í hugvísindum
- Vor
- Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 2
- Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum
- Nýjar rannsóknir í sagnfræði
- Íslenska heimilið á 18. öldV
- Rafræn skjalavarslaV
- Bergmál alþjóðlegra miðalda í samtímasöguV
- Stúlknagarmar og dyggðugar frúr. Konur á Íslandi frá lokum átjándu aldar til þeirrar tuttugustu.V
Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 1 (SFG105F)
Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
Inngangur að kennslufræði (KEN104F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.
Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.
Kenningar í hugvísindum (FOR709F)
Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.
Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 2 (SFG206F)
Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.
Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)
Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.
Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi.
Nýjar rannsóknir í sagnfræði (SAG201F)
Í námskeiðinu verða lesnar þekktar sagnfræðilegar rannsóknir úr vestrænni menningarsögu sem fjalla um margvísleg efni sem hafa verið ofarlega á baugi innan fagsins. Gerð verður tilraun til að sýna hvernig sagnfræðingar, bæði í lok tuttugustu aldar og í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar, glíma við ólík efni í rannsóknum sínum. Umfjöllunin verður sett í hugmyndafræðilegt samhengi og lögð verður áhersla á að sýna fram á ólík gímutök sagnfræðinga þegar viðfangsefnið hefur tengst áðurnefndu fræðasviði. Reynt var að velja áhugaverðar bækur sem eru líklegar til að gefa okkur áhugaverða mynd af stöðu sagnfræðinnar í dag.
Íslenska heimilið á 18. öld (SAG414M)
Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um íslensk heimili á 18. öld. Hvaða mismunandi gerðir heimila voru í samfélaginu og hver var munurinn á heimilum bænda, sjómanna, presta, húsmanna og fátæklinga? Hvernig komst ungt fólk af heimilum foreldra sinna og stofnaði sín eigin? Hvernig var heimilisfólkinu framfært og hvaða aukaútgjöldum eins og leigu og sköttum þurfti heimilið að standa skil á? Hvernig virkaði sjálfsþurftarbúskapur og stunduðu heimilin einhverja verslun?
Námskeiðið kynnir nemendur fyrir þeim ríkulegu heimildum frá 18. öld sem veita okkur innsýn í búskap og heimilislíf þessa tíma, allt frá manntalinu 1703 til ferðabóka og tímaritsgreina upplýsingamanna frá seinni hluta aldarinnar. Í því eru m.a. æfðar aðferðir við skráningu stafrænna upplýsinga úr hagheimildum fyrir tölfræðilega úrvinnslu.
Rafræn skjalavarsla (SAG207F)
Nemendur munu fá innsýn inn í rafræna skjalavörslu og kynnast hvaða reglur gilda um rafræna skjalavörslu. Farið verður yfir feril frá myndun rafræns skjals og þar til það endar í varanlegri varðveislu á opinberu skjalasafni. Þá öðlast nemendur skilning á uppbyggingu rafrænna kerfa, samband málaskrár og málasafns, mikilvægi skjalavistunaráætlunar og málalykils í því samhengi. Þá verður farið yfir hvaða kröfur eru gerðar til skráningar og vistunar í skjalavörslukerfum og skoðuð kerfi sem notuð eru. Farið verður yfir nauðsynleg lýsigögn og hvað hugað þarf að við tilkynningu rafrænna kerfa til opinbers skjalasafns. Fjallað verður um ýmis gagnasöfn og skoðað hvernig aðgengi verður að rafrænum skjölum í framtíðinni
Bergmál alþjóðlegra miðalda í samtímasögu (SAG413M)
Námskeiðið „Echoes of a Global Medieval Ages in Contemporary History“ kannar mót miðalda og samtímans, með því að skoða hvernig minningar, tákn og frásagnir miðalda halda áfram að móta núverandi hugmyndafræði, sjálfsmyndir og hnattræn sjónarmið. Með þematískri rannsókn á ákveðnum svæðum greinir námskeiðið hvernig ólík samfélög í dag endurtúlka og endurbyggja miðaldafortíð sína en einnig munum við fjalla um arfleifð heimsvaldastefnu, þjóðernishyggju og samskipti á milli menningarheima. Lykilatriði eru meðal annars áhrif stjórnarhátta, menningartákna, viðskiptaneta og hugmyndafræðilegra átaka miðalda á málefni samtímans.
Stúlknagarmar og dyggðugar frúr. Konur á Íslandi frá lokum átjándu aldar til þeirrar tuttugustu. (SAG412M)
Í námskeiðinu er fjallað um stöðu kvenna á Íslandi á því sem mætti kalla hina löngu nítjándu öld. Markmiðið er að kanna heimildir sem varpa ljósi á kjör, möguleika og atbeina kvenna, jafnt í sveit og þéttbýli. Tímabilið verður skoðað bæði út frá þemum og í tímaröð, en þessi langi tímarammi gefur möguleika á að greina og kanna þær breytingar sem urðu á kjörum kvenna. Skoðað verður hvaða réttinda konur nutu fyrir lögum – voru þær sjálfráða? Gátu þær farið utan til mennta eða yfirhöfuð ferðast? Gifst þeim sem þær vildu? Verið með eigin rekstur? Í hvernig fötum gengu þær? Hvaða störfum sinntu þær inni á heimilinu og utan? Staða kvenna á Íslandi verður skoðuð í þverþjóðlegum samhengi, bæði hvað varðar lögformleg réttindi og gerendahæfni, en einnig með tilliti til hinna stóru kenningaramma um sögu kvenna á nítjándu öld (s.s. aðskilin svið). Tímabilið afmarkast af lokum átjándu aldar, en til eru prentaðar heimildir (sendibréf) og rannsóknir sem varpa ljósi á líf kvenna á þessum tíma, og aldamótunum 1900 þegar íslensk kvennahreyfing og baráttan fyrir réttindum kvenna var komin af stað og nýir tímar í vændum. Kafað verður ofan í æviminningar, útfararræður og sendibréf auk annarra heimilda og fræðirita um tímabilið til þess að komast sem næst hugarheimi og því sem kalla má reynslu kvenna og viðhorfum.
- Haust
- Rannsóknarverkefni í sagnfræði vegna MA-ritgerðar
- Frá fasisma til popúlisma: Lýðræðiskreppa, róttæk þjóðernishyggja og valdboðshyggja á 20 og 21. öldV
- Skjalalestur 1550-1850V
- Kvennafríið 1975: Mýtur og miðlunV
- Einstaklingsverkefni AV
- Einstaklingsverkefni CV
- Hugmyndasaga eftir 1750V
- Norðurheimur á miðöldumV
- Vor
- Meistararitgerð í sögukennslu
Rannsóknarverkefni í sagnfræði vegna MA-ritgerðar (SAG704F)
Rannsóknarverkefni vegna MA-ritgerðar er undanfari að ritgerðinni sjálfri. Nemandi vinnur að rannsóknaráætlun í samráði við leiðbeinanda sinn. Í verkefninu er lýst markmiðum og aðferð, niðurskipan efnis og helstu heimildum sem unnið verður með. Æskilegt er að einnig fylgi drög að nokkrum blaðsíðum af eiginlegum texta. Hámarkslengd er 5000 orð. Að verkefni loknu tekur nemandi til við frekari rannsóknir og skrifar ritgerðina. Námsbraut í sagnfræði annast mánaðarlega málstofu fyrir nemendur sem eru skráðir í Rannsóknarverkefni þar sem nemendum gefst færi á að bera saman bækur sínar og stilla strengi. Umsjón með málstofunni hefur fastráðinn kennari við námsbrautina. Ekki er gefin einkunn heldur lýkur verkefninu með umsögninni „staðið“ eða „fallið“. Leiðbeinandi og umsjónarmaður ákveða niðurstöðuna í sameiningu.
Frá fasisma til popúlisma: Lýðræðiskreppa, róttæk þjóðernishyggja og valdboðshyggja á 20 og 21. öld (SAG604M)
Uppgangur popúlistaflokka og valdboðsstjórna á undanförnum árum hefur beinst að frjálslyndu lýðræði (liberal democracy) og vakið spurningar um hvar staðsetja eigi þessi öfl á hinu pólitíska litrófi og hvernig skilgreina eigi hugmyndafræði þeirra og sögulegar rætur. Á námskeiðinu verður fjallað um lýðræðiskreppur með því að beina sjónum að fasisma og nasisma á fyrri hluta síðustu aldar og popúlisma og valdboðshyggju í samtímanum. Þótt megináherslan verði á Evrópu verða birtingarmyndir róttækrar þjóðernishyggju og hugmyndafræði pólitískra afla sem berjast gegn frjálslyndu lýðræði skoðaðar í öðrum heimshlutum. Áhersla verður lögð á að kryfja ýmis álitamál sem tengjast fasisma/nasisma, valdboðshyggju og hægri og vinstri popúlisma. Þá verða tengsl stjórnmála- og efnahagskreppu greind með skírskotun til þátta eins og kynþáttastefnu, kyngervis, nútímavæðingar, menningar, velferðarhugmynda og utanríkismála. Hugað verður sérstaklega að stjórnmála- og samfélagsþróun í Þýskalandi og Ítalíu, þar sem nasistar/fasistar komust til valda og höfðu mest áhrif, en einnig verður fjallað um fasistahreyfingar og valdboðsstjórnir öðrum löndum. Í samtímanum verða popúlistaflokkar settir í sögulegt samhengi, hugmyndafræði og stefna þeirra greind og gerð tilraun til að skýra „popúlíska valdboðshyggju“ í framkvæmd.
Skjalalestur 1550-1850 (SAG813F)
Nemendur öðlast færni í að lesa íslenska skrift frá tímabilinu, einkum frá 17. og 18. öld. Farið verður í helstu atriði skriftarþróunar, rætt um varðveislu ritheimilda og kynntar aðferðir við útgáfu gamalla texta.
Kvennafríið 1975: Mýtur og miðlun (SAG510M)
„Baráttunni lýkur ekki í dag,“ stóð á kröfuspjaldi konu sem var ein af þeim 25.000 sem söfnuðust saman á útifundi í miðborg Reykjavíkur þann 24. október 1975 til að mótmæla kynbundnum launamun og mismunun undir yfirskriftinni Kvennafrí. Kröfuspjaldið er bara eitt dæmi um þær fjölbreyttu leiðir sem konur notuðu til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þennan dag en tónlist, greinaskrif, ræðuhöld og fjölmiðlaumfjöllun settu svip sinn á hann svo fáein dæmi séu nefnd. Kvennafríið var boðað fyrir atbeina íslenskra kvenna en aðgerðir þeirra spruttu engu að síður úr alþjóðlegum farvegi en íslenskar konur voru hvattar til að fylkja sér bak við kjörorð kvennaárs Sameinuðu þjóðanna: „JAFNRÉTTI – FRAMÞRÓUN – FRIÐUR“. Útgangspunktur námskeiðsins er Kvennafríið 1975 en um leið og kafað verður í sögulega arfleið þessa dags í íslensku og alþjóðlegu samhengi verða nýjar miðlunarleiðir kannaðar í þeim tilgangi að ná til nýrra kynslóða. Námskeiðið er kennt í samvinnu við Rúv og Kvennasögusafn sem fagnar 50 ára afmæli 2025 með sýningu á Landsbókasafni Íslands.
Einstaklingsverkefni A (SAG014F, SAG604F)
Ekki má taka meira en 20e í einstaklingsverkefnum. Heimilt er að taka tvö 10e verkefni. Í samráði við kennara á M.A.-stigi velur nemandi sér verkefni til úrlausnar. Umsjónarkennara er heimilt að fela öðrum kennara í greininni að hafa verkstjórn með verkefninu. Sem dæmi um verkefni má nefna samningu kennsluefnis, samningu yfirlitsrits í sagnfræði, gerð fræðilegrar bókaskrár í sagnfræði, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf á skjalasöfnum.
Einstaklingsverkefni C (SAG014F, SAG604F)
Ekki má taka meira en 20e í einstaklingsverkefnum. Heimilt er að taka tvö 10e verkefni. Í samráði við kennara á M.A.-stigi velur nemandi sér verkefni til úrlausnar. Umsjónarkennara er heimilt að fela öðrum kennara í greininni að hafa verkstjórn með verkefninu. Sem dæmi um verkefni má nefna samningu kennsluefnis, samningu yfirlitsrits í sagnfræði, gerð fræðilegrar bókaskrár í sagnfræði, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf á skjalasöfnum.
Hugmyndasaga eftir 1750 (SAG706F)
Hugmyndasaga Vesturlanda eftir 1750 er stórbrotin og um margt þversagnakennd. Tímabilið er gjarnan er tengt við upphaf nútímanns með öllu því sem einkennir hann hvað varðar m.a. hugmyndir um þekkingu, stjórnmál, tækniþróun og gildi. Á þessu tímabili hafa fjölmargar hugmyndir, stefnur og straumar tekist á en í námskeiðinu verður sérstökum sjónum beint að arfi upplýsingarinnar. Meðal þeirra hugmynda og hugmyndastrauma sem einkenna tímabilið er skynsmis- og andskynsemishyggja, vísindatrú, framfarahyggja, fortíðarþrá og síðast en ekki síst margskonar hugmyndir um náttúru og menningu. Stjórnmálasaga tímabilsins einkennist af byltingum og hafa fjölmargar hugmyndir tengdar frelsi (einstaklinga, stétta eða hópa) tekist á. Námskeiðinu er ætlað að veita yfirlit yfir nokkra af helstu hugmyndastraumum og stefnum frá upplýsingu og fram að 7. áratug síðustu aldar. Nemendum gefst síðan kostur á að velja þema til að kafa dýpra í og öðlast þannig færni á að rýna í frumtexta frá tímabilinu og lesa þá með sjónarhornum hugmyndasögunnar.
Gefinn verður kostur á fjarnámi í samráði við kennara.
Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)
Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði
![Aðalbygging Háskóla Íslands](https://hi.is/sites/default/files/styles/n__n_mslei__-_hafa_samband/public/ifb2/_kri4812.jpg?itok=ed_4mQmk)
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.