Skip to main content

Kínversk fræði

Kínversk fræði

Hugvísindasvið

Kínversk fræði

BA – 120 einingar

Kína er fjölmennasta ríki og annað stærsta hagkerfi veraldar. Umsvif þessa stórveldis eru svo mikil á flestum sviðum mannlífs í heiminum að á 21. öldinni getur engin þjóð heimsins leyft sér að vera án sérfræðinga sem eru læsir á gildismat, stefnu og markmið Kína. Í kínverskum fræðum öðlast nemendur vald á kínverskri tungu og ritmáli sem og skilning á fjölmörgum hliðum kínverskrar menningar, margbrotnum pólitískum og samfélagslegum birtingarmyndum í kínverskum samfélögum nútímans og hinu blómlega og spennandi viðskiptalífi í Kínverska alþýðulýðveldinu.

Skipulag náms

X

Mál og menning á umbrotatímum (MOM101G, MOM102G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum grunnþjálfun í meðferð ritaðs máls og fræðilegum skrifum. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og ritstundum. Auk þess heimsækja nemendur Ritver Háskóla Íslands og fá þar ráðgjöf. Í námskeiðinu er fjallað um vinnulag við ritun fræðilegra texta, val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu ritsmíðarinnar, heimildanotkun og frágang. Nemendur fá einnig þjálfun í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað verður meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara og aðstoðarkennara. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku nemenda í tímum, ritstundum og heimsóknum í Ritverið. 

ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Á ÍSLENSKU OG Í STAÐNÁMI. ÞEIR SEM TAKA NÁMSKEIÐIÐ Á ENSKU OG Í FJARNÁMI EIGA AÐ VERA SKRÁÐIR Í MOM102G.

MOM101G er ætlað nemendum í erlendum tungumálum ÖÐRUM en ensku. Nemendur í ensku og þeir sem ekki eiga íslensku að móðurmáli eiga að vera skráðir í MOM102G.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kínversk málnotkun I (KÍN105G)

Í námskeiðinu er einkum lögð áhersla á hljóðfræði með þjálfun framburðar og tóna. Uppistaða námskeiðsins eru æfingatímar til að þjálfa hlustun, skilning og tjáningu sem byggja á og útfæra námsefni námskeiðsins kínverska I. Námsstigið miðast við HSK 1.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Snæfríður Grímsdóttir
Hinrik Hólmfríðarson Ólason
Eyþór Björgvinsson
Snæfríður Grímsdóttir
BA - í kínverskum fræðum

Námið í kínverskum fræðum var styrkur grunnur fyrir áframhaldandi nám og síðar vinnu. Nemendur öðlast vald á tungumáli hjá sívaxandi stórveldi, en læra einnig að tileinka sér öguð vinnubrögð, gagnrýna hugsun og annað sem er ómissandi á hvaða starfsvettvangi sem er - þess utan eru kennararnir fyrsta flokks! 

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.