Enskukennsla


Enskukennsla
MA – 120 einingar
Meistaranám í enskukennslu veitir nemendum fræðilega og hagnýta þjálfun fyrir rannsóknir, kennslu og námsstjórn í kennslugrein sinni.
MA í enskukennslu er starfsmiðað nám sem ætlað er jafnt starfandi kennurum og þeim sem hyggja á kennslu í ensku í framhaldsskólum.
Skipulag náms
- Haust
- Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1
- Inngangur að kennslufræði
- Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála
- Vor
- Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2
- Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum
- Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra mála
Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)
Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
Inngangur að kennslufræði (KEN104F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.
Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.
Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)
Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli.
Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)
Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.
Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)
Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.
Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi.
Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS235F)
Í námskeiðinu verða kynntar helstu rannsóknir á máltöku og kennslu annars máls og erlendra mála. Fjallað verður um eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir sem notaðar eru við könnun á máltöku og kennsluaðferðum. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.
- Haust
- Rannsóknarverkefni: Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndumV
- MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnemaV
- Merking, mál og mannshugurV
- Fræði og ritunV
- Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningarV
- Hollywood: Place and MythV
- Theory applied to Videogame StudiesV
- Skapandi skrif (enska)V
- Tungumál og menning IV
- Vor
- Meistararitgerð í enskukennslu
- LeynilögreglusögurV
- Fjölmiðla- og netlæsi: Ratað um hið stafræna landslagV
- Merking sagnorða og staða rökliðaV
- Amerískar bókmenntir um kreppu samtímans: Frá 11. september til Covid-19V
- AðlaganirV
- Englar, hreinar meyjar, nornir og hórur: Endurritun kvenna úr sögunni í skáldskapV
- Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefðV
Rannsóknarverkefni: Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndum (ENS022F)
Í þessu námskeiði verður skoðað hvernig fjallað er um Túdorana og valdatíð þeirra í 21. aldar skáldsögum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Sérstök áhersla er lögð á túlkanir á Hinriki áttunda og dóttur hans, Elísabetu fyrstu.
Þetta rannsóknarverkefni tengist námskeiðinu ENS505G – Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndum. Mælt er með því að nemendur sem taka ENS022F mæti samhliða í fyrirlestra í ENS505G.
ATH. Nemendur sem hafa áður lokið ENS505G geta ekki tekið þetta námskeið.
MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema (ENS113F)
Þetta er skyldunámskeið fyrir alla meistaranema í ensku. Haldnar eru stuttar málstofur þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða stefnur og tilgátur tengdum enskum fræðum og undirbúa sig fyrir að kynna eigin verk og annarra á vettvangi sinna fræða, heima eða erlendis. Mat er byggt á þátttöku í námskeiðinu: 2 stuttum verkefnum og kynningu á rannsóknarverkefni sem unnið er í tengslum við námskeið valnámskeið eða lokaverkefni.
Merking, mál og mannshugur (ENS216F)
Hvað merkir...
Fræði og ritun (ENS231F)
Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.
Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)
Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.
Hollywood: Place and Myth (ENS352M)
What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.
A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.
This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.
Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.
Theory applied to Videogame Studies (ENS508M)
This course provides an overview of different theoretical ways to approach videogames. Individual learning will be fostered through selected texts, in-class and online discussion, and the practical application of the theories studied. Students will explore current issues in game studies from the perspective of the humanities and the use of narratology and other literary theories for the scholarly study of videogames as texts.
Skapandi skrif (enska) (ENS817M)
Ef þú hefur brennandi löngun til þess að skrifa skáldsögur, smásögur eða ljóð á ensku, og hefur ánægju af lestri góðra bóka, er þetta námskeið fyrir þig.
Tilgangur námsins er m.a.
1. Að skerpa hæfni nemenda með ritæfingum og ritskoðun á eigin texta.
2. Að auka hæfni nemenda til þess að veita öðrum uppbyggjandi gagnrýni á verk þeirra í ritsmiðju og gefa góð ráð um ritskoðun og endurritun.
Auk þess að örva andagiftina læra nemendur nytsama hluti eins og skipulagningu, uppbyggingu, fléttu, sögusvið, persónusköpun og ritun samtala.
Nemendur skoða einnig og skilgreina verk frægra höfunda til þess að uppgötva hvernig hægt er að nýta bestu tækni til áhrifa á lesandann. Stöðugt endurmat á námsekiðinu tryggir að nemendur bæti verk sín og verði í kjölfarið betri gagnrýnendur á verk annarra. Í lok námskeiðsins skrifar hver nemandi eina smásögu í fullri lengd eða skrifar samansafn ljóða, auk annarra ritæfinga.
Krafist er 100% mætingarskyldu og því hentar námskeiðið ekki fyrir fjarnemendur. Nemendur mæta einu sinni í viku - á fyrirlestur og ritsmiðju (3 kennslustundir í senn).
Nemendur sem uppfylla forkröfur námskeiðins verða skráðir í það. 6 sæti eru ætluð MA nemendum og 6 sæti eru ætluð BA nemendum og þegar kemur að skráningu þá er það fyrstur kemur fyrstur fær. Öll sæti sem eru laus í námskeiðið 30. ágúst verða boðin út til nemenda á biðlista.
Tungumál og menning I (MOM301F)
Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.
Meistararitgerð í enskukennslu (ENS331L)
Meistararitgerð í enskukennslu.
Leynilögreglusögur (ENS519M)
Í þessu námskeiði er leitast við að rannsaka hina dularfullu og karismatísku persónu spæjarans í spæjaraskáldskap sem og nokkrar af algengum sviðum í bókmenntaverkum af þessu tagi. Oft sérvitur og dásamlega fyndinn, persóna fagmannsins eða áhugamannsins er sú sem hefur heillað og glatt lesendur frá því hún var fundin upp. Leynilögreglumaðurinn, ásamt undirtegundinni sem nefnd er eftir þessari persónu, hefur laðað að hersveitir aðdáenda og áhugamanna sem laðast að leyndardómum og eru fúsir til að leysa þrautir eða gátur, ásamt uppáhalds einkaspæjaranum sínum. Oft fylgt eftir af vel meinandi en hugmyndalausum hliðarmanni, miðlar spæjarinn þekkingu sinni og niðurstöðum til aðstoðarmanns síns og áhorfenda, og varpar ljósi á myrkustu og óvæntustu málin, til mikillar lotningar og spennu þeirra sem eru á meðal hans.
Fjölmiðla- og netlæsi: Ratað um hið stafræna landslag (ENS520M)
Eftir því sem internetið verður sífellt stærri hluti af daglegu lífi, er nauðsynlegt að skilja hvernig slík hnattræn sítenging hefur áhrif á samfélag okkar og menningu. Námskeiðið miðar að því að veita nemendum skilning á netlífi þeirra og þeim öflum sem hafa áhrif á þá þegar þeir eiga í samskiptum á samfélagsmiðlum. Við munum skoða hvernig fjölmiðlar hafa lagað sig að stafrænum heimi og hvernig þessar tvær upplýsingarásir móta hvor aðra. Nemendur verða hvattir til að gaumgæfa sitt eigið samband við samfélagsmiðla, ræða reynslu sína af stafrænu umhverfi og hugmyndir sínar um hlutverk samfélagsmiðla í samfélaginu. Í námskeiðinu skoðum við efni þar sem tekur á mótun samfélagsmiðla, dreifingu upplýsinga yfir fjölmiðla, mannlegri hegðun á netinu og utan þess og áhrif samfélagsmiðla á félagslegar og pólitískar hreyfingar. Nemendur munu læra að nálgast heimildir á netinu með gagnrýnum hætti og öðlast innsýn í internetið sem fræðilegt rannsóknarsvið. Þeir munu fræðast um samskipta- og félagsfræðikenningar, gagnrýna fjölmiðlakenningu og kenningar um siðfár, róttækni og fjandsemi á netinu. Við munum kanna þá kima netsins sem oft eru hudlir, en eru djúpt innfléttaðir í dægurmenningu, rangfærslur og samsæriskenningar.
Merking sagnorða og staða rökliða (ENS718F)
Viðurkenndar skoðanir í málvísindum ganga út frá að merking sagna ráði að hluta til þeim setningafræðilegu mynstrum sem rökliðir sagnorða birtast í. Til dæmis eru gerendur alltaf frumlög og sagnir í ensku sem merkja breytingu ástandi vegna ytri áhrifa geta almennt bæði verið áhrifssagnir og áhrifslausar. Í þessu námskeiði er lagt mat á rök og fræðikenningar sem málfræðingar hafa notað til að ná utan um alhæfingar á þessu sviði.
Amerískar bókmenntir um kreppu samtímans: Frá 11. september til Covid-19 (ENS521M)
Smásaga Deborah Eisenberg sem kom út eftir 11. september „Twilight of the Heroes“ hefst á ímynduðu samtali milli söguhetjunnar og ímyndaðra framtíðarbarnabarna hans. Hann rifjar upp söguna af Y2K vandanum, „Árið tvö þúsund! Nýtt ný öld!“ þegar sumir voru sannfærðir um að heimurinn myndi enda. Þegar uppi var staðið gerðist ekkert; „Þetta var kraftaverk. Á allri jörðinni, frá austri til vesturs og aftur til baka, gerðist alls ekkert skelfilegt“ (38). Þetta „kraftaverk“ var skammlíft. 21. öldin hefur verið mörkuð af kreppu og hörmungum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Í þessu námskeiði munu nemendur lesa frásagnir sem tengjast krísum samtímans, sérstaklega ellefta september, fellibylnum Katrínu, fjármálahruninu 2008, kynþáttaofbeldi gegn blökkufólki og Covid-19 heimsfaraldrinum. Námskeiðið einblínir á bókmenntir til að leggja áherslu á vef sem tengja þessar kreppur hver við aðra - til dæmis hvernig kynþáttafordómar eftir 11. september höfðu áhrif á björgunaraðgerðir í fellibylnum Katrínu og hvernig fellibylurinn Katrina undirstrikaði kerfisbundið kynþáttamisrétti sem kom í hámæli á tímum Black Lives Matter hreyfingarinnar. Lesin verða verk eftir Jonathan Safran Foer, Khaled Hosseini, Dave Eggers, Jesmyn Ward, Michael Lewis, Celeste Ng, Ta-Nehisi Coates, Brit Bennett og Gary Shteyngart. Nemendur munu læra og nýta viðeigandi bókmenntafræði, þar á meðal áfallafræði, femíníska kenningu, gagnrýna kynþáttafræði, póstmódernisma, menningarfræði og “new sincerity”.
Aðlaganir (ENS217F)
Í þessu námskeiði verður rýnt í bókmenntaverk sem hafa verið aðlöguð yfir í sjónvarpsseríur og kvikmyndir og glímt við hin fjölmörgu hugtök og kenningar sem tengjast þessari tiltölulega nýju og sívaxandi fræðigrein. Námsefnið samanstendur af sérvöldum fræðigreinum, smásögum auk skyldutexta námskeiðsins, Adaptation and Appropriation, eftir Julie Sanders, New Critical Idiom 2015.
Með þessu verður leitast við að skilja hvernig aðlaganir myndast og geta nýst til að brjóta niður hefðir og menningarmúra.
Skoðaðar verða sérvaldir þættir úr nokkrum sjónvarpsseríum sem byggðar hafa verið á skáldsögum eða smásögum, s.s. Saga þernunnar, e. Margaret Atwood, Hroki og hleypidómar og eða Vonir og væntingar, e. Jane Austen og Big Little Lies, e. Liane Moriarty ofl.
Englar, hreinar meyjar, nornir og hórur: Endurritun kvenna úr sögunni í skáldskap (ENS448F)
Í námskeiðinu verður skoðað hvernig saga kvenna og reynsla þeirra hefur verið endurrituð í sögulegum skáldskap, með áherslu á bókmenntatexta gefna út frá árinu 2000. Við skoðum hinar ýmsu hliðar á því hvernig sögulegar bókmenntir skapa nýtt rými fyrir konur í annars karllægri mannkynssögu, og hvernig þær vinna gegn hinum ýmsu staðalmyndum um konur. Kenningar og gagnrýni tengt efninu verður einnig lesið og rætt, með áherslu á femínisma, endurskoðunarstefnu og póstmódernisma.
ATH. Þetta námskeið er ekki skráð sem fjarnámskeið en nemendur sem hafa áhuga á að taka það utanskóla eru hvattir til að hafa samband við kennara varðandi mögulegar ráðstafanir.
Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)
Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.