Skip to main content

Austur-Asíufræði

Austur-Asíufræði

Hugvísindasvið

Austur-Asíufræði

Aukagrein – 60 einingar

Austur-Asíufræði er þverfagleg fræðileg námsgrein sem býður upp á margvísleg námskeið um svæði Austur-Asíu, þá einkum Kína og Japan. Hún hentar þeim sem hyggjast kynna sér nánar samfélög og menningu Austur-Asíu án þess að vilja leggja stund á tungumálanám.

Skipulag náms

X

Kína nútímans: Samfélag, stjórnmál og efnahagur (KÍN101G)

Hvernig virkar Kína? Yfirlitsnámskeið helstu áhrifaþátta kínversks samfélags, stjórnmála og efnahags með áherslu á afleiðingar opnunarstefnunnar eftir 1978. Farið verður yfir landfræði Kína. Stiklað er á stóru í efnahagssögu landsins. Stjórnmál og breytingar í forystu ríkisins og flokksins verða rýnd gaumgæfilega m.a. m.t.t. stjórnmálahagfræði Kína og samskipta við nágrannalöndin í Asíu og við Kyrrahaf. Einnig verða helstu atriði er varða þróun Kína nútímans skoðuð hvert fyrir sig í einstökum kennslustundum, þ. á m. orkumál, umhverfismál, lýðfræði, lista og alþjóðatengsl. Einnig verður vikið að stöðu fjölskyldunnar og kvenna, mannréttindum og fjölbreytileika. Hong Kong, Tævan og Tíbet eru einnig sérstaklega til umfjöllunar. Horft verður á klippur úr nýlegum kínverskum heimildamyndum sem taka á ýmsum þáttum hinna miklu umbreytinga sem orðið hafa á kínversku samfélagi undanfarna áratugi. Námskeiðið er kennt á ensku.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Þórhildur Helgudóttir
Þórhildur Helgudóttir
Sagnfræði með Austur-Asíufræði BA-nám

Ég tók sagnfræði sem aðalfag en hafði alltaf hug á því að víkka sjóndeildarhringinn og til þess reyndust Austur-Asíufræði fullkomið val. Þvermenningarlæsi verður sífellt mikilvægara í heiminum í dag, bæði vegna hnattvæðingar og þess vægis sem fólgið er í að öðlast nýja sýn á samfélög jarðar, bæði kunnugleg og framandleg. Austur-Asíufræðin við HÍ bjóða upp á góðan fræðigrunn um löndin innan þessa svæðis og opna einnig margar dyr, til dæmis fyrir skiptinám og frekari ferðalög. Námið er fjölbreytt, sveigjanlegt og er kennt af fólki sem býr bæði yfir sérfræðiþekkingu og mikilli virðingu fyrir menningu og sögu þessara landa. Ég mæli eindregið með náminu fyrir alla sem hafa áhuga á löndum Austur-Asíu, umsvifum þeirra á alþjóðavísu og hafa áhuga á að kynnast þeim á djúpstæðari máta.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.