Skip to main content

Hagnýt siðfræði

Hagnýt siðfræði

Hugvísindasvið

Hagnýt siðfræði

MA gráða – 90 einingar

Nám í hagnýtri siðfræði er sniðið fyrir fólk með margvíslegan bakgrunn sem vill verða færara um að takast á við siðferðileg viðfangsefni í nútímasamfélagi.

Skipulag náms

X

Viðskiptasiðfræði (HSP710F)

Námskeiðið fjallar um þær siðferðilegu áskoranir sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir og hvernig taka má á þeim áskorunum hvort sem þær eru að finna innan fyrirtækjanna sjálfra eða í samskiptum þeirra við stjórnvöld og samfélagið í heild. Námskeiðið hefur að markmiði að bæta hæfni og getu nemenda með því að kynna fyrir þeim kenningar innan viðskiptasiðfræðinnar og vinna með þær í samvinnu við ýmsa þátttakendur námskeiðsins úr röðum atvinnulífs. Kennsluefni námskeiðsins, meðal annars bókin Business Ethics, veitir tækifæri til þess að kynnast og greina siðferðilegar áskoranir í formi dæmisagna í lok hvers kafla. Kennsluefnið í heild varpar ljósi á þróun viðskiptasiðfræðinnar sem viðfangsefni innan fyrirtækja og samfélaga, svo og þróun fyrirtækjamenningar í samhengi við viðskiptasiðfræði og leiðir til að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Enn fremur hvaða áskoranir og tækifæri á sviði viðskiptasiðfræðinnar geta boðið fyrirtækjum og samfélagi. Háskóla Íslands er umhugað að mennta fólk þar sem lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi og verður það rauður þráður í gegnum námskeiðið.  

Í námskeiðinu verða helstu hugtök og heiti innan viðskiptasiðfræði kynnt í gegnum fyrirlestra, þátttöku nemenda við greiningu og kynningu á hugtökum innan viðskiptasiðfræðinnar. Enn fremur munu gestir úr atvinnulífi og stjórnsýslu vera gestir í námskeiðinu þar sem þeir miðla af reynslu sinni þegar kemur að ólíkum þáttum viðskiptasiðfræðinnar. Horft er til þess að þema hvers tíma verði rætt við viðkomandi gest. Tímunum er skipt þannig að fleiri en eitt þema getur verið tekið fyrir hverju sinni. Þema getur líka flotið yfir fleiri en einn tíma. Allir nemendur velja sér þema til þess að skilgreina (líka þeir sem taka 1,5 og 3,0 einingar). E nemendur sem taka 6,0 og 7,5 ECTS einingar fá tækifæri til þess að leggja mat á stöðu viðskiptasiðferðis í fyrirtæki í samvinnu við atvinnulífið.   

Nemendur í HSP710F sem er 6 eininga námskeið veiti því sérstaka athygli að námskeiðið er kennt í seinni lotu annarinnar, samkvæmt lotukerfi Viðskiptafræðideildar. Hefst námskeiðið eftir miðjan október og lýkur í byrjun desember.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Ólafur Ólafsson
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Ólafur Ólafsson
Hagnýt siðfræði, MA

Ég hafði starfað í heilbrigðisgeiranum sem lyfjafræðingur í áratugi þegar ég hóf nám í hagnýtri siðfræði. Námið var áhugavert og ýtti undir opna umræðu og skapandi hugsun. Þannig var að ég sat í laganefnd Lyfjafræðingafélags Íslands þegar hrunið skall á og varð mér þá ljós skortur á siðfræðilegri hugsun þegar kom að skerðingu réttinda sjúklinga. Þó að margt hafi áunnist verður alltaf þörf fyrir gagnrýna siðfræðilega hugsun í samfélaginu. Námið hefur gagnast vel, verið hagnýtt, meðal annars í nefndarvinnu minni í Siðanefnd Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda, sem setur siðareglur um samskipti lyfjaiðnaðarins og heilbrigðisstarfsmanna, -stofnana og sjúklingasamtaka. Námið hefur reynst gott vegarnesti. 

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.