Skip to main content

Samfélagstúlkun - Grunndiplóma

Samfélagstúlkun - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Samfélagstúlkun

Grunndiplóma – 60 einingar

Með hraðvaxandi fjölgun innflytjenda frá ýmsum heimshornum hefur þörf fyrir túlka á fjölda erlendra mála aukist gríðarlega. Þetta stafar meðal annars af lagaskyldu til að útvega túlka við tilteknar aðstæður á sviðum dóms-, heilbrigðis-, skóla- og félagsmála.

Skipulag náms

X

Samfélagstúlkun I (TÁK006G)

Til umfjöllunar í þessu námskeiði eru grunnatriði samfélagstúlkunar. Fjallað er um hegðun og stöðu í túlkaaðstæðum og utan þeirra, kynnt er þagnarskylda túlka, fjallað um lausnaleit, vinnuvernd, textagreining o.fl.

Námið fer fram með upptökum á fyrirlestrum frá kennara, lestri greina og bóka, umræðum nemenda í tímum og á milli kennslustunda, einstaklings- og hópverkefnum og skipulögðu sjálfsnámi nemenda. Ætlast er til þess að nemendur mæti undirbúnir í tíma til að geta tekið virkan þátt í verklegum æfingum og umræðum. Mikilvægur hluti námsins er sjálfstætt heimanám, sem felst m.a. í skipulögðum, sjálfstæðum æfingum í að túlka og markvissri viðleitni til að bæta eigin færni í túlkun. Skyldumæting er í a.m.k. 80% kennslustunda.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Ewa Waclawek
Ewa Waclawek
Samfélagstúlkur

Nám í samfélagstúlkun við HÍ er frábært og mjög hagnýtt nám sem kemur sér vel í túlka starfi. Ég kláraði námið í samfélagstúlkun árið 2016 og mæli hiklaust með því fyrir alla sem hafa áhuga á að vinna í túlkaþjónustu að klára þetta nám. Í náminu lærði ég mjög mikið um samfélagstúlkun og einnig um snartúlkun, lotutúlkun, hvísltúlkun og símatúlkun. Auk þess lærði ég um réttindi og skyldur túlka sem finnst mér mjög mikilvægt í túlkastarfi. Túlkaþjónusta er ein mikilvægasta þjónustan í fjölmenningarsamfélagi og á sama tíma ein ört vaxandi þjónusta í okkar samfélagið. Gæði túlkunar skiptir miklu máli fyrir þjónustunotenda og vegna þess eru vel menntaðir og áreiðanlegir túlkar mjög verðmætur starfskraftur. Allir sem hafa áhuga á að starfa í túlkaþjónustu og hjálpa innflytjendum að kynnast íslensku kerfi, þekkja réttindi sín og hjálpa þeim að taka virkan þátt í okkar samfélagi ættu að íhuga að skrá sig í nám í samfélagstúlkun og ég mæli sterklega með því.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.