Skip to main content

Kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði

Hugvísindasvið

Kvikmyndafræði

MA gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í kvikmyndafræði fá nemendur vísindalega þjálfun og undirbúning meðal annars fyrir kennslustörf á framhaldsskólastigi, ýmis störf á vettvangi fræða og menningarlífs og doktorsnám ef því er að skipta.

Skipulag náms

X

Sálgreining og kvikmyndir (KVI703F)

Í námskeiðinu verður rýnt í kvikmyndafræði sem sækir í aðferðir sálgreiningar og spurt með hvaða hætti sálgreining nýtist í kvikmyndafræðilegum rannsóknum. Lykilverk í kvikmyndafræði verða lesin, en þar að auki rýnt í þá texta sálgreiningarinnar sem hafa reynst kvikmyndafræðingum sérlega mikilvægir. Lesefni námskeiðsins mun veita nemendum yfirsýn yfir þær meginaðferðir sem kvikmyndafræðingar á sviðinu hafa beitt frá og með 8. áratug síðustu aldar, þegar táknfræði ruddi sér rúms í kvikmyndafræði sem byggði á sálgreiningu, og til samtímans. Nemendur fá jafnframt innsýn í þá gagnrýni sem kvikmyndafræði er byggir á sálgreiningu hefur fengið í gegnum tíðina, sem og þær lausnir sem sprottið hafa úr slíkri gagnrýni. Þá munu nemendur horfa á kvikmyndir í námskeiðinu sem henta sálgreiningu sérlega vel og hljóta þjálfun í greiningu þeirra, jafnt í tíma og heimaverkefnum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Rósa Ásgeirsdóttir
Heiðar Bernharðsson
Rósa Ásgeirsdóttir
MA í kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði í HÍ snýst um svo margt fleira en aðeins bíómyndir. Námið veitir innsýn í samtímamenningu, heimssögu og ótal fræðigreinar. Fjölbreyttir og framúrstefnulegir áfangar dýpkuðu skilning minn á heimsmenningunni með því að nýta kvikmyndir sem miðil og kennsluefni. Ég skemmti mér innilega vel í tímum sem voru eins og blanda af því að mæta í bíó og hittast með öðrum kvikmyndaunnendum að ræða helsta áhugamálið.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.