Skip to main content

Kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði

Hugvísindasvið

Kvikmyndafræði

BA – 120 einingar

Í kvikmyndafræði er lögð áhersla á að skoða kvikmyndamiðilinn í sem víðustu samhengi og teknar eru til sýninga tilrauna- og heimildamyndir, ekki síður en leiknar frásagnarmyndir, og þær greindar í ljósi fjölbreyttra fræðikenninga.

Skipulag náms

X

Bókmenntaritgerðir (ABF103G)

Fjallað verður um ýmsar gerðir bókmennta- og kvikmyndaritgerða (allt frá fræðilegum ritgerðum til ritdóma, ádeilugreina og pistla). Nemendur hljóta þjálfun í hinum ýmsu þáttum ritgerðasmíðar: afmörkun viðfangsefnis, hugmyndaúrvinnslu, byggingu, röksemdafærslu, tilvísunum, heimildanotkun og frágangi. Kannað verður hvers konar orðræða liggur til grundvallar mismunandi ritgerðum, hver hinn innbyggði lesandi er og hvers konar almennri eða fræðilegri umræðu ritgerðin tengist. Nemendur eru hvattir til að taka námskeiðið á fyrsta námsári.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Lísa M. Kristjánsdóttir
Rósa Ásgeirsdóttir
Sólveig Johnsen
Baldur Logi Björnsson
Brautskráður

Kvikmyndafræði í HÍ kom mér alveg á óvart. Það er svo miklu meira en mann grunar á bakvið hverja einustu kvikmynd sem við sjáum í okkar daglega lífi: kvikmyndasagan, listasagan, menningarpólitík, hugmyndafræði, listræn sýn og þekking, og kennararnir eru einstaklega færir í að sýna okkur hvernig hægt er koma auga á þessa hluti og nota til að gera kvikmyndaáhorfið ríkara. Einnig er námskeiðaúrvalið afskaplega gott og maður lærir að nálgast kvikmyndamenningu heimsins frá óteljandi hliðum, þekkja strauma og stefnur sem skipta máli og kynnist nýjum þjóðarbíóum. Allir sem ég hef talað við hafa fengið eitthvað öðruvísi, einstakt og áhugavert út úr náminu. Í náminu fékk ég einnig tækifæri til að aðstoða við uppbyggingu stafræns gagnagrunns um íslenska kvikmyndasögu sem nefnist Myndvísir, raunar var það vinnan mín eitt sumar. Þar naut ég þess að leysa margvísleg verkefni í samstarfi við annað ástríðufólk. Það er svo gefandi að finna samfélag sem hefur svona mikla ástríðu fyrir því sama og maður gerir sjálfur. Félagslega eru nemendur í kvikmyndafræðinni langsterkasti hópur sem ég hef kynnst í námi.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.