Skip to main content

Kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði

Hugvísindasvið

Kvikmyndafræði

BA – 120 einingar

Í kvikmyndafræði er lögð áhersla á að skoða kvikmyndamiðilinn í sem víðustu samhengi og teknar eru til sýninga tilrauna- og heimildamyndir, ekki síður en leiknar frásagnarmyndir, og þær greindar í ljósi fjölbreyttra fræðikenninga.

Skipulag náms

X

Bókmenntaritgerðir (ABF103G)

Fjallað verður um ýmsar gerðir bókmennta- og kvikmyndaritgerða (allt frá fræðilegum ritgerðum til ritdóma, ádeilugreina og pistla). Nemendur hljóta þjálfun í hinum ýmsu þáttum ritgerðasmíðar: afmörkun viðfangsefnis, hugmyndaúrvinnslu, byggingu, röksemdafærslu, tilvísunum, heimildanotkun og frágangi. Kannað verður hvers konar orðræða liggur til grundvallar mismunandi ritgerðum, hver hinn innbyggði lesandi er og hvers konar almennri eða fræðilegri umræðu ritgerðin tengist. Nemendur eru hvattir til að taka námskeiðið á fyrsta námsári.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Heiðar Bernharðsson
Hrannar Már Ólínuson
Lísa M. Kristjánsdóttir
Sólveig Johnsen
Heiðar Bernharðsson
MA í kvikmyndafræði

Upplifun mín í kvikmyndafræðinni var jákvæð og gefandi. Kennslan er persónuleg og nákvæm, auðvelt er að nálgast kennara ef þörf er á frekari upplýsingum eða innsæi í námið, og augljóst er að velferð þeirra og nemendasamfélagið er þeim mikilvægt. Námið sjálft er vel skipulagt og miðar að minni reynslu frekar að því að fræða nemendur og efla en að klastra þeim saman í einkunnabúnka (eins og maður fær á tilfinninguna í sumum öðrum greinum). Félagslífið er einnig frábært. Nemendafélagið Rýnirinn stendur fyrir miklu og góðu starfi. Ég heyrði til að mynda að árið eftir að ég útskrifaðist hefði hópur upp á annan tug farið saman á kvikmyndahátíðina í Berlín (Berlinale) og þá sá ég í augnablik eftir að hafa útskrifast! En námið í kvikmyndafræðinni er að reynast mér afskaplega gott veganesti.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.