Skip to main content

Íslenska

Íslenska

Hugvísindasvið

Íslenska

BA – 180 einingar

Í námsgreininni íslensku er fjallað um mál og bókmenntir frá elstu tímum til okkar samtíma. Bókmenntirnar spanna allt frá fornaldarsögum og Eddukvæðum til glæpasagna og hinsegin bókmennta en í málfræðinni er meðal annars fengist við máltöku barna, setningafræði, hljóðkerfisfræði og félagsleg málvísindi. Námið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að starfa á sviði menningar og miðlunar af ýmsu tagi. 

Skipulag náms

X

Aðferðir og vinnubrögð (ÍSL109G)

Námskeiðið er sameiginlegt nemendum í íslensku, almennum málvísindum og táknmálsfræði. Það skiptist í tvennt. Í öðrum helmingi námskeiðsins (kennt á fimmtudögum) er fjallað um gagnrýna hugsun og ritgerðasmíð frá ýmsum hliðum: uppbyggingu ritgerða, efnisafmörkun, mál og stíl, heimildanotkun og heimildamat, tilvísanir, heimildaskrá, frágang o.fl.
Í hinum helmingi námskeiðsins (kennt á þriðjudögum) munu fræðimenn á áðurnefndum sviðum kynna viðfangsefni sín og gestir utan háskólans kynna starfsvettvang íslenskufræðinga, málvísindamanna og táknmálsfræðinga.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Ösp Vilberg Baldursdóttir
Gunnlaugur Bjarnason
Elínrós Þorkelsdóttir
Oddur Snorrason
Ösp Vilberg Baldursdóttir
Nemi í íslensku

Rétt áður en ég lauk stúdentsprófi hvíslaði íslenskukennarinn minn því að mér hvort ég hefði skoðað Hugvísindasvið HÍ. Ég þakkaði henni fyrir hvatninguna en aðeins fyrir kurteisissakir, Hugvísindasvið kom ekki til greina. Hvatning kennarans hafði þó einhver áhrif á mig – í það minnsta nægilega mikil til þess að ég íhugaði málið. Fjölbreytileiki námsins heillaði mig og ég sló til. Íslenska er best geymda leyndarmál Háskóla Íslands.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.