Íslenska


Íslenska
BA – 180 einingar
Í námsgreininni íslensku er fjallað um mál og bókmenntir frá elstu tímum til okkar samtíma. Bókmenntirnar spanna allt frá fornaldarsögum og Eddukvæðum til glæpasagna og hinsegin bókmennta en í málfræðinni er meðal annars fengist við máltöku barna, setningafræði, hljóðkerfisfræði og félagsleg málvísindi. Námið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að starfa á sviði menningar og miðlunar af ýmsu tagi.
Skipulag náms
- Haust
- Aðferðir og vinnubrögð
- Inngangur að málfræði
- Bókmenntafræði
- Vor
- Íslensk bókmenntasaga til 1900
- Miðaldabókmenntir
- Málkerfið – hljóð og orð
Aðferðir og vinnubrögð (ÍSL109G)
Námskeiðið er sameiginlegt nemendum í íslensku, almennum málvísindum og táknmálsfræði. Það skiptist í tvennt. Í öðrum helmingi námskeiðsins (kennt á fimmtudögum) er fjallað um gagnrýna hugsun og ritgerðasmíð frá ýmsum hliðum: uppbyggingu ritgerða, efnisafmörkun, mál og stíl, heimildanotkun og heimildamat, tilvísanir, heimildaskrá, frágang o.fl.
Í hinum helmingi námskeiðsins (kennt á þriðjudögum) munu fræðimenn á áðurnefndum sviðum kynna viðfangsefni sín og gestir utan háskólans kynna starfsvettvang íslenskufræðinga, málvísindamanna og táknmálsfræðinga.
Inngangur að málfræði (ÍSL110G)
Kynnt verða helstu viðfangsefni málvísinda og undirstöðuatriði í íslenskri málfræði. Fjallað verður um valin atriði innan höfuðgreina málvísinda og helstu hliðargreinar þeirra auk þess sem gefið verður yfirlit yfir þróun málvísinda í gegnum aldirnar. Meginmarkmið námskeiðsins er að efla skilning nemenda á eðli tungumála og kynna þeim helstu grundvallarhugtök og aðferðir málvísinda. Kennsla felst í fyrirlestrum kennara og umræðum nemenda og kennara um efnið. Nemendur vinna heimaverkefni reglulega yfir misserið, taka tvö heimakrossapróf og ljúka námskeiðinu með lokaprófi í stofu á háskólasvæðinu.
Bókmenntafræði (ÍSL111G)
Vilt þú læra nýjar leiðir til að lesa og skilja bókmenntir, kafa undir yfirborð texta og ræða um skáldverk á faglegan hátt? Í þessu námskeiði kynnast nemendur undirstöðuhugtökum í bókmenntafræði, textagreiningu og ritun bókmenntaritgerða. Nemendur læra um ólíkar nálganir í bókmenntagreiningu og fá þjálfun í að beita hugtökum við greiningu á skáldtextum af ýmsu tagi, bæði munnlega og í rituðu máli. Námskeiðið skiptist í fjóra hluta: Inngang að bókmenntafræði, ljóð, frásagnir (sögur og leikrit) og loks bókmenntaritgerðaskrif.
Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)
Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskum bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.
Miðaldabókmenntir (ÍSL206G)
Fjallað verður um mismunandi leiðir til þess að nálgast miðaldatexta, hvort sem er eftir hefðbundnum leiðum bókmenntafræði miðalda eða nútímabókmenntarannsókna. Þá verður lesið og rætt um viðhorf miðaldamanna til bókmenningar, sagnaskemmtunar og skáldskapar. Helstu greinar íslenskra miðaldabókmennta verða lesnar.
Málkerfið – hljóð og orð (ÍSL209G)
Þetta er grundvallarnámskeið í íslenskri hljóðfræði, hljóðkerfisfræði, beygingarfræði og orðmyndunarfræði. Farið verður í grundvallaratriði hljóðeðlisfræði og íslenskrar hljóðmyndunar og nemendur þjálfaðir í hljóðritun. Helstu hugtök í hljóðkerfisfræði verða kynnt og gefið yfirlit yfir hljóðferli í íslensku og skilyrðingu þeirra. Einnig verða grundvallarhugtök orðhlutafræðinnar kynnt og farið yfir helstu orðmyndunarferli í íslensku og virkni þeirra. Málfræðilegar formdeildir verða skoðaðar, beygingu helstu orðflokka lýst og gerð grein fyrir beygingarflokkum og tilbrigðum.
- Haust
- Straumar og stefnur í bókmenntafræði
- Breytingar og tilbrigði
- Setningar og samhengi
- Tungumálið í notkun: Samtöl og samhengiV
- Konungasögur og ÍslendingasögurV
- Dægurlagatextar og alþýðumenningV
- Söguleg málvísindiV
- Tal- og málmeinV
- Forritun fyrir hugvísindafólkV
- Íslensk málsagaV
- Færeyska og íslenskaV
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni V
- UmhverfishugvísindiV
- Ritfærni: Fræðileg skrifV
- Vor
- Fornmálið
- Íslenskar samtímabókmenntir
- BókmenntasagaB
- Þróun málvísindaB
- #MeToo á miðöldumV
- ÁstarsögurV
- Írskar nútímabókmenntirV
- MálgerðarfræðiV
- Málstofa í málvísindum: Uppruni og þróun tungumáls og áhrif þess á hugsunV
- Sálgreining, heimspeki og menningV
- Íslensk miðaldahandritV
- SetningafræðiV
- Íslenskar smásögurV
- Gervigreind og risamállíkön í íslensku samhengiV
- Máltaka barnaV
- Ritfærni: Skapandi fræðamiðlunV
- Norræn trúV
Straumar og stefnur í bókmenntafræði (ÍSL301G)
Sögulegt yfirlit yfir þróun bókmenntafræði á 20. og 21. öld. Auk fyrirlestra þar sem fjallað er um valdar lykilkenningar er gert ráð fyrir umræðutímum þar sem nemendur æfast í að beita ólíkum nálgunarleiðum á bókmenntatexta.
Breytingar og tilbrigði (ÍSL320G)
Markmið þessa námskeiðs er að skýra þau tengsl sem eru á milli málbreytinga í sögu tungumáls og samtímalegra tilbrigða í máli. Meginhugmyndin er sú að málbreytingar leiði að jafnaði til samtímalegra tilbrigða á einhverju tímabili og að öll samtímaleg tilbrigði stafi af einhvers konar málbreytingu eða vísi að breytingu. Í námskeiðinu verða annars vegar kynntar helstu hugmyndir um eðli og tegundir málbreytinga, hvernig breytingar kvikna og hvernig þær breiðast út, og hins vegar hugmyndir um samtímaleg tilbrigði og eðli þeirra. Athyglinni verður fyrst og fremst beint að þróun íslensku, og því verða dæmi einkum tekin úr íslenskri málsögu og íslensku nútímamáli en jafnframt verður bent á hliðstæður í öðrum tungumálum.
Setningar og samhengi (ÍSL321G)
Í þessu námskeiði verður fjallað um grundvallaratriði í íslenskri setningafræði, meðal annars orðflokkagreiningu, setningaliði, flokkun sagna, færslur af ýmsu tagi og málfræðihlutverk. Einnig verður fjallað um málnotkun, merkingu og samhengi og tengsl þessara atriða við setningafræði.
Tungumálið í notkun: Samtöl og samhengi (AMV106G)
Merking orða og setninga ræðst oft af samhenginu, til dæmis við beitingu og túlkun á kaldhæðni. Hvernig geta aðrir skilið okkur ef við segjum ekki alltaf það sem við meinum? Hvað eiga samtöl í ólíkum menningarheimum og tungumálum sameiginlegt? Í námskeiðinu verður fjallað um notkun tungumálsins í samskiptum frá ýmsum sjónarhornum málvísinda. Kennd verða undirstöðuatriði í málnotkunarfræði og varpað ljósi á áhrif samhengis á merkingu orða og setninga. Kynnt verða helstu viðfangsefni og aðferðir samtalsgreiningar og rætt um samanburðarrannsóknir á samtölum víða um heim. Að lokum fá nemendur innsýn í þverfaglegar rannsóknir á málnotkun með aðferðum sálfræðilegra málvísinda. Nemendur kynnast upptöku á samtölum, greiningu á tali með efni námskeiðsins í huga og notkun viðeigandi forrita (t.d. Praat til vinnslu á hljóði og ELAN til að skrá samtöl).
Konungasögur og Íslendingasögur (ÍSL471G)
Konungasögur og Íslendigasögur eru tvær helsti tegundir miðaldasagna á Íslandi. Rannsóknir á Konungasögum byrjuðu á 17. öld, en á 20. öld einbeittu sér fræðimenn sérstaklega að Íslendingasögum. Ein aðalspurning var þá hvort þessar sögur væru byggðar á einhverskonar munnlegri hefð eða hvort þær væru fyrst og fremst bókmenntir. Þessar spurningar voru ekki síst undir áhrif strauma frá öðrum fræðisviðum, svo sem félagsfræði og mannfræði. Í dag hefur landslagið í miðaldafræði aftur breyst og er áherslan í mörgum rannsóknum á miðaldasögum nú annarsvegar á þróun og breytingar af heimsmyndinni í Evrópu á 12. til 14. öld, hinsvegar á viðfangsefni sem skipta okkur máli í dag, en þá má nefna t.d. samskipti manneskjunnar við náttúru eða tilfinningar hennar í ljósi hækkandi óvissu og óöryggi í daglegu lífi. Í námskeiðinu ætlum við að fara dýpra inn í sögu og þróun þessara rannsókna en ætlum einnig að lesa nokkrar Konungasögur og Íslendingasögur og ræða okkar fræðilega nálgun á þær í dag.
Dægurlagatextar og alþýðumenning (ÍSL319G)
Í námskeiðinu verður fjallað um íslenska dægurlagatexta og alþýðumenningu frá miðri 20. öld til okkar daga. Aðferðum menningarfræðinnar verður beitt til að varpa ljósi á stöðu og þróun textanna á tímum þjóðfélagsbreytinga, rokkmenningar og margmiðlunartækni.
Söguleg málvísindi (AMV314G)
Í námskeiðinu verða hugmyndir og aðferðir sögulegra málvísinda kynntar, þeirrar undirgreinar málvísinda sem fæst við breytingar á tungumálum í tímans rás. Rætt verður um ólíkar tegundir málbreytinga, orsakir þeirra og einkenni. Tekin verða dæmi af málbreytingum frá ýmsum tímum, einkum úr germönskum og öðrum indóevrópskum málum en einnig úr öðrum málaættum. Jafnframt verður rætt um þróun hugmynda um eðli málbreytinga.
Tal- og málmein (AMV415G)
Í námskeiðinu fá nemendur yfirlit yfir helstu viðfangsefni talmeinafræðinga á Íslandi. Um er að ræða fjölbreytt efni, allt frá greiningu og meðferð málstols og kyngingartregðu hjá fullorðnum einstaklingum yfir í málþroskaröskun og framburðarfrávik barna á leikskólaaldri. Unnið er út frá nauðsynlegri grunnþekkingu og yfir í hagnýtari nálganir á viðfangsefnið. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur geti kynnt sér fræðilega umræðu og ritrýndar greinar á sviði talmeinafræði.
Forritun fyrir hugvísindafólk (ÍSL333G)
Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað nemendum í grunnnámi í hugvísindum við HÍ sem vilja geta notað forritun í sínum störfum. Áhersla er lögð á greiningu textagagna og námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja kynnast máltækni í BA-námi, ekki síst þeim sem stefna á MA-nám í máltækni. Námskeiðið er að hluta til kennt með MLT701F Forritun í máltækni á MA-stigi. Við textagreiningu í námskeiðinu skiptir máli að nemendur hafi grunnþekkingu á helstu hugtökum í málfræði en ef nemandi er í vafa um hvort hún, hann eða hán hefur viðeigandi bakgrunn til að taka námskeiðið er sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar.
Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Að auki kynnast nemendur málvinnslutólinu NLTK (Natural Language Toolkit). Nemendur sem síðar halda áfram í MA-nám í máltækni munu nota grunninn úr þessu námskeiði í öðrum námskeiðum um málvinnslu.
Íslensk málsaga (ÍSL334G)
Farið verður yfir sögu íslensks máls frá elstu heimildum til okkar daga. Fjallað verður um tímabilaskiptingu og ytri aðstæður íslenskrar málþróunar. Helstu hugtök sem notuð eru í umræðu um málbreytingar verða skýrð. Til að nemendur átti sig betur á muninum á fornvesturnorrænu (forníslensku og fornnorsku) og fornausturnorrænu (fornsænsku og forndönsku) verður litið á valda fornsænska og forndanska texta. Í námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á þróun íslensks hljóðkerfis og beygingarkerfis en einnig verður fjallað um setningafræðilegar breytingar og breytingar á orðaforða. Þá verða textar frá ýmsum skeiðum íslenskrar málsögu athugaðir.
Færeyska og íslenska (ÍSL515M)
Færeyska er það tungumál sem líkist mest íslensku en hefur þó breyst meira að því er varðar hljóðkerfi, beygingar og setningagerð. Rannsóknir á færeysku skipta miklu máli í íslensku samhengi því færeyska veitir einstaka innsýn í það hvernig íslenska hefði getað þróast eða á hugsanlega eftir að þróast næstu aldirnar.
Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir færeyska málfræði (hljóðkerfi, beygingar, orðmyndun og setningagerð) með samanburði við íslensku og önnur norræn mál. Einnig verður rætt um málbreytingar, mállýskur og erlend áhrif. Þar að auki fá nemendur þjálfun í að hlusta á talað mál.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Þetta er námskeið fyrir fólk sem vill geta unnið úr gögnum tölfræðilega til að skilja þau betur, m.a. með því að búa til gröf og skoða gögnin sjónrænt. Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg og tölvunarfræðileg málvísindi (e. computational linguistics og psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
Umhverfishugvísindi (ÍSL613M)
Gegna bókmenntir hlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum? Hvernig birtast eldgos og náttúruhamfarir í íslenskum skáldverkum? Í námskeiðinu verður leitað svara við þessum og ýmsum öðrum spurningum sem varða tengsl bókmennta og náttúru eða umhverfis. Þessi tengsl eru viðfangsefni vistrýni sem verður kynnt í námskeiðinu ásamt öðrum rannsóknarsviðum innan umhverfishugvísinda. Skáldverk frá ýmsum tímabilum íslenskrar bókmenntasögu verða lesin og greind í ljósi fræðikenninga umhverfishugvísinda. Meðal annars verður rætt um tengsl bókmennta við hafið, náttúruhamfarir, loftslag, landshluta, fegurðarskyn og framtíð lífs á jörðinni.
Ritfærni: Fræðileg skrif (ÍSR301G)
Ritfærni: Fræðileg skrif er grunnnámskeið í meðferð ritaðs máls. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og smiðjuvinnu. Fjallað verður um vinnulag við ritun fræðilegra texta, svo sem val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu, heimildanotkun og frágang. Einnig verður lögð áhersla á að þjálfa nemendur í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara sem og samnemenda. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku í ritsmiðjum. Vakin er athygli á því að aðeins er hægt að ljúka námskeiðinu sé öllum verkefnum skilað.
Fornmálið (ÍSL211G)
Markmið þessa námskeiðs er að gefa haldgott yfirlit um íslenskt fornmál, einkum hljóðkerfi og beygingarkerfi. Fjallað verður um hljóðkerfi íslensks fornmáls og forsögu þess. Fyrsta málfræðiritgerðin verður lesin og grein gerð fyrir mikilvægi hennar bæði fyrir íslenska og norræna málfræði og sögu málvísinda. Loks verður fjallað rækilega um beygingarkerfi fornmáls.
Kennsla felst að mestu leyti í fyrirlestrum. Auk þess verða allmörg heimaverkefni lögð fyrir nemendur og um þau fjallað í sérstökum æfingatímum.
Íslenskar samtímabókmenntir (ÍSL213G)
Í námskeiðinu er fjallað um íslenska bókmenntasögu 20. og 21. aldar. Skáldverk af ýmsum toga eru lesin, rædd og sett í samhengi við íslenska samfélags- og menningarsögu og alþjóðlega strauma.
Bókmenntasaga (ABF210G)
Í þessu námskeiði er veitt yfirsýn yfir bókmenntasögu síðustu 4000 ára með lestri valinna meistaraverka frá Afríku, Asíu og Evrópu. Verkin verða lesin í íslenskum þýðingum.
Þróun málvísinda (AMV205G)
Í námskeiðinu er saga málvísinda og málspeki rakin í megindráttum frá fornöld til nútímans. Áhersla er lögð á þær kenningar og uppgötvanir sem afdrifaríkastar hafa orðið fyrir hugmyndir og aðferðafræði málvísinda. Meðal annars er fjallað um málvísindi fornaldar, íslenska miðaldamálfræði og sögu málvísindanna á 19. og 20. öld. Að lokum verður rætt um strauma og stefnur í málvísindum nútímans.
#MeToo á miðöldum (ÍSL470G)
Í námskeiðinu verður staða kvenna innan vinsælla frásagnargreina á miðöldum til umfjöllunar. Leitað verður að vísbendingum um hlutskipti þeirra, einkum út frá því hvernig fjallað er um ofbeldi í mörgum sögum og kvæðum, ekki síst kynferðislegt ofbeldi. Sérstaklega verða viðbrögð kvennanna og samfélagsins alls við ofbeldinu athuguð. Greinarnar sem litið verður til spanna langan tíma. Þetta eru sagnagreinar eins og Íslendingasögur, fornaldarsögur og riddarasögur og ýmsar kveðskapargreinar: hetjukvæði eddukvæða, rímur, sagnakvæði og síðast en ekki síst sagnadansar en hlutur þeirra í menningu kvenna verður einnig til umfjöllunar.
Ástarsögur (ÍSL311G)
Í þessu námskeiði verður ástin könnuð í íslenskum bókmenntum og kvikmyndum sett í samhengi við vestræna menningarsögu, allt frá hirðástum (e. courtly love) miðalda fram að fjöldaframleiddum ástarsögum samtímans. Rætt verður um helstu viðfangsefni ástarinnar, hver er munurinn á birtingarmyndum hennar í hábókmenntum og afþreyingarmenningu, lesin verða ljóð, leikverk og skáldsögur auk þess sem greindar verða þekktar kvikmyndir sem annað hvort tengjast skáldverkunum eða standa sjálfstætt. Meðal skálda sem verða lesin eru Elín Thorarensen, Halldór Laxness, Guðrún frá Lundi, Snjólaug Bragadóttir, Guðbergur Bergsson og Bergsveinn Birgisson. Einnig verða lesnar ástarsögur í þýðingum og horft á kvikmyndir sem falla innan greinarinnar.
Írskar nútímabókmenntir (ABF436G)
Markmið námskeiðsins er að gefa yfirlit yfir írskar bókmenntir á 20. og 21. öld. Lesin verða leikrit, ljóð og skáldsögur eftir mikilvæga höfunda og fjallað um helstu bókmenntastefnur tímabilsins. Kennslan byggir á fyrirlestrum, umræðum og hópavinnu.
Málgerðarfræði (AMV701M)
Fjallað verður um samanburð tungumála og helstu aðferðir og viðfangsefni málgerðafræðinnar, einkum að því er snertir setningafræði og beygingarfræði.
Málstofa í málvísindum: Uppruni og þróun tungumáls og áhrif þess á hugsun (AMV602M)
Í námskeiðinu verður fjallað um valin viðfangsefni í málvísindum, með áherslu á uppruna tungumálsins og áhrif þess á hugsun. Meirihluti námskeiðsins mun snúa að uppruna og þróun tungumáls og tals í víðum skilningi. Klassískar hugmyndir og rannsóknir á þessu sviði verða ræddar, þar á meðal stökkbreytingarkenningin (Chomsky), kenningar um látbragð (Corballis) og félagsleg tengsl (Dunbar), og rannsóknir á þróun tals (Fitch). Einnig verður fjallað um nýlegar rannsóknir sem veita innsýn í uppruna og eðli tals og tungumálagetunnar, t.d. á söngfuglum, tónlistargetu mannsins og málnotkun í samskiptum. Á tungumálið uppruna sinn í látbragði eða köllum dýra? Þróaðist það út frá þörfinni fyrir „trúnó“ og slúður? Á tónlist einhvern þátt í þróun tungumálsins? Hvað getur erfðafræði tungumáls sagt okkur um uppruna tungumálsins? Hafa líffræðilegar breytur eða umhverfið einhver áhrif á þróun tungumála?
Í námskeiðinu verður einnig fjallað um tengsl tungumáls og hugsunar. Rætt verður um flokkun ýmissa hluta og fyrirbæra í tungumálum heimsins, t.d. orðaforða fyrir liti. Hefur tungumálið sem við tölum einhver áhrif á það hvernig við hugsum og skynjum heiminn?
Sálgreining, heimspeki og menning (HSP620M)
Námskeiðið er kennt á íslensku og ætlað framhaldsnemum og lengra komnum nemendum í grunnnámi í hug- og félagsvísindum. Leitast er við að brjóta til mergjar framlag sálgreiningarinnar til aukins skilnings á manneskjunni, sambandi hennar við sjálfa sig og veruleikann, og hvernig þetta samband birtist í menningu og listum, einkum í bókmenntum. Frá því í árdaga sálgreiningarinnar um aldamótin 1900 hefur sýn hennar á manneskjuna byggst á greiningu á því hvernig hún tjáir sig í menningunni, frá draumum til fagurbókmennta, enda heitir frægasta duld Freud eftir persónu úr grískum harmleik, Ödípusi.
Farið verður skipulega í kenningar Freuds og nokkura sporgöngumanna hans, svo sem Carls Jung, Jacques Lacan, Melanie Klein, Júlíu Kristevu og Luce Irigaray. Leitast verður við að setja kenningarnar í hugmyndasögulegt samhengi og gera grein fyrir þeirri gagnrýni sem þær hafa mætt. Sýn sálgreiningarinnar á ýmsa þætti í samfélagi og menningu verður reifuð og rædd. Kvikmyndir og bókmenntaverk verða greind með hliðsjón af kenningum sálgreiningarinnar.
Hist er tvisvar í viku. Í fyrri tímanum er farið í fræðikenningar en í hinum síðari eru þær notaðar til að varpa ljósi á bókmenntatextana og kvikmyndirnar sem til umfjöllunar eru.
2 x 2 tímar í viku
Ekki er skriflegt próf, heldur skrifa nemendur ritgerðir undir handleiðslu kennara og halda fyrirlestra um efni þeirra.
Íslensk miðaldahandrit (ÍSL416M)
Í þessu námskeiði verður fjallað um íslenska handritamenningu frá ýmsum hliðum. Nemendur fá þjálfun í að lesa íslensk handrit frá ýmsum tímum, allt frá elstu skinnhandritunum á tólftu og þrettándu öld og fram á tíma pappírshandrita á sautjándu og átjándu öld. Gefið verður yfirlit yfir skriftarsöguna, fjallað um uppruna íslenskrar skriftar og helstu breytingar á henni í tímans rás og nemendur þjálfaðir í að lesa ólíkar skriftartegundir frá ólíkum tímum. Stafsetning fornra handrita er um margt ólík þeirri stafsetningu sem við eigum að venjast í nútímanum. Þar er til að mynda notað kerfi skammstafana sem að hluta til er arfur úr miklu eldri latínustafsetningu. Nemendur fá þjálfun í að lesa úr þessum styttingum. Íslenskt mál hefur einnig breyst í tímans rás og margvíslegar málbreytingar birtast þegar lesnir eru íslenskir textar frá ólíkum tímum. Rætt verður um valdar breytingar. Breytingar á skrift, stafsetningu og máli veita mikilvægar vísbendingar um aldur handrita og fá nemendur þjálfun í að tímasetja íslensk handrit á grundvelli skriftar, stafsetningar og máls.
Fjallað verður um bókagerð á miðöldum og meðal annars rætt um skinnaverkun, blekgerð og bókband. Fjallað verður um skrifara og skrifaraskóla og líklegar miðstöðvar bókagerðar á Íslandi á miðöldum. Rýnt verður í verk nokkurra afkastamikilla skrifara frá fjórtándu öld. Hvað var skrifað? Hvernig var skrifað? Breyttust vinnubrögð skrifara á löngum skrifaraferli? Enn fremur verður fjallað um textana sem handritin geyma og undirstöður textafræðinnar kynntar. Njáls saga hefur, svo dæmi sé tekið, varðveist í ríflega sextíu handritum og textinn í þeim er nokkuð breytilegur. Hvaða handrit á að leggja til grundvallar við útgáfu Njáls sögu? Rætt verður um mismunandi útgáfur fornra texta og nemendur takast á við útgáfuverkefni. Fjallað verður um rafrænar útgáfur og nemendur fá þjálfun í merkingu fornra texta með textamerkingarmálinu XML eftir leiðbeiningum Medieval Nordic Text Archive (MENOTA) og Medieval Unicode Font Initiative (MUFI).
Námskeiðið er kennt með blöndu af fyrirlestrum og vinnustofum með virkri þátttöku nemenda. Efni verður oft miðlað með upptökum á fyrirlestrum til að geta nýtt meiri tíma í kennslustofu fyrir umræður og virka þátttöku nemenda.
Námskeiðið er kennt í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og fara nemendur í heimsókn á stofnunina til að kynnast safnkosti og vinnuaðstöðu og skoða handrit.
Kennsluáætlun
Vika 1
(1) Inngangur
Námskeiðið kynnt: kennslufyrirkomulag, lesefni, verkefni, námsmat.
Viðfangsefnið kynnt: Íslensk miðaldahandrit.
(2) Elstu handrit og upphaf ritunar á Íslandi
Ágrip af sögu latínuleturs og elstu handrit á íslensku. Hvar lærðu Íslendingar að nota latínuletur? Hvaða stafsetning var notuð? Helstu einkenni miðaldastafsetningar og notkun styttinga.
Vika 2
(3) Rafrænar útgáfur norrænna forntexta
Hvernig er hægt að miðla fornum textum með rafrænum hætti? Textamerkingarmálið XML, TEI, MENOTA, MUFI og fleira því tengt. Við spreytum okkur á að skrifa upp og merkja texta í XML.
(4) Stafsetning elstu handrita og Fyrsta málfræðiritgerðin
Notkun latínustafrófsins við að skrifa íslensku: áskoranir — og lausnir höfundar Fyrstu málfræðiritgerðarinnar um miðja tólftu öld.
Vika 3
(5) Íslensk skrift og stafsetning á þrettándu öld
Munurinn á íslenskri og norskri skrift og stafsetningu á tólftu öld. Hvað breyttist á þrettándu öld?
(6) Ólíkar tegundir prentútgáfna: fræðilegar útgáfur
Hversu nákvæmar eiga prentaðar útgáfur að vera? Á að prenta hvern stafkrók úr handritinu? Hvað er „samræmd stafsetning forn“? Hverjar eru þarfir notenda? Hvert er hlutverk útgefandans?
Vika 4
(7) Norsk áhrif á skrift, stafsetningu og mál í handritum á Íslandi
Hvernig birtast norsk áhrif? Hve djúpt ristu þau? Hve lengi má finna þau í íslensku ritmáli?
(8) Aldursgreining handrita: skrift, stafsetning og mál
Hvernig er unnt að aldursgreina miðaldahandrit? Fjallað um nokkur einkenni í skrift, stafsetningu og máli er að gagni geta komið.
Vika 5
(9) Íslensk skrift og stafsetning á fjórtándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
(10) Ein rithönd eða margar?
Að sjá handa skil: Nokkur greinimörk. Íslenska hómilíubókin frá um 1200: Einn skrifari eða fjórtán?
Vika 6
(11) Bókagerð: skinn, blek, band og forvarsla
Hvernig var skinn verkað til bókfells? Hvernig var blek unnið? Hönnun bókar og bókband. Viðgerð bóka í nútímanum og varðveisla til framtíðar.
(12) Bókagerð: skinn, blek, band og forvarsla
Heimsókn á Stofnun Árna Magnússonar: Handrit skoðuð og handfjötluð undir ströngu eftirliti. Gripið í fjaðrapenna, oddur skorinn og dýft í blek.
— VERKEFNAVIKA —
Vika 7
(13) Skrifarar, skrifaraskólar, útflutningur bóka
Um atvinnuskrifara, samvinnu skrifara og mikla bókaframleiðslu. Skrifuðu Íslendingar bækur til útflutnings á þrettándu og fjórtándu öld?
(14) Íslensk skrift og stafsetning á fimmtándu og sextándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
Vika 8
(15) Textafræði
Handrit verður til af handriti; textinn tekur breytingum. Um textageymd, lesbrigði, skyldleika handrita og stemmu.
(16) Textafræði
Lesið og skrifað upp úr íslenskum miðaldahandritum, handrit borin saman og lesbrigðum safnað.
Vika 9
(17) Lýsingar í handritum
Um skreytta upphafsstafi og myndlist í miðaldahandritum; listamenn, handbragð og fyrirmyndir.
(18) Handritaskrár og handritaskráning
Við kynnumst helstu handritaskrám og ferlinu við skráningu handrits.
Vika 10
(19) Íslensk skrift og stafsetning á sautjándu og átjándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
(20) Textar í uppskriftum: forngripur eða lifandi texti?
Hvernig breyttist tungumálið í meðförum skrifara sem skrifuðu upp gömul handrit? Njáls saga er talin skrifuð undir lok þrettándu aldar. Hvaða mál er á Njáls sögu á sautjándu og átjándu öld?
Vika 11
(21) Fornfræðaáhugi, handritasöfnun og uppskriftaöld
Á sextándu öld kviknaði mikill áhugi á fornum fræðum, gömlum handritum var safnað og þau skrifuð upp af kappi.
(22) Ólíkar tegundir prentútgáfna: alþýðlegar útgáfur
Hvernig á að búa forna texta í hendur almenningi? Á að halda fornum einkennum í máli og stafsetningu eða á að færa allt til nútímahorfs? Um trúnað við handrit og trúnað við lesendur.
Vika 12
(23) Handritasöfn og handritasafnarar
Ævi og starf Árna Magnússonar.
(24) Handritamálið og heimkoma handritanna
Leitin að Skarðsbók postulasagna og kaup á æsispennandi uppboði, handritamálið og heimkoma handritanna.
— Þetta yfirlit er birt með fyrirvara um breytingar. —
Lesefni
Listi yfir lesefni er að finna á Canvas. Efni þar er (oftast) skipt í þrjá flokka:
(a) Skyldulesning: Textar sem ætlast er til að allir nemendur lesi.
(b) Valfrjálst viðbótarlesefni: Þetta er viðbótarlesefni fyrir þá sem vilja kafa dýpra.
(c) Fyrir þá sem vilja enn þá meira! Hér eru ábendingar um ýmiss konar lesefni. Þessi hluti er mest til uppýsingar en gæti komið að gagni við rannsóknaverkefnið.
Drjúgur hluti skyldulesefninu (og nokkuð af valfrjálsa viðbótarlesefninu) er á Canvas. Lesefni sem ekki er á Canvas er hægt að nálgast á rannsóknabókasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í Eddu og á Landsbókasafni-Háskólabókasafni í Þjóðarbókhlöðu.
Forkröfur
Námskeiðið er á meistarastigi en opið grunnnemum sem lokið hafa að minnsta kosti 90 ECTS einingum með fyrstu einkunn (M-námskeið). Kunnátta í íslensku er nauðsynleg.
Kennslufyrirkomulag
Námskeiðið er kennt með blöndu af fyrirlestrum og vinnustofum með virkri þátttöku nemenda. Efni verður oft miðlað með upptökum á fyrirlestrum til að geta nýtt meiri tíma í kennslustofu fyrir umræður og virka þátttöku nemenda (vendikennsla).
Vinnumál: Námskeiðið situr blandaður hópur nemenda hvaðanæva úr heiminum og því eru notuð tvö vinnumál, íslenska og enska. Fyrirlestrar eru teknir upp bæði á íslensku og ensku (að frátöldum gestafyrirlesurum sem flytja sitt mál á ensku), skrifleg verkefni eru bæði á íslensku og ensku, lesefni er á íslensku, ensku og Norðurlandamálum. Umræður í kennslustofu eru að mestu á ensku en íslensku má einnig nota í umræðum. — Sjá sérstakt minnisblað um vinnumál og vinnulag í kennslustofu.
Kröfur og námsmat
Lokaeinkunn í námskeiðinu verður byggð á eftirfarandi þáttum:
(1) Uppskriftir texta úr handritum: 30%
(2) Verkefni í handritaskráningu: 10%
(3) Verkefni í aldursgreining handrits: 10%
(4) Kynning á handriti dagsins: 10%
(5) Rannsóknarritgerð: 30%
(6) Virkni í kennslustundum: 10%
Skriflegum verkefnum verður öllum skilað í gegnum Canvas. Nánari fyrirmæli um verkefni og skilafresti er að finna á Canvas.
Setningafræði (ÍSL440G)
Markmið
Að nemendur öðlist þekkingu á ýmsum mikilvægum hugtökum og fræðilegum hugmyndum í setningafræði og geti notað þessa þekkingu til að takast á við ný viðfangsefni á þessu sviði.
Viðfangsefni
Kynntar verða helstu aðferðir og hugtök setningafræðinnar. Af einstökum viðfangsefnum má nefna setningaliði, liðgerðakenninguna, hlutverksvarpanir, sagnfærslu, rökformgerð, fallmörkun, bindilögmál og hömlur á færslum. Umfjöllunin verður byggð á dæmum úr íslensku, ensku og ýmsum öðrum tungumálum.
Vinnulag
Kennsla í námskeiðinu er einkum í formi fyrirlestra en nemendur eru hvattir til virkrar þátttöku með spurningum og athugasemdum.
Íslenskar smásögur (ÍSL462G)
Á námskeiðinu verður fjallað um íslenskar smásögur, gamlar og nýjar, frumsamdar og þýddar. Farið verður yfir helstu kenningar um fræðasviðið og tilraunir til að koma böndum yfir það. Efni námskeiðsins er afar fjölbreytt, við lesum ólíka texta, allt frá rómantískum og raunsæjum smásögum 19. aldar, til örsagna og smáskilaboða samtímans. Einnig verður hugað að ólíkum bókmenntategundum innan greinarinnar, svo sem glæpasögum, hrollvekjum og fantasíum. Markmið námskeiðsins er að nálgast hina völdu texta út frá mismunandi sjónarhornum og fræðastefnum, tengja þá við forvera sína og sýna hvernig þeir lifa á okkar tímum.
Gervigreind og risamállíkön í íslensku samhengi (ÍSL616M)
Virka gervigreindartól á íslensku? Virkar þau jafnvel og í tungumálum eins og ensku? Í námskeiðinu er þessum tveimur spurningum velt upp í samhengi risamállíkana á borð við þau sem eru undirliggjandi í virkni ChatGPT og Claude spjallmennanna. Við skoðum hvernig hægt er að leggja mat á málfærni risamállíkana í tungumálum eins og íslensku og fjöllum um það hvort ýmsar hættur sem fylgja aukinni notkun spjallmenna (t.d. upplýsingaóreiða og bjagar/fordómar) séu ýktar þegar risamállíkönin eru nýtt í smærri málsamfélögum. Efnið er sett í fræðilegt samhengi þar sem skoðað að hvað virkni gervigreindar á íslensku segir okkur um eðli risamállíkana og mannlegs máls, m.a. þegar kemur að spurningum um hvernig börn og vélar læra mál.
Máltaka barna (ÍSL508G)
Gefið verður yfirlit yfir málfræðilegar rannsóknir á máltöku barna. Byrjað verður á að kynna líffræðilegar forsendur máltöku (málstöðvar í heilanum, markaldur í máli, o.fl.) og áhrif þess málumhverfis sem börn alast upp í á málþroska þeirra. Í því sambandi verður rætt um nýlegar rannsóknir á áhrifum stafræns málsambýlis við ensku á máltöku íslenskra barna. Auk þess verður fjallað um kenningar um máltöku og saga barnamálsrannsókna rakin. Síðan verður gerð grein fyrir því hvernig börn ná valdi á höfuðþáttum móðurmáls síns, þ.e. hljóð- og hljóðkerfisfræði, beygingar- og orðmyndunarfræði, setningafræði, merkingarfræði og þróun orðaforða. Einnig verður rætt um tengsl máltöku við málbreytingar, þróun læsis og tengsl málþroska við lestrarfærni, t.d. um mikilvægi orðaforða og hljóðkerfisvitundar fyrir lestrarnám. Að lokum verða frávik í málþroska rædd (lesblinda, stam, málþroskaröskun og aðrar málraskanir), fjallað um máltöku annars og erlends máls, tvítyngi og fjöltyngi. Markmið námskeiðsins er að varpa ljósi á hvernig börn læra móðurmál sitt og þau stig sem þau ganga í gegnum í málþroska. Í þessum tilgangi verður lesin yfirlitsbók um efnið auk greina um íslenskar og erlendar barnamálsrannsóknir.
Ritfærni: Skapandi fræðamiðlun (ÍSR401G)
Tilgangur þessa námskeiðs er að þjálfa nemendur í ritfærni. Áhersla verður lögð á þjálfun í meðferð texta af ýmsu tagi. Regluleg ritunarverkefni munu þjálfa ólíkar leiðir til að miðla fræðilegum textum á skapandi hátt, t.a.m. í formi pistla og sannsagna (e. creative nonfiction). Einnig munu nemendur skrifa skapandi texta, svo sem örsögur og smásögur. Nemendum mun gefast tækifæri til að notast við efnivið úr sínum aðalgreinum en þurfa einnig að takast á við nýjar áskoranir. Kennsla byggir á fyrirlestrum, umræðum, verkefnum í tíma og ritsmiðjum. Námsmat byggist á reglulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni, ferilmöppu og mætingu og þátttöku. Mæting og þátttaka gildir 15% af einkunn og verður að hluta til skyldumæting (8 af 12 ritsmiðjum). Námskeiðið er opið öllum grunnnemum við Háskóla Ísland en nemendur þurfa sjálfir að aðgæta hvort þeir geti fengið námskeiðið metið upp í sína gráðu.
Netnám:
Námskeiðið er kennt í staðnámi en allir fyrirlestrar kennara verða teknir upp. Þetta er gert til að auka aðgengi að námskeiðinu. Ekki er hægt að tryggja upptökur á umræðum eða framsögum nemenda ef á við. Þeir nemendur sem ekki mæta í tíma skulu hlusta á fyrirlestra og skila skýrslu um efni þeirra með hliðsjón af lesefni. Þá skulu þeir vinna sjálfir að þeim ritsmiðjuverkefnum sem lögð eru fyrir í tíma og skila inn til kennara. Sú vinna er þá jafngildi mætingar.
Norræn trú (ÞJÓ437G)
Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.
- Haust
- BA-ritgerð í íslensku
- Tungumálið í notkun: Samtöl og samhengiV
- Konungasögur og ÍslendingasögurV
- Dægurlagatextar og alþýðumenningV
- Söguleg málvísindiV
- Tal- og málmeinV
- Forritun fyrir hugvísindafólkV
- Íslensk málsagaV
- Færeyska og íslenskaV
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni V
- UmhverfishugvísindiV
- Ritfærni: Fræðileg skrifV
- Vor
- BA-ritgerð í íslensku
- BókmenntasagaB
- Þróun málvísindaB
- #MeToo á miðöldumV
- ÁstarsögurV
- Írskar nútímabókmenntirV
- MálgerðarfræðiV
- Málstofa í málvísindum: Uppruni og þróun tungumáls og áhrif þess á hugsunV
- Sálgreining, heimspeki og menningV
- Íslensk miðaldahandritV
- SetningafræðiV
- Íslenskar smásögurV
- Gervigreind og risamállíkön í íslensku samhengiV
- Máltaka barnaV
- Ritfærni: Skapandi fræðamiðlunV
- Norræn trúV
BA-ritgerð í íslensku (ÍSL261L)
Nemandi sem hyggst skrifa BA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.
Tungumálið í notkun: Samtöl og samhengi (AMV106G)
Merking orða og setninga ræðst oft af samhenginu, til dæmis við beitingu og túlkun á kaldhæðni. Hvernig geta aðrir skilið okkur ef við segjum ekki alltaf það sem við meinum? Hvað eiga samtöl í ólíkum menningarheimum og tungumálum sameiginlegt? Í námskeiðinu verður fjallað um notkun tungumálsins í samskiptum frá ýmsum sjónarhornum málvísinda. Kennd verða undirstöðuatriði í málnotkunarfræði og varpað ljósi á áhrif samhengis á merkingu orða og setninga. Kynnt verða helstu viðfangsefni og aðferðir samtalsgreiningar og rætt um samanburðarrannsóknir á samtölum víða um heim. Að lokum fá nemendur innsýn í þverfaglegar rannsóknir á málnotkun með aðferðum sálfræðilegra málvísinda. Nemendur kynnast upptöku á samtölum, greiningu á tali með efni námskeiðsins í huga og notkun viðeigandi forrita (t.d. Praat til vinnslu á hljóði og ELAN til að skrá samtöl).
Konungasögur og Íslendingasögur (ÍSL471G)
Konungasögur og Íslendigasögur eru tvær helsti tegundir miðaldasagna á Íslandi. Rannsóknir á Konungasögum byrjuðu á 17. öld, en á 20. öld einbeittu sér fræðimenn sérstaklega að Íslendingasögum. Ein aðalspurning var þá hvort þessar sögur væru byggðar á einhverskonar munnlegri hefð eða hvort þær væru fyrst og fremst bókmenntir. Þessar spurningar voru ekki síst undir áhrif strauma frá öðrum fræðisviðum, svo sem félagsfræði og mannfræði. Í dag hefur landslagið í miðaldafræði aftur breyst og er áherslan í mörgum rannsóknum á miðaldasögum nú annarsvegar á þróun og breytingar af heimsmyndinni í Evrópu á 12. til 14. öld, hinsvegar á viðfangsefni sem skipta okkur máli í dag, en þá má nefna t.d. samskipti manneskjunnar við náttúru eða tilfinningar hennar í ljósi hækkandi óvissu og óöryggi í daglegu lífi. Í námskeiðinu ætlum við að fara dýpra inn í sögu og þróun þessara rannsókna en ætlum einnig að lesa nokkrar Konungasögur og Íslendingasögur og ræða okkar fræðilega nálgun á þær í dag.
Dægurlagatextar og alþýðumenning (ÍSL319G)
Í námskeiðinu verður fjallað um íslenska dægurlagatexta og alþýðumenningu frá miðri 20. öld til okkar daga. Aðferðum menningarfræðinnar verður beitt til að varpa ljósi á stöðu og þróun textanna á tímum þjóðfélagsbreytinga, rokkmenningar og margmiðlunartækni.
Söguleg málvísindi (AMV314G)
Í námskeiðinu verða hugmyndir og aðferðir sögulegra málvísinda kynntar, þeirrar undirgreinar málvísinda sem fæst við breytingar á tungumálum í tímans rás. Rætt verður um ólíkar tegundir málbreytinga, orsakir þeirra og einkenni. Tekin verða dæmi af málbreytingum frá ýmsum tímum, einkum úr germönskum og öðrum indóevrópskum málum en einnig úr öðrum málaættum. Jafnframt verður rætt um þróun hugmynda um eðli málbreytinga.
Tal- og málmein (AMV415G)
Í námskeiðinu fá nemendur yfirlit yfir helstu viðfangsefni talmeinafræðinga á Íslandi. Um er að ræða fjölbreytt efni, allt frá greiningu og meðferð málstols og kyngingartregðu hjá fullorðnum einstaklingum yfir í málþroskaröskun og framburðarfrávik barna á leikskólaaldri. Unnið er út frá nauðsynlegri grunnþekkingu og yfir í hagnýtari nálganir á viðfangsefnið. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur geti kynnt sér fræðilega umræðu og ritrýndar greinar á sviði talmeinafræði.
Forritun fyrir hugvísindafólk (ÍSL333G)
Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað nemendum í grunnnámi í hugvísindum við HÍ sem vilja geta notað forritun í sínum störfum. Áhersla er lögð á greiningu textagagna og námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja kynnast máltækni í BA-námi, ekki síst þeim sem stefna á MA-nám í máltækni. Námskeiðið er að hluta til kennt með MLT701F Forritun í máltækni á MA-stigi. Við textagreiningu í námskeiðinu skiptir máli að nemendur hafi grunnþekkingu á helstu hugtökum í málfræði en ef nemandi er í vafa um hvort hún, hann eða hán hefur viðeigandi bakgrunn til að taka námskeiðið er sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar.
Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Að auki kynnast nemendur málvinnslutólinu NLTK (Natural Language Toolkit). Nemendur sem síðar halda áfram í MA-nám í máltækni munu nota grunninn úr þessu námskeiði í öðrum námskeiðum um málvinnslu.
Íslensk málsaga (ÍSL334G)
Farið verður yfir sögu íslensks máls frá elstu heimildum til okkar daga. Fjallað verður um tímabilaskiptingu og ytri aðstæður íslenskrar málþróunar. Helstu hugtök sem notuð eru í umræðu um málbreytingar verða skýrð. Til að nemendur átti sig betur á muninum á fornvesturnorrænu (forníslensku og fornnorsku) og fornausturnorrænu (fornsænsku og forndönsku) verður litið á valda fornsænska og forndanska texta. Í námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á þróun íslensks hljóðkerfis og beygingarkerfis en einnig verður fjallað um setningafræðilegar breytingar og breytingar á orðaforða. Þá verða textar frá ýmsum skeiðum íslenskrar málsögu athugaðir.
Færeyska og íslenska (ÍSL515M)
Færeyska er það tungumál sem líkist mest íslensku en hefur þó breyst meira að því er varðar hljóðkerfi, beygingar og setningagerð. Rannsóknir á færeysku skipta miklu máli í íslensku samhengi því færeyska veitir einstaka innsýn í það hvernig íslenska hefði getað þróast eða á hugsanlega eftir að þróast næstu aldirnar.
Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir færeyska málfræði (hljóðkerfi, beygingar, orðmyndun og setningagerð) með samanburði við íslensku og önnur norræn mál. Einnig verður rætt um málbreytingar, mállýskur og erlend áhrif. Þar að auki fá nemendur þjálfun í að hlusta á talað mál.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Þetta er námskeið fyrir fólk sem vill geta unnið úr gögnum tölfræðilega til að skilja þau betur, m.a. með því að búa til gröf og skoða gögnin sjónrænt. Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg og tölvunarfræðileg málvísindi (e. computational linguistics og psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
Umhverfishugvísindi (ÍSL613M)
Gegna bókmenntir hlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum? Hvernig birtast eldgos og náttúruhamfarir í íslenskum skáldverkum? Í námskeiðinu verður leitað svara við þessum og ýmsum öðrum spurningum sem varða tengsl bókmennta og náttúru eða umhverfis. Þessi tengsl eru viðfangsefni vistrýni sem verður kynnt í námskeiðinu ásamt öðrum rannsóknarsviðum innan umhverfishugvísinda. Skáldverk frá ýmsum tímabilum íslenskrar bókmenntasögu verða lesin og greind í ljósi fræðikenninga umhverfishugvísinda. Meðal annars verður rætt um tengsl bókmennta við hafið, náttúruhamfarir, loftslag, landshluta, fegurðarskyn og framtíð lífs á jörðinni.
Ritfærni: Fræðileg skrif (ÍSR301G)
Ritfærni: Fræðileg skrif er grunnnámskeið í meðferð ritaðs máls. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og smiðjuvinnu. Fjallað verður um vinnulag við ritun fræðilegra texta, svo sem val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu, heimildanotkun og frágang. Einnig verður lögð áhersla á að þjálfa nemendur í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara sem og samnemenda. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku í ritsmiðjum. Vakin er athygli á því að aðeins er hægt að ljúka námskeiðinu sé öllum verkefnum skilað.
BA-ritgerð í íslensku (ÍSL261L)
Nemandi sem hyggst skrifa BA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.
Bókmenntasaga (ABF210G)
Í þessu námskeiði er veitt yfirsýn yfir bókmenntasögu síðustu 4000 ára með lestri valinna meistaraverka frá Afríku, Asíu og Evrópu. Verkin verða lesin í íslenskum þýðingum.
Þróun málvísinda (AMV205G)
Í námskeiðinu er saga málvísinda og málspeki rakin í megindráttum frá fornöld til nútímans. Áhersla er lögð á þær kenningar og uppgötvanir sem afdrifaríkastar hafa orðið fyrir hugmyndir og aðferðafræði málvísinda. Meðal annars er fjallað um málvísindi fornaldar, íslenska miðaldamálfræði og sögu málvísindanna á 19. og 20. öld. Að lokum verður rætt um strauma og stefnur í málvísindum nútímans.
#MeToo á miðöldum (ÍSL470G)
Í námskeiðinu verður staða kvenna innan vinsælla frásagnargreina á miðöldum til umfjöllunar. Leitað verður að vísbendingum um hlutskipti þeirra, einkum út frá því hvernig fjallað er um ofbeldi í mörgum sögum og kvæðum, ekki síst kynferðislegt ofbeldi. Sérstaklega verða viðbrögð kvennanna og samfélagsins alls við ofbeldinu athuguð. Greinarnar sem litið verður til spanna langan tíma. Þetta eru sagnagreinar eins og Íslendingasögur, fornaldarsögur og riddarasögur og ýmsar kveðskapargreinar: hetjukvæði eddukvæða, rímur, sagnakvæði og síðast en ekki síst sagnadansar en hlutur þeirra í menningu kvenna verður einnig til umfjöllunar.
Ástarsögur (ÍSL311G)
Í þessu námskeiði verður ástin könnuð í íslenskum bókmenntum og kvikmyndum sett í samhengi við vestræna menningarsögu, allt frá hirðástum (e. courtly love) miðalda fram að fjöldaframleiddum ástarsögum samtímans. Rætt verður um helstu viðfangsefni ástarinnar, hver er munurinn á birtingarmyndum hennar í hábókmenntum og afþreyingarmenningu, lesin verða ljóð, leikverk og skáldsögur auk þess sem greindar verða þekktar kvikmyndir sem annað hvort tengjast skáldverkunum eða standa sjálfstætt. Meðal skálda sem verða lesin eru Elín Thorarensen, Halldór Laxness, Guðrún frá Lundi, Snjólaug Bragadóttir, Guðbergur Bergsson og Bergsveinn Birgisson. Einnig verða lesnar ástarsögur í þýðingum og horft á kvikmyndir sem falla innan greinarinnar.
Írskar nútímabókmenntir (ABF436G)
Markmið námskeiðsins er að gefa yfirlit yfir írskar bókmenntir á 20. og 21. öld. Lesin verða leikrit, ljóð og skáldsögur eftir mikilvæga höfunda og fjallað um helstu bókmenntastefnur tímabilsins. Kennslan byggir á fyrirlestrum, umræðum og hópavinnu.
Málgerðarfræði (AMV701M)
Fjallað verður um samanburð tungumála og helstu aðferðir og viðfangsefni málgerðafræðinnar, einkum að því er snertir setningafræði og beygingarfræði.
Málstofa í málvísindum: Uppruni og þróun tungumáls og áhrif þess á hugsun (AMV602M)
Í námskeiðinu verður fjallað um valin viðfangsefni í málvísindum, með áherslu á uppruna tungumálsins og áhrif þess á hugsun. Meirihluti námskeiðsins mun snúa að uppruna og þróun tungumáls og tals í víðum skilningi. Klassískar hugmyndir og rannsóknir á þessu sviði verða ræddar, þar á meðal stökkbreytingarkenningin (Chomsky), kenningar um látbragð (Corballis) og félagsleg tengsl (Dunbar), og rannsóknir á þróun tals (Fitch). Einnig verður fjallað um nýlegar rannsóknir sem veita innsýn í uppruna og eðli tals og tungumálagetunnar, t.d. á söngfuglum, tónlistargetu mannsins og málnotkun í samskiptum. Á tungumálið uppruna sinn í látbragði eða köllum dýra? Þróaðist það út frá þörfinni fyrir „trúnó“ og slúður? Á tónlist einhvern þátt í þróun tungumálsins? Hvað getur erfðafræði tungumáls sagt okkur um uppruna tungumálsins? Hafa líffræðilegar breytur eða umhverfið einhver áhrif á þróun tungumála?
Í námskeiðinu verður einnig fjallað um tengsl tungumáls og hugsunar. Rætt verður um flokkun ýmissa hluta og fyrirbæra í tungumálum heimsins, t.d. orðaforða fyrir liti. Hefur tungumálið sem við tölum einhver áhrif á það hvernig við hugsum og skynjum heiminn?
Sálgreining, heimspeki og menning (HSP620M)
Námskeiðið er kennt á íslensku og ætlað framhaldsnemum og lengra komnum nemendum í grunnnámi í hug- og félagsvísindum. Leitast er við að brjóta til mergjar framlag sálgreiningarinnar til aukins skilnings á manneskjunni, sambandi hennar við sjálfa sig og veruleikann, og hvernig þetta samband birtist í menningu og listum, einkum í bókmenntum. Frá því í árdaga sálgreiningarinnar um aldamótin 1900 hefur sýn hennar á manneskjuna byggst á greiningu á því hvernig hún tjáir sig í menningunni, frá draumum til fagurbókmennta, enda heitir frægasta duld Freud eftir persónu úr grískum harmleik, Ödípusi.
Farið verður skipulega í kenningar Freuds og nokkura sporgöngumanna hans, svo sem Carls Jung, Jacques Lacan, Melanie Klein, Júlíu Kristevu og Luce Irigaray. Leitast verður við að setja kenningarnar í hugmyndasögulegt samhengi og gera grein fyrir þeirri gagnrýni sem þær hafa mætt. Sýn sálgreiningarinnar á ýmsa þætti í samfélagi og menningu verður reifuð og rædd. Kvikmyndir og bókmenntaverk verða greind með hliðsjón af kenningum sálgreiningarinnar.
Hist er tvisvar í viku. Í fyrri tímanum er farið í fræðikenningar en í hinum síðari eru þær notaðar til að varpa ljósi á bókmenntatextana og kvikmyndirnar sem til umfjöllunar eru.
2 x 2 tímar í viku
Ekki er skriflegt próf, heldur skrifa nemendur ritgerðir undir handleiðslu kennara og halda fyrirlestra um efni þeirra.
Íslensk miðaldahandrit (ÍSL416M)
Í þessu námskeiði verður fjallað um íslenska handritamenningu frá ýmsum hliðum. Nemendur fá þjálfun í að lesa íslensk handrit frá ýmsum tímum, allt frá elstu skinnhandritunum á tólftu og þrettándu öld og fram á tíma pappírshandrita á sautjándu og átjándu öld. Gefið verður yfirlit yfir skriftarsöguna, fjallað um uppruna íslenskrar skriftar og helstu breytingar á henni í tímans rás og nemendur þjálfaðir í að lesa ólíkar skriftartegundir frá ólíkum tímum. Stafsetning fornra handrita er um margt ólík þeirri stafsetningu sem við eigum að venjast í nútímanum. Þar er til að mynda notað kerfi skammstafana sem að hluta til er arfur úr miklu eldri latínustafsetningu. Nemendur fá þjálfun í að lesa úr þessum styttingum. Íslenskt mál hefur einnig breyst í tímans rás og margvíslegar málbreytingar birtast þegar lesnir eru íslenskir textar frá ólíkum tímum. Rætt verður um valdar breytingar. Breytingar á skrift, stafsetningu og máli veita mikilvægar vísbendingar um aldur handrita og fá nemendur þjálfun í að tímasetja íslensk handrit á grundvelli skriftar, stafsetningar og máls.
Fjallað verður um bókagerð á miðöldum og meðal annars rætt um skinnaverkun, blekgerð og bókband. Fjallað verður um skrifara og skrifaraskóla og líklegar miðstöðvar bókagerðar á Íslandi á miðöldum. Rýnt verður í verk nokkurra afkastamikilla skrifara frá fjórtándu öld. Hvað var skrifað? Hvernig var skrifað? Breyttust vinnubrögð skrifara á löngum skrifaraferli? Enn fremur verður fjallað um textana sem handritin geyma og undirstöður textafræðinnar kynntar. Njáls saga hefur, svo dæmi sé tekið, varðveist í ríflega sextíu handritum og textinn í þeim er nokkuð breytilegur. Hvaða handrit á að leggja til grundvallar við útgáfu Njáls sögu? Rætt verður um mismunandi útgáfur fornra texta og nemendur takast á við útgáfuverkefni. Fjallað verður um rafrænar útgáfur og nemendur fá þjálfun í merkingu fornra texta með textamerkingarmálinu XML eftir leiðbeiningum Medieval Nordic Text Archive (MENOTA) og Medieval Unicode Font Initiative (MUFI).
Námskeiðið er kennt með blöndu af fyrirlestrum og vinnustofum með virkri þátttöku nemenda. Efni verður oft miðlað með upptökum á fyrirlestrum til að geta nýtt meiri tíma í kennslustofu fyrir umræður og virka þátttöku nemenda.
Námskeiðið er kennt í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og fara nemendur í heimsókn á stofnunina til að kynnast safnkosti og vinnuaðstöðu og skoða handrit.
Kennsluáætlun
Vika 1
(1) Inngangur
Námskeiðið kynnt: kennslufyrirkomulag, lesefni, verkefni, námsmat.
Viðfangsefnið kynnt: Íslensk miðaldahandrit.
(2) Elstu handrit og upphaf ritunar á Íslandi
Ágrip af sögu latínuleturs og elstu handrit á íslensku. Hvar lærðu Íslendingar að nota latínuletur? Hvaða stafsetning var notuð? Helstu einkenni miðaldastafsetningar og notkun styttinga.
Vika 2
(3) Rafrænar útgáfur norrænna forntexta
Hvernig er hægt að miðla fornum textum með rafrænum hætti? Textamerkingarmálið XML, TEI, MENOTA, MUFI og fleira því tengt. Við spreytum okkur á að skrifa upp og merkja texta í XML.
(4) Stafsetning elstu handrita og Fyrsta málfræðiritgerðin
Notkun latínustafrófsins við að skrifa íslensku: áskoranir — og lausnir höfundar Fyrstu málfræðiritgerðarinnar um miðja tólftu öld.
Vika 3
(5) Íslensk skrift og stafsetning á þrettándu öld
Munurinn á íslenskri og norskri skrift og stafsetningu á tólftu öld. Hvað breyttist á þrettándu öld?
(6) Ólíkar tegundir prentútgáfna: fræðilegar útgáfur
Hversu nákvæmar eiga prentaðar útgáfur að vera? Á að prenta hvern stafkrók úr handritinu? Hvað er „samræmd stafsetning forn“? Hverjar eru þarfir notenda? Hvert er hlutverk útgefandans?
Vika 4
(7) Norsk áhrif á skrift, stafsetningu og mál í handritum á Íslandi
Hvernig birtast norsk áhrif? Hve djúpt ristu þau? Hve lengi má finna þau í íslensku ritmáli?
(8) Aldursgreining handrita: skrift, stafsetning og mál
Hvernig er unnt að aldursgreina miðaldahandrit? Fjallað um nokkur einkenni í skrift, stafsetningu og máli er að gagni geta komið.
Vika 5
(9) Íslensk skrift og stafsetning á fjórtándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
(10) Ein rithönd eða margar?
Að sjá handa skil: Nokkur greinimörk. Íslenska hómilíubókin frá um 1200: Einn skrifari eða fjórtán?
Vika 6
(11) Bókagerð: skinn, blek, band og forvarsla
Hvernig var skinn verkað til bókfells? Hvernig var blek unnið? Hönnun bókar og bókband. Viðgerð bóka í nútímanum og varðveisla til framtíðar.
(12) Bókagerð: skinn, blek, band og forvarsla
Heimsókn á Stofnun Árna Magnússonar: Handrit skoðuð og handfjötluð undir ströngu eftirliti. Gripið í fjaðrapenna, oddur skorinn og dýft í blek.
— VERKEFNAVIKA —
Vika 7
(13) Skrifarar, skrifaraskólar, útflutningur bóka
Um atvinnuskrifara, samvinnu skrifara og mikla bókaframleiðslu. Skrifuðu Íslendingar bækur til útflutnings á þrettándu og fjórtándu öld?
(14) Íslensk skrift og stafsetning á fimmtándu og sextándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
Vika 8
(15) Textafræði
Handrit verður til af handriti; textinn tekur breytingum. Um textageymd, lesbrigði, skyldleika handrita og stemmu.
(16) Textafræði
Lesið og skrifað upp úr íslenskum miðaldahandritum, handrit borin saman og lesbrigðum safnað.
Vika 9
(17) Lýsingar í handritum
Um skreytta upphafsstafi og myndlist í miðaldahandritum; listamenn, handbragð og fyrirmyndir.
(18) Handritaskrár og handritaskráning
Við kynnumst helstu handritaskrám og ferlinu við skráningu handrits.
Vika 10
(19) Íslensk skrift og stafsetning á sautjándu og átjándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
(20) Textar í uppskriftum: forngripur eða lifandi texti?
Hvernig breyttist tungumálið í meðförum skrifara sem skrifuðu upp gömul handrit? Njáls saga er talin skrifuð undir lok þrettándu aldar. Hvaða mál er á Njáls sögu á sautjándu og átjándu öld?
Vika 11
(21) Fornfræðaáhugi, handritasöfnun og uppskriftaöld
Á sextándu öld kviknaði mikill áhugi á fornum fræðum, gömlum handritum var safnað og þau skrifuð upp af kappi.
(22) Ólíkar tegundir prentútgáfna: alþýðlegar útgáfur
Hvernig á að búa forna texta í hendur almenningi? Á að halda fornum einkennum í máli og stafsetningu eða á að færa allt til nútímahorfs? Um trúnað við handrit og trúnað við lesendur.
Vika 12
(23) Handritasöfn og handritasafnarar
Ævi og starf Árna Magnússonar.
(24) Handritamálið og heimkoma handritanna
Leitin að Skarðsbók postulasagna og kaup á æsispennandi uppboði, handritamálið og heimkoma handritanna.
— Þetta yfirlit er birt með fyrirvara um breytingar. —
Lesefni
Listi yfir lesefni er að finna á Canvas. Efni þar er (oftast) skipt í þrjá flokka:
(a) Skyldulesning: Textar sem ætlast er til að allir nemendur lesi.
(b) Valfrjálst viðbótarlesefni: Þetta er viðbótarlesefni fyrir þá sem vilja kafa dýpra.
(c) Fyrir þá sem vilja enn þá meira! Hér eru ábendingar um ýmiss konar lesefni. Þessi hluti er mest til uppýsingar en gæti komið að gagni við rannsóknaverkefnið.
Drjúgur hluti skyldulesefninu (og nokkuð af valfrjálsa viðbótarlesefninu) er á Canvas. Lesefni sem ekki er á Canvas er hægt að nálgast á rannsóknabókasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í Eddu og á Landsbókasafni-Háskólabókasafni í Þjóðarbókhlöðu.
Forkröfur
Námskeiðið er á meistarastigi en opið grunnnemum sem lokið hafa að minnsta kosti 90 ECTS einingum með fyrstu einkunn (M-námskeið). Kunnátta í íslensku er nauðsynleg.
Kennslufyrirkomulag
Námskeiðið er kennt með blöndu af fyrirlestrum og vinnustofum með virkri þátttöku nemenda. Efni verður oft miðlað með upptökum á fyrirlestrum til að geta nýtt meiri tíma í kennslustofu fyrir umræður og virka þátttöku nemenda (vendikennsla).
Vinnumál: Námskeiðið situr blandaður hópur nemenda hvaðanæva úr heiminum og því eru notuð tvö vinnumál, íslenska og enska. Fyrirlestrar eru teknir upp bæði á íslensku og ensku (að frátöldum gestafyrirlesurum sem flytja sitt mál á ensku), skrifleg verkefni eru bæði á íslensku og ensku, lesefni er á íslensku, ensku og Norðurlandamálum. Umræður í kennslustofu eru að mestu á ensku en íslensku má einnig nota í umræðum. — Sjá sérstakt minnisblað um vinnumál og vinnulag í kennslustofu.
Kröfur og námsmat
Lokaeinkunn í námskeiðinu verður byggð á eftirfarandi þáttum:
(1) Uppskriftir texta úr handritum: 30%
(2) Verkefni í handritaskráningu: 10%
(3) Verkefni í aldursgreining handrits: 10%
(4) Kynning á handriti dagsins: 10%
(5) Rannsóknarritgerð: 30%
(6) Virkni í kennslustundum: 10%
Skriflegum verkefnum verður öllum skilað í gegnum Canvas. Nánari fyrirmæli um verkefni og skilafresti er að finna á Canvas.
Setningafræði (ÍSL440G)
Markmið
Að nemendur öðlist þekkingu á ýmsum mikilvægum hugtökum og fræðilegum hugmyndum í setningafræði og geti notað þessa þekkingu til að takast á við ný viðfangsefni á þessu sviði.
Viðfangsefni
Kynntar verða helstu aðferðir og hugtök setningafræðinnar. Af einstökum viðfangsefnum má nefna setningaliði, liðgerðakenninguna, hlutverksvarpanir, sagnfærslu, rökformgerð, fallmörkun, bindilögmál og hömlur á færslum. Umfjöllunin verður byggð á dæmum úr íslensku, ensku og ýmsum öðrum tungumálum.
Vinnulag
Kennsla í námskeiðinu er einkum í formi fyrirlestra en nemendur eru hvattir til virkrar þátttöku með spurningum og athugasemdum.
Íslenskar smásögur (ÍSL462G)
Á námskeiðinu verður fjallað um íslenskar smásögur, gamlar og nýjar, frumsamdar og þýddar. Farið verður yfir helstu kenningar um fræðasviðið og tilraunir til að koma böndum yfir það. Efni námskeiðsins er afar fjölbreytt, við lesum ólíka texta, allt frá rómantískum og raunsæjum smásögum 19. aldar, til örsagna og smáskilaboða samtímans. Einnig verður hugað að ólíkum bókmenntategundum innan greinarinnar, svo sem glæpasögum, hrollvekjum og fantasíum. Markmið námskeiðsins er að nálgast hina völdu texta út frá mismunandi sjónarhornum og fræðastefnum, tengja þá við forvera sína og sýna hvernig þeir lifa á okkar tímum.
Gervigreind og risamállíkön í íslensku samhengi (ÍSL616M)
Virka gervigreindartól á íslensku? Virkar þau jafnvel og í tungumálum eins og ensku? Í námskeiðinu er þessum tveimur spurningum velt upp í samhengi risamállíkana á borð við þau sem eru undirliggjandi í virkni ChatGPT og Claude spjallmennanna. Við skoðum hvernig hægt er að leggja mat á málfærni risamállíkana í tungumálum eins og íslensku og fjöllum um það hvort ýmsar hættur sem fylgja aukinni notkun spjallmenna (t.d. upplýsingaóreiða og bjagar/fordómar) séu ýktar þegar risamállíkönin eru nýtt í smærri málsamfélögum. Efnið er sett í fræðilegt samhengi þar sem skoðað að hvað virkni gervigreindar á íslensku segir okkur um eðli risamállíkana og mannlegs máls, m.a. þegar kemur að spurningum um hvernig börn og vélar læra mál.
Máltaka barna (ÍSL508G)
Gefið verður yfirlit yfir málfræðilegar rannsóknir á máltöku barna. Byrjað verður á að kynna líffræðilegar forsendur máltöku (málstöðvar í heilanum, markaldur í máli, o.fl.) og áhrif þess málumhverfis sem börn alast upp í á málþroska þeirra. Í því sambandi verður rætt um nýlegar rannsóknir á áhrifum stafræns málsambýlis við ensku á máltöku íslenskra barna. Auk þess verður fjallað um kenningar um máltöku og saga barnamálsrannsókna rakin. Síðan verður gerð grein fyrir því hvernig börn ná valdi á höfuðþáttum móðurmáls síns, þ.e. hljóð- og hljóðkerfisfræði, beygingar- og orðmyndunarfræði, setningafræði, merkingarfræði og þróun orðaforða. Einnig verður rætt um tengsl máltöku við málbreytingar, þróun læsis og tengsl málþroska við lestrarfærni, t.d. um mikilvægi orðaforða og hljóðkerfisvitundar fyrir lestrarnám. Að lokum verða frávik í málþroska rædd (lesblinda, stam, málþroskaröskun og aðrar málraskanir), fjallað um máltöku annars og erlends máls, tvítyngi og fjöltyngi. Markmið námskeiðsins er að varpa ljósi á hvernig börn læra móðurmál sitt og þau stig sem þau ganga í gegnum í málþroska. Í þessum tilgangi verður lesin yfirlitsbók um efnið auk greina um íslenskar og erlendar barnamálsrannsóknir.
Ritfærni: Skapandi fræðamiðlun (ÍSR401G)
Tilgangur þessa námskeiðs er að þjálfa nemendur í ritfærni. Áhersla verður lögð á þjálfun í meðferð texta af ýmsu tagi. Regluleg ritunarverkefni munu þjálfa ólíkar leiðir til að miðla fræðilegum textum á skapandi hátt, t.a.m. í formi pistla og sannsagna (e. creative nonfiction). Einnig munu nemendur skrifa skapandi texta, svo sem örsögur og smásögur. Nemendum mun gefast tækifæri til að notast við efnivið úr sínum aðalgreinum en þurfa einnig að takast á við nýjar áskoranir. Kennsla byggir á fyrirlestrum, umræðum, verkefnum í tíma og ritsmiðjum. Námsmat byggist á reglulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni, ferilmöppu og mætingu og þátttöku. Mæting og þátttaka gildir 15% af einkunn og verður að hluta til skyldumæting (8 af 12 ritsmiðjum). Námskeiðið er opið öllum grunnnemum við Háskóla Ísland en nemendur þurfa sjálfir að aðgæta hvort þeir geti fengið námskeiðið metið upp í sína gráðu.
Netnám:
Námskeiðið er kennt í staðnámi en allir fyrirlestrar kennara verða teknir upp. Þetta er gert til að auka aðgengi að námskeiðinu. Ekki er hægt að tryggja upptökur á umræðum eða framsögum nemenda ef á við. Þeir nemendur sem ekki mæta í tíma skulu hlusta á fyrirlestra og skila skýrslu um efni þeirra með hliðsjón af lesefni. Þá skulu þeir vinna sjálfir að þeim ritsmiðjuverkefnum sem lögð eru fyrir í tíma og skila inn til kennara. Sú vinna er þá jafngildi mætingar.
Norræn trú (ÞJÓ437G)
Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.