Skip to main content

Íslenska

Íslenska

Hugvísindasvið

Íslenska

BA – 180 einingar

Í námsgreininni íslensku er fjallað um mál og bókmenntir frá elstu tímum til okkar samtíma. Bókmenntirnar spanna allt frá fornaldarsögum og Eddukvæðum til glæpasagna og hinsegin bókmennta en í málfræðinni er meðal annars fengist við máltöku barna, setningafræði, hljóðkerfisfræði og félagsleg málvísindi. Námið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að starfa á sviði menningar og miðlunar af ýmsu tagi. 

Skipulag náms

X

Aðferðir og vinnubrögð (ÍSL109G)

Námskeiðið er sameiginlegt nemendum í íslensku, almennum málvísindum og táknmálsfræði. Það skiptist í tvennt. Í öðrum helmingi námskeiðsins (kennt á fimmtudögum) er fjallað um gagnrýna hugsun og ritgerðasmíð frá ýmsum hliðum: uppbyggingu ritgerða, efnisafmörkun, mál og stíl, heimildanotkun og heimildamat, tilvísanir, heimildaskrá, frágang o.fl.
Í hinum helmingi námskeiðsins (kennt á þriðjudögum) munu fræðimenn á áðurnefndum sviðum kynna viðfangsefni sín og gestir utan háskólans kynna starfsvettvang íslenskufræðinga, málvísindamanna og táknmálsfræðinga.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Elínrós Þorkelsdóttir
Gunnlaugur Bjarnason
Oddur Snorrason
Ösp Vilberg Baldursdóttir
Elínrós Þorkelsdóttir
Íslenska - BA nám

Eftir mikla umhugsun ákvað ég að fara í íslensku við HÍ og hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Íslenskan hefur kennt mér svo margt, til dæmis hef ég fengið að skyggnast inn í fornar og nýjar bókmenntir og lært hvernig tungumálið okkar virkar. Fyrst og fremst hefur íslenskan þó opnað huga minn og aukið víðsýni mína. Ég mæli því hiklaust með íslenskunni – svo spillir heldur ekki fyrir að félagslífið er alveg frábært.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.