Skip to main content

Ritlist

Ritlist

Hugvísindasvið

Ritlist

Aukagrein – 60 einingar

Í ritlist er lögð áhersla á frjóa hugsun og miðlun hennar í texta af ýmsu tagi. Meðal annars í ljóðum, smásögum, skáldsögum, bókmenntaþýðingum, leiktexta, greinum og öðrum þeim formum sem þátttakendur kalla til eða finna upp. Námið er í senn hagnýtt og listrænt.

Skipulag náms

X

Bókmenntafræði (ÍSL111G)

Vilt þú læra nýjar leiðir til að lesa og skilja bókmenntir, kafa undir yfirborð texta og ræða um skáldverk á faglegan hátt? Í þessu námskeiði kynnast nemendur undirstöðuhugtökum í bókmenntafræði, textagreiningu og ritun bókmenntaritgerða. Nemendur læra um ólíkar nálganir í bókmenntagreiningu og fá þjálfun í að beita hugtökum við greiningu á skáldtextum af ýmsu tagi, bæði munnlega og í rituðu máli. Námskeiðið skiptist í fjóra hluta: Inngang að bókmenntafræði, ljóð, frásagnir (sögur og leikrit) og loks bókmenntaritgerðaskrif. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Ástrós Elísdóttir
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir
Rebekka Sif Stefánsdóttir
Ástrós Elísdóttir
Ritlistarnemi

Ég held ótrauð áfram í ritlistinni, sem er það langbesta og skemmtilegasta nám sem ég hef nokkurn tímann komist í tæri við. Gæði námsins eru í hæsta flokki og tengslanetið og vináttan sem hefur skapast í kringum námið ómetanleg.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.