Skip to main content

Sænska - Grunndiplóma

Sænska - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Sænska

Grunndiplóma – 60 einingar

Hagnýtt eins árs nám með áherslu á að nemendur nái hratt og örugglega valdi á viðkomandi máli, öðlist lesskilning, byggi upp orðaforða og þjálfist í töluðu máli. Diplóman nýtist því vel þeim sem hyggja á frekara háskólanám erlendis eða þeim sem vilja ná forskoti á vinnumarkaði, til dæmis í viðskiptum eða ferðaþjónustu.

Námsleiðin er í boði í fjarnámi, staðnámi og netnámi, eða í svokölluðu blönduðu námi sem er blanda af þessum námsleiðum.

Skipulag náms

X

Sænsk málnotkun I (SÆN101G)

Lögð verður áhersla á talað mál, orðaforða, ásamt færni í að tala eðlilega og fjölbreytta sænsku. Markmiðið er að nemendur nái góðum tökum á að nota sænsku til tjáskipta. Lestur, talmál, munnlegar æfingar í nútímasænsku. Ætlast er til að nemendur hafi a.m.k. grunnþekkingu í sænsku fyrir. Nemendur í fjarnámi gera æfingar skriflega eða taka upp myndbönd eða hljóðskrár þar sem þeir svara spurningum vikunnar.

Lokaprófið er munnlegt fyrir alla og þá á Teams fyrir þá sem komast ekki á staðinn.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Ásdís Ingólfsdóttir
Ásdís Ingólfsdóttir
Sænsku- og ritlistarnám

Þegar ég hóf nám í ritlist við Háskóla Íslands gat ég valið námskeið í sænskudeildinni. Til að byrja með valdi ég sænskar bókmenntir og þýðingar úr sænsku en fleira vakti áhuga minn. Þannig að þegar ég kláraði ritlistina ákvað ég að halda áfram í sænskunni og klára diplóma-próf. Bæði fann ég hvað það bætti sænskuna mína og styrkti kunnáttu mína í málfræði, auk þess var fjöldi áhugaverðra námskeiða sem mig langaði til að taka meðal annars um sænska tónlist og kvikmyndir. Kennararnir eru áhugasamir og metnaðarfullir. Hóparnir litlir og möguleiki er að taka námskeið í fjarnámi sem hentaði mér vel. Með því að ljúka prófi í sænsku aukast möguleikar mínir á að fá verkefni í þýðingum og kennslu sem ég hef að aðalstarfi. 

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.