Skip to main content

Tungumálakennsla, MT

Tungumálakennsla, MT

Hugvísindasvið

Tungumálakennsla

MT – 120 einingar

Tungumálakunnátta er mikilvæg í vaxandi fjölmenningarsamfélagi. Námið byggir á uppeldis- og kennslufræði og kjörsviði þess tungumáls sem þú velur. Námið er hagnýtt að hluta með kennslu á vettvangi.

MT gráða í tungumálakennslu uppfyllir öll skilyrði til að fá réttindi sem kennari í tungumáli kjörsviðs.

Skipulag náms

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Að læra dönsku sem erlent mál (DAN010F)

Fjallað verður um kenningar um "intersprog". Nemendur kynnast villugreiningu og hvaða vísbendingar villur og málnotkun nemenda geta gefið um máltökuferlið. Einnig verða skoðaðar mállegar, félagslegar, sálfræðilegar og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málhæfni. Nemendur fá tækifæri til að skoða máltökuferlið nánar með eigin athugunum á ritmáli og talmáli nemenda sem eru að læra dönsku í íslenskum skólum.

X

Bókmenntaþýðingar (DAN702F)

Fjallað verður um þýðingar bókmennta milli íslensku og dönsku. Nemendur fá yfirlit yfir sögu dansk-íslenskra bókmenntaþýðinga og fá þjálfun í þýðingarýni með því að greina mismunandi þýdd verk frá ólíkum tímum. M.a. þurfa nemendur að geta áttað sig á þeim áskorunum sem þýðandinn stendur frammi fyrir og hvaða leiðir hann hefur til úrlausnar.

X

Málnotkun og framsetning: Danska (DAN703F)

Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt. Nemendur rifja upp helstu reglur um danskt mál, málnotkun og stílbrögð. Þeir greina hvernig ólíkar textagerðir taka mið af mismunandi tilgangi tjáskipta. Áhersla verður einnig lögð á ritfærni nemenda á dönsku og þeir þjálfaðir í notkun hjálpargagna.

X

Einstaklingsverkefni (DAN805F)

Einstaklingsverkefni.

X

Einstaklingsverkefni (DAN901F)

Einstaklingsverkefni.

X

Norrænn módernismi og framúrstefna - frá Edith Södergran til óreiðu internetsins (NLF108F)

Í námskeiðinu verður saga módernisma og framúrstefnuhreyfinga á Norðurlöndunum könnuð og lesnir ýmsir lykiltextar norræns módernisma. Fjallað verður um komu framúrstefnuhreyfingar til Norðurlandanna, expressionisma, súrrealisma og fleiri stefna sem voru áberandi í Evrópu á millistríðsárunum. Einnig verður hugað að hópum skálda og listamanna sem störfuðu undir merkjum módernismans á Norðurlöndunumallt frá hópum  eins og Heretica í Danmörku og Birtíngsmanna á Íslandi á eftirstríðsárunum til margvíslegra hreyfinga rithöfunda og annarra listamanna sem starfa í samtímanum, ekki síst á netinu.

Á námskeiðinu verður einnig fengist við grundvallarspurningar eins og þá hvernig módernisminn bregst við hinum "stóru frásögnum" nútímavæðingarinnar og hvort módernisminn sjálfur sé orðinn að hefð og stórri skýringarfrásögn í bókmenntasögunni.

X

Norræn öndvegisverk í bókmenntum (NLF109F)

Norræn öndvegisverk verða kynnt og rædd frá gagnrýnu sjónarhorni þar sem kanónu-hugtakið er í brennidepli. Úrval meginverka Norðurlanda verða kynnt, lesin og greind. Í tengslum við námskeiðið verður haldin málstofa í bókmenntum með þátttöku gagnrýnenda og rithöfunda af Norðurlöndunum.

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Að kenna dönsku sem erlent mál (DAN011F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kenningar og rannsóknir sem snerta dönskukennslu, m.a. færniþættina fjóra ásamt kenningum um málfræði og málnotkun. Fjallað verður um tjáskipti sem forsendur þess að ná tökum á erlendu máli og hvernig nýta má nýja miðla til þess að gefa nemendum tækifæri til að tjá sig. Beint verður sjónum að nýjum kenningum um orðaforða og orðaforðatileinkun og hvernig hægt er að nota þessa þekkingu til að brúa bilið milli lesturs og hlustunar annars vega og talmáls og ritunar hins vegar. Nemendur kynna kenningar um bókmenntalestur og menningarmiðlun í málakennslu.

X

Hvað eru námsgögn í tungumálakennslu? (DAN201F)

Þegar námsgögn til tungumálakennslu /-náms eru samin er nauðsynlegt að líta til margra þátta, sem sumir hverjir virðast ekki mikilvægir í fljótu bragði. Sama gildir þegar námsgögn til tungumálakennslu/-náms er valið.

Í námskeiðinu verður litið til ýmissa þátta sem skipta máli við námsgagnagerð, og hvernig þessum þáttum hafa verið gerð skil í tímans rás. Hvaða þættir ráða mestu um ágæti og notagildi námsgagna í nútíma skóla? Hver eru áhrif námsgagnahöfunda?

Unnið verður með hugtök á borð við námsgögn, texta, myndir, hljóð, stafrænt efni, inntak, þyngdarstig, kennslu- eða notkunarleiðbeiningar og verkefni/viðfangsefni.

Fjallað verður um kenningar er varða sýn á tungumálið,  tileinkun tungumála, kennslu- og námsaðferðir, menningar- og umhverfisþætti. Einnig verður hlutverk kennara/nemenda í kennslustofu/-rými tengt við val og notkun námsgagna greint. Enn fremur verður komið inn á hagnýti náms, sjálfræði í námi, einstaklingsmiðað nám, samvinnu í námi – og þá er ótalið markmið með náminu, ánægjustuðul, virkni nemenda og áhugahvöt.

X

Málnotkun og framsetning í kennslu (DAN806F)

Nemendur kynna sér og vinna með ýmsar aðferðir sem notaðar eru við kennslu og þjálfun í ritun. Námskeiðið er hugsað sem framhald af "Málfræði og ritun" þar sem nemendur geta nýtt sér fengna þekkingu, reynslu og þjálfun í þeim tilgangi að yfirfæra á kennslu.

X

Danskt stjórnkerfi, saga og menning (DAN802F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist yfirsýn yfir sögulega, pólitíska og menningarlega þróun í dönskum stjórnarháttum á 20. öld og fram til dagsins í dag – með áherslu á tímabilið: Frá einveldi til fulltrúalýðræðis. Í námskeiðinu verður fjallað um danska velferðarmódelið og lýðræðislegt öryggisnet í ljósi þjóðarbúskapar, landafræði, lýðfræði og trúarbragða, aðstæðna á vinnumarkaði, stjórnmálakerfis, heilbrigðis- og menntunarkerfis, tengsla Danmerkur við alþjóðasamfélagið og almennra strauma í dönsku samfélagi. Nemendur munu kynna verkefni og ljúka námskeiðinu með skriflegu heimaverkefni.

X

Einstaklingsverkefni (DAN803F)

Einstaklingsverkefni.

X

Einstaklingsverkefni (DAN804F)

Einstaklingsverkefni.

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Rannsóknarverkefni: Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndum (ENS022F)

Í þessu námskeiði verður skoðað hvernig fjallað er um Túdorana og valdatíð þeirra í 21. aldar skáldsögum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Sérstök áhersla er lögð á túlkanir á Hinriki áttunda og dóttur hans, Elísabetu fyrstu.

Þetta rannsóknarverkefni tengist námskeiðinu ENS505G – Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndum. Mælt er með því að nemendur sem taka ENS022F mæti samhliða í fyrirlestra í ENS505G.

ATH. Nemendur sem hafa áður lokið ENS505G geta ekki tekið þetta námskeið.

X

Fræði og ritun (ENS231F)

Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.

X

MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema (ENS113F)

Þetta er skyldunámskeið fyrir alla meistaranema í ensku. Haldnar eru stuttar málstofur þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða stefnur og tilgátur tengdum enskum fræðum og undirbúa sig fyrir að kynna eigin verk og annarra á vettvangi sinna fræða, heima eða erlendis. Mat er byggt á þátttöku í námskeiðinu: 2 stuttum verkefnum og kynningu á rannsóknarverkefni sem unnið er í tengslum við námskeið valnámskeið eða lokaverkefni.

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Hollywood: Place and Myth (ENS352M)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.

X

Theory applied to Videogame Studies (ENS508M)

This course provides an overview of different theoretical ways to approach videogames. Individual learning will be fostered through selected texts, in-class and online discussion, and the practical application of the theories studied. Students will explore current issues in game studies from the perspective of the humanities and the use of narratology and other literary theories for the scholarly study of videogames as texts.

X

Skapandi skrif (enska) (ENS817M)

Ef þú hefur brennandi löngun til þess að skrifa skáldsögur, smásögur eða ljóð á ensku, og hefur ánægju af lestri góðra bóka, er þetta námskeið fyrir þig.

Tilgangur námsins er m.a.

1. Að skerpa hæfni nemenda með ritæfingum og ritskoðun á eigin texta.

2. Að auka hæfni nemenda til þess að veita öðrum uppbyggjandi gagnrýni á verk þeirra í ritsmiðju og gefa góð ráð um ritskoðun og endurritun.

Auk þess að örva andagiftina læra nemendur nytsama hluti eins og skipulagningu, uppbyggingu, fléttu, sögusvið, persónusköpun og ritun samtala.

Nemendur skoða einnig og skilgreina verk frægra höfunda til þess að uppgötva hvernig hægt er að nýta bestu tækni til áhrifa á lesandann. Stöðugt endurmat á námsekiðinu tryggir að nemendur bæti verk sín og verði í kjölfarið betri gagnrýnendur á verk annarra. Í lok námskeiðsins skrifar hver nemandi eina smásögu í fullri lengd eða skrifar samansafn ljóða, auk annarra ritæfinga.

Krafist er 100% mætingarskyldu og því hentar námskeiðið ekki fyrir fjarnemendur. Nemendur mæta einu sinni í viku - á fyrirlestur og ritsmiðju (3 kennslustundir í senn).

Nemendur sem uppfylla forkröfur námskeiðins verða skráðir í það. 6 sæti eru ætluð MA nemendum og 6 sæti eru ætluð BA nemendum og þegar kemur að skráningu þá er það fyrstur kemur fyrstur fær. Öll sæti sem eru laus í námskeiðið 30. ágúst verða boðin út til nemenda á biðlista. 

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS235F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu rannsóknir á máltöku og kennslu annars máls og erlendra mála. Fjallað verður um eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir sem notaðar eru við könnun á máltöku og kennsluaðferðum. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.  

X

Merking sagnorða og staða rökliða (ENS718F)

Viðurkenndar skoðanir í málvísindum ganga út frá að merking sagna ráði að hluta til þeim setningafræðilegu mynstrum sem rökliðir sagnorða birtast í. Til dæmis eru gerendur alltaf frumlög og sagnir í ensku sem merkja breytingu ástandi vegna ytri áhrifa geta almennt bæði verið áhrifssagnir og áhrifslausar. Í þessu námskeiði er lagt mat á rök og fræðikenningar sem málfræðingar hafa notað til að ná utan um alhæfingar á þessu sviði.

X

Leynilögreglusögur (ENS519M)

Í þessu námskeiði er leitast við að rannsaka hina dularfullu og karismatísku persónu spæjarans í spæjaraskáldskap sem og nokkrar af algengum sviðum í bókmenntaverkum af þessu tagi. Oft sérvitur og dásamlega fyndinn, persóna fagmannsins eða áhugamannsins er sú sem hefur heillað og glatt lesendur frá því hún var fundin upp. Leynilögreglumaðurinn, ásamt undirtegundinni sem nefnd er eftir þessari persónu, hefur laðað að hersveitir aðdáenda og áhugamanna sem laðast að leyndardómum og eru fúsir til að leysa þrautir eða gátur, ásamt uppáhalds einkaspæjaranum sínum. Oft fylgt eftir af vel meinandi en hugmyndalausum hliðarmanni, miðlar spæjarinn þekkingu sinni og niðurstöðum til aðstoðarmanns síns og áhorfenda, og varpar ljósi á myrkustu og óvæntustu málin, til mikillar lotningar og spennu þeirra sem eru á meðal hans.

X

Amerískar bókmenntir um kreppu samtímans: Frá 11. september til Covid-19 (ENS521M)

Smásaga Deborah Eisenberg sem kom út eftir 11. september „Twilight of the Heroes“ hefst á ímynduðu samtali milli söguhetjunnar og ímyndaðra framtíðarbarnabarna hans. Hann rifjar upp söguna af Y2K vandanum, „Árið tvö þúsund! Nýtt ný öld!“ þegar sumir voru sannfærðir um að heimurinn myndi enda. Þegar uppi var staðið gerðist ekkert; „Þetta var kraftaverk. Á allri jörðinni, frá austri til vesturs og aftur til baka, gerðist alls ekkert skelfilegt“ (38).  Þetta „kraftaverk“ var skammlíft. 21. öldin hefur verið mörkuð af kreppu og hörmungum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Í þessu námskeiði munu nemendur lesa frásagnir sem tengjast krísum samtímans, sérstaklega ellefta september, fellibylnum Katrínu, fjármálahruninu 2008, kynþáttaofbeldi gegn blökkufólki og Covid-19 heimsfaraldrinum. Námskeiðið einblínir á  bókmenntir til að leggja áherslu á vef sem tengja þessar kreppur hver við aðra - til dæmis hvernig kynþáttafordómar eftir 11. september höfðu áhrif á björgunaraðgerðir í fellibylnum Katrínu og hvernig fellibylurinn Katrina undirstrikaði kerfisbundið kynþáttamisrétti sem kom í hámæli á tímum Black Lives Matter hreyfingarinnar.  Lesin verða verk eftir Jonathan Safran Foer, Khaled Hosseini, Dave Eggers, Jesmyn Ward, Michael Lewis, Celeste Ng, Ta-Nehisi Coates, Brit Bennett og Gary Shteyngart. Nemendur munu læra og nýta viðeigandi bókmenntafræði, þar á meðal áfallafræði, femíníska kenningu, gagnrýna kynþáttafræði, póstmódernisma, menningarfræði og “new sincerity”.

X

Fjölmiðla- og netlæsi: Ratað um hið stafræna landslag (ENS520M)

Eftir því sem internetið verður sífellt stærri hluti af daglegu lífi, er nauðsynlegt að skilja hvernig slík hnattræn sítenging hefur áhrif á samfélag okkar og menningu. Námskeiðið miðar að því að veita nemendum skilning á netlífi þeirra og þeim öflum sem hafa áhrif á þá þegar þeir eiga í samskiptum á samfélagsmiðlum. Við munum skoða hvernig fjölmiðlar hafa lagað sig að stafrænum heimi og hvernig þessar tvær upplýsingarásir móta hvor aðra. Nemendur verða hvattir til að gaumgæfa sitt eigið samband við samfélagsmiðla, ræða reynslu sína af stafrænu umhverfi og hugmyndir sínar um hlutverk samfélagsmiðla í samfélaginu. Í námskeiðinu skoðum við efni þar sem tekur á mótun samfélagsmiðla, dreifingu upplýsinga yfir fjölmiðla, mannlegri hegðun á netinu og utan þess og áhrif samfélagsmiðla á félagslegar og pólitískar hreyfingar. Nemendur munu læra að nálgast heimildir á netinu með gagnrýnum hætti og öðlast innsýn í internetið sem fræðilegt rannsóknarsvið. Þeir munu fræðast um samskipta- og félagsfræðikenningar, gagnrýna fjölmiðlakenningu og kenningar um siðfár, róttækni og fjandsemi á netinu. Við munum kanna þá kima netsins sem oft eru hudlir, en eru djúpt innfléttaðir í dægurmenningu, rangfærslur og samsæriskenningar.

X

Aðlaganir (ENS217F)

Í þessu námskeiði verður rýnt í bókmenntaverk sem hafa verið aðlöguð yfir í sjónvarpsseríur og kvikmyndir og glímt við hin fjölmörgu hugtök og kenningar sem tengjast þessari tiltölulega nýju og sívaxandi fræðigrein. Námsefnið samanstendur af sérvöldum fræðigreinum, smásögum auk skyldutexta námskeiðsins, Adaptation and Appropriation, eftir Julie Sanders, New Critical Idiom 2015.

Með þessu verður leitast við að skilja hvernig aðlaganir myndast og geta nýst til að brjóta niður hefðir og menningarmúra.

Skoðaðar verða sérvaldir þættir úr nokkrum sjónvarpsseríum sem byggðar hafa verið á skáldsögum eða smásögum, s.s. Saga þernunnar, e. Margaret Atwood, Hroki og hleypidómar og eða Vonir og væntingar, e. Jane Austen og Big Little Lies, e. Liane Moriarty ofl.

X

Englar, hreinar meyjar, nornir og hórur: Endurritun kvenna úr sögunni í skáldskap (ENS448F)

Í námskeiðinu verður skoðað hvernig saga kvenna og reynsla þeirra hefur verið endurrituð í sögulegum skáldskap, með áherslu á bókmenntatexta gefna út frá árinu 2000.  Við skoðum hinar ýmsu hliðar á því hvernig sögulegar bókmenntir skapa nýtt rými fyrir konur í annars karllægri mannkynssögu, og hvernig þær vinna gegn hinum ýmsu staðalmyndum um konur. Kenningar og gagnrýni tengt efninu verður einnig lesið og rætt, með áherslu á femínisma, endurskoðunarstefnu og póstmódernisma.

ATH. Þetta námskeið er ekki skráð sem fjarnámskeið en nemendur sem hafa áhuga á að taka það utanskóla eru hvattir til að hafa samband við kennara varðandi mögulegar ráðstafanir.

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Að læra og kenna frönsku sem erlent mál (FRA705F)

Kennslufræði erlendra mála með sérstakri áherslu á kennslu frönsku sem erlends máls.

X

Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA501F)

Ævintýri settu svip sinn á elstu verk franskra bókmennta eins og sjá má, t.d. í Strengleikum. Ævintýraritun hófst svo af kappi í lok 17. aldar þegar Mme d‘Aulnoy, Charles Perrault, Mlle L‘Héritier de Villandon og fleiri gáfu út verk sín (Öskubuska, Bláskeggur, Sælueyjan, Blái fuglinn, Ricdin Ricdon …). Stuttu síðar kom út þýðing Antoines Gallands á Þúsund og einni nótt og ýtti hún enn frekar undir áhuga á bókmenntagreininni. Sagan um Fríðu og Dýrið var gefin út árið 1740 og var, ásamt fleiri ævintýrum, tekin inn í safnrit ætlað börnum, í styttri útgáfu og endurskoðaðri. Í námskeiðinu verða lesin ævintýri eftir ýmsa höfunda og einkenni þeirra skoðuð með hliðsjón af tísku og tíðaranda. Sjónum verður beint að hlut þeirra kvenna sem stigu fram á ritvöllinn á þessum tíma, myndun ævintýrasafna og rammafrásagna, og ævintýrum í barnabókmenntum á síðari hluta 18. aldar. Einnig verður litið til íslenskra þýðinga á frönskum ævintýrum á tímabilinu.

Námskeiðið verður kennt á íslensku. Fyrir nemendur í frönsku verður boðið upp á vikulegan aukatíma (40 mín.) á frönsku.

Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA022F Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar 4e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.

X

Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA022F)

Þetta verkefni er ætlað þeim nemum sem skráðir eru í námskeiðið FRA501F Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar og hafa áhuga á að kynna sér efni námskeiðsins frekar. 

X

Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menning (FRA103F)

Í þessu námskeiði er farið ítarlega í menningu, sögu og stjórnkerfi Frakklands. Kennsla fer fram á frönsku.

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: Franska (FRA218F)

Markmiðið með námskeiðinu er að treysta og festa málfræði- og ritunarkunnáttu nemenda á frönsku. Unnið verður með flókna setningarskipan, greiningu á þungum textum og endurritun þeirra. Kennsla fer fram á frönsku.

X

Einstaklingsverkefni: Óhefðbundnir kennsluhættir (FRA902F)

Einstaklingsverkefni.

X

Sjálfsögur (FRA402F)

Námskeiðið fjallar um  sjálfsævisögur, sjálfssögur og minnistexta frá seinni hluta 20. aldar og upphafi 21. aldar í Frakklandi og öðrum frönskum málsvæðum, svo sem Senegal, Alsír og Marokkó. Skoðað verður hvernig þrír þættir sjálfsævisögunnar – sjálfið, ævin og sagan  –  sameinast eða takast á í verkum ólíkra höfunda. Áherslan verður á sjálfs(ævi)söguleg skrif sem lýsa samfélagslegum, mennningarlegum og pólitískum aðstæðum og byggja á minni. Spurt verður hvernig endurminningar og upprifjun birtast í bókmenntum og kannað með hvaða hætti gleymskan gegnir lykilhlutverk í slíkum frásögnum. Verk þar sem höfundar gera glímu sína við minnið og gleymskuna og mörkin milli skáldskapar og veruleika að viðfangsefni verða í fyrirrúmi. 

Námskeiðið verður kennt á íslensku með einum aukatíma á frönsku á viku fyrir nemendur í Frönskum fræðum.

Nemendur í námskeiðinu geta tekið 4 eininga sérverkefni samhliða því, FRA026F, og verða að tala við kennara fyrir 1. október til að skrá sig í verkefnið. 

X

Sérverkefni: Sjálfsögur (FRA026F)

Nemendur geta tekið þetta 4e sérverkefni samhliða námskeiðinu FRA402F Sjálfsögur til að fá tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.

Nemendur skulu hafa samband við umsjónarmann verkefnisins til þess að óska eftir skráningu eigi seinna en 1. október 2024.

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Málstofa C: Orðabókafræði (SPÆ714F)

Málstofa í orðabókarfræði

X

Inngangur að spænskum málvísindum (SPÆ102M)

Námskeiðið er inngangur að spænskum málvísindum þar sem m.a. verður fjallað um hljóð-, beygingar- og orðmyndunarfræði spænskrar tungu.

X

Kvikmyndir Rómönsku Ameríku (SPÆ303M, SPÆ101M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í kvikmyndasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í kvikmyndagerð álfunnar þó megináhersla verði lögð á uppgangstímann fyrir og eftir aldarmótin. Kvikmyndunum er ætlað að spegla tiltekin samfélög og veita innsýn í mismunandi stefnur. Námskeiðinu er enn fremur ætlað að þjálfa nemendur í menningalæsi og kvikmyndarýni.

X

Einstaklingsverkefni (SPÆ709F)

Einstaklingsverekfni í samráði við kennara.

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Spænsk málsaga og málsvæði (SPÆ202M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um sögu spænskrar tungu, uppruna hennar og þróun til dagsins í dag.

X

Þýðingar (spænska) (SPÆ401M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í sögu og kenningar þýðingafræði og þjálfun á sviði þýðinga. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í fræðunum frá upphafi til loka tuttugustu aldar. Auk þess sem stiklað er á stóru yfir helstu ágreiningsefni fræðimanna á sviði þýðinga. Jafnhliða vinna nemendur við þýðingar texta af ólíkum toga, s.s. á sviði fjölmiðlunar, laga, tækni og bókmennta.

X

Bókmenntir og menning landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna (SPÆ402M)

Í þessu námskeiði verður farið í tildrög og sögu landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna. Horft verður á mörkin bæði úr suðri og norðri. Lesin verða valin bókmenntaverk og margvíslegir textar eftir mexíkóska og Mexíkó-ameríska (chicanóa) höfunda frá landamærasvæðunum. Einnig verða kvikmyndir um landamærin teknar fyrir. Fjallað verður um stöðu markanna nú á dögum og múrveggja sem hafa verið reistir. Einnig kemur við sögu mikilvægi mexíkóskra farandverkamanna í samskiptum þjóðanna tveggja.

X

Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Skáldsagan á 20. öld (SPÆ405M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.

Kennsla

Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.

X

Nýlendubókmenntir (SPÆ501M)

Bókmenntir landafundatímabilsins lesnar og skýrðar. Skoðað verður hvernig sjónarhorn "los conquistadores" mótaði þá mynd sem dregin var upp af nýja heiminum, hafði áhrif á atburði í álfunni og mótaði söguskoðun síðari tíma.

X

Málstofa og málstofuverkefni B: Bókmenntir Rómönsku Ameríku (SPÆ801F)

Málstofuverkefni í bókmenntum.

X

Einstaklingsverkefni (SPÆ806F)

Einstaklingsverkefni í samráði við kennara.

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Málnotkun og framsetning: Þýska (ÞÝS703F)

Hagnýtar æfingar í málfræði, textagreiningu, ritun og munnlegri framsetningu fyrir nemendur í meistaranámi.

X

Þýsk menningarsaga A (ÞÝS104F, ÞÝS702F)

Veitt verður yfirlit yfir þýska menningarsögu frá Bach til samtímans. Sýnt verður hvernig hugmyndasagan endurspeglast í bókmenntum, tónlist, myndlist og vísindum og byggist greiningin á hinum þverfaglegu tengslum þessara sviða. Lögð verður áhersla á ákveðna hugsuði, skáld og listamenn sem  dæmigerða fulltrúa fyrir tilteknar stefnur (t.d. barokk og rómantík). Nemendur skrifa fræðilega ritgerð um valið efni en nemendum í hagnýtri þýsku stendur til boða að velja í staðinn verkefni sem lýtur að miðlun íslenskrar menningar til þýskumælandi markhópa.

Þeir nemendur sem þegar hafa lokið námskeiðinu ÞÝS702F Þýska og þvermenningarleg tjáskipti þurfa ekki að taka þetta námskeið, en nemendur í námsleiðunum MA í þýsku og MA-nám í þýsku í ferðaþjónustu og miðlun geta þó tekið það sem valnámskeið.

X

Einstaklingsverkefni í þýskum þýðingum A (ÞÝS103F)

Þýðing valins texta með tilheyrandi textagreiningu, hugleiðingu um þýðingaraðferðir og athugasemdum.

X

Þýska í ferðaþjónustu (ÞÝS701F)

Greint verður á hvaða sviðum ferðaþjónustu og með hvaða hætti mikilvægt er að vinna með þýsku í ferðaþjónustu, m.a. til þess að bæta þjónustu við þýskumælandi ferðamenn og brydda upp á nýjungum fyrir þann markhóp. Nemendur verða þjálfaðir sérstaklega í þeim orðaforða og því málsniði þýskunnar sem lýtur að ferðaþjónustu og vinna hagnýt verkefni.

X

Á slóðum bókmennta og menningar í Austurríki, Þýskalandi og Sviss (ÞÝS701M)

Í námskeiðinu verður fjallað um menningu og bókmenntir þýskumælandi landa þar sem áhersla er lögð á þætti sem reynast vel í ferðaþjónustu og miðlun.

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Þýska sem erlent tungumál á Íslandi (ÞÝS003F)

Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að dýpka þekkingu nemenda á grunnaðferðum í þýsku sem erlends máls og hagnýtri beitingu þeirra. Einnig verður skoðað hvernig aðferðafræði í þýskukennslu hefur breyst og þróast með tilkomu nýrra nálgana. Þessar breytingar lúta að nýjum tegundum verkefna, nýrri nálgun í námsmati og gerð prófa, aukinni áherslu á tjáningarhæfni sem og nýrri nálgun í þvermenningarlegu og sjálfstýrðu námi. Einnig verður rætt hvaða efni og aðferðir höfði helst til íslenskra nemenda. Vinna í námskeiðinu byggist á hópumræðum og samspili kynninga og umræðna.

X

Stjórnkerfi, saga og menning: Þýska (ÞÝS804F)

Umfjöllun um stjórnkerfi, sögu og menningu þýskumælandi landa. Gert er ráð fyrir að nemendur búi þegar yfir grunnþekkingu á þessum sviðum.

X

Málnotkun og framsetning II (ÞÝS808F)

Þetta námskeið er framhald af ÞÝS703F Málnotkun og framsetning og byggir á hagnýtum æfingum í málfræði, textagreiningu, ritun og munnlegri framsetningu fyrir nemendur í meistaranámi.

X

Blitz aus heiterem Himmel: Hagnýtur samanburður á íslensku og þýsku (ÞÝS808M)

Umfjöllun um valin svið íslenskrar og þýskrar tungu á samanburðargrundvelli með hagnýtt gildi að leiðarljósi.

X

Einstaklingsverkefni í þýskum þýðingum B (ÞÝS203F)

Þýðing valins texta með tilheyrandi textagreiningu, hugleiðingu um þýðingaraðferðir og athugasemdum.

X

Einstaklingsverkefni: Verkfærakista þýskukennarans (ÞÝS401F)

Einstaklingsverkefni í þýsku

X

Einstaklingsverkefni: Kvikmyndir í þýskukennslu (ÞÝS424F)

Sérverkefni í þýsku

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

X

Sumarnámskeið í Þýskalandi (ÞÝS007F)

Nemendur velja sér sumarnámskeið við háskóla eða viðurkenndan málaskóla í þýskumælandi landi í samráði við kennara í þýsku. Námskeiðið þarf að vera á færnistigi C1 hið minnsta og spanna að jafnaði a.m.k. 80 (45 mínútna) kennslustundir. Ekki er tekið þátt í kostnaði við þátttöku í námskeiðinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.