Skip to main content

Þýska

Þýska

Hugvísindasvið

Þýska

BA – 180 einingar

Menntun í þýsku opnar dyr að málsvæði sem er okkur Íslendingum mjög mikilvægt í menningar-, stjórnmála- og efnahagslegu tilliti. Þýska er móðurmál um 90 milljóna Evrópubúa og opinbert tungumál fimm evrópskra ríkja sem við tengjumst með margvíslegum hætti í alþjóðlegu samstarfi.

Skipulag náms

X

Mál og menning á umbrotatímum (MOM101G, MOM102G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum grunnþjálfun í meðferð ritaðs máls og fræðilegum skrifum. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og ritstundum. Auk þess heimsækja nemendur Ritver Háskóla Íslands og fá þar ráðgjöf. Í námskeiðinu er fjallað um vinnulag við ritun fræðilegra texta, val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu ritsmíðarinnar, heimildanotkun og frágang. Nemendur fá einnig þjálfun í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað verður meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara og aðstoðarkennara. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku nemenda í tímum, ritstundum og heimsóknum í Ritverið. 

ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Á ÍSLENSKU OG Í STAÐNÁMI. ÞEIR SEM TAKA NÁMSKEIÐIÐ Á ENSKU OG Í FJARNÁMI EIGA AÐ VERA SKRÁÐIR Í MOM102G.

MOM101G er ætlað nemendum í erlendum tungumálum ÖÐRUM en ensku. Nemendur í ensku og þeir sem ekki eiga íslensku að móðurmáli eiga að vera skráðir í MOM102G.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Nanna Björg Guðmundsdóttir
Bergur Arnar Hrafnkell Jónsson
Jovana Lilja Stefánsdóttir
Nanna Björg Guðmundsdóttir
Þýska - BA nám

Ég valdi að hefja nám við þýsku í háskólanum þar sem að ég hef mikinn áhuga á tungumálum og langaði kynnast þýsku betur og ná betri tökum á henni. Það sem kom mér á óvart við námið er að þetta snýst ekki bara um að læra tungumálið heldur líka kynnast menningunni og sögunni á bakvið þýsku og þýskumælandi lönd. Margir spyrja sig líklega hvað sé hægt að gera með háskólapróf í þýsku en að mínu mati opnast möguleikarnir fyrir svo margt í framhaldi af náminu. Sjálf ætla ég í kennslufræði en svo er draumurinn að flytja til Þýskalands og vinna þar og því er þýskunám gott veganesti fyrir framtíðina.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.