Ritlist


Ritlist
MA – 120 einingar
Í ritlist gefst áhugafólki um ritsmíðar færi á að þroska hæfileika sína undir handleiðslu reyndra höfunda. Lögð er áhersla á frjóa hugsun og miðlun hennar í listrænum texta af ýmsu tagi. Meðfram eru lesnar bókmenntir hvaðanæva úr heiminum.
Skipulag náms
- Haust
- Smiðja: InnRitun
- Smiðja: SviðsSetningarB
- Smiðja: Bygging kvikmyndahandritaB
- Smiðja: Eins og í söguB
- Vor
- Smiðja: LjóðtextarB
- Smiðja: SannsögurB
- SkáldskapurV
Smiðja: InnRitun (RIT701F)
Þetta er inngangsnámskeið í ritlist sem ætlast er til að allir nýnemar sitji á fyrsta misseri námsins. Rætt verður um möguleika skáldskaparins almennt og sértækt, ritunarferlið og úrvinnslu. Fjallað verður um byggingu frásagna, málfar, prófarkalestur, umbrot, höfundarrétt og tjáningarfrelsi. Þá fá nemendur grunnþjálfun í ritstjórn og hópvinnu. Höfundar koma í heimsókn sem og fulltrúar frá hagsmuna- og þjónustustofnunum rithöfunda. Þátttakendur skila frumsömdum textum vikulega. Ætlast er til þess að þátttakendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. Námskeiðið er skyldunámskeið.
Smiðja: SviðsSetningar (RIT826F)
Á námskeiðinu verður fjallað um sérstöðu sviðstextans innan ritlistarinnar, stefnur og strauma í leikritun bæði fyrr og nú. Í því sambandi verða rifjaðar upp helstu kenningar um byggingu leikverka (dramaturgia), allt frá formreglum Aristótelesar um dramatíska framvindu til upplausnar þeirra á tuttugustu öld.
Lögð verður megináhersla á margvíslega frásagnartækni leikritsins, persónusköpun, uppbyggingu og samtöl. Einkum er hugað að formbreytingum sem orðið hafa í leikhúsi og sviðslistum eftir 1960, með tilkomu póstdramatíska leikhússins, gjörningsins og samsköpunarleikhússins (devised theatre).
Námskeiðið er fyrst og fremst ritsmiðja, í aðalhlutverki er sköpun sviðstexta sem tekur mið af sviðslistum nútímans og ætlaður er til flutnings af sviðslistamönnum á leiksviði og/eða í óhefðbundnu leikrými. Allur texti nemenda verður leiklesinn og ræddur í tímum.
Ætlast er til að nemendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt í öllu sköpunarferlinu.
Smiðja: Bygging kvikmyndahandrita (RIT716F)
Á námskeiðinu verður fjallað um grundvallarhugmyndir og hugtök sem varða dramatíska uppbyggingu kvikmyndahandrita, persónusköpun og samtöl. Einnig er stuðst við svokallaða fasatækni (sequense) og kvikmyndir skoðaðar og greindar út frá þeirri aðferðarfræði. Notast verður við fræðilegt ítarefni til stuðnings eftir því sem við á. Aðaláhersla er þó lögð á verk nemenda enda námskeiðið ritsmiðja þar sem byrjað er með hugmynd sem er svo þróuð og útfærð í lengri sögu og stærri strúktúr. Leitast verður við að skapa gagnrýnar og uppbyggilegar samræður um þau verk sem liggja til grundvallar hverju sinni. Að loknu námskeiði standa nemendur uppi með um 20 blaðsíðna sögulýsingu (treatment) fyrir kvikmynd í fullri lengd. Mikilvægt er að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma, taki virkan þátt í umræðum og veiti gagnlega endurgjöf á verkefni annarra. Námskeiðið er eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist.
Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.
Smiðja: Eins og í sögu (RIT702F)
Smiðja um ritun skáldaðra lausamálstexta, s.s. smásagna, örsagna, nóvella og stuttra prósa. Farið verður í ýmis tæknileg atriði er varða sagnalist og leitað svara við spurningum um eðli og möguleika stuttra texta. Þátttakendur gera uppkast að sögum sem lagðar verða fram fyrir hópinn og ræddar í þaula með það fyrir augum að bæta þær. Einnig skila þátttakendur stílæfingum, lesa birtar sögur af ýmsu tagi og halda lestrardagbók. Mælst er til þess að þátttakendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. Smiðjan er ætluð fyrsta og annars árs nemum í ritlist.
Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.
Smiðja: Ljóðtextar (RIT806F)
Ljóðaleiðangur þar sem farið verður yfir sögu tveggja mjög ólíkra ljóðahefða; annars vegar dulræna og heimspekilega ljóðagerð og hins vegar tæknilega og leikræna. Gerðar verða metnaðarfullar æfingar á báðum sviðum og leitað eftir ljóðrænni rödd hvers og eins í gegnum samræðu, upplestur, ítrekaðar æfingar og endurgjöf. Smiðjan er allt í senn fræðileg, ófræðileg, tæknileg, tilraunakennd, formgerð, sálfræðileg, sjálfsævisöguleg, dulfræðileg, ódulfræðileg, pólitísk, ópólitísk, létt og leikandi og alvöru áskorun. Mikil áhersla er á endurskrif og úrvinnslu og sýnileika tilrauna. Krafist er góðrar mætingar og þátttöku í æfingum og samræðu.
Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.
Smiðja: Sannsögur (RIT201F)
Námskeiðið er smiðja þar sem þátttakendur skrifa um sannsöguleg efni á skapandi hátt – í ritsmíðum sem byggja á heimildum, raunverulegum atburðum eða persónulegum upplifunum af einhverju tagi. Nemendur æfa sig í að skapa frásagnarrödd og nýta bókmenntalegar aðferðir til að koma efni sínu á framfæri. Rædd verða álitamál sem tengjast því að miðla sannsögulegu efni og nýta fyrstu persónu fornafnið í skapandi ritgerðarskrifum. Ritsmíðar nemenda verða lagðar fram og ræddar með það fyrir augum að bæta þær. Meðfram verður lesið efni sem tilheyrir bókmenntagreininni. Mælst er til þess að þátttakendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. Eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist.
Fjöldi nemenda takmarkast við 20. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.
Skáldskapur (RIT832F)
Á námskeiðinu verða möguleikar skáldsögunnar og skáldskaparins kannaðir með því móti að hvert og eitt okkar fitjar upp á sögu og hefst handa við ritun hennar. Það er kannski óvanalegt að fylgjast að svo mörg saman á slíku ferðalagi en hugmyndin er sú að við lærum hvert af öðru og hjálpumst að með því að hugsa upphátt um eigin verk og annarra. „Kennari“ námskeiðsins er þá meira eins og veislustjóri, enda ekki beinlínis hægt að kenna skáldskap, frekar verða vitni að honum og vera þá eins lags meðhjálpari. Gert er ráð fyrir að hvert verk vaxi smávegis milli funda. Önnur tilhögun er samkomulagsatriði. Púlsinn verður tekinn í fyrsta tíma þar sem þátttakendur stilla saman strengi.
Námskeiðið er eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist. Mælst er til þess að nemendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt.
Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.
- Haust
- Meistaraverkefni í ritlist
- Smiðja: SviðsSetningarB
- Smiðja: Bygging kvikmyndahandritaB
- Smiðja: Eins og í söguB
- Vor
- Meistaraverkefni í ritlist
- Smiðja: LjóðtextarB
- Smiðja: SannsögurB
- SkáldskapurV
Meistaraverkefni í ritlist (RIT441L)
MA-verkefni er frumsamin ritsmíð af listrænum toga, unnin á námstímanum. Hún getur t.d. verið safn sagna eða annarra lausamálstexta, ljóðasafn, ritgerðasafn, leikrit, kvikmyndahandrit, þýðing eða skáldsaga. Verkinu skal fylgja greinargerð um vinnslu þess. Meistaraverkefninu má skipta upp, t.d. þannig að 10 einingar séu teknar á haustmisseri og 20 á vormisseri. Einnig má skrifa í fleiri en einu bókmenntaformi en þó er ekki æskilegt að hafa fleiri en tvö form undir í verkefninu.
Smiðja: SviðsSetningar (RIT826F)
Á námskeiðinu verður fjallað um sérstöðu sviðstextans innan ritlistarinnar, stefnur og strauma í leikritun bæði fyrr og nú. Í því sambandi verða rifjaðar upp helstu kenningar um byggingu leikverka (dramaturgia), allt frá formreglum Aristótelesar um dramatíska framvindu til upplausnar þeirra á tuttugustu öld.
Lögð verður megináhersla á margvíslega frásagnartækni leikritsins, persónusköpun, uppbyggingu og samtöl. Einkum er hugað að formbreytingum sem orðið hafa í leikhúsi og sviðslistum eftir 1960, með tilkomu póstdramatíska leikhússins, gjörningsins og samsköpunarleikhússins (devised theatre).
Námskeiðið er fyrst og fremst ritsmiðja, í aðalhlutverki er sköpun sviðstexta sem tekur mið af sviðslistum nútímans og ætlaður er til flutnings af sviðslistamönnum á leiksviði og/eða í óhefðbundnu leikrými. Allur texti nemenda verður leiklesinn og ræddur í tímum.
Ætlast er til að nemendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt í öllu sköpunarferlinu.
Smiðja: Bygging kvikmyndahandrita (RIT716F)
Á námskeiðinu verður fjallað um grundvallarhugmyndir og hugtök sem varða dramatíska uppbyggingu kvikmyndahandrita, persónusköpun og samtöl. Einnig er stuðst við svokallaða fasatækni (sequense) og kvikmyndir skoðaðar og greindar út frá þeirri aðferðarfræði. Notast verður við fræðilegt ítarefni til stuðnings eftir því sem við á. Aðaláhersla er þó lögð á verk nemenda enda námskeiðið ritsmiðja þar sem byrjað er með hugmynd sem er svo þróuð og útfærð í lengri sögu og stærri strúktúr. Leitast verður við að skapa gagnrýnar og uppbyggilegar samræður um þau verk sem liggja til grundvallar hverju sinni. Að loknu námskeiði standa nemendur uppi með um 20 blaðsíðna sögulýsingu (treatment) fyrir kvikmynd í fullri lengd. Mikilvægt er að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma, taki virkan þátt í umræðum og veiti gagnlega endurgjöf á verkefni annarra. Námskeiðið er eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist.
Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.
Smiðja: Eins og í sögu (RIT702F)
Smiðja um ritun skáldaðra lausamálstexta, s.s. smásagna, örsagna, nóvella og stuttra prósa. Farið verður í ýmis tæknileg atriði er varða sagnalist og leitað svara við spurningum um eðli og möguleika stuttra texta. Þátttakendur gera uppkast að sögum sem lagðar verða fram fyrir hópinn og ræddar í þaula með það fyrir augum að bæta þær. Einnig skila þátttakendur stílæfingum, lesa birtar sögur af ýmsu tagi og halda lestrardagbók. Mælst er til þess að þátttakendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. Smiðjan er ætluð fyrsta og annars árs nemum í ritlist.
Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.
Meistaraverkefni í ritlist (RIT441L)
MA-verkefni er frumsamin ritsmíð af listrænum toga, unnin á námstímanum. Hún getur t.d. verið safn sagna eða annarra lausamálstexta, ljóðasafn, ritgerðasafn, leikrit, kvikmyndahandrit, þýðing eða skáldsaga. Verkinu skal fylgja greinargerð um vinnslu þess. Meistaraverkefninu má skipta upp, t.d. þannig að 10 einingar séu teknar á haustmisseri og 20 á vormisseri. Einnig má skrifa í fleiri en einu bókmenntaformi en þó er ekki æskilegt að hafa fleiri en tvö form undir í verkefninu.
Smiðja: Ljóðtextar (RIT806F)
Ljóðaleiðangur þar sem farið verður yfir sögu tveggja mjög ólíkra ljóðahefða; annars vegar dulræna og heimspekilega ljóðagerð og hins vegar tæknilega og leikræna. Gerðar verða metnaðarfullar æfingar á báðum sviðum og leitað eftir ljóðrænni rödd hvers og eins í gegnum samræðu, upplestur, ítrekaðar æfingar og endurgjöf. Smiðjan er allt í senn fræðileg, ófræðileg, tæknileg, tilraunakennd, formgerð, sálfræðileg, sjálfsævisöguleg, dulfræðileg, ódulfræðileg, pólitísk, ópólitísk, létt og leikandi og alvöru áskorun. Mikil áhersla er á endurskrif og úrvinnslu og sýnileika tilrauna. Krafist er góðrar mætingar og þátttöku í æfingum og samræðu.
Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.
Smiðja: Sannsögur (RIT201F)
Námskeiðið er smiðja þar sem þátttakendur skrifa um sannsöguleg efni á skapandi hátt – í ritsmíðum sem byggja á heimildum, raunverulegum atburðum eða persónulegum upplifunum af einhverju tagi. Nemendur æfa sig í að skapa frásagnarrödd og nýta bókmenntalegar aðferðir til að koma efni sínu á framfæri. Rædd verða álitamál sem tengjast því að miðla sannsögulegu efni og nýta fyrstu persónu fornafnið í skapandi ritgerðarskrifum. Ritsmíðar nemenda verða lagðar fram og ræddar með það fyrir augum að bæta þær. Meðfram verður lesið efni sem tilheyrir bókmenntagreininni. Mælst er til þess að þátttakendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. Eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist.
Fjöldi nemenda takmarkast við 20. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.
Skáldskapur (RIT832F)
Á námskeiðinu verða möguleikar skáldsögunnar og skáldskaparins kannaðir með því móti að hvert og eitt okkar fitjar upp á sögu og hefst handa við ritun hennar. Það er kannski óvanalegt að fylgjast að svo mörg saman á slíku ferðalagi en hugmyndin er sú að við lærum hvert af öðru og hjálpumst að með því að hugsa upphátt um eigin verk og annarra. „Kennari“ námskeiðsins er þá meira eins og veislustjóri, enda ekki beinlínis hægt að kenna skáldskap, frekar verða vitni að honum og vera þá eins lags meðhjálpari. Gert er ráð fyrir að hvert verk vaxi smávegis milli funda. Önnur tilhögun er samkomulagsatriði. Púlsinn verður tekinn í fyrsta tíma þar sem þátttakendur stilla saman strengi.
Námskeiðið er eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist. Mælst er til þess að nemendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt.
Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.
- Haust
- Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkunB
- Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpiB
- Fréttamennska 1: Fréttamat, fréttaöflun og fréttaskrifBE
- Ritstjórn og fræðileg skrifB
- Vor
- Skapandi heimildamyndirB
Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)
Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn.
Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:
- Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
- Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.
Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:
- Greiningar á textum og myndum
- Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
- Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpi (HMM235F)
Námskeiðið er haldið í samstarfi við RÚV - Rás 1. Fjallað er um framsetningu efnis í útvarpi og hlaðvarpi. Könnuð eru ólík dæmi um dagskrárgerð. Hugað er að miðlunarmöguleikum hljóðefnis í fjölmiðlaumhverfi samtímans og gerð grein fyrir eðli ólíkra miðlunarleiða. Fjallað verður um hugmyndavinnu, viðtalstækni, upptökutækni, uppbyggingu og samsetningu hljóðvarps/hlaðvarpsefnis með áherslu á sjálfbærni og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur vinna verkefni tengd útvarpsþáttagerð.
Fréttamennska 1: Fréttamat, fréttaöflun og fréttaskrif (BLF110F)
Grundvallarnámskeið í blaðamennsku. Markmið þess er að nemendur öðlist skilning á störfum blaðamanna og færni í fréttaöflun og skrifum og framsetningu frétta fyrir mismunandi miðla. Helstu hugtök og aðferðir við fréttaskrif eru kynnt; hvað er frétt, á hverju byggja fjölmiðlar fréttamat, hvernig er frétta aflað og hvernig þær eru uppbyggðar o.s.frv. Nemendur verða þjálfaðir í að skrifa markvissa fréttatexta og greinar á góðri íslensku og að nota orðbækur og önnur slík hjálpartæki. Jafnfram verður lögð áhersla á að kenna nemendum að nota samfélagsmiðla, bæði til þess að afla upplýsinga og miðla fréttum.
Námsmatið byggir alfarið á verkefnum sem unnin eru jafnt og þétt yfir önnina. Nemendur afla og skrifa fréttir sem birtar verða á fréttavef námsins og eftir atvikum í öðrum fjölmiðlum. Helstu fjölmiðlar landsins verða heimsóttir og nemendum fara í stutta starfskynningu.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Skapandi heimildamyndir (HMM220F)
Fjallað verður um helstu tegundir heimildamynda, aðferðir, þróun þeirra og tilgang.
Nemendur læra að skrifa handrit að stuttri heimildamynd og að hugsa allt ferli heimildamyndagerðar, frá grunnhugmynd að fullbúinni mynd, ástunda fagleg vinnubrögð og læra að skipuleggja tökur.
Nemendur ættu einnig að ná tökum á grunnatriðum í kvikmyndatöku og klippingu. Í því samhengi verður unnið eitt verkefni á síma til að ná tökum á tækniatriðum í klippi. Allir nemendur þurfa að skila að minnsta kosti einni fullbúinni stuttri heimildamynd, handriti og æfingaverkefni í klippi. Nemendur ræða nálgun og efnistök verkefna sinna við samnemendur og kennara.
Í námskeiðinu verða sýndar heimildamyndir, bæði brot úr þeim og í fullri lengd, þar sem rætt verður um hugmyndirnar bak við myndirnar, listrænar ákvarðanir, tilgang og siðfræði heimildamynda. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
Tökur fara fram í mars og þurfa að vera búnar fyrir 30. mars, en þá hitta nemendur kennara í klippiherberginu í Odda.
Ekki er ætlast til að nemendur kaupi neinar bækur fyrir þetta námskeið en nauðsynlegt er að þeir hafi sjálfir flakkara til að geyma efnið sitt á og SD kort í myndavélar fyrir eigin upptökur. Einnig er mælt með að nemendur séu með góð heyrnatól.
Námskeiðið er kennt í lotum. Nemendur vinna að heimildamynd alla önnina og í lok annar verður frumsýning í Bíó Paradís.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.