Ameríkufræði


Ameríkufræði
MA – 120 einingar
Í meistaranámi í ameríkufræðum öðlast nemandi dýpri þekkingu á fræðasviði sínu og fær þjálfun í akademískum vinnubrögðum og í framsetningu efnis með áherslu á ensku, frönsku eða spænsku.
Skipulag náms
- Haust
- MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema
- Fræði og ritun
- Tungumál og menning I
- Rannsóknarverkefni: Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndumV
- Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra málaV
- Hollywood: Place and MythV
- Theory applied to Videogame StudiesV
- Þrettán hlutirV
- Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menningV
- Tungumál og menning IV
- Kvikmyndir Rómönsku AmeríkuV
- EinstaklingsverkefniV
- Málstofa C: OrðabókafræðiV
- Vor
- Fjölmiðla- og netlæsi: Ratað um hið stafræna landslagV
- Merking sagnorða og staða rökliðaV
- Amerískar bókmenntir um kreppu samtímans: Frá 11. september til Covid-19V
- LeynilögreglusögurV
- AðlaganirV
- Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra málaV
- Tungumál og kímniV
- Englar, hreinar meyjar, nornir og hórur: Endurritun kvenna úr sögunni í skáldskapV
- Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: FranskaV
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni VE
- Menning og andófV
- Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefðV
- Spænsk málsaga og málsvæðiV
- Sérverkefni í spænskuV
- Bókmenntir og menning landamæra Mexíkó og BandaríkjannaV
- Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Skáldsagan á 20. öldVE
- Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Smásögur og ljóðV
- NýlendubókmenntirVE
- Málstofa og málstofuverkefni B: Bókmenntir Rómönsku AmeríkuVE
- EinstaklingsverkefniV
MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema (ENS113F)
Þetta er skyldunámskeið fyrir alla meistaranema í ensku. Haldnar eru stuttar málstofur þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða stefnur og tilgátur tengdum enskum fræðum og undirbúa sig fyrir að kynna eigin verk og annarra á vettvangi sinna fræða, heima eða erlendis. Mat er byggt á þátttöku í námskeiðinu: 2 stuttum verkefnum og kynningu á rannsóknarverkefni sem unnið er í tengslum við námskeið valnámskeið eða lokaverkefni.
Fræði og ritun (ENS231F)
Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.
Tungumál og menning I (MOM301F)
Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.
Rannsóknarverkefni: Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndum (ENS022F)
Í þessu námskeiði verður skoðað hvernig fjallað er um Túdorana og valdatíð þeirra í 21. aldar skáldsögum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Sérstök áhersla er lögð á túlkanir á Hinriki áttunda og dóttur hans, Elísabetu fyrstu.
Þetta rannsóknarverkefni tengist námskeiðinu ENS505G – Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndum. Mælt er með því að nemendur sem taka ENS022F mæti samhliða í fyrirlestra í ENS505G.
ATH. Nemendur sem hafa áður lokið ENS505G geta ekki tekið þetta námskeið.
Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)
Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli.
Hollywood: Place and Myth (ENS352M)
What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.
A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.
This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.
Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.
Theory applied to Videogame Studies (ENS508M)
This course provides an overview of different theoretical ways to approach videogames. Individual learning will be fostered through selected texts, in-class and online discussion, and the practical application of the theories studied. Students will explore current issues in game studies from the perspective of the humanities and the use of narratology and other literary theories for the scholarly study of videogames as texts.
Þrettán hlutir (FOR701M)
Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion. The course will be taught in english.
Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menning (FRA103F)
Í þessu námskeiði er farið ítarlega í menningu, sögu og stjórnkerfi Frakklands. Kennsla fer fram á frönsku.
Tungumál og menning I (MOM301F)
Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.
Kvikmyndir Rómönsku Ameríku (SPÆ303M, SPÆ101M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í kvikmyndasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í kvikmyndagerð álfunnar þó megináhersla verði lögð á uppgangstímann fyrir og eftir aldarmótin. Kvikmyndunum er ætlað að spegla tiltekin samfélög og veita innsýn í mismunandi stefnur. Námskeiðinu er enn fremur ætlað að þjálfa nemendur í menningalæsi og kvikmyndarýni.
Einstaklingsverkefni (SPÆ705FSPÆ709F)
Einstaklingsverekfni í samráði við kennara.
Málstofa C: Orðabókafræði (SPÆ714F)
Málstofa í orðabókarfræði
Fjölmiðla- og netlæsi: Ratað um hið stafræna landslag (ENS520M)
Eftir því sem internetið verður sífellt stærri hluti af daglegu lífi, er nauðsynlegt að skilja hvernig slík hnattræn sítenging hefur áhrif á samfélag okkar og menningu. Námskeiðið miðar að því að veita nemendum skilning á netlífi þeirra og þeim öflum sem hafa áhrif á þá þegar þeir eiga í samskiptum á samfélagsmiðlum. Við munum skoða hvernig fjölmiðlar hafa lagað sig að stafrænum heimi og hvernig þessar tvær upplýsingarásir móta hvor aðra. Nemendur verða hvattir til að gaumgæfa sitt eigið samband við samfélagsmiðla, ræða reynslu sína af stafrænu umhverfi og hugmyndir sínar um hlutverk samfélagsmiðla í samfélaginu. Í námskeiðinu skoðum við efni þar sem tekur á mótun samfélagsmiðla, dreifingu upplýsinga yfir fjölmiðla, mannlegri hegðun á netinu og utan þess og áhrif samfélagsmiðla á félagslegar og pólitískar hreyfingar. Nemendur munu læra að nálgast heimildir á netinu með gagnrýnum hætti og öðlast innsýn í internetið sem fræðilegt rannsóknarsvið. Þeir munu fræðast um samskipta- og félagsfræðikenningar, gagnrýna fjölmiðlakenningu og kenningar um siðfár, róttækni og fjandsemi á netinu. Við munum kanna þá kima netsins sem oft eru hudlir, en eru djúpt innfléttaðir í dægurmenningu, rangfærslur og samsæriskenningar.
Merking sagnorða og staða rökliða (ENS718F)
Viðurkenndar skoðanir í málvísindum ganga út frá að merking sagna ráði að hluta til þeim setningafræðilegu mynstrum sem rökliðir sagnorða birtast í. Til dæmis eru gerendur alltaf frumlög og sagnir í ensku sem merkja breytingu ástandi vegna ytri áhrifa geta almennt bæði verið áhrifssagnir og áhrifslausar. Í þessu námskeiði er lagt mat á rök og fræðikenningar sem málfræðingar hafa notað til að ná utan um alhæfingar á þessu sviði.
Amerískar bókmenntir um kreppu samtímans: Frá 11. september til Covid-19 (ENS521M)
Smásaga Deborah Eisenberg sem kom út eftir 11. september „Twilight of the Heroes“ hefst á ímynduðu samtali milli söguhetjunnar og ímyndaðra framtíðarbarnabarna hans. Hann rifjar upp söguna af Y2K vandanum, „Árið tvö þúsund! Nýtt ný öld!“ þegar sumir voru sannfærðir um að heimurinn myndi enda. Þegar uppi var staðið gerðist ekkert; „Þetta var kraftaverk. Á allri jörðinni, frá austri til vesturs og aftur til baka, gerðist alls ekkert skelfilegt“ (38). Þetta „kraftaverk“ var skammlíft. 21. öldin hefur verið mörkuð af kreppu og hörmungum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Í þessu námskeiði munu nemendur lesa frásagnir sem tengjast krísum samtímans, sérstaklega ellefta september, fellibylnum Katrínu, fjármálahruninu 2008, kynþáttaofbeldi gegn blökkufólki og Covid-19 heimsfaraldrinum. Námskeiðið einblínir á bókmenntir til að leggja áherslu á vef sem tengja þessar kreppur hver við aðra - til dæmis hvernig kynþáttafordómar eftir 11. september höfðu áhrif á björgunaraðgerðir í fellibylnum Katrínu og hvernig fellibylurinn Katrina undirstrikaði kerfisbundið kynþáttamisrétti sem kom í hámæli á tímum Black Lives Matter hreyfingarinnar. Lesin verða verk eftir Jonathan Safran Foer, Khaled Hosseini, Dave Eggers, Jesmyn Ward, Michael Lewis, Celeste Ng, Ta-Nehisi Coates, Brit Bennett og Gary Shteyngart. Nemendur munu læra og nýta viðeigandi bókmenntafræði, þar á meðal áfallafræði, femíníska kenningu, gagnrýna kynþáttafræði, póstmódernisma, menningarfræði og “new sincerity”.
Leynilögreglusögur (ENS519M)
Í þessu námskeiði er leitast við að rannsaka hina dularfullu og karismatísku persónu spæjarans í spæjaraskáldskap sem og nokkrar af algengum sviðum í bókmenntaverkum af þessu tagi. Oft sérvitur og dásamlega fyndinn, persóna fagmannsins eða áhugamannsins er sú sem hefur heillað og glatt lesendur frá því hún var fundin upp. Leynilögreglumaðurinn, ásamt undirtegundinni sem nefnd er eftir þessari persónu, hefur laðað að hersveitir aðdáenda og áhugamanna sem laðast að leyndardómum og eru fúsir til að leysa þrautir eða gátur, ásamt uppáhalds einkaspæjaranum sínum. Oft fylgt eftir af vel meinandi en hugmyndalausum hliðarmanni, miðlar spæjarinn þekkingu sinni og niðurstöðum til aðstoðarmanns síns og áhorfenda, og varpar ljósi á myrkustu og óvæntustu málin, til mikillar lotningar og spennu þeirra sem eru á meðal hans.
Aðlaganir (ENS217F)
Í þessu námskeiði verður rýnt í bókmenntaverk sem hafa verið aðlöguð yfir í sjónvarpsseríur og kvikmyndir og glímt við hin fjölmörgu hugtök og kenningar sem tengjast þessari tiltölulega nýju og sívaxandi fræðigrein. Námsefnið samanstendur af sérvöldum fræðigreinum, smásögum auk skyldutexta námskeiðsins, Adaptation and Appropriation, eftir Julie Sanders, New Critical Idiom 2015.
Með þessu verður leitast við að skilja hvernig aðlaganir myndast og geta nýst til að brjóta niður hefðir og menningarmúra.
Skoðaðar verða sérvaldir þættir úr nokkrum sjónvarpsseríum sem byggðar hafa verið á skáldsögum eða smásögum, s.s. Saga þernunnar, e. Margaret Atwood, Hroki og hleypidómar og eða Vonir og væntingar, e. Jane Austen og Big Little Lies, e. Liane Moriarty ofl.
Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS235F)
Í námskeiðinu verða kynntar helstu rannsóknir á máltöku og kennslu annars máls og erlendra mála. Fjallað verður um eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir sem notaðar eru við könnun á máltöku og kennsluaðferðum. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.
Tungumál og kímni (ENS349M)
Í þessu námskeiði er varpað ljósi á málfræðihugtök með því að nota teiknimyndir, brandara og atriði úr gamanþáttum og myndum. Fjallað verður um öll helstu undirstöðuatriði í rannsóknum á mannlegu máli, þar á meðal samskiptakerfi, hljóð, orð, setningarliði, setningar, málnotkun, orðræðu, máltöku barna, og breytileika í máli og málbreytingar. Það óvenjulega við þetta námskeið er að málfræðidæmin sem eru notuð tengjast kímni, skopi og hæðni, sem oft grundvallast á tvíræðni. Markmiðið er að auðvelda skilning á tvíræðum upplýsingum sem eru svo algengar í tungumálinu.
Englar, hreinar meyjar, nornir og hórur: Endurritun kvenna úr sögunni í skáldskap (ENS448F)
Í námskeiðinu verður skoðað hvernig saga kvenna og reynsla þeirra hefur verið endurrituð í sögulegum skáldskap, með áherslu á bókmenntatexta gefna út frá árinu 2000. Við skoðum hinar ýmsu hliðar á því hvernig sögulegar bókmenntir skapa nýtt rými fyrir konur í annars karllægri mannkynssögu, og hvernig þær vinna gegn hinum ýmsu staðalmyndum um konur. Kenningar og gagnrýni tengt efninu verður einnig lesið og rætt, með áherslu á femínisma, endurskoðunarstefnu og póstmódernisma.
ATH. Þetta námskeið er ekki skráð sem fjarnámskeið en nemendur sem hafa áhuga á að taka það utanskóla eru hvattir til að hafa samband við kennara varðandi mögulegar ráðstafanir.
Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: Franska (FRA218F)
Markmiðið með námskeiðinu er að treysta og festa málfræði- og ritunarkunnáttu nemenda á frönsku. Unnið verður með flókna setningarskipan, greiningu á þungum textum og endurritun þeirra. Kennsla fer fram á frönsku.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
Menning og andóf (MFR703M)
Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.
Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)
Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.
Spænsk málsaga og málsvæði (SPÆ202M)
Í þessu námskeiði verður fjallað um sögu spænskrar tungu, uppruna hennar og þróun til dagsins í dag.
Sérverkefni í spænsku (SPÆ208G)
Sérverkefni í samráði við greinarformann.
Bókmenntir og menning landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna (SPÆ402M)
Í þessu námskeiði verður farið í tildrög og sögu landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna. Horft verður á mörkin bæði úr suðri og norðri. Lesin verða valin bókmenntaverk og margvíslegir textar eftir mexíkóska og Mexíkó-ameríska (chicanóa) höfunda frá landamærasvæðunum. Einnig verða kvikmyndir um landamærin teknar fyrir. Fjallað verður um stöðu markanna nú á dögum og múrveggja sem hafa verið reistir. Einnig kemur við sögu mikilvægi mexíkóskra farandverkamanna í samskiptum þjóðanna tveggja.
Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Skáldsagan á 20. öld (SPÆ405M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.
Kennsla
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.
Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Smásögur og ljóð (SPÆ412M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.
Nýlendubókmenntir (SPÆ501M)
Bókmenntir landafundatímabilsins lesnar og skýrðar. Skoðað verður hvernig sjónarhorn "los conquistadores" mótaði þá mynd sem dregin var upp af nýja heiminum, hafði áhrif á atburði í álfunni og mótaði söguskoðun síðari tíma.
Málstofa og málstofuverkefni B: Bókmenntir Rómönsku Ameríku (SPÆ801F)
Málstofuverkefni í bókmenntum.
Einstaklingsverkefni (SPÆ804FSPÆ806F)
Einstaklingsverkefni í samráði við kennara.
- Haust
- MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema
- Lokaverkefni í Ameríkufræðum
- Lokaverkefni í Ameríkufræðum
- Lokaverkefni í Ameríkufræðum
- Rannsóknarverkefni: Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndumV
- Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra málaV
- Hollywood: Place and MythV
- Theory applied to Videogame StudiesV
- Þrettán hlutirV
- Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menningV
- Tungumál og menning IV
- Kvikmyndir Rómönsku AmeríkuV
- EinstaklingsverkefniV
- Málstofa C: OrðabókafræðiV
- Fræðaiðja og rannsóknirV
- Kenningar í hugvísindumV
- Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórnV
- Ritstjórn og fræðileg skrifV
- Ritstjórn og fræðileg skrifV
- Vor
- Lokaverkefni í Ameríkufræðum
- Lokaverkefni í Ameríkufræðum
- Lokaverkefni í Ameríkufræðum
- Fjölmiðla- og netlæsi: Ratað um hið stafræna landslagV
- Merking sagnorða og staða rökliðaV
- Amerískar bókmenntir um kreppu samtímans: Frá 11. september til Covid-19V
- LeynilögreglusögurV
- AðlaganirV
- Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra málaV
- Tungumál og kímniV
- Englar, hreinar meyjar, nornir og hórur: Endurritun kvenna úr sögunni í skáldskapV
- Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: FranskaV
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni VE
- Menning og andófV
- Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefðV
- Spænsk málsaga og málsvæðiV
- Sérverkefni í spænskuV
- Bókmenntir og menning landamæra Mexíkó og BandaríkjannaV
- Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Skáldsagan á 20. öldVE
- Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Smásögur og ljóðV
- NýlendubókmenntirVE
- Málstofa og málstofuverkefni B: Bókmenntir Rómönsku AmeríkuVE
- EinstaklingsverkefniV
- Ímyndir, vald og framandleikiV
MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema (ENS113F)
Þetta er skyldunámskeið fyrir alla meistaranema í ensku. Haldnar eru stuttar málstofur þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða stefnur og tilgátur tengdum enskum fræðum og undirbúa sig fyrir að kynna eigin verk og annarra á vettvangi sinna fræða, heima eða erlendis. Mat er byggt á þátttöku í námskeiðinu: 2 stuttum verkefnum og kynningu á rannsóknarverkefni sem unnið er í tengslum við námskeið valnámskeið eða lokaverkefni.
Lokaverkefni í Ameríkufræðum (AME304L)
Lokaverkefni í Ameríkufræðum unnið á ensku.
Lokaverkefni í Ameríkufræðum (AME305L)
Lokaverkefni í Ameríkufræðum. Gert er ráð fyrir að lokaverkefni sé unnið á frönsku, en leiðbeinandi tekur þó lokaákvörðun um tungumálið í samráði við nemandann.
Lokaverkefni í Ameríkufræðum (AME306L)
Lokaverkefni í Ameríkufræðum. Gert er ráð fyrir að lokaverkefni sé unnið á spænsku, en leiðbeinandi tekur þó lokaákvörðun um tungumálið í samráði við nemandann.
Rannsóknarverkefni: Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndum (ENS022F)
Í þessu námskeiði verður skoðað hvernig fjallað er um Túdorana og valdatíð þeirra í 21. aldar skáldsögum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Sérstök áhersla er lögð á túlkanir á Hinriki áttunda og dóttur hans, Elísabetu fyrstu.
Þetta rannsóknarverkefni tengist námskeiðinu ENS505G – Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndum. Mælt er með því að nemendur sem taka ENS022F mæti samhliða í fyrirlestra í ENS505G.
ATH. Nemendur sem hafa áður lokið ENS505G geta ekki tekið þetta námskeið.
Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)
Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli.
Hollywood: Place and Myth (ENS352M)
What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.
A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.
This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.
Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.
Theory applied to Videogame Studies (ENS508M)
This course provides an overview of different theoretical ways to approach videogames. Individual learning will be fostered through selected texts, in-class and online discussion, and the practical application of the theories studied. Students will explore current issues in game studies from the perspective of the humanities and the use of narratology and other literary theories for the scholarly study of videogames as texts.
Þrettán hlutir (FOR701M)
Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion. The course will be taught in english.
Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menning (FRA103F)
Í þessu námskeiði er farið ítarlega í menningu, sögu og stjórnkerfi Frakklands. Kennsla fer fram á frönsku.
Tungumál og menning I (MOM301F)
Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.
Kvikmyndir Rómönsku Ameríku (SPÆ303M, SPÆ101M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í kvikmyndasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í kvikmyndagerð álfunnar þó megináhersla verði lögð á uppgangstímann fyrir og eftir aldarmótin. Kvikmyndunum er ætlað að spegla tiltekin samfélög og veita innsýn í mismunandi stefnur. Námskeiðinu er enn fremur ætlað að þjálfa nemendur í menningalæsi og kvikmyndarýni.
Einstaklingsverkefni (SPÆ705FSPÆ709F)
Einstaklingsverekfni í samráði við kennara.
Málstofa C: Orðabókafræði (SPÆ714F)
Málstofa í orðabókarfræði
Fræðaiðja og rannsóknir (ABF902F)
Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur á meistarastigi fyrir skrif á lokaritgerð. Kennt er á hálfsmánaðarfresti, annan hvorn fimmtudag samkvæmt stundatöflu (undantekning er að þrjár vikur líða milli fjórða og fimmta tíma). Fyrsti hluti námskeiðs snýst um val á ritgerðarefni og frumheimildum, mótun rannsóknarspurningar og aðra þætti er lúta að upphafi vinnunnar. Næst verður sjónum beint að því teoretíska efni sem kemur til með að vera grundvöllur ritgerðarinnar, bæði hvernig rýnt er í efnið og það leitað uppi. Jafnframt verður rætt um þá nálgun sem nemendur hyggjast nýta sér og vinna með. Í þriðja og síðasta hluta verða nemendur með framsögur. Hér yrði um eins konar málstofu að ræða þar sem annars vegar ráð er gert fyrr þátttöku allra. Mikilvægt er að vinnan í kringum framsöguna sé markviss og nýtist við lokaskýrsluna sem allir nemendur skila og er nákvæm greinagerð (ásamt heimildaskrá með skýringum) um rannsóknarspurningu, uppbyggingu og efnistök væntanlegrar meistararitgerðar. Nemendur halda jafnframt dagbók þar sem grein er gerð fyrir undirbúningslestrinum og hvernig þeir textar sem lesnir eru koma til með að nýtast við ritgerðarskrif. Námsmatið í námskeiðinu er dagbókarskýrsla (25%), fyrirlestur í tíma (25%) og lokaritgerð (50%).
Kenningar í hugvísindum (FOR709F)
Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.
Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórn (HMM120F)
Starf vefstjórans hefur tekið miklum breytingum með stöðugri tækniþróun og áherslu á stafrænar lausnir. Leitast verður við að veita nemendum góða innsýn í helstu þætti í starfi vefstjórans. Rýnt verður í skrif fræðimanna á sviði vefmiðlunar, nemendur kynnast nauðsynlegum tækjum og tólum og við fáum til okkar góða gesti sem hafa fjölbreytta starfsreynslu sem vefstjórar, vefritstjórar og á sviði stafrænnar miðlunar.
Starf vefritstjóra er iðulega samofið almennri vefstjórn. Nemendur fá góða innsýn í ritstjórn vefja og skrifum fyrir stafræna miðla. Fjallað verður um helstu þætti sem vefstjóri / vefritstjóri þarf að hafa vald á, svo sem upplýsingaarkitektúr, skrifum fyrir vef, framsetningu myndefnis, grundvallaratriði í vefhönnun, aðgengismál, nytsemi, öryggismál, vefmælingar, vefumsjónarkerfi, grunntækni vefviðmótsins, helstu hugtök og skilgreiningar í tækni vefsins og netsins.
Nemendur setja upp eigin vef og nota til þess vefumsjónarkerfi að eigin vali, t.d WordPress eða Wix, sem bæði eru til í ókeypis útgáfum, og er hluta verkefna skilað þar. Þannig öðlast nemendur þjálfun í að setja upp einfaldan vef og byggja upp leiðakerfi. Athygli er sérstaklega vakin á því að í námskeiðinu er ekki kennsla á vefumsjónarkerfi. Þeim sem ekki hafa reynslu af notkun þeirra fyrir er bent á að á YouTube má finna fjölda myndbanda þar sem hægt er að læra á kerfin, allt frá grunnatriðum og upp í mun flóknari þætti en ætlast er til að í þessu námskeiði.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Lokaverkefni í Ameríkufræðum (AME445L)
Lokaverkefni í Ameríkufræðum unnið á ensku.
Lokaverkefni í Ameríkufræðum (AME446L)
Lokaverkefni í Ameríkufræðum. Gert er ráð fyrir að lokaverkefni sé unnið á frönsku, en leiðbeinandi tekur þó lokaákvörðun um tungumálið í samráði við nemandann.
Lokaverkefni í Ameríkufræðum (AME447L)
Lokaverkefni í Ameríkufræðum. Gert er ráð fyrir að lokaverkefni sé unnið á spænsku, en leiðbeinandi tekur þó lokaákvörðun um tungumálið í samráði við nemandann.
Fjölmiðla- og netlæsi: Ratað um hið stafræna landslag (ENS520M)
Eftir því sem internetið verður sífellt stærri hluti af daglegu lífi, er nauðsynlegt að skilja hvernig slík hnattræn sítenging hefur áhrif á samfélag okkar og menningu. Námskeiðið miðar að því að veita nemendum skilning á netlífi þeirra og þeim öflum sem hafa áhrif á þá þegar þeir eiga í samskiptum á samfélagsmiðlum. Við munum skoða hvernig fjölmiðlar hafa lagað sig að stafrænum heimi og hvernig þessar tvær upplýsingarásir móta hvor aðra. Nemendur verða hvattir til að gaumgæfa sitt eigið samband við samfélagsmiðla, ræða reynslu sína af stafrænu umhverfi og hugmyndir sínar um hlutverk samfélagsmiðla í samfélaginu. Í námskeiðinu skoðum við efni þar sem tekur á mótun samfélagsmiðla, dreifingu upplýsinga yfir fjölmiðla, mannlegri hegðun á netinu og utan þess og áhrif samfélagsmiðla á félagslegar og pólitískar hreyfingar. Nemendur munu læra að nálgast heimildir á netinu með gagnrýnum hætti og öðlast innsýn í internetið sem fræðilegt rannsóknarsvið. Þeir munu fræðast um samskipta- og félagsfræðikenningar, gagnrýna fjölmiðlakenningu og kenningar um siðfár, róttækni og fjandsemi á netinu. Við munum kanna þá kima netsins sem oft eru hudlir, en eru djúpt innfléttaðir í dægurmenningu, rangfærslur og samsæriskenningar.
Merking sagnorða og staða rökliða (ENS718F)
Viðurkenndar skoðanir í málvísindum ganga út frá að merking sagna ráði að hluta til þeim setningafræðilegu mynstrum sem rökliðir sagnorða birtast í. Til dæmis eru gerendur alltaf frumlög og sagnir í ensku sem merkja breytingu ástandi vegna ytri áhrifa geta almennt bæði verið áhrifssagnir og áhrifslausar. Í þessu námskeiði er lagt mat á rök og fræðikenningar sem málfræðingar hafa notað til að ná utan um alhæfingar á þessu sviði.
Amerískar bókmenntir um kreppu samtímans: Frá 11. september til Covid-19 (ENS521M)
Smásaga Deborah Eisenberg sem kom út eftir 11. september „Twilight of the Heroes“ hefst á ímynduðu samtali milli söguhetjunnar og ímyndaðra framtíðarbarnabarna hans. Hann rifjar upp söguna af Y2K vandanum, „Árið tvö þúsund! Nýtt ný öld!“ þegar sumir voru sannfærðir um að heimurinn myndi enda. Þegar uppi var staðið gerðist ekkert; „Þetta var kraftaverk. Á allri jörðinni, frá austri til vesturs og aftur til baka, gerðist alls ekkert skelfilegt“ (38). Þetta „kraftaverk“ var skammlíft. 21. öldin hefur verið mörkuð af kreppu og hörmungum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Í þessu námskeiði munu nemendur lesa frásagnir sem tengjast krísum samtímans, sérstaklega ellefta september, fellibylnum Katrínu, fjármálahruninu 2008, kynþáttaofbeldi gegn blökkufólki og Covid-19 heimsfaraldrinum. Námskeiðið einblínir á bókmenntir til að leggja áherslu á vef sem tengja þessar kreppur hver við aðra - til dæmis hvernig kynþáttafordómar eftir 11. september höfðu áhrif á björgunaraðgerðir í fellibylnum Katrínu og hvernig fellibylurinn Katrina undirstrikaði kerfisbundið kynþáttamisrétti sem kom í hámæli á tímum Black Lives Matter hreyfingarinnar. Lesin verða verk eftir Jonathan Safran Foer, Khaled Hosseini, Dave Eggers, Jesmyn Ward, Michael Lewis, Celeste Ng, Ta-Nehisi Coates, Brit Bennett og Gary Shteyngart. Nemendur munu læra og nýta viðeigandi bókmenntafræði, þar á meðal áfallafræði, femíníska kenningu, gagnrýna kynþáttafræði, póstmódernisma, menningarfræði og “new sincerity”.
Leynilögreglusögur (ENS519M)
Í þessu námskeiði er leitast við að rannsaka hina dularfullu og karismatísku persónu spæjarans í spæjaraskáldskap sem og nokkrar af algengum sviðum í bókmenntaverkum af þessu tagi. Oft sérvitur og dásamlega fyndinn, persóna fagmannsins eða áhugamannsins er sú sem hefur heillað og glatt lesendur frá því hún var fundin upp. Leynilögreglumaðurinn, ásamt undirtegundinni sem nefnd er eftir þessari persónu, hefur laðað að hersveitir aðdáenda og áhugamanna sem laðast að leyndardómum og eru fúsir til að leysa þrautir eða gátur, ásamt uppáhalds einkaspæjaranum sínum. Oft fylgt eftir af vel meinandi en hugmyndalausum hliðarmanni, miðlar spæjarinn þekkingu sinni og niðurstöðum til aðstoðarmanns síns og áhorfenda, og varpar ljósi á myrkustu og óvæntustu málin, til mikillar lotningar og spennu þeirra sem eru á meðal hans.
Aðlaganir (ENS217F)
Í þessu námskeiði verður rýnt í bókmenntaverk sem hafa verið aðlöguð yfir í sjónvarpsseríur og kvikmyndir og glímt við hin fjölmörgu hugtök og kenningar sem tengjast þessari tiltölulega nýju og sívaxandi fræðigrein. Námsefnið samanstendur af sérvöldum fræðigreinum, smásögum auk skyldutexta námskeiðsins, Adaptation and Appropriation, eftir Julie Sanders, New Critical Idiom 2015.
Með þessu verður leitast við að skilja hvernig aðlaganir myndast og geta nýst til að brjóta niður hefðir og menningarmúra.
Skoðaðar verða sérvaldir þættir úr nokkrum sjónvarpsseríum sem byggðar hafa verið á skáldsögum eða smásögum, s.s. Saga þernunnar, e. Margaret Atwood, Hroki og hleypidómar og eða Vonir og væntingar, e. Jane Austen og Big Little Lies, e. Liane Moriarty ofl.
Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS235F)
Í námskeiðinu verða kynntar helstu rannsóknir á máltöku og kennslu annars máls og erlendra mála. Fjallað verður um eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir sem notaðar eru við könnun á máltöku og kennsluaðferðum. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.
Tungumál og kímni (ENS349M)
Í þessu námskeiði er varpað ljósi á málfræðihugtök með því að nota teiknimyndir, brandara og atriði úr gamanþáttum og myndum. Fjallað verður um öll helstu undirstöðuatriði í rannsóknum á mannlegu máli, þar á meðal samskiptakerfi, hljóð, orð, setningarliði, setningar, málnotkun, orðræðu, máltöku barna, og breytileika í máli og málbreytingar. Það óvenjulega við þetta námskeið er að málfræðidæmin sem eru notuð tengjast kímni, skopi og hæðni, sem oft grundvallast á tvíræðni. Markmiðið er að auðvelda skilning á tvíræðum upplýsingum sem eru svo algengar í tungumálinu.
Englar, hreinar meyjar, nornir og hórur: Endurritun kvenna úr sögunni í skáldskap (ENS448F)
Í námskeiðinu verður skoðað hvernig saga kvenna og reynsla þeirra hefur verið endurrituð í sögulegum skáldskap, með áherslu á bókmenntatexta gefna út frá árinu 2000. Við skoðum hinar ýmsu hliðar á því hvernig sögulegar bókmenntir skapa nýtt rými fyrir konur í annars karllægri mannkynssögu, og hvernig þær vinna gegn hinum ýmsu staðalmyndum um konur. Kenningar og gagnrýni tengt efninu verður einnig lesið og rætt, með áherslu á femínisma, endurskoðunarstefnu og póstmódernisma.
ATH. Þetta námskeið er ekki skráð sem fjarnámskeið en nemendur sem hafa áhuga á að taka það utanskóla eru hvattir til að hafa samband við kennara varðandi mögulegar ráðstafanir.
Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: Franska (FRA218F)
Markmiðið með námskeiðinu er að treysta og festa málfræði- og ritunarkunnáttu nemenda á frönsku. Unnið verður með flókna setningarskipan, greiningu á þungum textum og endurritun þeirra. Kennsla fer fram á frönsku.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
Menning og andóf (MFR703M)
Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.
Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)
Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.
Spænsk málsaga og málsvæði (SPÆ202M)
Í þessu námskeiði verður fjallað um sögu spænskrar tungu, uppruna hennar og þróun til dagsins í dag.
Sérverkefni í spænsku (SPÆ208G)
Sérverkefni í samráði við greinarformann.
Bókmenntir og menning landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna (SPÆ402M)
Í þessu námskeiði verður farið í tildrög og sögu landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna. Horft verður á mörkin bæði úr suðri og norðri. Lesin verða valin bókmenntaverk og margvíslegir textar eftir mexíkóska og Mexíkó-ameríska (chicanóa) höfunda frá landamærasvæðunum. Einnig verða kvikmyndir um landamærin teknar fyrir. Fjallað verður um stöðu markanna nú á dögum og múrveggja sem hafa verið reistir. Einnig kemur við sögu mikilvægi mexíkóskra farandverkamanna í samskiptum þjóðanna tveggja.
Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Skáldsagan á 20. öld (SPÆ405M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.
Kennsla
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.
Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Smásögur og ljóð (SPÆ412M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.
Nýlendubókmenntir (SPÆ501M)
Bókmenntir landafundatímabilsins lesnar og skýrðar. Skoðað verður hvernig sjónarhorn "los conquistadores" mótaði þá mynd sem dregin var upp af nýja heiminum, hafði áhrif á atburði í álfunni og mótaði söguskoðun síðari tíma.
Málstofa og málstofuverkefni B: Bókmenntir Rómönsku Ameríku (SPÆ801F)
Málstofuverkefni í bókmenntum.
Einstaklingsverkefni (SPÆ804FSPÆ806F)
Einstaklingsverkefni í samráði við kennara.
Ímyndir, vald og framandleiki (MAN101F)
Námskeiðið varpar ljósi á hvernig fordómar og staðalmyndir eru hluti af afmörkunarferli sem er rakið til nýlenduhyggju. Í námskeiðinu er því rýnt ferli afmörkunnar út frá gagnrýnum kenningum um kynþætti og eftirlendustefnu. Áhersla er lögð á að skoða ímyndir og orðræður fortíðar og nútímans um fólk sem eru afmarkað í samfélögum sem „hin‘“og hvernig „Hinun“ á sér stað. Út frá því gagnrýna ljósi, er ímyndasköpunin sem átti sér stað á tímum nýlenduveldanna greind sem og söguleg tenging þeirra við hugmyndir um menningu, sjálfsmyndir og þróun. Ferli sem jafnan er tengt við óríentalisma. Ennfremur er áherslan á tengingu eldri orðræðu við nýlenduhyggju, þjóðersnishyggju, og birtingamyndir nútímans sem beinast að jaðarsettum hópum i Evrópu.
Í námskeiðinu, er einnig skoðað hvernig slíkar orðræður hafa áhrif á sjálfsmyndir samfélagslega flokkaða hópa, afmörkun byggða á líkamlegum forsendum og afmarkaða staði. Að því leiti, er skoðað atbeni fólks, mótsstöður, og leiðir til viðnáms gegn jaðarsentingu og rasisma. Að lokum er rýnt í hvenrig mannfræðilegar rannsóknir og afstaða fræðimanna hefur spilast inn í þekkingarmynstur og pólítik fortíðar og nútíðar.
Námskeiðið er kennt á ensku.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.