Íslenskar bókmenntir


Íslenskar bókmenntir
MA – 120 einingar
Markmið meistaranáms í íslenskum bókmenntum er að veita nemendum vísindalega þjálfun og undirbúning fyrir framhaldsnám og störf af ýmsu tagi, svo sem framhaldsskólakennslu, margvísleg fræðistörf og doktorsnám.
Skipulag náms
- Haust
- Rannsóknarverkefni AV
- Harðsoðnar hetjur í bókmenntum og kvikmyndumV
- Rannsóknarverkefni BV
- Ritstjórn og fræðileg skrifV
- Konur og kynjaverur í bókmenntum fyrri aldaV
- Vor
- Sögur og staðirV
- LæknahugvísindiV
- Norræn trúV
- Rannsóknarverkefni BV
- ÍslendingasögurV
- Íslensk miðaldahandritV
- Rannsóknarverkefni AV
Rannsóknarverkefni A (ÍSL440F)
Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Harðsoðnar hetjur í bókmenntum og kvikmyndum (ABF736F)
Í námskeiðinu verður litið á úrval kvikmynda frá Bandaríkjunum og öðrum löndum og reynt að varpa ljósi á ris og hnig rökkurmyndahefðarinnar. Auk þess munu nemendur lesa sjö skáldverk, innlend og erlend, sem tengjast hefðinni á einn eða annan hátt.
Rannsóknarverkefni B (ÍSL804F)
Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Konur og kynjaverur í bókmenntum fyrri alda (ÍSB721F)
Í námskeiðinu verður farið í þær mismunandi kvenímyndir sem birtast okkur í bókmenntum fyrri alda, allt frá norrænni goðafræði yfir í þjóðsögur. Teknar verða fyrir konur og kvenvættir á borð við gyðjur, örlaganornir, tröll (skessur), valkyrjur, skjaldmeyjar, konur sem skipta hömum, meykónga, völvur og seiðkonur, lærðar konur og nunnur, heilagar meyjar, hæverskar konur og kóngadætur, kvenskörunga í Íslendingasögum og fornaldarsögum, konur í Sturlungu, almúgakonur og ambáttir, skáldkonur, uppreisnarkonur, konur í sagnadönsum og sagnakvæðum, konur í íslenskum ævintýrum og huldukonur. Í öllum tilvikum verða einkenni þessara kvenna skoðuð, sem og hlutverk þeirra í sögunum, samfélagsleg staða og sá félagslegi rammi sem þeim er skapaður. Við munum lesa texta eða textabrot þar sem konur fara með veigamikið hlutverk, auk þess sem við munum lesa fræðirit og greinar þar sem fjallað er um konur í íslenskum bókmenntum fyrri alda. Námskeiðið kemur til með að efla þekkingu nemenda á konum í íslenskri bókmenntasögu og setja þær í nýtt og spennandi heildarsamhengi.
Sögur og staðir (MIS814F)
Íslenskar miðaldabókmenntir eru sérstakar fyrir það hve tengdar þær eru ákveðnum stöðum þar sem sögurnar gerast. Á þetta bæði við um Íslendingasögur og konungasögur, en hægt er að heimsækja sögustaði þeirra og tengjast atburðunum á annan hátt en ella. Undanfarin ár hafa rýmisfræði (spatial studies) orðið æ fyrirferðarmeiri í rannsóknum á norrænum miðaldabókmenntum. Þessi fræði eiga rætur að rekja til þróunar í hugvísindum á síðari hluta 20. aldar en hafa fengið aukið vægi á þessari öld með tilkomu nýrra aðferða við að gera grein fyrir rýmis, m.a. með GPS staðsetningatækjum, gerð stafrænna korta o.m.fl. Ýmsir fræðimenn hafa orðið til þess að nálgast íslenskar fornbókmenntir út frá rýmisfræðunum, t.d. Emily Lethbridge og Eleanor Barraclough. Í námskeiðinu verður þessi fræðahefð kynnt, sögur lesnar með tilliti til rýmisins og sögustaðir heimsóttir. Þótt námskeiðið sé kennt á vormisseri eru nemendur hvattir til að taka þátt í ferðum á sögustaði sem skipulagðar eru í tengslum við norrænt og alþjóðlegt meistaranám í víkinga- og miðalddafræðum.
Læknahugvísindi (ÍSB708F)
Læknahugvísindi (e. medical humanities) er þverfaglegt rannsóknasvið sem sameinar læknisfræði og bókmenntir en grundvöllur þess er áhugi á frásögnum og líkama. Í námskeiðinu verður farið yfir lykilhugtök og hugmyndir læknahugvísinda og fjallað um hvaða lærdóm draga megi af bókmenntaverkum og kvikmyndum um sjúkdóma, sársauka, tilfinningalíf, áföll, sorg og samskipti skjólstæðinga við heilbrigðisstarfsfólk. Þá verður fjallað um gildi frásagnarinnar innan læknalistarinnar en í því skyni verður sjónum beint að ólíkum frásagnargerðum og misjöfnu tungutaki sjúklinga og lækna; tengslum frásagnar og samlíðunar og hvernig sjúkdómar og áföll geta sett mark sitt á frásagnir. Áhersla er lögð á fyrirbærafræði sjúkdómsins, læknasögur, sjúkrasögur og sjúkdóminn sem tákn og menningu í spegli bókmennta, kvikmynda og annarra lista. Verk sem meðal annars verða skoðuð og greind í námskeiðinu eru skáldsögurnar Ból (Steinunn Sigurðardóttir), Stóri skjálfti (Auður Jónsdóttir), Lífsmörk (Ari Jóhannesson), Krabbaveislan (Hlynur Grímson), kvikmyndirnar Still Alice, Wit, Eiðurinn og sjálfsævisögurnar Ótuktin (Anna Pálína Árnadóttir) og Ástin, dauðinn og drekinn (Vilborg Davíðsdóttir).
Norræn trú (ÞJÓ203F)
Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.
Vinnulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.
Rannsóknarverkefni B (ÍSL804F)
Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Íslendingasögur (ÍSB601F)
Í þessu 10 eininga námskeið verða kynntar mismunandi fræðilegar aðferðir við að lesa og túlka Íslendingasögur. Lesnar verða valdar Íslendingasögur (Egils saga, Eyrbyggja saga og Grettis saga), þær greindar og fjallað um helstu fræðilegar útleggingar á þeim. Hugað verður sérstaklega að samspili kveðskapar og lausamáls í merkingarmyndun sagnanna, meðal annars með hliðsjón af samtíma höfunda og viðtakenda þeirra.
Íslensk miðaldahandrit (ÍSL416M)
Í þessu námskeiði verður fjallað um íslenska handritamenningu frá ýmsum hliðum. Nemendur fá þjálfun í að lesa íslensk handrit frá ýmsum tímum, allt frá elstu skinnhandritunum á tólftu og þrettándu öld og fram á tíma pappírshandrita á sautjándu og átjándu öld. Gefið verður yfirlit yfir skriftarsöguna, fjallað um uppruna íslenskrar skriftar og helstu breytingar á henni í tímans rás og nemendur þjálfaðir í að lesa ólíkar skriftartegundir frá ólíkum tímum. Stafsetning fornra handrita er um margt ólík þeirri stafsetningu sem við eigum að venjast í nútímanum. Þar er til að mynda notað kerfi skammstafana sem að hluta til er arfur úr miklu eldri latínustafsetningu. Nemendur fá þjálfun í að lesa úr þessum styttingum. Íslenskt mál hefur einnig breyst í tímans rás og margvíslegar málbreytingar birtast þegar lesnir eru íslenskir textar frá ólíkum tímum. Rætt verður um valdar breytingar. Breytingar á skrift, stafsetningu og máli veita mikilvægar vísbendingar um aldur handrita og fá nemendur þjálfun í að tímasetja íslensk handrit á grundvelli skriftar, stafsetningar og máls.
Fjallað verður um bókagerð á miðöldum og meðal annars rætt um skinnaverkun, blekgerð og bókband. Fjallað verður um skrifara og skrifaraskóla og líklegar miðstöðvar bókagerðar á Íslandi á miðöldum. Rýnt verður í verk nokkurra afkastamikilla skrifara frá fjórtándu öld. Hvað var skrifað? Hvernig var skrifað? Breyttust vinnubrögð skrifara á löngum skrifaraferli? Enn fremur verður fjallað um textana sem handritin geyma og undirstöður textafræðinnar kynntar. Njáls saga hefur, svo dæmi sé tekið, varðveist í ríflega sextíu handritum og textinn í þeim er nokkuð breytilegur. Hvaða handrit á að leggja til grundvallar við útgáfu Njáls sögu? Rætt verður um mismunandi útgáfur fornra texta og nemendur takast á við útgáfuverkefni. Fjallað verður um rafrænar útgáfur og nemendur fá þjálfun í merkingu fornra texta með textamerkingarmálinu XML eftir leiðbeiningum Medieval Nordic Text Archive (MENOTA) og Medieval Unicode Font Initiative (MUFI).
Námskeiðið er kennt með blöndu af fyrirlestrum og vinnustofum með virkri þátttöku nemenda. Efni verður oft miðlað með upptökum á fyrirlestrum til að geta nýtt meiri tíma í kennslustofu fyrir umræður og virka þátttöku nemenda.
Námskeiðið er kennt í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og fara nemendur í heimsókn á stofnunina til að kynnast safnkosti og vinnuaðstöðu og skoða handrit.
Kennsluáætlun
Vika 1
(1) Inngangur
Námskeiðið kynnt: kennslufyrirkomulag, lesefni, verkefni, námsmat.
Viðfangsefnið kynnt: Íslensk miðaldahandrit.
(2) Elstu handrit og upphaf ritunar á Íslandi
Ágrip af sögu latínuleturs og elstu handrit á íslensku. Hvar lærðu Íslendingar að nota latínuletur? Hvaða stafsetning var notuð? Helstu einkenni miðaldastafsetningar og notkun styttinga.
Vika 2
(3) Rafrænar útgáfur norrænna forntexta
Hvernig er hægt að miðla fornum textum með rafrænum hætti? Textamerkingarmálið XML, TEI, MENOTA, MUFI og fleira því tengt. Við spreytum okkur á að skrifa upp og merkja texta í XML.
(4) Stafsetning elstu handrita og Fyrsta málfræðiritgerðin
Notkun latínustafrófsins við að skrifa íslensku: áskoranir — og lausnir höfundar Fyrstu málfræðiritgerðarinnar um miðja tólftu öld.
Vika 3
(5) Íslensk skrift og stafsetning á þrettándu öld
Munurinn á íslenskri og norskri skrift og stafsetningu á tólftu öld. Hvað breyttist á þrettándu öld?
(6) Ólíkar tegundir prentútgáfna: fræðilegar útgáfur
Hversu nákvæmar eiga prentaðar útgáfur að vera? Á að prenta hvern stafkrók úr handritinu? Hvað er „samræmd stafsetning forn“? Hverjar eru þarfir notenda? Hvert er hlutverk útgefandans?
Vika 4
(7) Norsk áhrif á skrift, stafsetningu og mál í handritum á Íslandi
Hvernig birtast norsk áhrif? Hve djúpt ristu þau? Hve lengi má finna þau í íslensku ritmáli?
(8) Aldursgreining handrita: skrift, stafsetning og mál
Hvernig er unnt að aldursgreina miðaldahandrit? Fjallað um nokkur einkenni í skrift, stafsetningu og máli er að gagni geta komið.
Vika 5
(9) Íslensk skrift og stafsetning á fjórtándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
(10) Ein rithönd eða margar?
Að sjá handa skil: Nokkur greinimörk. Íslenska hómilíubókin frá um 1200: Einn skrifari eða fjórtán?
Vika 6
(11) Bókagerð: skinn, blek, band og forvarsla
Hvernig var skinn verkað til bókfells? Hvernig var blek unnið? Hönnun bókar og bókband. Viðgerð bóka í nútímanum og varðveisla til framtíðar.
(12) Bókagerð: skinn, blek, band og forvarsla
Heimsókn á Stofnun Árna Magnússonar: Handrit skoðuð og handfjötluð undir ströngu eftirliti. Gripið í fjaðrapenna, oddur skorinn og dýft í blek.
— VERKEFNAVIKA —
Vika 7
(13) Skrifarar, skrifaraskólar, útflutningur bóka
Um atvinnuskrifara, samvinnu skrifara og mikla bókaframleiðslu. Skrifuðu Íslendingar bækur til útflutnings á þrettándu og fjórtándu öld?
(14) Íslensk skrift og stafsetning á fimmtándu og sextándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
Vika 8
(15) Textafræði
Handrit verður til af handriti; textinn tekur breytingum. Um textageymd, lesbrigði, skyldleika handrita og stemmu.
(16) Textafræði
Lesið og skrifað upp úr íslenskum miðaldahandritum, handrit borin saman og lesbrigðum safnað.
Vika 9
(17) Lýsingar í handritum
Um skreytta upphafsstafi og myndlist í miðaldahandritum; listamenn, handbragð og fyrirmyndir.
(18) Handritaskrár og handritaskráning
Við kynnumst helstu handritaskrám og ferlinu við skráningu handrits.
Vika 10
(19) Íslensk skrift og stafsetning á sautjándu og átjándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
(20) Textar í uppskriftum: forngripur eða lifandi texti?
Hvernig breyttist tungumálið í meðförum skrifara sem skrifuðu upp gömul handrit? Njáls saga er talin skrifuð undir lok þrettándu aldar. Hvaða mál er á Njáls sögu á sautjándu og átjándu öld?
Vika 11
(21) Fornfræðaáhugi, handritasöfnun og uppskriftaöld
Á sextándu öld kviknaði mikill áhugi á fornum fræðum, gömlum handritum var safnað og þau skrifuð upp af kappi.
(22) Ólíkar tegundir prentútgáfna: alþýðlegar útgáfur
Hvernig á að búa forna texta í hendur almenningi? Á að halda fornum einkennum í máli og stafsetningu eða á að færa allt til nútímahorfs? Um trúnað við handrit og trúnað við lesendur.
Vika 12
(23) Handritasöfn og handritasafnarar
Ævi og starf Árna Magnússonar.
(24) Handritamálið og heimkoma handritanna
Leitin að Skarðsbók postulasagna og kaup á æsispennandi uppboði, handritamálið og heimkoma handritanna.
— Þetta yfirlit er birt með fyrirvara um breytingar. —
Lesefni
Listi yfir lesefni er að finna á Canvas. Efni þar er (oftast) skipt í þrjá flokka:
(a) Skyldulesning: Textar sem ætlast er til að allir nemendur lesi.
(b) Valfrjálst viðbótarlesefni: Þetta er viðbótarlesefni fyrir þá sem vilja kafa dýpra.
(c) Fyrir þá sem vilja enn þá meira! Hér eru ábendingar um ýmiss konar lesefni. Þessi hluti er mest til uppýsingar en gæti komið að gagni við rannsóknaverkefnið.
Drjúgur hluti skyldulesefninu (og nokkuð af valfrjálsa viðbótarlesefninu) er á Canvas. Lesefni sem ekki er á Canvas er hægt að nálgast á rannsóknabókasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í Eddu og á Landsbókasafni-Háskólabókasafni í Þjóðarbókhlöðu.
Forkröfur
Námskeiðið er á meistarastigi en opið grunnnemum sem lokið hafa að minnsta kosti 90 ECTS einingum með fyrstu einkunn (M-námskeið). Kunnátta í íslensku er nauðsynleg.
Kennslufyrirkomulag
Námskeiðið er kennt með blöndu af fyrirlestrum og vinnustofum með virkri þátttöku nemenda. Efni verður oft miðlað með upptökum á fyrirlestrum til að geta nýtt meiri tíma í kennslustofu fyrir umræður og virka þátttöku nemenda (vendikennsla).
Vinnumál: Námskeiðið situr blandaður hópur nemenda hvaðanæva úr heiminum og því eru notuð tvö vinnumál, íslenska og enska. Fyrirlestrar eru teknir upp bæði á íslensku og ensku (að frátöldum gestafyrirlesurum sem flytja sitt mál á ensku), skrifleg verkefni eru bæði á íslensku og ensku, lesefni er á íslensku, ensku og Norðurlandamálum. Umræður í kennslustofu eru að mestu á ensku en íslensku má einnig nota í umræðum. — Sjá sérstakt minnisblað um vinnumál og vinnulag í kennslustofu.
Kröfur og námsmat
Lokaeinkunn í námskeiðinu verður byggð á eftirfarandi þáttum:
(1) Uppskriftir texta úr handritum: 30%
(2) Verkefni í handritaskráningu: 10%
(3) Verkefni í aldursgreining handrits: 10%
(4) Kynning á handriti dagsins: 10%
(5) Rannsóknarritgerð: 30%
(6) Virkni í kennslustundum: 10%
Skriflegum verkefnum verður öllum skilað í gegnum Canvas. Nánari fyrirmæli um verkefni og skilafresti er að finna á Canvas.
Rannsóknarverkefni A (ÍSL440F)
Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
- Haust
- Meistararitgerð í íslenskum bókmenntum
- Rannsóknarverkefni AV
- Harðsoðnar hetjur í bókmenntum og kvikmyndumV
- Rannsóknarverkefni BV
- Ritstjórn og fræðileg skrifV
- Konur og kynjaverur í bókmenntum fyrri aldaV
- Vor
- Meistararitgerð í íslenskum bókmenntum
- Sögur og staðirV
- LæknahugvísindiV
- Norræn trúV
- Rannsóknarverkefni BV
- ÍslendingasögurV
- Íslensk miðaldahandritV
- Rannsóknarverkefni AV
Meistararitgerð í íslenskum bókmenntum (ÍSB443L)
Nemandi sem hyggst skrifa MA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.
Rannsóknarverkefni A (ÍSL440F)
Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Harðsoðnar hetjur í bókmenntum og kvikmyndum (ABF736F)
Í námskeiðinu verður litið á úrval kvikmynda frá Bandaríkjunum og öðrum löndum og reynt að varpa ljósi á ris og hnig rökkurmyndahefðarinnar. Auk þess munu nemendur lesa sjö skáldverk, innlend og erlend, sem tengjast hefðinni á einn eða annan hátt.
Rannsóknarverkefni B (ÍSL804F)
Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Konur og kynjaverur í bókmenntum fyrri alda (ÍSB721F)
Í námskeiðinu verður farið í þær mismunandi kvenímyndir sem birtast okkur í bókmenntum fyrri alda, allt frá norrænni goðafræði yfir í þjóðsögur. Teknar verða fyrir konur og kvenvættir á borð við gyðjur, örlaganornir, tröll (skessur), valkyrjur, skjaldmeyjar, konur sem skipta hömum, meykónga, völvur og seiðkonur, lærðar konur og nunnur, heilagar meyjar, hæverskar konur og kóngadætur, kvenskörunga í Íslendingasögum og fornaldarsögum, konur í Sturlungu, almúgakonur og ambáttir, skáldkonur, uppreisnarkonur, konur í sagnadönsum og sagnakvæðum, konur í íslenskum ævintýrum og huldukonur. Í öllum tilvikum verða einkenni þessara kvenna skoðuð, sem og hlutverk þeirra í sögunum, samfélagsleg staða og sá félagslegi rammi sem þeim er skapaður. Við munum lesa texta eða textabrot þar sem konur fara með veigamikið hlutverk, auk þess sem við munum lesa fræðirit og greinar þar sem fjallað er um konur í íslenskum bókmenntum fyrri alda. Námskeiðið kemur til með að efla þekkingu nemenda á konum í íslenskri bókmenntasögu og setja þær í nýtt og spennandi heildarsamhengi.
Meistararitgerð í íslenskum bókmenntum (ÍSB443L)
Nemandi sem hyggst skrifa MA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.
Sögur og staðir (MIS814F)
Íslenskar miðaldabókmenntir eru sérstakar fyrir það hve tengdar þær eru ákveðnum stöðum þar sem sögurnar gerast. Á þetta bæði við um Íslendingasögur og konungasögur, en hægt er að heimsækja sögustaði þeirra og tengjast atburðunum á annan hátt en ella. Undanfarin ár hafa rýmisfræði (spatial studies) orðið æ fyrirferðarmeiri í rannsóknum á norrænum miðaldabókmenntum. Þessi fræði eiga rætur að rekja til þróunar í hugvísindum á síðari hluta 20. aldar en hafa fengið aukið vægi á þessari öld með tilkomu nýrra aðferða við að gera grein fyrir rýmis, m.a. með GPS staðsetningatækjum, gerð stafrænna korta o.m.fl. Ýmsir fræðimenn hafa orðið til þess að nálgast íslenskar fornbókmenntir út frá rýmisfræðunum, t.d. Emily Lethbridge og Eleanor Barraclough. Í námskeiðinu verður þessi fræðahefð kynnt, sögur lesnar með tilliti til rýmisins og sögustaðir heimsóttir. Þótt námskeiðið sé kennt á vormisseri eru nemendur hvattir til að taka þátt í ferðum á sögustaði sem skipulagðar eru í tengslum við norrænt og alþjóðlegt meistaranám í víkinga- og miðalddafræðum.
Læknahugvísindi (ÍSB708F)
Læknahugvísindi (e. medical humanities) er þverfaglegt rannsóknasvið sem sameinar læknisfræði og bókmenntir en grundvöllur þess er áhugi á frásögnum og líkama. Í námskeiðinu verður farið yfir lykilhugtök og hugmyndir læknahugvísinda og fjallað um hvaða lærdóm draga megi af bókmenntaverkum og kvikmyndum um sjúkdóma, sársauka, tilfinningalíf, áföll, sorg og samskipti skjólstæðinga við heilbrigðisstarfsfólk. Þá verður fjallað um gildi frásagnarinnar innan læknalistarinnar en í því skyni verður sjónum beint að ólíkum frásagnargerðum og misjöfnu tungutaki sjúklinga og lækna; tengslum frásagnar og samlíðunar og hvernig sjúkdómar og áföll geta sett mark sitt á frásagnir. Áhersla er lögð á fyrirbærafræði sjúkdómsins, læknasögur, sjúkrasögur og sjúkdóminn sem tákn og menningu í spegli bókmennta, kvikmynda og annarra lista. Verk sem meðal annars verða skoðuð og greind í námskeiðinu eru skáldsögurnar Ból (Steinunn Sigurðardóttir), Stóri skjálfti (Auður Jónsdóttir), Lífsmörk (Ari Jóhannesson), Krabbaveislan (Hlynur Grímson), kvikmyndirnar Still Alice, Wit, Eiðurinn og sjálfsævisögurnar Ótuktin (Anna Pálína Árnadóttir) og Ástin, dauðinn og drekinn (Vilborg Davíðsdóttir).
Norræn trú (ÞJÓ203F)
Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.
Vinnulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.
Rannsóknarverkefni B (ÍSL804F)
Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Íslendingasögur (ÍSB601F)
Í þessu 10 eininga námskeið verða kynntar mismunandi fræðilegar aðferðir við að lesa og túlka Íslendingasögur. Lesnar verða valdar Íslendingasögur (Egils saga, Eyrbyggja saga og Grettis saga), þær greindar og fjallað um helstu fræðilegar útleggingar á þeim. Hugað verður sérstaklega að samspili kveðskapar og lausamáls í merkingarmyndun sagnanna, meðal annars með hliðsjón af samtíma höfunda og viðtakenda þeirra.
Íslensk miðaldahandrit (ÍSL416M)
Í þessu námskeiði verður fjallað um íslenska handritamenningu frá ýmsum hliðum. Nemendur fá þjálfun í að lesa íslensk handrit frá ýmsum tímum, allt frá elstu skinnhandritunum á tólftu og þrettándu öld og fram á tíma pappírshandrita á sautjándu og átjándu öld. Gefið verður yfirlit yfir skriftarsöguna, fjallað um uppruna íslenskrar skriftar og helstu breytingar á henni í tímans rás og nemendur þjálfaðir í að lesa ólíkar skriftartegundir frá ólíkum tímum. Stafsetning fornra handrita er um margt ólík þeirri stafsetningu sem við eigum að venjast í nútímanum. Þar er til að mynda notað kerfi skammstafana sem að hluta til er arfur úr miklu eldri latínustafsetningu. Nemendur fá þjálfun í að lesa úr þessum styttingum. Íslenskt mál hefur einnig breyst í tímans rás og margvíslegar málbreytingar birtast þegar lesnir eru íslenskir textar frá ólíkum tímum. Rætt verður um valdar breytingar. Breytingar á skrift, stafsetningu og máli veita mikilvægar vísbendingar um aldur handrita og fá nemendur þjálfun í að tímasetja íslensk handrit á grundvelli skriftar, stafsetningar og máls.
Fjallað verður um bókagerð á miðöldum og meðal annars rætt um skinnaverkun, blekgerð og bókband. Fjallað verður um skrifara og skrifaraskóla og líklegar miðstöðvar bókagerðar á Íslandi á miðöldum. Rýnt verður í verk nokkurra afkastamikilla skrifara frá fjórtándu öld. Hvað var skrifað? Hvernig var skrifað? Breyttust vinnubrögð skrifara á löngum skrifaraferli? Enn fremur verður fjallað um textana sem handritin geyma og undirstöður textafræðinnar kynntar. Njáls saga hefur, svo dæmi sé tekið, varðveist í ríflega sextíu handritum og textinn í þeim er nokkuð breytilegur. Hvaða handrit á að leggja til grundvallar við útgáfu Njáls sögu? Rætt verður um mismunandi útgáfur fornra texta og nemendur takast á við útgáfuverkefni. Fjallað verður um rafrænar útgáfur og nemendur fá þjálfun í merkingu fornra texta með textamerkingarmálinu XML eftir leiðbeiningum Medieval Nordic Text Archive (MENOTA) og Medieval Unicode Font Initiative (MUFI).
Námskeiðið er kennt með blöndu af fyrirlestrum og vinnustofum með virkri þátttöku nemenda. Efni verður oft miðlað með upptökum á fyrirlestrum til að geta nýtt meiri tíma í kennslustofu fyrir umræður og virka þátttöku nemenda.
Námskeiðið er kennt í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og fara nemendur í heimsókn á stofnunina til að kynnast safnkosti og vinnuaðstöðu og skoða handrit.
Kennsluáætlun
Vika 1
(1) Inngangur
Námskeiðið kynnt: kennslufyrirkomulag, lesefni, verkefni, námsmat.
Viðfangsefnið kynnt: Íslensk miðaldahandrit.
(2) Elstu handrit og upphaf ritunar á Íslandi
Ágrip af sögu latínuleturs og elstu handrit á íslensku. Hvar lærðu Íslendingar að nota latínuletur? Hvaða stafsetning var notuð? Helstu einkenni miðaldastafsetningar og notkun styttinga.
Vika 2
(3) Rafrænar útgáfur norrænna forntexta
Hvernig er hægt að miðla fornum textum með rafrænum hætti? Textamerkingarmálið XML, TEI, MENOTA, MUFI og fleira því tengt. Við spreytum okkur á að skrifa upp og merkja texta í XML.
(4) Stafsetning elstu handrita og Fyrsta málfræðiritgerðin
Notkun latínustafrófsins við að skrifa íslensku: áskoranir — og lausnir höfundar Fyrstu málfræðiritgerðarinnar um miðja tólftu öld.
Vika 3
(5) Íslensk skrift og stafsetning á þrettándu öld
Munurinn á íslenskri og norskri skrift og stafsetningu á tólftu öld. Hvað breyttist á þrettándu öld?
(6) Ólíkar tegundir prentútgáfna: fræðilegar útgáfur
Hversu nákvæmar eiga prentaðar útgáfur að vera? Á að prenta hvern stafkrók úr handritinu? Hvað er „samræmd stafsetning forn“? Hverjar eru þarfir notenda? Hvert er hlutverk útgefandans?
Vika 4
(7) Norsk áhrif á skrift, stafsetningu og mál í handritum á Íslandi
Hvernig birtast norsk áhrif? Hve djúpt ristu þau? Hve lengi má finna þau í íslensku ritmáli?
(8) Aldursgreining handrita: skrift, stafsetning og mál
Hvernig er unnt að aldursgreina miðaldahandrit? Fjallað um nokkur einkenni í skrift, stafsetningu og máli er að gagni geta komið.
Vika 5
(9) Íslensk skrift og stafsetning á fjórtándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
(10) Ein rithönd eða margar?
Að sjá handa skil: Nokkur greinimörk. Íslenska hómilíubókin frá um 1200: Einn skrifari eða fjórtán?
Vika 6
(11) Bókagerð: skinn, blek, band og forvarsla
Hvernig var skinn verkað til bókfells? Hvernig var blek unnið? Hönnun bókar og bókband. Viðgerð bóka í nútímanum og varðveisla til framtíðar.
(12) Bókagerð: skinn, blek, band og forvarsla
Heimsókn á Stofnun Árna Magnússonar: Handrit skoðuð og handfjötluð undir ströngu eftirliti. Gripið í fjaðrapenna, oddur skorinn og dýft í blek.
— VERKEFNAVIKA —
Vika 7
(13) Skrifarar, skrifaraskólar, útflutningur bóka
Um atvinnuskrifara, samvinnu skrifara og mikla bókaframleiðslu. Skrifuðu Íslendingar bækur til útflutnings á þrettándu og fjórtándu öld?
(14) Íslensk skrift og stafsetning á fimmtándu og sextándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
Vika 8
(15) Textafræði
Handrit verður til af handriti; textinn tekur breytingum. Um textageymd, lesbrigði, skyldleika handrita og stemmu.
(16) Textafræði
Lesið og skrifað upp úr íslenskum miðaldahandritum, handrit borin saman og lesbrigðum safnað.
Vika 9
(17) Lýsingar í handritum
Um skreytta upphafsstafi og myndlist í miðaldahandritum; listamenn, handbragð og fyrirmyndir.
(18) Handritaskrár og handritaskráning
Við kynnumst helstu handritaskrám og ferlinu við skráningu handrits.
Vika 10
(19) Íslensk skrift og stafsetning á sautjándu og átjándu öld
Helstu einkenni og helstu breytingar.
(20) Textar í uppskriftum: forngripur eða lifandi texti?
Hvernig breyttist tungumálið í meðförum skrifara sem skrifuðu upp gömul handrit? Njáls saga er talin skrifuð undir lok þrettándu aldar. Hvaða mál er á Njáls sögu á sautjándu og átjándu öld?
Vika 11
(21) Fornfræðaáhugi, handritasöfnun og uppskriftaöld
Á sextándu öld kviknaði mikill áhugi á fornum fræðum, gömlum handritum var safnað og þau skrifuð upp af kappi.
(22) Ólíkar tegundir prentútgáfna: alþýðlegar útgáfur
Hvernig á að búa forna texta í hendur almenningi? Á að halda fornum einkennum í máli og stafsetningu eða á að færa allt til nútímahorfs? Um trúnað við handrit og trúnað við lesendur.
Vika 12
(23) Handritasöfn og handritasafnarar
Ævi og starf Árna Magnússonar.
(24) Handritamálið og heimkoma handritanna
Leitin að Skarðsbók postulasagna og kaup á æsispennandi uppboði, handritamálið og heimkoma handritanna.
— Þetta yfirlit er birt með fyrirvara um breytingar. —
Lesefni
Listi yfir lesefni er að finna á Canvas. Efni þar er (oftast) skipt í þrjá flokka:
(a) Skyldulesning: Textar sem ætlast er til að allir nemendur lesi.
(b) Valfrjálst viðbótarlesefni: Þetta er viðbótarlesefni fyrir þá sem vilja kafa dýpra.
(c) Fyrir þá sem vilja enn þá meira! Hér eru ábendingar um ýmiss konar lesefni. Þessi hluti er mest til uppýsingar en gæti komið að gagni við rannsóknaverkefnið.
Drjúgur hluti skyldulesefninu (og nokkuð af valfrjálsa viðbótarlesefninu) er á Canvas. Lesefni sem ekki er á Canvas er hægt að nálgast á rannsóknabókasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í Eddu og á Landsbókasafni-Háskólabókasafni í Þjóðarbókhlöðu.
Forkröfur
Námskeiðið er á meistarastigi en opið grunnnemum sem lokið hafa að minnsta kosti 90 ECTS einingum með fyrstu einkunn (M-námskeið). Kunnátta í íslensku er nauðsynleg.
Kennslufyrirkomulag
Námskeiðið er kennt með blöndu af fyrirlestrum og vinnustofum með virkri þátttöku nemenda. Efni verður oft miðlað með upptökum á fyrirlestrum til að geta nýtt meiri tíma í kennslustofu fyrir umræður og virka þátttöku nemenda (vendikennsla).
Vinnumál: Námskeiðið situr blandaður hópur nemenda hvaðanæva úr heiminum og því eru notuð tvö vinnumál, íslenska og enska. Fyrirlestrar eru teknir upp bæði á íslensku og ensku (að frátöldum gestafyrirlesurum sem flytja sitt mál á ensku), skrifleg verkefni eru bæði á íslensku og ensku, lesefni er á íslensku, ensku og Norðurlandamálum. Umræður í kennslustofu eru að mestu á ensku en íslensku má einnig nota í umræðum. — Sjá sérstakt minnisblað um vinnumál og vinnulag í kennslustofu.
Kröfur og námsmat
Lokaeinkunn í námskeiðinu verður byggð á eftirfarandi þáttum:
(1) Uppskriftir texta úr handritum: 30%
(2) Verkefni í handritaskráningu: 10%
(3) Verkefni í aldursgreining handrits: 10%
(4) Kynning á handriti dagsins: 10%
(5) Rannsóknarritgerð: 30%
(6) Virkni í kennslustundum: 10%
Skriflegum verkefnum verður öllum skilað í gegnum Canvas. Nánari fyrirmæli um verkefni og skilafresti er að finna á Canvas.
Rannsóknarverkefni A (ÍSL440F)
Nemandi skráir sig í rannsóknarverkefni í samráði við kennara sem tekur að sér hlutverk leiðbeinanda. Í sameiningu skilgreina þeir verksvið, leslista, tegund verkefnis (skýrsla, ritgerð o.s.frv.) og fyrirkomulag vinnufunda. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.