Sagnfræði
![](https://hi.is/sites/default/files/styles/n__n_mslei__-_skrautmynd/public/ifb2/iris_ellenberger_1.jpg?itok=fx7ew_Km)
![](https://hi.is/sites/default/files/styles/n__n_mslei__-_skrautmynd/public/ifb2/_kri0675_002.jpg?itok=g2weW8X6)
Sagnfræði
MA – 120 einingar
Sagnfræði er fræðigreinin um mannleg samfélög og einstaklinga, um stjórnkerfi þeirra og stjórnmál, frelsi og ófrelsi, atvinnuvegi og efnahagslíf, hvers konar lifnaðarhætti og menningu í víðasta skilningi. Í sagnfræði eru samfélög könnuð eins langt aftur í tíma og heimildir leyfa og oft skoðuð í löngum tímasniðum.
Skipulag náms
- Haust
- Kenningar í hugvísindum
- Skjalalestur 1550-1850B
- Kvennafríið 1975: Mýtur og miðlunB
- Frá fasisma til popúlisma: Lýðræðiskreppa, róttæk þjóðernishyggja og valdboðshyggja á 20 og 21. öldB
- Einstaklingsverkefni AB
- Einstaklingsverkefni BB
- Einstaklingsverkefni CB
- Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíðB
- Norðurheimur á miðöldumB
- Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkunV
- VíkingaöldinV
- Saga vísinda og tækni á ÍslandiVE
- Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpiV
- Praktík og kenningar í safnafræðiV
- Fræði og ritunV
- List og samfélag í samtímaV
- Mannskepnur og önnur dýrVE
- Vor
- Nýjar rannsóknir í sagnfræði
- Íslenska heimilið á 18. öldB
- Stúlknagarmar og dyggðugar frúr. Konur á Íslandi frá lokum átjándu aldar til þeirrar tuttugustu.B
- Bergmál alþjóðlegra miðalda í samtímasöguB
- Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnumB
- Íslensk miðaldahandritV
- Norræn trúV
- Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnumV
- Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlunV
- Safn og samfélag: Sirkus dauðans?V
- Kenningar í kynjafræðiV
- VíkingaaldarfornleifafræðiV
- Fornleifafræði eftir 1500V
- MiðaldafornleifafræðiV
- Siðfræði vísinda og rannsóknaV
Kenningar í hugvísindum (FOR709F)
Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.
Skjalalestur 1550-1850 (SAG813F)
Nemendur öðlast færni í að lesa íslenska skrift frá tímabilinu, einkum frá 17. og 18. öld. Farið verður í helstu atriði skriftarþróunar, rætt um varðveislu ritheimilda og kynntar aðferðir við útgáfu gamalla texta.
Kvennafríið 1975: Mýtur og miðlun (SAG510M)
„Baráttunni lýkur ekki í dag,“ stóð á kröfuspjaldi konu sem var ein af þeim 25.000 sem söfnuðust saman á útifundi í miðborg Reykjavíkur þann 24. október 1975 til að mótmæla kynbundnum launamun og mismunun undir yfirskriftinni Kvennafrí. Kröfuspjaldið er bara eitt dæmi um þær fjölbreyttu leiðir sem konur notuðu til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þennan dag en tónlist, greinaskrif, ræðuhöld og fjölmiðlaumfjöllun settu svip sinn á hann svo fáein dæmi séu nefnd. Kvennafríið var boðað fyrir atbeina íslenskra kvenna en aðgerðir þeirra spruttu engu að síður úr alþjóðlegum farvegi en íslenskar konur voru hvattar til að fylkja sér bak við kjörorð kvennaárs Sameinuðu þjóðanna: „JAFNRÉTTI – FRAMÞRÓUN – FRIÐUR“. Útgangspunktur námskeiðsins er Kvennafríið 1975 en um leið og kafað verður í sögulega arfleið þessa dags í íslensku og alþjóðlegu samhengi verða nýjar miðlunarleiðir kannaðar í þeim tilgangi að ná til nýrra kynslóða. Námskeiðið er kennt í samvinnu við Rúv og Kvennasögusafn sem fagnar 50 ára afmæli 2025 með sýningu á Landsbókasafni Íslands.
Frá fasisma til popúlisma: Lýðræðiskreppa, róttæk þjóðernishyggja og valdboðshyggja á 20 og 21. öld (SAG604M)
Uppgangur popúlistaflokka og valdboðsstjórna á undanförnum árum hefur beinst að frjálslyndu lýðræði (liberal democracy) og vakið spurningar um hvar staðsetja eigi þessi öfl á hinu pólitíska litrófi og hvernig skilgreina eigi hugmyndafræði þeirra og sögulegar rætur. Á námskeiðinu verður fjallað um lýðræðiskreppur með því að beina sjónum að fasisma og nasisma á fyrri hluta síðustu aldar og popúlisma og valdboðshyggju í samtímanum. Þótt megináherslan verði á Evrópu verða birtingarmyndir róttækrar þjóðernishyggju og hugmyndafræði pólitískra afla sem berjast gegn frjálslyndu lýðræði skoðaðar í öðrum heimshlutum. Áhersla verður lögð á að kryfja ýmis álitamál sem tengjast fasisma/nasisma, valdboðshyggju og hægri og vinstri popúlisma. Þá verða tengsl stjórnmála- og efnahagskreppu greind með skírskotun til þátta eins og kynþáttastefnu, kyngervis, nútímavæðingar, menningar, velferðarhugmynda og utanríkismála. Hugað verður sérstaklega að stjórnmála- og samfélagsþróun í Þýskalandi og Ítalíu, þar sem nasistar/fasistar komust til valda og höfðu mest áhrif, en einnig verður fjallað um fasistahreyfingar og valdboðsstjórnir öðrum löndum. Í samtímanum verða popúlistaflokkar settir í sögulegt samhengi, hugmyndafræði og stefna þeirra greind og gerð tilraun til að skýra „popúlíska valdboðshyggju“ í framkvæmd.
Einstaklingsverkefni A (SAG014F, SAG023F, SAG604F)
Ekki má taka meira en 20e í einstaklingsverkefnum. Heimilt er að taka tvö 10e verkefni. Í samráði við kennara á M.A.-stigi velur nemandi sér verkefni til úrlausnar. Umsjónarkennara er heimilt að fela öðrum kennara í greininni að hafa verkstjórn með verkefninu. Sem dæmi um verkefni má nefna samningu kennsluefnis, samningu yfirlitsrits í sagnfræði, gerð fræðilegrar bókaskrár í sagnfræði, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf á skjalasöfnum.
Einstaklingsverkefni B (SAG014F, SAG023F, SAG604F)
Ekki má taka meira en 20e í einstaklingsverkefnum. Heimilt er að taka tvö 10e verkefni. Í samráði við kennara á M.A.-stigi velur nemandi sér verkefni til úrlausnar. Umsjónarkennara er heimilt að fela öðrum kennara í greininni að hafa verkstjórn með verkefninu. Sem dæmi um verkefni má nefna samningu kennsluefnis, samningu yfirlitsrits í sagnfræði, gerð fræðilegrar bókaskrár í sagnfræði, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf á skjalasöfnum.
Einstaklingsverkefni C (SAG014F, SAG023F, SAG604F)
Ekki má taka meira en 20e í einstaklingsverkefnum. Heimilt er að taka tvö 10e verkefni. Í samráði við kennara á M.A.-stigi velur nemandi sér verkefni til úrlausnar. Umsjónarkennara er heimilt að fela öðrum kennara í greininni að hafa verkstjórn með verkefninu. Sem dæmi um verkefni má nefna samningu kennsluefnis, samningu yfirlitsrits í sagnfræði, gerð fræðilegrar bókaskrár í sagnfræði, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf á skjalasöfnum.
Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíð (SAG103M)
Í þessu námskeiði er farið yfir hlutverk opinberra skjalasafna og skjalavörslu og skjalastjórn í fortíð og nútíð. Farið verður yfir upprunaregluna og þýðingu hennar fyrir sagnfræðirannsóknir og ágrip af stjórnsýslusögu. Þá verður fjallað um lagaumhverfi opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar á Íslandi og eftirlitshlutverk opinberra skjalasafna. Farið verður yfir skilgreiningu á afhendingarskyldum aðilum og skyldum þeirra samkvæmt lögum. Jafnframt verður fjallað um þróun skjalavörslu og skjalastjórnar á 20. og 21. öld og skjalasöfn og skráning þeirra skoðuð. Þá verður fjallað um uppbyggingu nútíma skjalasafna með tilliti til reglna sem um þau gilda. Helstu verkefni skjalastjóra verða skoðuð. Gestakennarar eru m.a. sérfræðingar í Þjóðskjalasafni Íslands og munu þeir fara yfir helstu verkþætti í skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila.
Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)
Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.
Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)
Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn.
Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:
- Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
- Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.
Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:
- Greiningar á textum og myndum
- Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
- Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Víkingaöldin (MIS704M)
Á víkingaöld héldu norrænir menn í stórum stíl frá meginlandi Skandinavíu vítt og breitt um Evrópu, austur til Miklagarðs og Kaspíahafs, vestur til Bretlandseyja, Írlands og Frakklands, og suður fyrir Íberíuskaga og inn í Miðjarðarhafið. Margvíslegar heimildir vitna um ferðir þeirra, fornleifar sem og ritaðar lýsingar þar sem þeir ganga undir ýmsum nöfnum og koma fyrir í margvíslegum hlutverkum, t.d. sem ógvekjandi innrásarsveitir, nokkuð friðsamir kaupmenn, eða leiguliðar.
Saga vísinda og tækni á Íslandi (EÐL524M)
Um málstofuna: Fjallað er um valda þætti úr sögu vísinda og tækni hér á landi og þeir settir í innlent og alþjóðlegt samhengi. Meðal fyrirlesara eru sérfræðingar á sviði raunvísinda, verkfræði og heilbrigðisvísinda. Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Í lokin skila nemendur ritgerð um efni sem valið er í samvinnu við kennara.
Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpi (HMM235F)
Námskeiðið er haldið í samstarfi við RÚV - Rás 1. Fjallað er um framsetningu efnis í útvarpi og hlaðvarpi. Könnuð eru ólík dæmi um dagskrárgerð. Hugað er að miðlunarmöguleikum hljóðefnis í fjölmiðlaumhverfi samtímans og gerð grein fyrir eðli ólíkra miðlunarleiða. Fjallað verður um hugmyndavinnu, viðtalstækni, upptökutækni, uppbyggingu og samsetningu hljóðvarps/hlaðvarpsefnis með áherslu á sjálfbærni og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur vinna verkefni tengd útvarpsþáttagerð.
Praktík og kenningar í safnafræði (SAF002F)
Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum. Saga greinarinnar verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, ritskoðun, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur, fólksflutninga, minni, gleymsku og sanngildi. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir misserið.
Fræði og ritun (ENS231F)
Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.
List og samfélag í samtíma (LIS701F)
List hefur í sögulegu tilliti verið sá þáttur samfélagsins þar sem nýjungar og framsýni hefur verið í mestum metum. Þetta frumkvæði listar hefur þó ætíð byggt á sögulegum forsendum — þess sem á undan kemur. Í þessu samhengi eru listamenn samtímans stöðugt að endurnýja fyrri forsendur sínar. Á sama tíma eru listheimar samtímans í eðli sínu margbrotnir — þar á sér stað sífellt meiri skörun ólíkra miðla og áhrifa, þar sem listamenn vinna á grundvelli fræðilegra forsendna, félagslegra forsendna og með tilliti til stjórnmála og efnahagsmála. Menningarlegar aðstæður breytast einnig ört í samtíðinni, fyrir tilstilli tækniþróunar, byggðaþéttingar, heimsvæðingar og náttúruvár, auk óvissu á sviði stjórnmála. Þetta leiðir til þess að eðli listastarfsins tekur sífellt meiri breytingum. Vegna þessa er mikilvægt að leggja stöðugt nýjan grunn að túlkun listarinnar og virkni hennar í samfélaginu, þar sem nýjar hugmyndir og skilgreiningar, á við ‚mannöld‘ og ‚síð-mennsku‘, gagnast til aukins skilnings á stöðu listar í samfélagi manna. Í námskeiðinu eru listfræðilegar forsendur samtíðarinnar teknar til endurskoðunar og listvettvangurinn — sagan og samtíðin — kannaður með hliðsjón af samspili listar við ólíkar greinar: sagnfræði, heimspeki, bókmenntir, fjölmiðla- og kvikmyndafræði, mannfræði, stjórnmálafræði, landafræði, félagsfræði.
Mannskepnur og önnur dýr (ÞJÓ110F)
Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðu, rafrænum fyrirlestrum og vettvangsferðum í náttúru og á söfn.
Samskipti manneskjunnar við önnur dýr er viðfangsefni þessa námskeiðs sem við nálgumst frá bæði fræðilegum og listrænum sjónarhornum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni, um dýr að eigin vali, þar sem áhersla er einnig lögð á sjónræna framsetningu - t.d. teikningar eða ljósmyndir. Í fyrirlestrum verður m.a. fjallað um hvítabirni, hvali, geirfugla og lunda og nýlegar rannsóknir á þeim. Fjallað verður um áhrifavald og ólíkar birtingarmyndir dýra í margvíslegu listrænu og menningarlegu samhengi, til dæmis í fornbókmenntum, þjóðsögum, munnmælum, kvikmyndum, fréttum, efnismenningu og ferðamennsku. Þá verður til dæmis hugað að „framhaldslífi“ dýra í formi listmuna, safngripa og minjagripa. Við munum skoða gripi í einkaeigu og á opinberum vettvangi og spyrja spurninga á borð við: hvað gerist þegar lifandi dýri er breytt í safngrip? Hvernig þróast og breytist merking dýrsins í ólíku samhengi? Hvernig mótast hugmyndir okkar um dýr? Tekist verður á við hlutverk ólíkra dýra í þekkingasköpun og mótun orðræðu um loftslagsmál og málefni norðurslóða, tengsl við ákveðin landsvæði og menningarhópa og hlutverk þeirra í ímynda- og sjálfsmyndasköpun bæði fortíðar og samtíma. Stigið verður út fyrir hefðbundna ramma sem snúa að aðgreiningu manna/dýra og annarra lífvera um leið og við könnum samtvinnaða hugmynda- og vistheima þeirra.
Markmið
Markmið námskeiðs er að velta upp áríðandi spurningum og málefnum er snúa að sambúð fólks og dýra, loftlagsbreytingum, útrýmingu dýrategunda og sjálfbærni. Við munum íhuga hvernig listamenn, rannsakendur, aðgerðasinnar og söfn hafa tekið þátt í umræðu um þessi málefni og hvernig hægt sé að þróa umræðuna áfram. Við munum skoða hvernig mismunandi lista- og menningarminjasöfn miðla hugmyndum og upplýsingum um samband manna og dýra í gegnum safneign sína og sýningar. Nemendur eru hvattir til að nálgast, með gagnrýnum hætti, sjónrænt efni, muni, gripi og texta, bæði rafrænt en einnig með heimsóknum á söfn og sýningar.
Nýjar rannsóknir í sagnfræði (SAG201F)
Í námskeiðinu verða lesnar þekktar sagnfræðilegar rannsóknir úr vestrænni menningarsögu sem fjalla um margvísleg efni sem hafa verið ofarlega á baugi innan fagsins. Gerð verður tilraun til að sýna hvernig sagnfræðingar, bæði í lok tuttugustu aldar og í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar, glíma við ólík efni í rannsóknum sínum. Umfjöllunin verður sett í hugmyndafræðilegt samhengi og lögð verður áhersla á að sýna fram á ólík gímutök sagnfræðinga þegar viðfangsefnið hefur tengst áðurnefndu fræðasviði. Reynt var að velja áhugaverðar bækur sem eru líklegar til að gefa okkur áhugaverða mynd af stöðu sagnfræðinnar í dag.
Íslenska heimilið á 18. öld (SAG414M)
Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um íslensk heimili á 18. öld. Hvaða mismunandi gerðir heimila voru í samfélaginu og hver var munurinn á heimilum bænda, sjómanna, presta, húsmanna og fátæklinga? Hvernig komst ungt fólk af heimilum foreldra sinna og stofnaði sín eigin? Hvernig var heimilisfólkinu framfært og hvaða aukaútgjöldum eins og leigu og sköttum þurfti heimilið að standa skil á? Hvernig virkaði sjálfsþurftarbúskapur og stunduðu heimilin einhverja verslun?
Námskeiðið kynnir nemendur fyrir þeim ríkulegu heimildum frá 18. öld sem veita okkur innsýn í búskap og heimilislíf þessa tíma, allt frá manntalinu 1703 til ferðabóka og tímaritsgreina upplýsingamanna frá seinni hluta aldarinnar. Í því eru m.a. æfðar aðferðir við skráningu stafrænna upplýsinga úr hagheimildum fyrir tölfræðilega úrvinnslu.
Stúlknagarmar og dyggðugar frúr. Konur á Íslandi frá lokum átjándu aldar til þeirrar tuttugustu. (SAG412M)
Í námskeiðinu er fjallað um stöðu kvenna á Íslandi á því sem mætti kalla hina löngu nítjándu öld. Markmiðið er að kanna heimildir sem varpa ljósi á kjör, möguleika og atbeina kvenna, jafnt í sveit og þéttbýli. Tímabilið verður skoðað bæði út frá þemum og í tímaröð, en þessi langi tímarammi gefur möguleika á að greina og kanna þær breytingar sem urðu á kjörum kvenna. Skoðað verður hvaða réttinda konur nutu fyrir lögum – voru þær sjálfráða? Gátu þær farið utan til mennta eða yfirhöfuð ferðast? Gifst þeim sem þær vildu? Verið með eigin rekstur? Í hvernig fötum gengu þær? Hvaða störfum sinntu þær inni á heimilinu og utan? Staða kvenna á Íslandi verður skoðuð í þverþjóðlegum samhengi, bæði hvað varðar lögformleg réttindi og gerendahæfni, en einnig með tilliti til hinna stóru kenningaramma um sögu kvenna á nítjándu öld (s.s. aðskilin svið). Tímabilið afmarkast af lokum átjándu aldar, en til eru prentaðar heimildir (sendibréf) og rannsóknir sem varpa ljósi á líf kvenna á þessum tíma, og aldamótunum 1900 þegar íslensk kvennahreyfing og baráttan fyrir réttindum kvenna var komin af stað og nýir tímar í vændum. Kafað verður ofan í æviminningar, útfararræður og sendibréf auk annarra heimilda og fræðirita um tímabilið til þess að komast sem næst hugarheimi og því sem kalla má reynslu kvenna og viðhorfum.
Bergmál alþjóðlegra miðalda í samtímasögu (SAG413M)
Námskeiðið „Echoes of a Global Medieval Ages in Contemporary History“ kannar mót miðalda og samtímans, með því að skoða hvernig minningar, tákn og frásagnir miðalda halda áfram að móta núverandi hugmyndafræði, sjálfsmyndir og hnattræn sjónarmið. Með þematískri rannsókn á ákveðnum svæðum greinir námskeiðið hvernig ólík samfélög í dag endurtúlka og endurbyggja miðaldafortíð sína en einnig munum við fjalla um arfleifð heimsvaldastefnu, þjóðernishyggju og samskipti á milli menningarheima. Lykilatriði eru meðal annars áhrif stjórnarhátta, menningartákna, viðskiptaneta og hugmyndafræðilegra átaka miðalda á málefni samtímans.
Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnum (SAG206M)
Nemendur læra og þjálfast í aðferðum skjalfræðilegra rannsókna, heimildaleit í skjalasöfnum og að meta heimildagildi skjala. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem tengjast námsefni.
Íslensk miðaldahandrit (MIS204F)
Inngangur að handritafræði með áherslu á miðaldir. Fjallað verður um sögu íslenskrar handritamenningar, kynnt verða grunnatriði í bókagerð miðalda og nemendur þjálfaðir í að lýsa handritum með viðeigandi sérorðaforða. Kenndur verður handritalestur og uppskrift texta. Fjallað verður um þróun stafsetningar og stafagerðar, ólíkar skriftartegundir, bönd og styttingar og kenndar aðferðir við að aldursgreina handrit með tilliti til skriftar og stafsetningar.
Norræn trú (ÞJÓ203F)
Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.
Vinnulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.
Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnum (SAG206M)
Nemendur læra og þjálfast í aðferðum skjalfræðilegra rannsókna, heimildaleit í skjalasöfnum og að meta heimildagildi skjala. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem tengjast námsefni.
Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlun (HMM242F)
Í Miðlunarleiðum II á vorönn er unnið með eftirfarandi miðlunarleiðir: a) munnleg framsetning og b) sýningar á menningarsögulegu efni. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti.
Nemendur fara yfir grunnatriði í munnlegri framsetningu og æfa sig í minni og stærri hópum. Einnig verður farið yfir grunnatriði varðandi skipulagingu á ráðstefnum og málþingum og stjórnun þeirra. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í kynningarhluta þessa viðfangsefnis. Við lok þess þáttar er haldin ráðstefna þar sem allir nemendur kynna verkefni sín. Að honum loknum tekur við þáttur um sýningar með tengingu við stafræna miðlun. Fjallað verður um grunnatriði sýninga og ólíkar leiðir við framsetningu mynda og texta og hvaða reglur gilda um framsetningu texta á netinu. Nemendur vinna við hagnýt verkefni í þessu samhengi. Samhliða verður farið yfir grunnatriði í stafrænni miðlun, hverjar eru helstu miðlunarleiðir, kostir og gallar.
Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:
- fyrirlestur á ráðstefnu og önnur verkefni í því samhengi
- Sýningagreining og hagnýtt verkefni í tengslum við sýningar á vegum Borgarsögusafns
- Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. Áhersla er lögð á sameiginleg þemu og hópavinnu í námskeiðinu.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)
Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.
Kenningar í kynjafræði (KYN211F)
Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.
Víkingaaldarfornleifafræði (FOR102F)
Yfirlit um sögu víkingaaldar og sögu rannsókna á víkingaöld. Áhersla er lögð á fornleifaheimildir, byggingaleifar og gripi, og hvernig þær hafa verið notaðar til að varpa ljósi á þetta tímabil. Sérstök áhersla er lögð á lýsingu hagkerfa á víkingaöld, álitamál um þjóðerni og uppruna ríkisvalds.
Fornleifafræði eftir 1500 (FOR702M)
Í nútíma heimi er auðvelt að hugsa um fortíðina sem eitthvað sem er langt í burtu og hversdeginum óviðkomandi – hvort sem það er heimsókn á safn eða jafnvel fornleifafræðinám, sagan virðist alltaf vera aðskilin frá hversdagsleikanum. Hún er áhugamál okkar eða eitthvað sem við skoðum okkur til skemmtunar. Markmið þessa námskeiðs er að skoða samtímann frá sjónarhorni fornleifa- og sagnfræði: á hvaða hátt er líf okkar afleiðing atburða sem gerðust í fortíðinni? Námskeiðið mun sýna hvernig fortíðin lifir í nútímanum – ekki sem sögustaðir eða fornleifafræðibók heldur sem eitthvað sem hefur áhrif á skipulag hversdagsins og efnisveruleikan sem við búum í. Þótt rætur þessa ferla nái aftur til líffræðilegrar þróunar okkar þá má færa sterk rök fyrir því að flestir áhrifavaldarnir sem skapa umhverfi okkar eigi sér upphaf á síðustu 500 árum.
Miðaldafornleifafræði (FOR812F)
During the last decades, medieval archaeology has experienced significant growth as a discipline concerned with material culture. Initially, the use of material culture was marginalized to the role of confirming or refuting historical knowledge about this period but today it is understood as having equal historical importance to the archived material. The course is thus intended to improve student’s understanding of Medieval Europe during the period 800–1600 AD through the study of material culture. It deals with general themes in medieval archaeology, such as identity, social status, rural and urban landscapes, religion, life and death, rather than the historical development of the Middle Ages in chronological order. The aim is to give students insight into the different fields of theory and method of medieval archaeology through both material and documentary evidences in accordance with the current state of research. A special emphasis will be put on medieval Iceland, as a part of European culture and society, but even on how medieval archaeologists gather their sources, analyse them and reach conclusions of historical importance.
Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)
Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins.
Kennsla fer fram á fyrstu sex vikum vormisseris á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.
Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.
Markmið:
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.
Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.
- Haust
- Rannsóknarverkefni í sagnfræði vegna MA-ritgerðar
- Skjalalestur 1550-1850B
- Kvennafríið 1975: Mýtur og miðlunB
- Frá fasisma til popúlisma: Lýðræðiskreppa, róttæk þjóðernishyggja og valdboðshyggja á 20 og 21. öldB
- Einstaklingsverkefni AB
- Einstaklingsverkefni BB
- Einstaklingsverkefni CB
- Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíðB
- Norðurheimur á miðöldumB
- Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkunV
- VíkingaöldinV
- Saga vísinda og tækni á ÍslandiVE
- Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpiV
- Praktík og kenningar í safnafræðiV
- Fræði og ritunV
- List og samfélag í samtímaV
- Mannskepnur og önnur dýrVE
- Myndlist og saga: Listheimar í mótunVE
- Vor
- MA-ritgerð í sagnfræði
Rannsóknarverkefni í sagnfræði vegna MA-ritgerðar (SAG704F)
Rannsóknarverkefni vegna MA-ritgerðar er undanfari að ritgerðinni sjálfri. Nemandi vinnur að rannsóknaráætlun í samráði við leiðbeinanda sinn. Í verkefninu er lýst markmiðum og aðferð, niðurskipan efnis og helstu heimildum sem unnið verður með. Æskilegt er að einnig fylgi drög að nokkrum blaðsíðum af eiginlegum texta. Hámarkslengd er 5000 orð. Að verkefni loknu tekur nemandi til við frekari rannsóknir og skrifar ritgerðina. Námsbraut í sagnfræði annast mánaðarlega málstofu fyrir nemendur sem eru skráðir í Rannsóknarverkefni þar sem nemendum gefst færi á að bera saman bækur sínar og stilla strengi. Umsjón með málstofunni hefur fastráðinn kennari við námsbrautina. Ekki er gefin einkunn heldur lýkur verkefninu með umsögninni „staðið“ eða „fallið“. Leiðbeinandi og umsjónarmaður ákveða niðurstöðuna í sameiningu.
Skjalalestur 1550-1850 (SAG813F)
Nemendur öðlast færni í að lesa íslenska skrift frá tímabilinu, einkum frá 17. og 18. öld. Farið verður í helstu atriði skriftarþróunar, rætt um varðveislu ritheimilda og kynntar aðferðir við útgáfu gamalla texta.
Kvennafríið 1975: Mýtur og miðlun (SAG510M)
„Baráttunni lýkur ekki í dag,“ stóð á kröfuspjaldi konu sem var ein af þeim 25.000 sem söfnuðust saman á útifundi í miðborg Reykjavíkur þann 24. október 1975 til að mótmæla kynbundnum launamun og mismunun undir yfirskriftinni Kvennafrí. Kröfuspjaldið er bara eitt dæmi um þær fjölbreyttu leiðir sem konur notuðu til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þennan dag en tónlist, greinaskrif, ræðuhöld og fjölmiðlaumfjöllun settu svip sinn á hann svo fáein dæmi séu nefnd. Kvennafríið var boðað fyrir atbeina íslenskra kvenna en aðgerðir þeirra spruttu engu að síður úr alþjóðlegum farvegi en íslenskar konur voru hvattar til að fylkja sér bak við kjörorð kvennaárs Sameinuðu þjóðanna: „JAFNRÉTTI – FRAMÞRÓUN – FRIÐUR“. Útgangspunktur námskeiðsins er Kvennafríið 1975 en um leið og kafað verður í sögulega arfleið þessa dags í íslensku og alþjóðlegu samhengi verða nýjar miðlunarleiðir kannaðar í þeim tilgangi að ná til nýrra kynslóða. Námskeiðið er kennt í samvinnu við Rúv og Kvennasögusafn sem fagnar 50 ára afmæli 2025 með sýningu á Landsbókasafni Íslands.
Frá fasisma til popúlisma: Lýðræðiskreppa, róttæk þjóðernishyggja og valdboðshyggja á 20 og 21. öld (SAG604M)
Uppgangur popúlistaflokka og valdboðsstjórna á undanförnum árum hefur beinst að frjálslyndu lýðræði (liberal democracy) og vakið spurningar um hvar staðsetja eigi þessi öfl á hinu pólitíska litrófi og hvernig skilgreina eigi hugmyndafræði þeirra og sögulegar rætur. Á námskeiðinu verður fjallað um lýðræðiskreppur með því að beina sjónum að fasisma og nasisma á fyrri hluta síðustu aldar og popúlisma og valdboðshyggju í samtímanum. Þótt megináherslan verði á Evrópu verða birtingarmyndir róttækrar þjóðernishyggju og hugmyndafræði pólitískra afla sem berjast gegn frjálslyndu lýðræði skoðaðar í öðrum heimshlutum. Áhersla verður lögð á að kryfja ýmis álitamál sem tengjast fasisma/nasisma, valdboðshyggju og hægri og vinstri popúlisma. Þá verða tengsl stjórnmála- og efnahagskreppu greind með skírskotun til þátta eins og kynþáttastefnu, kyngervis, nútímavæðingar, menningar, velferðarhugmynda og utanríkismála. Hugað verður sérstaklega að stjórnmála- og samfélagsþróun í Þýskalandi og Ítalíu, þar sem nasistar/fasistar komust til valda og höfðu mest áhrif, en einnig verður fjallað um fasistahreyfingar og valdboðsstjórnir öðrum löndum. Í samtímanum verða popúlistaflokkar settir í sögulegt samhengi, hugmyndafræði og stefna þeirra greind og gerð tilraun til að skýra „popúlíska valdboðshyggju“ í framkvæmd.
Einstaklingsverkefni A (SAG014F, SAG023F, SAG604F)
Ekki má taka meira en 20e í einstaklingsverkefnum. Heimilt er að taka tvö 10e verkefni. Í samráði við kennara á M.A.-stigi velur nemandi sér verkefni til úrlausnar. Umsjónarkennara er heimilt að fela öðrum kennara í greininni að hafa verkstjórn með verkefninu. Sem dæmi um verkefni má nefna samningu kennsluefnis, samningu yfirlitsrits í sagnfræði, gerð fræðilegrar bókaskrár í sagnfræði, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf á skjalasöfnum.
Einstaklingsverkefni B (SAG014F, SAG023F, SAG604F)
Ekki má taka meira en 20e í einstaklingsverkefnum. Heimilt er að taka tvö 10e verkefni. Í samráði við kennara á M.A.-stigi velur nemandi sér verkefni til úrlausnar. Umsjónarkennara er heimilt að fela öðrum kennara í greininni að hafa verkstjórn með verkefninu. Sem dæmi um verkefni má nefna samningu kennsluefnis, samningu yfirlitsrits í sagnfræði, gerð fræðilegrar bókaskrár í sagnfræði, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf á skjalasöfnum.
Einstaklingsverkefni C (SAG014F, SAG023F, SAG604F)
Ekki má taka meira en 20e í einstaklingsverkefnum. Heimilt er að taka tvö 10e verkefni. Í samráði við kennara á M.A.-stigi velur nemandi sér verkefni til úrlausnar. Umsjónarkennara er heimilt að fela öðrum kennara í greininni að hafa verkstjórn með verkefninu. Sem dæmi um verkefni má nefna samningu kennsluefnis, samningu yfirlitsrits í sagnfræði, gerð fræðilegrar bókaskrár í sagnfræði, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf á skjalasöfnum.
Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíð (SAG103M)
Í þessu námskeiði er farið yfir hlutverk opinberra skjalasafna og skjalavörslu og skjalastjórn í fortíð og nútíð. Farið verður yfir upprunaregluna og þýðingu hennar fyrir sagnfræðirannsóknir og ágrip af stjórnsýslusögu. Þá verður fjallað um lagaumhverfi opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar á Íslandi og eftirlitshlutverk opinberra skjalasafna. Farið verður yfir skilgreiningu á afhendingarskyldum aðilum og skyldum þeirra samkvæmt lögum. Jafnframt verður fjallað um þróun skjalavörslu og skjalastjórnar á 20. og 21. öld og skjalasöfn og skráning þeirra skoðuð. Þá verður fjallað um uppbyggingu nútíma skjalasafna með tilliti til reglna sem um þau gilda. Helstu verkefni skjalastjóra verða skoðuð. Gestakennarar eru m.a. sérfræðingar í Þjóðskjalasafni Íslands og munu þeir fara yfir helstu verkþætti í skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila.
Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)
Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.
Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)
Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn.
Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:
- Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
- Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.
Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:
- Greiningar á textum og myndum
- Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
- Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Víkingaöldin (MIS704M)
Á víkingaöld héldu norrænir menn í stórum stíl frá meginlandi Skandinavíu vítt og breitt um Evrópu, austur til Miklagarðs og Kaspíahafs, vestur til Bretlandseyja, Írlands og Frakklands, og suður fyrir Íberíuskaga og inn í Miðjarðarhafið. Margvíslegar heimildir vitna um ferðir þeirra, fornleifar sem og ritaðar lýsingar þar sem þeir ganga undir ýmsum nöfnum og koma fyrir í margvíslegum hlutverkum, t.d. sem ógvekjandi innrásarsveitir, nokkuð friðsamir kaupmenn, eða leiguliðar.
Saga vísinda og tækni á Íslandi (EÐL524M)
Um málstofuna: Fjallað er um valda þætti úr sögu vísinda og tækni hér á landi og þeir settir í innlent og alþjóðlegt samhengi. Meðal fyrirlesara eru sérfræðingar á sviði raunvísinda, verkfræði og heilbrigðisvísinda. Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Í lokin skila nemendur ritgerð um efni sem valið er í samvinnu við kennara.
Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpi (HMM235F)
Námskeiðið er haldið í samstarfi við RÚV - Rás 1. Fjallað er um framsetningu efnis í útvarpi og hlaðvarpi. Könnuð eru ólík dæmi um dagskrárgerð. Hugað er að miðlunarmöguleikum hljóðefnis í fjölmiðlaumhverfi samtímans og gerð grein fyrir eðli ólíkra miðlunarleiða. Fjallað verður um hugmyndavinnu, viðtalstækni, upptökutækni, uppbyggingu og samsetningu hljóðvarps/hlaðvarpsefnis með áherslu á sjálfbærni og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur vinna verkefni tengd útvarpsþáttagerð.
Praktík og kenningar í safnafræði (SAF002F)
Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum. Saga greinarinnar verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, ritskoðun, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur, fólksflutninga, minni, gleymsku og sanngildi. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir misserið.
Fræði og ritun (ENS231F)
Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.
List og samfélag í samtíma (LIS701F)
List hefur í sögulegu tilliti verið sá þáttur samfélagsins þar sem nýjungar og framsýni hefur verið í mestum metum. Þetta frumkvæði listar hefur þó ætíð byggt á sögulegum forsendum — þess sem á undan kemur. Í þessu samhengi eru listamenn samtímans stöðugt að endurnýja fyrri forsendur sínar. Á sama tíma eru listheimar samtímans í eðli sínu margbrotnir — þar á sér stað sífellt meiri skörun ólíkra miðla og áhrifa, þar sem listamenn vinna á grundvelli fræðilegra forsendna, félagslegra forsendna og með tilliti til stjórnmála og efnahagsmála. Menningarlegar aðstæður breytast einnig ört í samtíðinni, fyrir tilstilli tækniþróunar, byggðaþéttingar, heimsvæðingar og náttúruvár, auk óvissu á sviði stjórnmála. Þetta leiðir til þess að eðli listastarfsins tekur sífellt meiri breytingum. Vegna þessa er mikilvægt að leggja stöðugt nýjan grunn að túlkun listarinnar og virkni hennar í samfélaginu, þar sem nýjar hugmyndir og skilgreiningar, á við ‚mannöld‘ og ‚síð-mennsku‘, gagnast til aukins skilnings á stöðu listar í samfélagi manna. Í námskeiðinu eru listfræðilegar forsendur samtíðarinnar teknar til endurskoðunar og listvettvangurinn — sagan og samtíðin — kannaður með hliðsjón af samspili listar við ólíkar greinar: sagnfræði, heimspeki, bókmenntir, fjölmiðla- og kvikmyndafræði, mannfræði, stjórnmálafræði, landafræði, félagsfræði.
Mannskepnur og önnur dýr (ÞJÓ110F)
Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðu, rafrænum fyrirlestrum og vettvangsferðum í náttúru og á söfn.
Samskipti manneskjunnar við önnur dýr er viðfangsefni þessa námskeiðs sem við nálgumst frá bæði fræðilegum og listrænum sjónarhornum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni, um dýr að eigin vali, þar sem áhersla er einnig lögð á sjónræna framsetningu - t.d. teikningar eða ljósmyndir. Í fyrirlestrum verður m.a. fjallað um hvítabirni, hvali, geirfugla og lunda og nýlegar rannsóknir á þeim. Fjallað verður um áhrifavald og ólíkar birtingarmyndir dýra í margvíslegu listrænu og menningarlegu samhengi, til dæmis í fornbókmenntum, þjóðsögum, munnmælum, kvikmyndum, fréttum, efnismenningu og ferðamennsku. Þá verður til dæmis hugað að „framhaldslífi“ dýra í formi listmuna, safngripa og minjagripa. Við munum skoða gripi í einkaeigu og á opinberum vettvangi og spyrja spurninga á borð við: hvað gerist þegar lifandi dýri er breytt í safngrip? Hvernig þróast og breytist merking dýrsins í ólíku samhengi? Hvernig mótast hugmyndir okkar um dýr? Tekist verður á við hlutverk ólíkra dýra í þekkingasköpun og mótun orðræðu um loftslagsmál og málefni norðurslóða, tengsl við ákveðin landsvæði og menningarhópa og hlutverk þeirra í ímynda- og sjálfsmyndasköpun bæði fortíðar og samtíma. Stigið verður út fyrir hefðbundna ramma sem snúa að aðgreiningu manna/dýra og annarra lífvera um leið og við könnum samtvinnaða hugmynda- og vistheima þeirra.
Markmið
Markmið námskeiðs er að velta upp áríðandi spurningum og málefnum er snúa að sambúð fólks og dýra, loftlagsbreytingum, útrýmingu dýrategunda og sjálfbærni. Við munum íhuga hvernig listamenn, rannsakendur, aðgerðasinnar og söfn hafa tekið þátt í umræðu um þessi málefni og hvernig hægt sé að þróa umræðuna áfram. Við munum skoða hvernig mismunandi lista- og menningarminjasöfn miðla hugmyndum og upplýsingum um samband manna og dýra í gegnum safneign sína og sýningar. Nemendur eru hvattir til að nálgast, með gagnrýnum hætti, sjónrænt efni, muni, gripi og texta, bæði rafrænt en einnig með heimsóknum á söfn og sýningar.
Myndlist og saga: Listheimar í mótun (LIS709F)
Á undanförnum áratugum hefur fræðilegt samhengi listsögurannsókna verið tekið til rækilegrar endurskoðunar. Nýjar kenningar, ný gögn og stafræn tækni hafa leitt af sér að möguleikar til rannsókna hafa tekið miklum breytingum. Gagnrýnar hugmyndir um inngildingu, sjálfbærni, þjóðfélagsmótun og umhverfi hafa leitt til nýrra viðmiða. Í námskeiðinu verða þessar nýju listsöulegu forsendur teknar til umræðu með lestri og úrvinnslu nýjustu rannsókna á sviði lista- og menningarsögu. Hugmyndir um heimslistina og tengingar hennar við menningu, stjórnmál og vísindi verða skoðaðar ítarlega, álitamál rædd og krufin á virkan hátt í ræðu og riti.
MA-ritgerð í sagnfræði (SAG441L)
Meistararitgerð til 30e skal vera 20.000-30.000 orð. Í henni skal tekið til rannsóknar afmarkað og samstætt viðfangsefni og það kannað rækilega með fræðilegum aðferðum. Í upphafi skal gera grein fyrir viðfangsefninu, þeim spurningum sem bornar verða upp og rannsóknaraðferð. Niðurstöður verður að setja fram skýrt og aðgengilega. Almenn krafa til meistararitgerða er að þar sé fylgt viðurkenndum fræðilegum rannsóknaraðferðum og að þær séu sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á fræðasviðinu. Meistararitgerð skal að jafnaði vera skrifuð á íslensku eða ensku. Í hverri ritgerð skal vera útdráttur á íslensku og ensku.
- Haust
- Kenningar í hugvísindum
- Hugmyndasaga eftir 1750B
- Skjalalestur 1550-1850B
- Kvennafríið 1975: Mýtur og miðlunB
- Frá fasisma til popúlisma: Lýðræðiskreppa, róttæk þjóðernishyggja og valdboðshyggja á 20 og 21. öldB
- Einstaklingsverkefni AB
- Einstaklingsverkefni BB
- Einstaklingsverkefni CB
- Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíðB
- Norðurheimur á miðöldumB
- Utanríkismál ÍslandsV
- Þrettán hlutirV
- Menningarfræði og þjóðfélagsrýniV
- Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkunV
- VíkingaöldinV
- Saga vísinda og tækni á ÍslandiVE
- Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpiV
- Praktík og kenningar í safnafræðiV
- Fræði og ritunV
- List og samfélag í samtímaV
- Mannskepnur og önnur dýrVE
- Vor
- Nýjar rannsóknir í sagnfræði
- Íslenska heimilið á 18. öldB
- Stúlknagarmar og dyggðugar frúr. Konur á Íslandi frá lokum átjándu aldar til þeirrar tuttugustu.B
- Bergmál alþjóðlegra miðalda í samtímasöguB
- Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnumB
- Menning og andófV
- Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnumV
- Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlunV
- Safn og samfélag: Sirkus dauðans?V
- Kenningar í kynjafræðiV
- VíkingaaldarfornleifafræðiV
- Fornleifafræði eftir 1500V
- MiðaldafornleifafræðiV
- Siðfræði vísinda og rannsóknaV
Kenningar í hugvísindum (FOR709F)
Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.
Hugmyndasaga eftir 1750 (SAG706F)
Hugmyndasaga Vesturlanda eftir 1750 er stórbrotin og um margt þversagnakennd. Tímabilið er gjarnan er tengt við upphaf nútímanns með öllu því sem einkennir hann hvað varðar m.a. hugmyndir um þekkingu, stjórnmál, tækniþróun og gildi. Á þessu tímabili hafa fjölmargar hugmyndir, stefnur og straumar tekist á en í námskeiðinu verður sérstökum sjónum beint að arfi upplýsingarinnar. Meðal þeirra hugmynda og hugmyndastrauma sem einkenna tímabilið er skynsmis- og andskynsemishyggja, vísindatrú, framfarahyggja, fortíðarþrá og síðast en ekki síst margskonar hugmyndir um náttúru og menningu. Stjórnmálasaga tímabilsins einkennist af byltingum og hafa fjölmargar hugmyndir tengdar frelsi (einstaklinga, stétta eða hópa) tekist á. Námskeiðinu er ætlað að veita yfirlit yfir nokkra af helstu hugmyndastraumum og stefnum frá upplýsingu og fram að 7. áratug síðustu aldar. Nemendum gefst síðan kostur á að velja þema til að kafa dýpra í og öðlast þannig færni á að rýna í frumtexta frá tímabilinu og lesa þá með sjónarhornum hugmyndasögunnar.
Gefinn verður kostur á fjarnámi í samráði við kennara.
Skjalalestur 1550-1850 (SAG813F)
Nemendur öðlast færni í að lesa íslenska skrift frá tímabilinu, einkum frá 17. og 18. öld. Farið verður í helstu atriði skriftarþróunar, rætt um varðveislu ritheimilda og kynntar aðferðir við útgáfu gamalla texta.
Kvennafríið 1975: Mýtur og miðlun (SAG510M)
„Baráttunni lýkur ekki í dag,“ stóð á kröfuspjaldi konu sem var ein af þeim 25.000 sem söfnuðust saman á útifundi í miðborg Reykjavíkur þann 24. október 1975 til að mótmæla kynbundnum launamun og mismunun undir yfirskriftinni Kvennafrí. Kröfuspjaldið er bara eitt dæmi um þær fjölbreyttu leiðir sem konur notuðu til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þennan dag en tónlist, greinaskrif, ræðuhöld og fjölmiðlaumfjöllun settu svip sinn á hann svo fáein dæmi séu nefnd. Kvennafríið var boðað fyrir atbeina íslenskra kvenna en aðgerðir þeirra spruttu engu að síður úr alþjóðlegum farvegi en íslenskar konur voru hvattar til að fylkja sér bak við kjörorð kvennaárs Sameinuðu þjóðanna: „JAFNRÉTTI – FRAMÞRÓUN – FRIÐUR“. Útgangspunktur námskeiðsins er Kvennafríið 1975 en um leið og kafað verður í sögulega arfleið þessa dags í íslensku og alþjóðlegu samhengi verða nýjar miðlunarleiðir kannaðar í þeim tilgangi að ná til nýrra kynslóða. Námskeiðið er kennt í samvinnu við Rúv og Kvennasögusafn sem fagnar 50 ára afmæli 2025 með sýningu á Landsbókasafni Íslands.
Frá fasisma til popúlisma: Lýðræðiskreppa, róttæk þjóðernishyggja og valdboðshyggja á 20 og 21. öld (SAG604M)
Uppgangur popúlistaflokka og valdboðsstjórna á undanförnum árum hefur beinst að frjálslyndu lýðræði (liberal democracy) og vakið spurningar um hvar staðsetja eigi þessi öfl á hinu pólitíska litrófi og hvernig skilgreina eigi hugmyndafræði þeirra og sögulegar rætur. Á námskeiðinu verður fjallað um lýðræðiskreppur með því að beina sjónum að fasisma og nasisma á fyrri hluta síðustu aldar og popúlisma og valdboðshyggju í samtímanum. Þótt megináherslan verði á Evrópu verða birtingarmyndir róttækrar þjóðernishyggju og hugmyndafræði pólitískra afla sem berjast gegn frjálslyndu lýðræði skoðaðar í öðrum heimshlutum. Áhersla verður lögð á að kryfja ýmis álitamál sem tengjast fasisma/nasisma, valdboðshyggju og hægri og vinstri popúlisma. Þá verða tengsl stjórnmála- og efnahagskreppu greind með skírskotun til þátta eins og kynþáttastefnu, kyngervis, nútímavæðingar, menningar, velferðarhugmynda og utanríkismála. Hugað verður sérstaklega að stjórnmála- og samfélagsþróun í Þýskalandi og Ítalíu, þar sem nasistar/fasistar komust til valda og höfðu mest áhrif, en einnig verður fjallað um fasistahreyfingar og valdboðsstjórnir öðrum löndum. Í samtímanum verða popúlistaflokkar settir í sögulegt samhengi, hugmyndafræði og stefna þeirra greind og gerð tilraun til að skýra „popúlíska valdboðshyggju“ í framkvæmd.
Einstaklingsverkefni A (SAG014F, SAG023F, SAG604F)
Ekki má taka meira en 20e í einstaklingsverkefnum. Heimilt er að taka tvö 10e verkefni. Í samráði við kennara á M.A.-stigi velur nemandi sér verkefni til úrlausnar. Umsjónarkennara er heimilt að fela öðrum kennara í greininni að hafa verkstjórn með verkefninu. Sem dæmi um verkefni má nefna samningu kennsluefnis, samningu yfirlitsrits í sagnfræði, gerð fræðilegrar bókaskrár í sagnfræði, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf á skjalasöfnum.
Einstaklingsverkefni B (SAG014F, SAG023F, SAG604F)
Ekki má taka meira en 20e í einstaklingsverkefnum. Heimilt er að taka tvö 10e verkefni. Í samráði við kennara á M.A.-stigi velur nemandi sér verkefni til úrlausnar. Umsjónarkennara er heimilt að fela öðrum kennara í greininni að hafa verkstjórn með verkefninu. Sem dæmi um verkefni má nefna samningu kennsluefnis, samningu yfirlitsrits í sagnfræði, gerð fræðilegrar bókaskrár í sagnfræði, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf á skjalasöfnum.
Einstaklingsverkefni C (SAG014F, SAG023F, SAG604F)
Ekki má taka meira en 20e í einstaklingsverkefnum. Heimilt er að taka tvö 10e verkefni. Í samráði við kennara á M.A.-stigi velur nemandi sér verkefni til úrlausnar. Umsjónarkennara er heimilt að fela öðrum kennara í greininni að hafa verkstjórn með verkefninu. Sem dæmi um verkefni má nefna samningu kennsluefnis, samningu yfirlitsrits í sagnfræði, gerð fræðilegrar bókaskrár í sagnfræði, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf á skjalasöfnum.
Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíð (SAG103M)
Í þessu námskeiði er farið yfir hlutverk opinberra skjalasafna og skjalavörslu og skjalastjórn í fortíð og nútíð. Farið verður yfir upprunaregluna og þýðingu hennar fyrir sagnfræðirannsóknir og ágrip af stjórnsýslusögu. Þá verður fjallað um lagaumhverfi opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar á Íslandi og eftirlitshlutverk opinberra skjalasafna. Farið verður yfir skilgreiningu á afhendingarskyldum aðilum og skyldum þeirra samkvæmt lögum. Jafnframt verður fjallað um þróun skjalavörslu og skjalastjórnar á 20. og 21. öld og skjalasöfn og skráning þeirra skoðuð. Þá verður fjallað um uppbyggingu nútíma skjalasafna með tilliti til reglna sem um þau gilda. Helstu verkefni skjalastjóra verða skoðuð. Gestakennarar eru m.a. sérfræðingar í Þjóðskjalasafni Íslands og munu þeir fara yfir helstu verkþætti í skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila.
Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)
Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.
Utanríkismál Íslands (ASK103F)
Fjallað verður um íslensk utanríkismál og utanríkisstefnu á tímabilinu 1940 til 2018. Gerð verður grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á utanríkisstefnunni og reynt að meta hvaða þættir stýra utanríkisstefnunni. Leitast verður við að svara spurningunni hvers vegna og til hvers Ísland taki virkari þátt í alþjóðasamstarfi. Einnig verður fjallað um hvernig þjóðernishyggja hér á landi og alþjóðlegir atburðir eins og stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum hafa sett mark sitt á utanríkisstefnuna. Greint verður hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við alþjóðavæðingunni, Evrópusamrunanum, auknu hlutverki alþjóðastofnana, stefnu Bandaríkjanna í alþjóðamálum, endalokum kalda stríðsins og yfirstandandi efnahags- og fjármálakreppu. Fjallað verður um tvíhliða samskipti Ísland við nágrannaríkin og aukna þátttöku Íslands í starfi alþjóðastofnana. Til dæmis verður farið yfir samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin og þátttöku Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna. Einnig verður fjallað um stofnun og störf Íslensku friðargæslunnar sem og aukna áherslu stjórnvalda á störf að þróunarmálum og mannréttindamálum. Kastljósinu verður beint að þeim áskorunum sem smáríki eins og Ísland standa frammi fyrir og þeim tækifærum sem þeim standa til boða í alþjóðasamfélaginu. Notast verður við kenningar í alþjóðastjórnmálum og smáríkjafræðum til að greina og skýra utanríkisstefnu Íslands. Rætt verður um hvort íslenskir ráðamenn trúi því í vaxandi mæli að Ísland hafi hæfni og getu til að láta til sín taka innan alþjóðastofnana og hafi skyldum að gegna í alþjóðasamfélaginu.
Þrettán hlutir (FOR701M)
Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion. The course will be taught in english.
Menningarfræði og þjóðfélagsrýni (MFR701F)
Í námskeiðinu er litið yfir sögu menningarfræðinnar og sjónum beint að gildi hennar sem róttæks forms þjóðfélagsrýni. Lesnir verða textar lykilhöfunda 19. öld og til samtímans. Í forgrunni er sjálft menningarhugtakið og spurningin um gildi þess fyrir gagnrýna umræðu um þjóðfélag, sögu og samtíma. Fjallað er um samspil gagnrýni og fræða og hvernig menningarfræðin setur slíkt samspil í forgrunn. Þetta kemur fram jafnt í textum eldri og yngri höfunda og skapar togstreitu sem hefur á undanförnum áratugum verið frjór jarðvegur allra hugvísinda og einkennt samhengi þeirra við menningarpólitíska hugsun. Til grundvallar eru lögð hugtök á borð við hugmyndafræði, vald, forræði, kyngervi og orðræða.
Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)
Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn.
Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:
- Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
- Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.
Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:
- Greiningar á textum og myndum
- Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
- Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Víkingaöldin (MIS704M)
Á víkingaöld héldu norrænir menn í stórum stíl frá meginlandi Skandinavíu vítt og breitt um Evrópu, austur til Miklagarðs og Kaspíahafs, vestur til Bretlandseyja, Írlands og Frakklands, og suður fyrir Íberíuskaga og inn í Miðjarðarhafið. Margvíslegar heimildir vitna um ferðir þeirra, fornleifar sem og ritaðar lýsingar þar sem þeir ganga undir ýmsum nöfnum og koma fyrir í margvíslegum hlutverkum, t.d. sem ógvekjandi innrásarsveitir, nokkuð friðsamir kaupmenn, eða leiguliðar.
Saga vísinda og tækni á Íslandi (EÐL524M)
Um málstofuna: Fjallað er um valda þætti úr sögu vísinda og tækni hér á landi og þeir settir í innlent og alþjóðlegt samhengi. Meðal fyrirlesara eru sérfræðingar á sviði raunvísinda, verkfræði og heilbrigðisvísinda. Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Í lokin skila nemendur ritgerð um efni sem valið er í samvinnu við kennara.
Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpi (HMM235F)
Námskeiðið er haldið í samstarfi við RÚV - Rás 1. Fjallað er um framsetningu efnis í útvarpi og hlaðvarpi. Könnuð eru ólík dæmi um dagskrárgerð. Hugað er að miðlunarmöguleikum hljóðefnis í fjölmiðlaumhverfi samtímans og gerð grein fyrir eðli ólíkra miðlunarleiða. Fjallað verður um hugmyndavinnu, viðtalstækni, upptökutækni, uppbyggingu og samsetningu hljóðvarps/hlaðvarpsefnis með áherslu á sjálfbærni og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur vinna verkefni tengd útvarpsþáttagerð.
Praktík og kenningar í safnafræði (SAF002F)
Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum. Saga greinarinnar verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, ritskoðun, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur, fólksflutninga, minni, gleymsku og sanngildi. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir misserið.
Fræði og ritun (ENS231F)
Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.
List og samfélag í samtíma (LIS701F)
List hefur í sögulegu tilliti verið sá þáttur samfélagsins þar sem nýjungar og framsýni hefur verið í mestum metum. Þetta frumkvæði listar hefur þó ætíð byggt á sögulegum forsendum — þess sem á undan kemur. Í þessu samhengi eru listamenn samtímans stöðugt að endurnýja fyrri forsendur sínar. Á sama tíma eru listheimar samtímans í eðli sínu margbrotnir — þar á sér stað sífellt meiri skörun ólíkra miðla og áhrifa, þar sem listamenn vinna á grundvelli fræðilegra forsendna, félagslegra forsendna og með tilliti til stjórnmála og efnahagsmála. Menningarlegar aðstæður breytast einnig ört í samtíðinni, fyrir tilstilli tækniþróunar, byggðaþéttingar, heimsvæðingar og náttúruvár, auk óvissu á sviði stjórnmála. Þetta leiðir til þess að eðli listastarfsins tekur sífellt meiri breytingum. Vegna þessa er mikilvægt að leggja stöðugt nýjan grunn að túlkun listarinnar og virkni hennar í samfélaginu, þar sem nýjar hugmyndir og skilgreiningar, á við ‚mannöld‘ og ‚síð-mennsku‘, gagnast til aukins skilnings á stöðu listar í samfélagi manna. Í námskeiðinu eru listfræðilegar forsendur samtíðarinnar teknar til endurskoðunar og listvettvangurinn — sagan og samtíðin — kannaður með hliðsjón af samspili listar við ólíkar greinar: sagnfræði, heimspeki, bókmenntir, fjölmiðla- og kvikmyndafræði, mannfræði, stjórnmálafræði, landafræði, félagsfræði.
Mannskepnur og önnur dýr (ÞJÓ110F)
Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðu, rafrænum fyrirlestrum og vettvangsferðum í náttúru og á söfn.
Samskipti manneskjunnar við önnur dýr er viðfangsefni þessa námskeiðs sem við nálgumst frá bæði fræðilegum og listrænum sjónarhornum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni, um dýr að eigin vali, þar sem áhersla er einnig lögð á sjónræna framsetningu - t.d. teikningar eða ljósmyndir. Í fyrirlestrum verður m.a. fjallað um hvítabirni, hvali, geirfugla og lunda og nýlegar rannsóknir á þeim. Fjallað verður um áhrifavald og ólíkar birtingarmyndir dýra í margvíslegu listrænu og menningarlegu samhengi, til dæmis í fornbókmenntum, þjóðsögum, munnmælum, kvikmyndum, fréttum, efnismenningu og ferðamennsku. Þá verður til dæmis hugað að „framhaldslífi“ dýra í formi listmuna, safngripa og minjagripa. Við munum skoða gripi í einkaeigu og á opinberum vettvangi og spyrja spurninga á borð við: hvað gerist þegar lifandi dýri er breytt í safngrip? Hvernig þróast og breytist merking dýrsins í ólíku samhengi? Hvernig mótast hugmyndir okkar um dýr? Tekist verður á við hlutverk ólíkra dýra í þekkingasköpun og mótun orðræðu um loftslagsmál og málefni norðurslóða, tengsl við ákveðin landsvæði og menningarhópa og hlutverk þeirra í ímynda- og sjálfsmyndasköpun bæði fortíðar og samtíma. Stigið verður út fyrir hefðbundna ramma sem snúa að aðgreiningu manna/dýra og annarra lífvera um leið og við könnum samtvinnaða hugmynda- og vistheima þeirra.
Markmið
Markmið námskeiðs er að velta upp áríðandi spurningum og málefnum er snúa að sambúð fólks og dýra, loftlagsbreytingum, útrýmingu dýrategunda og sjálfbærni. Við munum íhuga hvernig listamenn, rannsakendur, aðgerðasinnar og söfn hafa tekið þátt í umræðu um þessi málefni og hvernig hægt sé að þróa umræðuna áfram. Við munum skoða hvernig mismunandi lista- og menningarminjasöfn miðla hugmyndum og upplýsingum um samband manna og dýra í gegnum safneign sína og sýningar. Nemendur eru hvattir til að nálgast, með gagnrýnum hætti, sjónrænt efni, muni, gripi og texta, bæði rafrænt en einnig með heimsóknum á söfn og sýningar.
Nýjar rannsóknir í sagnfræði (SAG201F)
Í námskeiðinu verða lesnar þekktar sagnfræðilegar rannsóknir úr vestrænni menningarsögu sem fjalla um margvísleg efni sem hafa verið ofarlega á baugi innan fagsins. Gerð verður tilraun til að sýna hvernig sagnfræðingar, bæði í lok tuttugustu aldar og í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar, glíma við ólík efni í rannsóknum sínum. Umfjöllunin verður sett í hugmyndafræðilegt samhengi og lögð verður áhersla á að sýna fram á ólík gímutök sagnfræðinga þegar viðfangsefnið hefur tengst áðurnefndu fræðasviði. Reynt var að velja áhugaverðar bækur sem eru líklegar til að gefa okkur áhugaverða mynd af stöðu sagnfræðinnar í dag.
Íslenska heimilið á 18. öld (SAG414M)
Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um íslensk heimili á 18. öld. Hvaða mismunandi gerðir heimila voru í samfélaginu og hver var munurinn á heimilum bænda, sjómanna, presta, húsmanna og fátæklinga? Hvernig komst ungt fólk af heimilum foreldra sinna og stofnaði sín eigin? Hvernig var heimilisfólkinu framfært og hvaða aukaútgjöldum eins og leigu og sköttum þurfti heimilið að standa skil á? Hvernig virkaði sjálfsþurftarbúskapur og stunduðu heimilin einhverja verslun?
Námskeiðið kynnir nemendur fyrir þeim ríkulegu heimildum frá 18. öld sem veita okkur innsýn í búskap og heimilislíf þessa tíma, allt frá manntalinu 1703 til ferðabóka og tímaritsgreina upplýsingamanna frá seinni hluta aldarinnar. Í því eru m.a. æfðar aðferðir við skráningu stafrænna upplýsinga úr hagheimildum fyrir tölfræðilega úrvinnslu.
Stúlknagarmar og dyggðugar frúr. Konur á Íslandi frá lokum átjándu aldar til þeirrar tuttugustu. (SAG412M)
Í námskeiðinu er fjallað um stöðu kvenna á Íslandi á því sem mætti kalla hina löngu nítjándu öld. Markmiðið er að kanna heimildir sem varpa ljósi á kjör, möguleika og atbeina kvenna, jafnt í sveit og þéttbýli. Tímabilið verður skoðað bæði út frá þemum og í tímaröð, en þessi langi tímarammi gefur möguleika á að greina og kanna þær breytingar sem urðu á kjörum kvenna. Skoðað verður hvaða réttinda konur nutu fyrir lögum – voru þær sjálfráða? Gátu þær farið utan til mennta eða yfirhöfuð ferðast? Gifst þeim sem þær vildu? Verið með eigin rekstur? Í hvernig fötum gengu þær? Hvaða störfum sinntu þær inni á heimilinu og utan? Staða kvenna á Íslandi verður skoðuð í þverþjóðlegum samhengi, bæði hvað varðar lögformleg réttindi og gerendahæfni, en einnig með tilliti til hinna stóru kenningaramma um sögu kvenna á nítjándu öld (s.s. aðskilin svið). Tímabilið afmarkast af lokum átjándu aldar, en til eru prentaðar heimildir (sendibréf) og rannsóknir sem varpa ljósi á líf kvenna á þessum tíma, og aldamótunum 1900 þegar íslensk kvennahreyfing og baráttan fyrir réttindum kvenna var komin af stað og nýir tímar í vændum. Kafað verður ofan í æviminningar, útfararræður og sendibréf auk annarra heimilda og fræðirita um tímabilið til þess að komast sem næst hugarheimi og því sem kalla má reynslu kvenna og viðhorfum.
Bergmál alþjóðlegra miðalda í samtímasögu (SAG413M)
Námskeiðið „Echoes of a Global Medieval Ages in Contemporary History“ kannar mót miðalda og samtímans, með því að skoða hvernig minningar, tákn og frásagnir miðalda halda áfram að móta núverandi hugmyndafræði, sjálfsmyndir og hnattræn sjónarmið. Með þematískri rannsókn á ákveðnum svæðum greinir námskeiðið hvernig ólík samfélög í dag endurtúlka og endurbyggja miðaldafortíð sína en einnig munum við fjalla um arfleifð heimsvaldastefnu, þjóðernishyggju og samskipti á milli menningarheima. Lykilatriði eru meðal annars áhrif stjórnarhátta, menningartákna, viðskiptaneta og hugmyndafræðilegra átaka miðalda á málefni samtímans.
Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnum (SAG206M)
Nemendur læra og þjálfast í aðferðum skjalfræðilegra rannsókna, heimildaleit í skjalasöfnum og að meta heimildagildi skjala. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem tengjast námsefni.
Menning og andóf (MFR703M)
Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.
Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnum (SAG206M)
Nemendur læra og þjálfast í aðferðum skjalfræðilegra rannsókna, heimildaleit í skjalasöfnum og að meta heimildagildi skjala. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem tengjast námsefni.
Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlun (HMM242F)
Í Miðlunarleiðum II á vorönn er unnið með eftirfarandi miðlunarleiðir: a) munnleg framsetning og b) sýningar á menningarsögulegu efni. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti.
Nemendur fara yfir grunnatriði í munnlegri framsetningu og æfa sig í minni og stærri hópum. Einnig verður farið yfir grunnatriði varðandi skipulagingu á ráðstefnum og málþingum og stjórnun þeirra. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í kynningarhluta þessa viðfangsefnis. Við lok þess þáttar er haldin ráðstefna þar sem allir nemendur kynna verkefni sín. Að honum loknum tekur við þáttur um sýningar með tengingu við stafræna miðlun. Fjallað verður um grunnatriði sýninga og ólíkar leiðir við framsetningu mynda og texta og hvaða reglur gilda um framsetningu texta á netinu. Nemendur vinna við hagnýt verkefni í þessu samhengi. Samhliða verður farið yfir grunnatriði í stafrænni miðlun, hverjar eru helstu miðlunarleiðir, kostir og gallar.
Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:
- fyrirlestur á ráðstefnu og önnur verkefni í því samhengi
- Sýningagreining og hagnýtt verkefni í tengslum við sýningar á vegum Borgarsögusafns
- Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. Áhersla er lögð á sameiginleg þemu og hópavinnu í námskeiðinu.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)
Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.
Kenningar í kynjafræði (KYN211F)
Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.
Víkingaaldarfornleifafræði (FOR102F)
Yfirlit um sögu víkingaaldar og sögu rannsókna á víkingaöld. Áhersla er lögð á fornleifaheimildir, byggingaleifar og gripi, og hvernig þær hafa verið notaðar til að varpa ljósi á þetta tímabil. Sérstök áhersla er lögð á lýsingu hagkerfa á víkingaöld, álitamál um þjóðerni og uppruna ríkisvalds.
Fornleifafræði eftir 1500 (FOR702M)
Í nútíma heimi er auðvelt að hugsa um fortíðina sem eitthvað sem er langt í burtu og hversdeginum óviðkomandi – hvort sem það er heimsókn á safn eða jafnvel fornleifafræðinám, sagan virðist alltaf vera aðskilin frá hversdagsleikanum. Hún er áhugamál okkar eða eitthvað sem við skoðum okkur til skemmtunar. Markmið þessa námskeiðs er að skoða samtímann frá sjónarhorni fornleifa- og sagnfræði: á hvaða hátt er líf okkar afleiðing atburða sem gerðust í fortíðinni? Námskeiðið mun sýna hvernig fortíðin lifir í nútímanum – ekki sem sögustaðir eða fornleifafræðibók heldur sem eitthvað sem hefur áhrif á skipulag hversdagsins og efnisveruleikan sem við búum í. Þótt rætur þessa ferla nái aftur til líffræðilegrar þróunar okkar þá má færa sterk rök fyrir því að flestir áhrifavaldarnir sem skapa umhverfi okkar eigi sér upphaf á síðustu 500 árum.
Miðaldafornleifafræði (FOR812F)
During the last decades, medieval archaeology has experienced significant growth as a discipline concerned with material culture. Initially, the use of material culture was marginalized to the role of confirming or refuting historical knowledge about this period but today it is understood as having equal historical importance to the archived material. The course is thus intended to improve student’s understanding of Medieval Europe during the period 800–1600 AD through the study of material culture. It deals with general themes in medieval archaeology, such as identity, social status, rural and urban landscapes, religion, life and death, rather than the historical development of the Middle Ages in chronological order. The aim is to give students insight into the different fields of theory and method of medieval archaeology through both material and documentary evidences in accordance with the current state of research. A special emphasis will be put on medieval Iceland, as a part of European culture and society, but even on how medieval archaeologists gather their sources, analyse them and reach conclusions of historical importance.
Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)
Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins.
Kennsla fer fram á fyrstu sex vikum vormisseris á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.
Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.
Markmið:
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.
Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.
- Haust
- Rannsóknarverkefni í sagnfræði vegna MA-ritgerðar
- Hugmyndasaga eftir 1750B
- Skjalalestur 1550-1850B
- Kvennafríið 1975: Mýtur og miðlunB
- Frá fasisma til popúlisma: Lýðræðiskreppa, róttæk þjóðernishyggja og valdboðshyggja á 20 og 21. öldB
- Einstaklingsverkefni AB
- Einstaklingsverkefni BB
- Einstaklingsverkefni CB
- Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíðB
- Norðurheimur á miðöldumB
- Utanríkismál ÍslandsV
- Þrettán hlutirV
- Menningarfræði og þjóðfélagsrýniV
- Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkunV
- VíkingaöldinV
- Saga vísinda og tækni á ÍslandiVE
- Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpiV
- Praktík og kenningar í safnafræðiV
- Fræði og ritunV
- List og samfélag í samtímaV
- Mannskepnur og önnur dýrVE
- Myndlist og saga: Listheimar í mótunVE
- Vor
- MA-ritgerð í sagnfræði
Rannsóknarverkefni í sagnfræði vegna MA-ritgerðar (SAG704F)
Rannsóknarverkefni vegna MA-ritgerðar er undanfari að ritgerðinni sjálfri. Nemandi vinnur að rannsóknaráætlun í samráði við leiðbeinanda sinn. Í verkefninu er lýst markmiðum og aðferð, niðurskipan efnis og helstu heimildum sem unnið verður með. Æskilegt er að einnig fylgi drög að nokkrum blaðsíðum af eiginlegum texta. Hámarkslengd er 5000 orð. Að verkefni loknu tekur nemandi til við frekari rannsóknir og skrifar ritgerðina. Námsbraut í sagnfræði annast mánaðarlega málstofu fyrir nemendur sem eru skráðir í Rannsóknarverkefni þar sem nemendum gefst færi á að bera saman bækur sínar og stilla strengi. Umsjón með málstofunni hefur fastráðinn kennari við námsbrautina. Ekki er gefin einkunn heldur lýkur verkefninu með umsögninni „staðið“ eða „fallið“. Leiðbeinandi og umsjónarmaður ákveða niðurstöðuna í sameiningu.
Hugmyndasaga eftir 1750 (SAG706F)
Hugmyndasaga Vesturlanda eftir 1750 er stórbrotin og um margt þversagnakennd. Tímabilið er gjarnan er tengt við upphaf nútímanns með öllu því sem einkennir hann hvað varðar m.a. hugmyndir um þekkingu, stjórnmál, tækniþróun og gildi. Á þessu tímabili hafa fjölmargar hugmyndir, stefnur og straumar tekist á en í námskeiðinu verður sérstökum sjónum beint að arfi upplýsingarinnar. Meðal þeirra hugmynda og hugmyndastrauma sem einkenna tímabilið er skynsmis- og andskynsemishyggja, vísindatrú, framfarahyggja, fortíðarþrá og síðast en ekki síst margskonar hugmyndir um náttúru og menningu. Stjórnmálasaga tímabilsins einkennist af byltingum og hafa fjölmargar hugmyndir tengdar frelsi (einstaklinga, stétta eða hópa) tekist á. Námskeiðinu er ætlað að veita yfirlit yfir nokkra af helstu hugmyndastraumum og stefnum frá upplýsingu og fram að 7. áratug síðustu aldar. Nemendum gefst síðan kostur á að velja þema til að kafa dýpra í og öðlast þannig færni á að rýna í frumtexta frá tímabilinu og lesa þá með sjónarhornum hugmyndasögunnar.
Gefinn verður kostur á fjarnámi í samráði við kennara.
Skjalalestur 1550-1850 (SAG813F)
Nemendur öðlast færni í að lesa íslenska skrift frá tímabilinu, einkum frá 17. og 18. öld. Farið verður í helstu atriði skriftarþróunar, rætt um varðveislu ritheimilda og kynntar aðferðir við útgáfu gamalla texta.
Kvennafríið 1975: Mýtur og miðlun (SAG510M)
„Baráttunni lýkur ekki í dag,“ stóð á kröfuspjaldi konu sem var ein af þeim 25.000 sem söfnuðust saman á útifundi í miðborg Reykjavíkur þann 24. október 1975 til að mótmæla kynbundnum launamun og mismunun undir yfirskriftinni Kvennafrí. Kröfuspjaldið er bara eitt dæmi um þær fjölbreyttu leiðir sem konur notuðu til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þennan dag en tónlist, greinaskrif, ræðuhöld og fjölmiðlaumfjöllun settu svip sinn á hann svo fáein dæmi séu nefnd. Kvennafríið var boðað fyrir atbeina íslenskra kvenna en aðgerðir þeirra spruttu engu að síður úr alþjóðlegum farvegi en íslenskar konur voru hvattar til að fylkja sér bak við kjörorð kvennaárs Sameinuðu þjóðanna: „JAFNRÉTTI – FRAMÞRÓUN – FRIÐUR“. Útgangspunktur námskeiðsins er Kvennafríið 1975 en um leið og kafað verður í sögulega arfleið þessa dags í íslensku og alþjóðlegu samhengi verða nýjar miðlunarleiðir kannaðar í þeim tilgangi að ná til nýrra kynslóða. Námskeiðið er kennt í samvinnu við Rúv og Kvennasögusafn sem fagnar 50 ára afmæli 2025 með sýningu á Landsbókasafni Íslands.
Frá fasisma til popúlisma: Lýðræðiskreppa, róttæk þjóðernishyggja og valdboðshyggja á 20 og 21. öld (SAG604M)
Uppgangur popúlistaflokka og valdboðsstjórna á undanförnum árum hefur beinst að frjálslyndu lýðræði (liberal democracy) og vakið spurningar um hvar staðsetja eigi þessi öfl á hinu pólitíska litrófi og hvernig skilgreina eigi hugmyndafræði þeirra og sögulegar rætur. Á námskeiðinu verður fjallað um lýðræðiskreppur með því að beina sjónum að fasisma og nasisma á fyrri hluta síðustu aldar og popúlisma og valdboðshyggju í samtímanum. Þótt megináherslan verði á Evrópu verða birtingarmyndir róttækrar þjóðernishyggju og hugmyndafræði pólitískra afla sem berjast gegn frjálslyndu lýðræði skoðaðar í öðrum heimshlutum. Áhersla verður lögð á að kryfja ýmis álitamál sem tengjast fasisma/nasisma, valdboðshyggju og hægri og vinstri popúlisma. Þá verða tengsl stjórnmála- og efnahagskreppu greind með skírskotun til þátta eins og kynþáttastefnu, kyngervis, nútímavæðingar, menningar, velferðarhugmynda og utanríkismála. Hugað verður sérstaklega að stjórnmála- og samfélagsþróun í Þýskalandi og Ítalíu, þar sem nasistar/fasistar komust til valda og höfðu mest áhrif, en einnig verður fjallað um fasistahreyfingar og valdboðsstjórnir öðrum löndum. Í samtímanum verða popúlistaflokkar settir í sögulegt samhengi, hugmyndafræði og stefna þeirra greind og gerð tilraun til að skýra „popúlíska valdboðshyggju“ í framkvæmd.
Einstaklingsverkefni A (SAG014F, SAG023F, SAG604F)
Ekki má taka meira en 20e í einstaklingsverkefnum. Heimilt er að taka tvö 10e verkefni. Í samráði við kennara á M.A.-stigi velur nemandi sér verkefni til úrlausnar. Umsjónarkennara er heimilt að fela öðrum kennara í greininni að hafa verkstjórn með verkefninu. Sem dæmi um verkefni má nefna samningu kennsluefnis, samningu yfirlitsrits í sagnfræði, gerð fræðilegrar bókaskrár í sagnfræði, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf á skjalasöfnum.
Einstaklingsverkefni B (SAG014F, SAG023F, SAG604F)
Ekki má taka meira en 20e í einstaklingsverkefnum. Heimilt er að taka tvö 10e verkefni. Í samráði við kennara á M.A.-stigi velur nemandi sér verkefni til úrlausnar. Umsjónarkennara er heimilt að fela öðrum kennara í greininni að hafa verkstjórn með verkefninu. Sem dæmi um verkefni má nefna samningu kennsluefnis, samningu yfirlitsrits í sagnfræði, gerð fræðilegrar bókaskrár í sagnfræði, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf á skjalasöfnum.
Einstaklingsverkefni C (SAG014F, SAG023F, SAG604F)
Ekki má taka meira en 20e í einstaklingsverkefnum. Heimilt er að taka tvö 10e verkefni. Í samráði við kennara á M.A.-stigi velur nemandi sér verkefni til úrlausnar. Umsjónarkennara er heimilt að fela öðrum kennara í greininni að hafa verkstjórn með verkefninu. Sem dæmi um verkefni má nefna samningu kennsluefnis, samningu yfirlitsrits í sagnfræði, gerð fræðilegrar bókaskrár í sagnfræði, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf á skjalasöfnum.
Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíð (SAG103M)
Í þessu námskeiði er farið yfir hlutverk opinberra skjalasafna og skjalavörslu og skjalastjórn í fortíð og nútíð. Farið verður yfir upprunaregluna og þýðingu hennar fyrir sagnfræðirannsóknir og ágrip af stjórnsýslusögu. Þá verður fjallað um lagaumhverfi opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar á Íslandi og eftirlitshlutverk opinberra skjalasafna. Farið verður yfir skilgreiningu á afhendingarskyldum aðilum og skyldum þeirra samkvæmt lögum. Jafnframt verður fjallað um þróun skjalavörslu og skjalastjórnar á 20. og 21. öld og skjalasöfn og skráning þeirra skoðuð. Þá verður fjallað um uppbyggingu nútíma skjalasafna með tilliti til reglna sem um þau gilda. Helstu verkefni skjalastjóra verða skoðuð. Gestakennarar eru m.a. sérfræðingar í Þjóðskjalasafni Íslands og munu þeir fara yfir helstu verkþætti í skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila.
Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)
Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.
Utanríkismál Íslands (ASK103F)
Fjallað verður um íslensk utanríkismál og utanríkisstefnu á tímabilinu 1940 til 2018. Gerð verður grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á utanríkisstefnunni og reynt að meta hvaða þættir stýra utanríkisstefnunni. Leitast verður við að svara spurningunni hvers vegna og til hvers Ísland taki virkari þátt í alþjóðasamstarfi. Einnig verður fjallað um hvernig þjóðernishyggja hér á landi og alþjóðlegir atburðir eins og stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum hafa sett mark sitt á utanríkisstefnuna. Greint verður hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við alþjóðavæðingunni, Evrópusamrunanum, auknu hlutverki alþjóðastofnana, stefnu Bandaríkjanna í alþjóðamálum, endalokum kalda stríðsins og yfirstandandi efnahags- og fjármálakreppu. Fjallað verður um tvíhliða samskipti Ísland við nágrannaríkin og aukna þátttöku Íslands í starfi alþjóðastofnana. Til dæmis verður farið yfir samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin og þátttöku Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna. Einnig verður fjallað um stofnun og störf Íslensku friðargæslunnar sem og aukna áherslu stjórnvalda á störf að þróunarmálum og mannréttindamálum. Kastljósinu verður beint að þeim áskorunum sem smáríki eins og Ísland standa frammi fyrir og þeim tækifærum sem þeim standa til boða í alþjóðasamfélaginu. Notast verður við kenningar í alþjóðastjórnmálum og smáríkjafræðum til að greina og skýra utanríkisstefnu Íslands. Rætt verður um hvort íslenskir ráðamenn trúi því í vaxandi mæli að Ísland hafi hæfni og getu til að láta til sín taka innan alþjóðastofnana og hafi skyldum að gegna í alþjóðasamfélaginu.
Þrettán hlutir (FOR701M)
Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion. The course will be taught in english.
Menningarfræði og þjóðfélagsrýni (MFR701F)
Í námskeiðinu er litið yfir sögu menningarfræðinnar og sjónum beint að gildi hennar sem róttæks forms þjóðfélagsrýni. Lesnir verða textar lykilhöfunda 19. öld og til samtímans. Í forgrunni er sjálft menningarhugtakið og spurningin um gildi þess fyrir gagnrýna umræðu um þjóðfélag, sögu og samtíma. Fjallað er um samspil gagnrýni og fræða og hvernig menningarfræðin setur slíkt samspil í forgrunn. Þetta kemur fram jafnt í textum eldri og yngri höfunda og skapar togstreitu sem hefur á undanförnum áratugum verið frjór jarðvegur allra hugvísinda og einkennt samhengi þeirra við menningarpólitíska hugsun. Til grundvallar eru lögð hugtök á borð við hugmyndafræði, vald, forræði, kyngervi og orðræða.
Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)
Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn.
Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:
- Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
- Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.
Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:
- Greiningar á textum og myndum
- Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
- Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Víkingaöldin (MIS704M)
Á víkingaöld héldu norrænir menn í stórum stíl frá meginlandi Skandinavíu vítt og breitt um Evrópu, austur til Miklagarðs og Kaspíahafs, vestur til Bretlandseyja, Írlands og Frakklands, og suður fyrir Íberíuskaga og inn í Miðjarðarhafið. Margvíslegar heimildir vitna um ferðir þeirra, fornleifar sem og ritaðar lýsingar þar sem þeir ganga undir ýmsum nöfnum og koma fyrir í margvíslegum hlutverkum, t.d. sem ógvekjandi innrásarsveitir, nokkuð friðsamir kaupmenn, eða leiguliðar.
Saga vísinda og tækni á Íslandi (EÐL524M)
Um málstofuna: Fjallað er um valda þætti úr sögu vísinda og tækni hér á landi og þeir settir í innlent og alþjóðlegt samhengi. Meðal fyrirlesara eru sérfræðingar á sviði raunvísinda, verkfræði og heilbrigðisvísinda. Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Í lokin skila nemendur ritgerð um efni sem valið er í samvinnu við kennara.
Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpi (HMM235F)
Námskeiðið er haldið í samstarfi við RÚV - Rás 1. Fjallað er um framsetningu efnis í útvarpi og hlaðvarpi. Könnuð eru ólík dæmi um dagskrárgerð. Hugað er að miðlunarmöguleikum hljóðefnis í fjölmiðlaumhverfi samtímans og gerð grein fyrir eðli ólíkra miðlunarleiða. Fjallað verður um hugmyndavinnu, viðtalstækni, upptökutækni, uppbyggingu og samsetningu hljóðvarps/hlaðvarpsefnis með áherslu á sjálfbærni og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur vinna verkefni tengd útvarpsþáttagerð.
Praktík og kenningar í safnafræði (SAF002F)
Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum. Saga greinarinnar verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, ritskoðun, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur, fólksflutninga, minni, gleymsku og sanngildi. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir misserið.
Fræði og ritun (ENS231F)
Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.
List og samfélag í samtíma (LIS701F)
List hefur í sögulegu tilliti verið sá þáttur samfélagsins þar sem nýjungar og framsýni hefur verið í mestum metum. Þetta frumkvæði listar hefur þó ætíð byggt á sögulegum forsendum — þess sem á undan kemur. Í þessu samhengi eru listamenn samtímans stöðugt að endurnýja fyrri forsendur sínar. Á sama tíma eru listheimar samtímans í eðli sínu margbrotnir — þar á sér stað sífellt meiri skörun ólíkra miðla og áhrifa, þar sem listamenn vinna á grundvelli fræðilegra forsendna, félagslegra forsendna og með tilliti til stjórnmála og efnahagsmála. Menningarlegar aðstæður breytast einnig ört í samtíðinni, fyrir tilstilli tækniþróunar, byggðaþéttingar, heimsvæðingar og náttúruvár, auk óvissu á sviði stjórnmála. Þetta leiðir til þess að eðli listastarfsins tekur sífellt meiri breytingum. Vegna þessa er mikilvægt að leggja stöðugt nýjan grunn að túlkun listarinnar og virkni hennar í samfélaginu, þar sem nýjar hugmyndir og skilgreiningar, á við ‚mannöld‘ og ‚síð-mennsku‘, gagnast til aukins skilnings á stöðu listar í samfélagi manna. Í námskeiðinu eru listfræðilegar forsendur samtíðarinnar teknar til endurskoðunar og listvettvangurinn — sagan og samtíðin — kannaður með hliðsjón af samspili listar við ólíkar greinar: sagnfræði, heimspeki, bókmenntir, fjölmiðla- og kvikmyndafræði, mannfræði, stjórnmálafræði, landafræði, félagsfræði.
Mannskepnur og önnur dýr (ÞJÓ110F)
Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðu, rafrænum fyrirlestrum og vettvangsferðum í náttúru og á söfn.
Samskipti manneskjunnar við önnur dýr er viðfangsefni þessa námskeiðs sem við nálgumst frá bæði fræðilegum og listrænum sjónarhornum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni, um dýr að eigin vali, þar sem áhersla er einnig lögð á sjónræna framsetningu - t.d. teikningar eða ljósmyndir. Í fyrirlestrum verður m.a. fjallað um hvítabirni, hvali, geirfugla og lunda og nýlegar rannsóknir á þeim. Fjallað verður um áhrifavald og ólíkar birtingarmyndir dýra í margvíslegu listrænu og menningarlegu samhengi, til dæmis í fornbókmenntum, þjóðsögum, munnmælum, kvikmyndum, fréttum, efnismenningu og ferðamennsku. Þá verður til dæmis hugað að „framhaldslífi“ dýra í formi listmuna, safngripa og minjagripa. Við munum skoða gripi í einkaeigu og á opinberum vettvangi og spyrja spurninga á borð við: hvað gerist þegar lifandi dýri er breytt í safngrip? Hvernig þróast og breytist merking dýrsins í ólíku samhengi? Hvernig mótast hugmyndir okkar um dýr? Tekist verður á við hlutverk ólíkra dýra í þekkingasköpun og mótun orðræðu um loftslagsmál og málefni norðurslóða, tengsl við ákveðin landsvæði og menningarhópa og hlutverk þeirra í ímynda- og sjálfsmyndasköpun bæði fortíðar og samtíma. Stigið verður út fyrir hefðbundna ramma sem snúa að aðgreiningu manna/dýra og annarra lífvera um leið og við könnum samtvinnaða hugmynda- og vistheima þeirra.
Markmið
Markmið námskeiðs er að velta upp áríðandi spurningum og málefnum er snúa að sambúð fólks og dýra, loftlagsbreytingum, útrýmingu dýrategunda og sjálfbærni. Við munum íhuga hvernig listamenn, rannsakendur, aðgerðasinnar og söfn hafa tekið þátt í umræðu um þessi málefni og hvernig hægt sé að þróa umræðuna áfram. Við munum skoða hvernig mismunandi lista- og menningarminjasöfn miðla hugmyndum og upplýsingum um samband manna og dýra í gegnum safneign sína og sýningar. Nemendur eru hvattir til að nálgast, með gagnrýnum hætti, sjónrænt efni, muni, gripi og texta, bæði rafrænt en einnig með heimsóknum á söfn og sýningar.
Myndlist og saga: Listheimar í mótun (LIS709F)
Á undanförnum áratugum hefur fræðilegt samhengi listsögurannsókna verið tekið til rækilegrar endurskoðunar. Nýjar kenningar, ný gögn og stafræn tækni hafa leitt af sér að möguleikar til rannsókna hafa tekið miklum breytingum. Gagnrýnar hugmyndir um inngildingu, sjálfbærni, þjóðfélagsmótun og umhverfi hafa leitt til nýrra viðmiða. Í námskeiðinu verða þessar nýju listsöulegu forsendur teknar til umræðu með lestri og úrvinnslu nýjustu rannsókna á sviði lista- og menningarsögu. Hugmyndir um heimslistina og tengingar hennar við menningu, stjórnmál og vísindi verða skoðaðar ítarlega, álitamál rædd og krufin á virkan hátt í ræðu og riti.
MA-ritgerð í sagnfræði (SAG441L)
Meistararitgerð til 30e skal vera 20.000-30.000 orð. Í henni skal tekið til rannsóknar afmarkað og samstætt viðfangsefni og það kannað rækilega með fræðilegum aðferðum. Í upphafi skal gera grein fyrir viðfangsefninu, þeim spurningum sem bornar verða upp og rannsóknaraðferð. Niðurstöður verður að setja fram skýrt og aðgengilega. Almenn krafa til meistararitgerða er að þar sé fylgt viðurkenndum fræðilegum rannsóknaraðferðum og að þær séu sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á fræðasviðinu. Meistararitgerð skal að jafnaði vera skrifuð á íslensku eða ensku. Í hverri ritgerð skal vera útdráttur á íslensku og ensku.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði
![Aðalbygging Háskóla Íslands](https://hi.is/sites/default/files/styles/n__n_mslei__-_hafa_samband/public/ifb2/_kri4812.jpg?itok=ed_4mQmk)
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.