Skip to main content

Kafað ofan í kínverska fornritið Breytingaritninguna (Yijing 易經)

5. janúar 2023 9:00 til 17:00

Oddi

Stofa 202

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós og námsleið kínverskra fræða við Háskóla Íslands hefja árið á spennandi málþingi. Fræðimenn víða að munu fjalla um efni tengd kínverska fornritinu Breytingaritningunni eða Yijing, á ensku kölluð The Classic of Changes eða Book of Changes.

Málþingið er haldið í Odda stofu 202 og fer fram á ensku. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og að kostnaðarlausu.

Dagskrá:

Milli tákna og stafa - Málþing um þýðingar á milli íslensku og kínversku

21. febrúar 2020 14:00 til 17:00

Veröld - Hús Vigdísar

2. hæð

Milli tákna og stafa - Málþing um þýðingar á milli íslensku og kínversku, verður haldið á 2. hæð í Veröld - húsi Vigdísar þann 21. febrúar kl. 14:00-17:00.

Dagskrá:

Ásdís R. Magnúsdóttir
Inngangsorð

Þorgerður Anna Björnsdóttir
Gluggi í austurátt: þýðingarsaga

Geir Sigurðsson
Ljónin á veginum: Um vanda vestrænna þýðinga á kínverskum heimspekiritum

Jón Egill Eyþórsson
Austur-asísk tungumál og sérkenni þeirra

Hlé

Hjörleifur Sveinbjörnsson
Ljóðaþýðingar: margræð kínverska yfir á konkret íslensku

Xinyu Zhang
„Fyrnist yfir allt“ eftir Svövu Jakobsdóttur: texti um þýðingu

Léttar veitingar

Vigdísarstofnun heldur viðburðinn í samstarfi við Konfúsíusarstofnunina Norðurljós og Bandalag þýðenda og túlka

facebook

BS Verkefni 3. árs læknanema 2019

BS- Verkefni unnin háskólaárið 2018-2019:

Evrópski tungumáladagurinn 2024

26. september 2024 17:00 til 18:00

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsal

Evrópski tungumáladagurinn 26. september 2024:

Veröld – hús Vigdísar, Auðarsalur 17:00 – 18:00
Skráning: Evrópski tungumáladagurinn 2024: Tungumál í þágu friðar (office.com)

Opnunarorð: Eyjólfur Már Sigurðsson, forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar HÍ.

Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum og þvermenningarlegri heimspeki við Mála og menningardeild HÍ:
Miðla mál málum? Eru tungumál nauðsynlega friðarspillar? Er hægt að snúa þeim við og nota þau í þágu friðar? Auðvitað, en það er undir okkur komið. Fáeinar og fábrotnar hugleiðingar um hlutverk tungumála í brotnum heimi.

Útgáfuhóf: Raddir frá Spáni, Hernaðarlist meistara Sun og Milli Mála 2019

20. febrúar 2020 16:30 til 18:00

2. hæð

Útgáfuhóf verður haldið 20. febrúar, á 2. hæð í Veröld – húsi Vigdísar kl. 16.30 þar sem kynntar verða nýjustu útgáfur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Annars vegar bækurnar Raddir frá Spáni – sögur eftir spænskar konur og Hernaðarlist Meistara Sun, og hins vegar tímaritð Milli mála 2019, sem út er komið í rafrænni útgáfu.

Dagskrá:

Erla Erlendsdóttir þýðandi og Ásdís Magnúsdóttir ritstjóri kynna og lesa upp úr bókinni Raddir frá Spáni - sögur eftir spænskar konur.
Geir Sigurðsson þýðandi og Rebekka Þráinsdóttir ritstjóri kynna og lesa upp úr bókinni Hernaðarlist Meistara Sun.
Ásdís Magnúsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir ritstjórar, kynna nýjasta tölublað tímaritsins Milli mála 2019.

Bækurnar verða til sölu á staðnum og boðið verður upp á léttar veitingar. Verið öll velkomin.

Áfangamat José Manuel Tirado

11. júní 2021 10:00 til 11:00

Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/64859863117 Meeting ID: 648 5986 3117

Transformation in university learning: A phenomenography of students in an International Studies in Education program.

 Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir José rannsóknarskýrslu sína kl. 10.00– 11:00 og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs á Zoom. Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrslu José. Fundurinn er öðrum lokaður. 

Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Mennta­vísinda­svið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.

Átján fá styrki til náms og rannsókna úr Watanabe styrktarsjóðnum

5. júní 2024

Fimmtán nemendur og fræðimenn við Háskóla Íslands og þrír nemendur og fræðimenn við japanska háskóla hljóta styrki úr Watanabe styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands í ár. Styrkjum var úthlutað úr sjóðnum við hátíðlega athöfn í HÍ í dag.

Alls fá níu nemendur við HÍ styrki til skiptinámsdvalar við sjö samstarfsskóla HÍ í Japan á skólaárinu 2024-2025. Þá hljóta tveir japanskir nemendur styrki vegna námsdvalar við HÍ. Styrkir til fræðimanna nýtast þeim hins vegar til rannsóknardvalar ýmist við japanskar vísindastofnanir eða Háskóla Íslands. Stjórn sjóðsins samþykkti styrkveitingar fyrir samanlagt u.þ.b. 12 milljónir króna í ár. 

Rannsóknaverkefni 3. árs læknanema 2005

Höfundur: Aðalheiður R. Jóhannesdóttir
Heiti verkefnis:
Langtíma (5-10 ára) árangur aðgerða við vélinda-bakflæði um kviðsjá.
Leiðbeinandi: Hildur Guðjónsdóttir

Höfundur: Auður Sigbergsdóttir
Heiti verkefnis:
Hjartabilun með varðveitta slegilvirkni. Samanburður á slag-og hlébilsbilun.
Leiðbeinandi: Axel F. Sigurðsson

Höfundur: Árdís B. Ármannsdóttir
Heiti verkefnis:
Heilsa og lífsstíll íslenskra lækna.
Leiðbeinendur: Lilja Sigrún Jónsdóttir og Vilhjálmur Rafnsson

Höfundur: Ásthildur Erlingsdóttir
Heiti verkefnis:
Áhrif segulörvunar heila á gaumstol og örvunarástand á hreyfisvæðum heilabarkar hjá heilablóðfallssjúklingum.
Leiðbeinandi: Haukur Hjaltason

Þýska og skjalfræði bætast við fjarnám á Hugvísindasviði   

24. mars 2023

Eins árs diplómanám í þýsku og diplómanám í hagnýtri skjalfræði bætast í haust í hóp þeirra námsleiða við Hugvísindasvið Háskóla Íslands sem hægt verður að taka í fjarnámi en áður hefur fjarnám verið í boði í diplómanámi í sænsku.

Diplómanám í þýsku er ætlað þeim sem vilja búa sig undir störf sem reyna á almenna og starfstengda þýskukunnáttu, til dæmis í viðskiptum, ferðaþjónustu og alþjóðasamskiptum, sem og nám og störf í þýskumælandi löndum. Oddný G. Sverrisdóttir, prófessor í þýsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands og greinarformaður þýskunáms, segist hafa orðið vör við áhuga fólks á að geta stundað nám í þýsku í fjarnámi. Hingað til hafi einstök námskeið verið kennd þannig og reynslan af þeim hafi verið góð. Þetta sé því kærkomin viðbót við þýskunámið við Háskóla Íslands.

Nýtt tölublað Milli mála

4. janúar 2021

Út er komið nýtt tölublað tímaritsins Milli mála hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Tímaritið, sem fjallar um erlend tungumál og menningu, er gefið út í opnum vefaðgangi á millimala.hi.is. Ritstjórar eru Geir Þórarinn Þórarinsson, aðjunkt í klassískum málum og Þórhildur Oddsdóttir, aðjunkt í dönsku, bæði við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.

Pages