Útgáfuhóf: Raddir frá Spáni, Hernaðarlist meistara Sun og Milli Mála 2019

2. hæð
Útgáfuhóf verður haldið 20. febrúar, á 2. hæð í Veröld – húsi Vigdísar kl. 16.30 þar sem kynntar verða nýjustu útgáfur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Annars vegar bækurnar Raddir frá Spáni – sögur eftir spænskar konur og Hernaðarlist Meistara Sun, og hins vegar tímaritð Milli mála 2019, sem út er komið í rafrænni útgáfu.
Dagskrá:
Erla Erlendsdóttir þýðandi og Ásdís Magnúsdóttir ritstjóri kynna og lesa upp úr bókinni Raddir frá Spáni - sögur eftir spænskar konur.
Geir Sigurðsson þýðandi og Rebekka Þráinsdóttir ritstjóri kynna og lesa upp úr bókinni Hernaðarlist Meistara Sun.
Ásdís Magnúsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir ritstjórar, kynna nýjasta tölublað tímaritsins Milli mála 2019.
Bækurnar verða til sölu á staðnum og boðið verður upp á léttar veitingar. Verið öll velkomin.
Útgáfuhóf: Raddir frá Spáni, Hernaðarlist meistara Sun og Milli Mála 2019
