Skip to main content

Spilafíkn á Íslandi

Daníel Þór Ólason, dósent við Sálfræðideild

Daníel Þór Ólason, dósent við Sálfræðideild HÍ, hefur ásamt samstarfsfólki sínu gert nokkrar rannsóknir á spilafíkn á Íslandi, bæði meðal fullorðinna og unglinga.

Í ljós hefur komið að á bilinu 0,3-0,5% fullorðinna glímir líklega við spilafíkn og 2 til 3% unglinga. Niðurstöður rannsókna hópsins benda til að það séu fyrst og fremst drengir eða ungir karlmenn sem eru í mestri hættu á að lenda í klóm spilafíknar. Þetta eru áþekkar tölur og fengist hafa annars staðar á Norðurlöndum og í Evrópu.

Ásókn unglinga í að spila peningaspil á Netinu hefur aukist mjög mikið. Árin 2003 og 2004 spiluðu um 2% unglinga á Netinu en á árunum 2006 og 2007 sögðust rúmlega 20% unglinga hafa spilað peningaspil á Netinu.

Daníel Þór Ólason

Í ljós hefur komið að á bilinu 0,3-0,5% fullorðinna glímir líklega við spilafíkn og 2 til 3% unglinga. Niðurstöður rannsókna hópsins benda til að það séu fyrst og fremst drengir eða ungir karlmenn sem eru í mestri hættu á að lenda í klóm spilafíknar.

Daníel Þór Ólason

Hugsanlega er hægt að skýra þennan aukna fjölda með betra aðgengi að háhraðatengingum (ADSL) á heimilum,“ segir Daníel Þór. „Einnig má sjá aukningu hjá fullorðnum sem spila við tölvuna sína heima eftir að heimatengingar urðu svona góðar. Það sem felst í peningaspili á Netinu getur verið allt frá því að kaupa sér lottómiða og yfir í það að spila póker, rúllettu eða á spilakassa."

Töluvert framboð er á peningaspilum hér á landi og í sjálfu sér er allt í boði nema hefðbundin fjárhættuspil sem spiluð eru í spilavítum. „Spilakassar eru ein af vinsælli tegundum peningaspila, sérstaklega hjá unglingum. Í megindráttum eru til tvær gerðir spilakassa, annars vegar spilakassar sem hafa tiltölulega lágar vinningsupphæðir og ganga gjarnan undir nafninu „skemmtilegir leikir“.

Þá er að fi nna á ýmsum stöðum, t.d. í sjoppum, á myndbandaleigum og bensínstöðvum. Hins vegar er einnig að fi nna spilakassa sem eru á sérstökum spilastöðum (t.d. Háspennustaðir) eða á veitingahúsum þar sem vinningsupphæðir eru mun hærri. Athyglisvert er, þegar tengsl spilafíknar og tíðni spilunar í mismunandi tegundum peningaspila eru skoðuð, þá kemur í ljós að þau eru sterkust við spilakassa, peningaspil á Netinu og póker,“ segir Daníel Þór.

Spilafíklar eru hópur sem ekki er nægilega sinnt hér á landi að mati Daníels en hann hefur lagt fram hugmyndir um stofnun rannsókna- og meðferðarstofu í spilafíkn. „Hlutverk hennar yrði að sinna rannsóknum, meðferð og forvörnum á sviði spilafíknar.

Lögð væri áhersla á að efla rannsóknir á meðferðar- og forvarnarstarfi og að niðurstöður rannsókna yrðu hagnýttar til efl ingar á slíku starfi hér á landi. Gert er ráð fyrir nánu samstarfi við innlenda og erlenda fræðimenn og að nemendum í meistara- og doktorsnámi við Sálfræðideild HÍ væri gert kleift að vinna að rannsóknum á þessu sviði. Þessi hugmynd hefur fengið jákvæðar undirtektir en eins og gengur hefur reynst erfi tt fá fé til slíkrar starfsemi.“

„Það er hins vegar nauðsynlegt að stjórnvöld taki meiri ábyrgð á starfsemi peningaspila hérlendis og marki sér stefnu um meðferð og forvarnarstarf og komi þannig betur til móts við þann hóp sem lendir í vanda vegna þátttöku sinnar í peningaspilum hér á landi,“ segir Daníel Þór að lokum.