Skip to main content

Doktorsvörn í annarsmálsfræðum: Kolbrún Friðriksdóttir

17. desember 2021 13:00 til 15:00

Aðalbygging

Hátíðasal

Föstudaginn 17. desember 2021 fer fram doktorsvörn við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þá ver Kolbrún Friðriksdóttir doktorsritgerð sína í annarsmálsfræðum, Significant Determinants of Student Retention and Efficient Engagement Strategies in Online Second Language Learning Courses (Opin tungumálanámskeið á neti. Áhrifaþættir virkni og framvindu). Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00. (Smellið hér til að horfa á vörnina í streymi).

Andmælendur við vörnina verða dr. Ana Gimeno Sanz, prófessor við Tækniháskólann í Valencia á Spáni, og dr. Guðrún Geirsdóttir, dósent við Menntavísindasvið og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands.

Varði doktorsritgerð um tungumálanám á netinu

20. desember 2021

Kolbrún Friðriksdóttir hefur varið doktorsritgerð sína í annarsmálsfræðum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands sem nefnist Significant Determinants of Student Retention and Efficient Engagement Strategies in Online Second Language Learning Courses (Opin tungumálanámskeið á neti. Áhrifaþættir virkni og framvindu). Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn dr. Birnu Arnbjörnsdóttur, prófessors við Mála- og menningardeild. Einnig voru í doktorsnefnd þau dr. Kristín Ingólfsdóttir, fyrrverandi rektor og prófessor við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, og Jozef Colpaert, prófessor við Háskólann í Antwerpen í Belgíu. 

Rannsakaði kínverska þýðingu á Sjálfstæðu fólki

23. janúar 2023

Jia Yucheng hefur varið doktorsritgerð sína í þýðingafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, Context Recognition and Reconstruction in Literary Translation. Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn Gauta Kristmannssonar, prófessors við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Einnig voru í doktorsnefnd Tu Guoyuan, prófessor við Ningbo háskólann og Þórhallur Eyþórsson, prófessor við Háskóla Íslands. 

Andmælendur við vörnina voru Geir Sigurðsson, prófessor við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, og Yang Chenghu, prófessor við Ningbo háskólann í Kína. Jón Karl Helgason, varaforseti Íslensku- og menningardeildar, stjórnaði athöfninni sem fór fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands 20. janúar. (Smellið hér til að skoða myndir frá vörninni).

Um rannsóknina

Doktorsvörn í ensku: Ásrún Jóhannsdóttir

22. ágúst 2022 9:30 til 12:00

Aðalbygging

Hátíðasalur

Mánudaginn 22. ágúst 2022 fer fram doktorsvörn við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þá ver Ásrún Jóhannsdóttir doktorsritgerð sína í ensku, Young learner’s lexical proficiency and motivation to learn English in Iceland. Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 9:30. (Smellið hér til að fylgjast með vörninni í streymi).

Andmælendur við vörnina verða dr. Jasone Cenoz, prófessor við Háskólann í Baskalandi, og dr. James Milton, prófessor við Háskólann í Swansea.

Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn dr. Birnu Arnbjörnsdóttur, prófessors emeritu við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Einnig voru í doktorsnefnd dr. Hafdís Ingvarsdóttir, prófessor emerita við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, dr. Marianne Nikolov, prófessor emerita við Háskólann í Pécs, og dr. Sif Einarsdóttir, prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

Varði doktorsritgerð um enskunotkun barna

24. ágúst 2022

Ásrún Jóhannsdóttir hefur varið doktorsritgerð í ensku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Ritgerðin nefnist „Young learner’s lexical proficiency and motivation to learn English in Iceland“ og var unnin undir leiðsögn Birnu Arnbjörnsdóttur, prófessors emeritu við Mála- og menningardeild. Einnig voru í doktorsnefnd þær Hafdís Ingvarsdóttir, prófessor emerita við Menntavísindasvið HÍ, Marianne Nikolov, prófessor emerita við Háskólann í Pécs, og Sif Einarsdóttir, prófessor við Félagsvísindasvið HÍ.

Geir Sigurðsson, forseti Mála- og menningardeildar, stjórnaði athöfninni sem fór fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands mánudaginn 22. ágúst síðastliðinn. Andmælendur voru Jasone Cenoz, prófessor við Háskólann í Baskalandi, og James Milton, prófessor við Háskólann í Swansea. (Smellið hér til að skoða myndir frá vörninni).

Um rannsóknina

Móttaka nýnema á Hugvísindasviði

19. ágúst 2016

Nýnemum við Hugvísindasvið er boðið á kynningarfund í sal 1 í Háskólabíói föstudaginn 26. ágúst næstkomandi kl. 13:00-14:00. Þar mun Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flytja ávarp og Guðmundur Hálfdanarson, forseti Hugvísindasviðs, og deildarforsetar segja frá starfsemi sviðsins.

Dagskrá:

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur styður fimm verkefni

24. mars 2025

Veittir hafa verið fimm styrkir úr Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur árið 2025, að upphæð rúmlega 3,7 milljónir króna. Stjórn sjóðsins samþykkti einróma á fundi sínum, sem haldinn var þann 28. febrúar 2025, að styrkja útgáfu stofnunarinnar með eftirfarandi hætti:

  • Æskýlos, Sjö hershöfðingjar móti Þebu, - kr. 500.000. 
  • Ritnefnd SVF, Milli mála 2025, tvö hefti, - kr. 2.200.000.
  • Birna Bjarnadóttir, Burtsigling. Ljóð Undínu, - kr. 400.000.
  • Við brúna, og fleiri sögur frá Þýskalandi, - kr. 500.000 kr.
  • Geir Sigurðsson - The 5th biennial conference of the European Association for Chinese Philosophy - kr. 100.000 

Stjórn sjóðsins skipa þau Steinþór Pálsson, sem er formaður stjórnar, Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor emerita, og Berglind Ásgeirsdóttir. Varamaður í stjórn er Pétur Knútsson. 

Stjórnun Læknadeildar

Læknadeild er ein sex deilda Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Forseti Læknadeildar er yfirmaður hennar og starfar í umboði forseta Heilbrigðisvísindasviðs.

Stjórn Læknadeildar er í höndum deildarforseta og deildarfunda. Deildarforseti er kosinn af deildarfundi til tveggja ára í senn og situr í stjórn Heilbrigðisvísindasviðs. 

Deildarforseti er faglegur forystumaður deildar og ber í samráði við forseta Heilbrigðisvísindasviðs ábyrgð á mótun stefnu fyrir deild, skipulagi náms, gæðum kennslu og rannsókna, tengslum við samstarfsaðila og á því að starfsemi deildar og starfseininga hennar sé í samræmi við fjárhagsáætlun Heilbrigðisvísindasviðs. Deildarforseti boðar til deildarfunda 2-4 á ári.

Rannsóknaverkefni 3. árs læknanema 2007

Höfundur: Anna Bryndís Einarsdóttir
Heiti verkefnis:
Effects of co-culture with different cell types on hepatocyte differentiation of mouse embryonic stem cells.
Leiðbeinendur: Jeonghoon Heo og Snorri Þorgeirsson

Höfundur: Ármann Jónsson
Heiti verkefnis:
Krufningagreind nýrnafrumukrabbamein árin 1971-2005.
Leiðbeinandi: Tómas Guðbjartsson

Höfundur: Ásgeir Þór Másson
Heiti verkefnis:
Bein-og liðsýkingar barna af völdum baktería
Leiðbeinandi: Ásgeir Haraldsson

Höfundur: Birna Sigurborg Guðmundsdóttir
Heiti verkefnis:
Blóðsegaleysandi meðferð við bráðri heilablóðþurrð á Íslandi 1999-2006.
Leiðbeinandi: Finnbogi Jakobsson

Rannsóknaverkefni 4. árs læknanema 2000

Höfundur: Anton Örn Bjarnason
Heiti verkefnis: Áhrif reykinga á meðgöngu og áhrif eðlilegrar fæðingar á súrefnisflutnin til fósturs.
Leiðbeinandi: Þórður Þórkelsson

Höfundur: Árni Stefán Leifsson
Heiti verkefnis:
Lifun Nýragræðlinga hjá íslenskum sjúklingum 1970-1998.
Leiðbeinandi: Runólfur Pálsson

Höfundur: Ásgeir Guðnason
Heiti verkefnis:
Gerviliðaaðgerðir í mjöðm.
Leiðbeinandi: Halldór Jónsson jr.

Höfundur: Bergþór Björnsson
Heiti verkefnis:
Tengsl meltinarfæraeinkenna við tíðahring.
Leiðbeinandi: Kjartan B. Örvar