Doktorsvörn í annarsmálsfræðum: Kolbrún Friðriksdóttir
Aðalbygging
Hátíðasal
Föstudaginn 17. desember 2021 fer fram doktorsvörn við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þá ver Kolbrún Friðriksdóttir doktorsritgerð sína í annarsmálsfræðum, Significant Determinants of Student Retention and Efficient Engagement Strategies in Online Second Language Learning Courses (Opin tungumálanámskeið á neti. Áhrifaþættir virkni og framvindu). Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00. (Smellið hér til að horfa á vörnina í streymi).
Andmælendur við vörnina verða dr. Ana Gimeno Sanz, prófessor við Tækniháskólann í Valencia á Spáni, og dr. Guðrún Geirsdóttir, dósent við Menntavísindasvið og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands.