Móttaka nýnema á Hugvísindasviði

Nýnemum við Hugvísindasvið er boðið á kynningarfund í sal 1 í Háskólabíói föstudaginn 26. ágúst næstkomandi kl. 13:00-14:00. Þar mun Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flytja ávarp og Guðmundur Hálfdanarson, forseti Hugvísindasviðs, og deildarforsetar segja frá starfsemi sviðsins.
Dagskrá:
- Ávarp Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands.
- Kynning á Hugvísindasviði. Guðmundur Hálfdanarson, forseti Hugvísindasviðs.
- Stutt kynning á deildum.
Geir Sigurðsson, forseti Deildar erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda.
Arnfríður Guðmundsdóttir, forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar.
Gunnþórunn Guðmundsdóttir, forseti Íslensku- og menningardeildar.
Svavar Hrafn Svavarsson, forseti Sagnfræði- og heimspekideildar. - Kynning á Uglu. Haukur Jóhann Hálfdánarson kerfisfræðingur.
- Kynning á Stúdentaráði HÍ og félagslífi stúdenta á sviðinu. Kristjana Vigdís Ingvadóttir, formaður sviðsráðs Hugvísindasviðs.
Að loknum kynningarfundinum verða kynningarfundir í námsgreinum kl. 14:00. Þar verður greint frá námstilhögun og veittar nánari upplýsingar um nám í viðkomandi greinum. Hér að neðan má finna í hvaða stofum kynningarnar fara fram.
Kennsla hefst mánudaginn 29. ágúst. Sama dag hefjast nýnemadagar Háskóla Íslands en þar verður boðið upp á gönguferðir um háskólasvæðið, kynningar á þjónustu og skemmtidagskrá.
Á nýnemavef Háskóla Íslands, vef Stúdentaráðs, og á vef Hugvísindasviðs, eru gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema um námið og skólann, þar á meðal drög að stundaskrám. Ef nýnemar hafa einhverjar spurningar um námið er hægt að hafa samband við starfsfólk á skrifstofu í síma 525 4400, senda tölvupóst á netfangið hug@hi.is eða koma við á skrifstofu sviðsins í Aðalbyggingu (3. hæð); hún er opin kl. 10-12 og 13-15 virka daga.
Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda:
- Spænska Árnagarður Stofa 304
- Ítalska Lögberg Stofa 205
- Kínversk fræði Aðalbygging Stofa 052
- Gríska og latína Aðalbygging Stofa 222
- Frönsk fræði Aðalbygging Stofa 218
- Japanskt mál og menning Lögberg Stofa 103
- Enska Árnagarður Stofa 201
- Þýska Aðalbygging Stofa 050
- Danska Nýi Garður Stofa 201
- Sænska Árnagarður Stofa 303
- Rússneska Aðalbygging 069
Guðfræði- og trúarbragðafræðideild:
- Guðfræði Aðalbygging Stofa 229
Íslensku- og menningardeild:
- Listfræði Árnagarður Stofa 101
- Íslenska Árnagarður Stofa 311
- Almenn málvísindi Aðalbygging Stofa 051
- Táknmálsfræði Árnagarður Stofa 310
- Almenn bókmenntafr. Aðalbygging Stofa 225
- Kvikmyndafræði Aðalbygging Stofa 207
Sagnfræði- og heimspekideild:
- Heimspeki Árnagarður Stofa 422
- Fornleifafræði Nýi Garður Stofa 001
- Sagnfræði Árnagarður Stofa 301
Nýnemum við Hugvísindasvið er boðið á kynningarfund föstudaginn 26. ágúst.