
Nemendum gefst kostur á að sækja um skiptinám á vormisseri 2026 í skólum sem enn er laust í. Frestur til að sækja um er 10. september 2025.
Kynningarfundir og vinnustofur
Haldnir verða kynningarfundir fyrir þau sem hafa áhuga á að kynna sér skiptinám á vormisseri 2026. Auk þess verður boðið upp á tvær vinnustofur. Nánari upplýsingar síðar.
Fyrir frekari upplýsingar um umsóknarferlið og gestaskóla er hægt hafa samband við Alþjóðasvið með því að senda póst á ask@hi.is, hringja í síma 525 4311 eða líta við á skrifstofu okkar á 3. hæð á Háskólatorgi. Gott er að kynna sér vel upplýsingar á vefsíðunni okkar en þar kemur fram mikið af hagnýtum upplýsingum um skiptinámsferlið.