Skip to main content

UTmessan

UTmessan - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. febrúar 2019 8:00 til 9. febrúar 2019 17:00
Hvar 

Harpa

Nánar 
Allir velkomnir

UTmessan 2019 verður haldin í Hörpu dagana 8.- 9. febrúar næstkomandi.

UTmessan felur í sér marga viðburði og allir styðja þeir við markmið UTmessunnar sem er að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi er með það að markmiði að fjölga þeim sem velja sér tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarfsvettvang.

Háskóli Íslands er einn af samstarfsaðilum UTmessunnar og tekur virkan þátt í báðum dögum UTmessunnar.

FÖSTUDAGURINN 8. FEBRÚAR KL. 8:00-18:30

Ráðstefnudagur fyrir tölvu- og tæknifólk.

Upplýsingatækniverðlaun Ský verða veitt í lok dags.

Háskóli Íslands býður ráðstefnugestum í heimsókn í kynningarbás HÍ þar sem rannsóknir og nýsköpun verða í fyrirrúmi.

Kynnið ykkur dagskrá ráðstefnudagsins HÉR

LAUGARDAGURINN 9. FEBRÚAR KL. 10-17

Ókeypis upplifun fyrir alla fjölskylduna og aðra sem vilja sjá hvað er að gerast í tölvugeiranum 

Háskóli Íslands tekur þátt í viðamikilli dagskrá UTmessunnar og býður öllum gestum að kynnast vísindunum og tækninni á fjölbreyttann og skemmtilegan hátt.

Silfurberg A frá 10:00 - 17:00

Á sýningarsvæði Háskóla Íslands í Silfurbergi á laugardaginn 8. febrúar verður fjölbreyttur fróðleikur og skemmtun í boði og gestum Utmessunnar býðst að fræðast um tæknina og vísindin í háskólasamfélaginu frá fjölbreyttum sjónarhornum.

  • Vísindasmiðja Háskólans býður upp á fjölbreytt vísindi og fróðleik
  • Myllarnir - sigurlið Legokeppninnar 2018 leiða gesta í allan fróðleikinn um forritun með Lego
  • Rafknúinn kappakstursbíll Team Spark verður til sýnis
  • Skoðaðu geimstöðina, fjarlægar plánetur og margt fleira með sýndarveruleikagleraugum.
  • Taktu mynd af þeir á Tunglinu í myndakassanum
  • Gæðagreining á fiski og eldhús framtíðar hjá Matvælafræði HÍ.
  • Tæknifræði HÍ sýnir spennandi tæki og tól sem nemendur hafa þróað og smíðað.
  • Réttu út hendurnar og flakkaðu um heiminn í Google Earth.

Silfurberg B klukkan 12:00
Hönnunarkeppni véla- og iðnverkfræðinema
- hægt að ganga inn og út að vild á meðan á keppninni stendur

Hönnunarkeppni Háskóla Íslands er árlegur viðburður sem haldinn er af véla- og iðnaðarverkfræðnemum. Keppendur þurfa að hanna og smíða róbóta sem þurfa að leysa ýmsar þrautir á keppnisdag. Þeirri hönnun sem gengur best hlýtur fyrstu verðlaun. Origo og Marel eru bakhjarlar keppninnar ásamt UTmessunni. 

Eldborg frá klukkan 13:00 - 16:00 Fyrirlestrar um geiminn

Háskóli Íslands tekur einnig þátt í sérstakri dagskrá í Eldborg sem er tileinkuð tækni í Geimnum og geimferðum

Frítt inn fyrir alla á meðan pláss er í Eldborg og gestir ganga inn og út úr salnum að vild

13:00 "Leitað að veitingastað við endimörk alheimsins" - Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans
Hvernig leitar maður að ákveðnum hlutum í óravíddum alheimsins, er til „Google-maps“ fyrir alheiminn og hvernig veit maður yfir höfuð hvert á að horfa? Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands býður gestum UTmessunnar upp á stjarnfræðilegt hlaðborð um hin ýmsu fyrirbrigði í Geimnum og hvernig vísindamenn fara að því að finna þau.

13:30 "Frá Jörðinni til Tunglsins - sögur af tunglförum" - Sævar Helgi Bragason (Stjörnu Sævar)
Hvernig í ósköpunum undirbýr maður sig fyrir ferðalag út í Geiminn og til Tunglsins? Hvaða búnað þarf til og hvaða nesti er best að taka með sér? Stjörnu Sævar leiðir gesti UTmessunnar í gegnum allt sem til þarf til að ferðast út í geim og segir frá fræknum geimförum og ferðalögum þeirra.

14:00 "Human Space Flight: Past, Present, Future" - Bjarni Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn (ENSKA)
Hvernig er að láta skjóta sér á ógnarhraða frá yfirborði Jarðar, út fyrir lofthjúpinn og út í geim? Hvernig er að sjá Jörðina frá sjónarhorni sem aðeins fáir hafa upplifað með berum augum? Bjarni Tryggvason er kanadískur geimfari af íslenskum ættum og í daglegu tali nefndur sem fyrsti íslenski geimfarinn. Bjarni segir okkur frá fortíð, nútíð og framtíð mannaðra geimfara. Hann fór sjálfur í 12 daga geimferð árið 1997 en vinnur nú við að prófa nýjar flugvélar Bjarni ætlar að segja gestum UTmessunnar frá upplifun sinni í geimnum og hvað felst í starfi geimfara. Fyrirlesturinn með Bjarna fer fram á ensku.

15:00 "Leitað að veitingastað við endimörk alheimsins" - Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans
Hvernig leitar maður að ákveðnum hlutum í óravíddum alheimsins, er til „Google-maps“ fyrir alheiminn og hvernig veit maður yfir höfuð hvert á að horfa? Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands býður gestum UTmessunnar upp á stjarnfræðilegt hlaðborð um hin ýmsu fyrirbrigði í Geimnum og hvernig vísindamenn fara að því að finna þau.

15:30 "Frá Jörðinni til Tunglsins - sögur af tunglförum" - Sævar Helgi Bragason (Stjörnu Sævar)
Hvernig í ósköpunum undirbýr maður sig fyrir ferðalag út í Geiminn og til Tunglsins? Hvaða búnað þarf til og hvaða nesti er best að taka með sér? Stjörnu Sævar leiðir gesti UTmessunnar í gegnum allt sem til þarf til að ferðast út í geim og segir frá fræknum geimförum og ferðalögum þeirra.

UTmessan felur í sér marga viðburði og allir styðja þeir við markmið UTmessunnar sem er að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi er með það að markmiði að fjölga þeim sem velja sér tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarfsvettvang.

UTmessan