Sýn stjórnenda og starfsfólks leik- og grunnskóla á góða vinnustaðamenningu
Aðalbygging
Hátíðasalur
Á málþingi í Hátíðasal Háskóla Íslands mánudaginn 28. október kl. 14-16 verða kynntar niðurstöður nýrrar rannsóknar sem varpar ljósi á sýn stjórnenda og starfsfólks leik- og grunnskóla á áherslur sem skapa góða vinnustaðamenningu.*
Þátttakendur í rannsókninni eru starfsmenn og stjórnendur
leik- og grunnskóla sem hafa hlotið góða útkomu í könnunum sem meta þætti sem tengjast góðri vinnustaðamenningu.
Dagskrá:
Kl. 14. Tónlistaratriði:
Setning málþingsins
Kolbrún Þ. Pálsdóttir, sviðsforseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, fundarstjóri setur málþingið
14:15. Sýn kennara og stjórnenda á góða skólamenningu í leik- og grunnskólum.
Dr. Anna Magnea Hreinsdóttir, lektor Menntavísindasviði, og dr. Sigrún Gunnarsdóttir, prófessor Félagsvísindasviði kynna niðurstöður nýrrar rannsóknar um sýn kennara og stjórnenda á góða skólamenningu í leik- og grunnskólum þar sem vel gengur.
Kl. 15:00. Hvernig getum við nýtt niðurstöðurnar?
Björn Gunnlaugsson, skólastjóri Laugarnesskóla, stýrir samtali fulltrúa kennara og stjórnvalda um spurninguna: Hvernig getum við nýtt niðurstöðurnar til að styðja leik- og grunnskóla hér á landi?
Kl. 15:45. Hvernig getum við styrkt góða skólamenningu og vellíðan kennara?
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins, dregur saman efni málþingsins.
16:00 Málþingi slitið
Kolbrún Þ. Pálsdóttir, sviðsforseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, slítur málþinginu.
Boðið upp á kaffi fyrir framan hátíðasal að málþingi loknu.
Málþingið er öllum opið. Streymt verður frá því.
*Rannsóknin er styrkt af Vinnuverndarsjóði og Vinnueftirliti ríkisins"
Á málþingi í Hátíðasal Háskóla Íslands mánudaginn 28. október kl. 14-16 verða kynntar niðurstöður nýrrar rannsóknar sem varpar ljósi á sýn stjórnenda og starfsfólks leik- og grunnskóla á áherslur sem skapa góða vinnustaðamenningu.