Skip to main content

Miðbiksmat í jarðeðlisfræði - Greta Bellagamba

Miðbiksmat í jarðeðlisfræði - Greta Bellagamba - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. júní 2025 9:00 til 11:00
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Nemandi:
Greta Bellagamba

Doktorsnefnd:
Dr. Halldór Geirsson, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands
Dr. Michelle Maree Parks, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands Dr. Peter Schmidt, rannsóknasérfræðingur við sænska jarðskjálftamælakerfið, Háskólinn í Uppsala, Svíþjóð

Ágrip:
Breytingar á massa jökla valda aflögun jarðskorpunnar fyrir tilstilli flotjafnvægis og fjaðureiginleika jarðar. Um 10% Íslands er þakið jöklum sem eru að bráðna vegna hlýnunar jarðar. Ísland er staðsett á mörkum jarðskorpufleka og yfir möttulstrók, því eru jarðfræðilegar aðstæður frábrugðnar flestum þeim stöðum þar sem þessi ferli eru rannsökuð. Markmið þessa verkefnis er að kanna svörun jarðskorpunnar á Íslandi við fargbreytingum með að beita nýju bútalíkani. Reiknilíkanið samanstendur af tveimur þáttum: jarðlíkani og tímaháðum breytingum á ísmassa. Ég nota nálgun flatrar jarðar, með tvö fjaðrandi lög ofan á seigfjaðrandi hálfrúmi með línulegri seigju. Seigja og fjaðurstuðlar líkansins breytast aðeins með dýpi. Breytingar í jökulmassa koma frá mælingum og jökullíkönum, og eru notaðar sem jaðarskilyrði í reiknilíkaninu. Reiknilíkanið er keyrt með mismunandi gildum seigju og þykktar stinnhvolfs, og reiknaðar færslur bornar saman við GNSS tímaraðir. Fyrstu niðurstöðurnar gefa seigju 3x10^18 Pa s og þykkt stinnhvolfs 35 km. Einnig er lögð áhersla á rétta útreikninga á láréttum hreyfingum lands til að frekar skilja hvernig bráðnun jökla veldur bergspennubreytingum á t.d. eldstöðvakerfum og framleiðslu kviku í möttli. Að lokum verður reynt að meta hvernig fargbreytingar jökla hafa áhrif á eldstöðvakerfi, sér í lagi Grímsvötn, og hvort loftslagsbreytingar hafi áhrif á tíðni og rúmtak eldsumbrota.

Nemandi: Greta Bellagamba

Miðbiksmat í jarðeðlisfræði - Greta Bellagamba