Skip to main content

Málþing um fósturvísislíkön úr stofnfrumum á vegum NCBio

Málþing um fósturvísislíkön úr stofnfrumum á vegum NCBio - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. september 2023 9:30 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Á seinustu árum hefur vísindafólki tekist að rækta stofnfrumur úr músum og mönnum sem geta skipulagt sig í þrívíðarstrúktúra í ræktunarskál og minna óneitanlega á fósturvísi. Þessi fósturvísislíkön gætu stórbætt þekkingu okkar á fósturþroska mannsins en á sama tíma vakna ýmsar siðfræðilegar spurningar; Hvert er vægi þekkingar sem aflað er með ræktun líkananna gagnvart siðfræðilegum álitamálum? Hver er laga- og siðfræðirammi þessara fósturvísislíkana miðað við fósturvísa? Hversu lengi má rækta líkönin, osfrv…?

Stutt málþing verður haldið föstudaginn 15. september í samvinnu við GPMLS og verður öllum opið. Málþingið verður í Hátíðarsal, aðalbyggingu HÍ, þar sem Dr. Jacob Hanna mun halda öndvegisfyrirlestur um fósturvísislíkön og sínar rannsóknir þar að lútandi, enda er Dr. Hanna einn sá fremsti á þessu sviði í heiminum.

9:30-9:40 Welcome

9:40-10:30 Scientific perspectives I: From Stem Cells to Bona Fide Embryo Models – Ex Utero, Dr. Jacob Hanna, Weizmann Institute of Science, Israel.

10:30-11:00 Scientific perspectives II: Scientific perspectives I: Using stem cell models and extended cultures to understand human embryo development. Dr. Fredrik Lanner, Karolinska Institutet, Stockholm

11:00-11:15 Coffee and pastries 11:15-11:45 Ethical perspectives I: Embryo models, potential humans and moral status. Dr. Garðar Árnason, University of Akureyri

11:45-12:15 Ethical perspectives II:Beliefs and interests concerning embryo models: On the differences between instrumentalist and sociotechnical approaches. Dr. Johanna-Ahola Launonen, Aalto university)

12:15-13:00 Panel discussions (moderator: Dr. Arnar Pálsson)

Viðburðurinn verður á ensku

Vonast til að sjá ykkur sem flest,

Fyrir hönd NCBio,

Guðrún Valdimarsdóttir

The moral status of stem cell-derived embryo models

Málþing um fósturvísislíkön úr stofnfrumum á vegum NCBio