Skip to main content

Doktorsvörn í sálfræði - Orri Smárason

Doktorsvörn í sálfræði - Orri Smárason - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. desember 2023 11:00 til 14:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

VHV-023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 15. desember 2023 ver Orri Smárason doktorsritgerð sína í sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Undirhópar barna og unglinga með áráttu- og þráhyggjuröskun -  Könnun á aldurshópum, undirliggjandi þversniðsklösum og ferilklösum hæfniskerðingar. Subgroups in Pediatric Obsessive-Compulsive Disorder  - Exploring Age Groups, Latent Profile Classes, and Latent Class Trajectories of Functional Impairment.

Andmælendur eru dr. Lorena Fernandez De La Cruz, rannsakandi við Karolinska Institutet, Stokkhólmi, og dr. Kristen Hagen, dósent við NTNU, Þrándheimi.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi voru dr. Guðmundur Á. Skarphéðinsson, prófessor, og dr. Davíð R.M.A. Højgaard, sálfræðingur og rannsakandi við Árósaháskóla. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Eric A. Storch, prófessor, Guðmundur B. Arnkelsson, prófessor og Lidewij H. Wolters, sálfræðingur og rannsakandi.

Ragnar Pétur Ólafsson, prófessor og deildarforseti Sálfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Veröld, Auðarsal VHV-023, og hefst kl. 11.00.

Ágrip

Áráttu- og þráhyggjuröskun hjá börnum (ÁÞR) er hamlandi, langvinn geðröskun sem veldur oft alvarlegri lífsgæðaskerðingu. Þótt megineinkenni röskunarinnar sé samspil þráhyggju og áráttu er innihald þráhyggjuhugsana og framkvæmd áráttuhegðunar mjög ólík á milli einstaklinga. Að bera kennsl á undirhópa barna og unglinga með ÁÞR út frá einkennamynd og tengdum eiginleikum, eins og fylgiröskunum, getur hugsanlega varpað enn frekara ljósi á algengar klínískar birtingarmyndir, veitt innsýn varðandi undirliggjandi geðræna þætti og leitt til bættrar einstaklingsmiðaðrar meðferðar. Notað var úrtak barna úr NordLOTS ÁÞR meðferðarrannsókninni (n=269) ásamt samsettu alþjóðlegu úrtaki (n=830) til að skilgreina, kanna og bera saman undirhópa barna og unglinga með ÁÞR. Undirhópar voru byggðir á aldri við greiningu, aldri þegar einkenni koma fyrst fram, tímalengd einkenna, birtingarmynd einkenna, lýðfræði, fylgiröskunum og meðferðarsvörun út frá hæfniskerðingu. Niðurstöður bentu til lakara innsæis, hærra algengis ADHD og meiri hegðunarvanda hjá yngri börnum og alvarlegri hæfniskerðingar hjá unglingum. Niðurstöður studdu notagildi þess að samþætta upplýsingar um einkenni, þroskastöðu og fylgiraskanir við kortlagningu á vanda barna og unglinga með ÁÞR. Greining byggð á slíkri samþættingu leiddi í ljós að einkenni sem snúast um smit og þrif leiki lykilhlutverk í ÁÞR og að tengsl séu á milli víðtækari einkennamyndar og hærri tíðni fylgiraskana. Einnig sýndu niðurstöður að hæfniskerðing sem hlýst af ÁÞR einkennum minnkar verulega við meðferð hjá meirihluta barna, óháð alvarleika við upphaf meðferðar. Lítill hópur barna, sem einkenndist af hárri tíðni ADHD sem fylgiröskunar, virðist þó ekki svara meðferð með tilliti til hæfniskerðingar. 

Abstract

Pediatric obsessive-compulsive disorder (OCD) is debilitating and often chronic mental disorder, associated with reduced quality of life. Although OCD is characterized by the functional relationship between obsessions and compulsions, the specific content of the obsessions and the topology of the compulsions varies greatly between individuals and can fluctuate over time within individuals. Identifying subgroups of children and adolescents with OCD based on symptom expression and associated features, such as comorbid psychopathology, can potentially shed additional light on common clinical presentations, offer insights regarding potential underlying transdiagnostic processes, and lead to improved specificity of care. Utilizing a sample from the NordLOTS study (n=269) as well as an aggregated international sample (n=830), the current thesis aimed to identify, explore, and compare subgroups of children and adolescents based on their age at assessment, age of OCD symptom onset, duration of OCD symptoms, symptom expression, demographics, comorbid psychopathology, and long-term functional impairment treatment response. Results indicated that younger children had poorer level of insight, higher rates of ADHD and disruptive disorders, while adolescents had higher levels of functional impairment. The utility of integrating dimensional, developmental, and transdiagnostic information in the conceptualization of OCD-affected children and adolescents was supported. Results from such an integrated model point to the centrality of contamination concerns in OCD and a relationships between broader symptom expression and higher levels of comorbidity. Further, it was found that OCD-related functional impairment was greatly improved during treatment for most children, regardless of initial level of impairment. However, a small subgroup, distinguished by higher levels of comorbid ADHD, did not seem to respond to treatment and  remained at pretreatment levels of impairment.

Um doktorsefnið

Orri Smárason er fæddur árið 1980 í Reykjavík. Hann útskrifaðist af félagsfræðibraut Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað árið 2000. Orri lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og cand.psych. prófi frá sama skóla 2005. Hann hefur frá útskrift starfað sem klínískur sálfræðingur, meðal annars á Heilbrigðisstofnun Austurlands og á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Orri hóf doktorsnám við Háskóla Íslands haustið 2020. Hann hefur hlotið styrki frá Fulbright og Leifur Eiriksson Foundation og var hluta námstímans gestarannsakandi við Baylor College of Medicine í Houston, Texas, þar sem hann er nú aðjúnkt. Samhliða námi sinnti Orri stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Foreldrar Orra eru Smári Geirsson og María Jórunn Hafsteinsdóttir. Orri er kvæntur Guðnýju Einarsdóttir, sérfræðingi í hjúkrun, og saman eiga þau þrjá drengi, Einar Smára, Eirík Árna og Flóka Má.

Orri Smárason ver doktorsritgerð sína í sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands föstudaginn 15. desember.

Doktorsvörn í sálfræði - Orri Smárason