Kynningarfyrirlestur prófessors: Rannveig Björk Þorkelsdóttir
Stakkahlíð / Háteigsvegur
Klettur, Stakkahlíð.
Rannveig Björk Þorkelsdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði. Í tilefni af því verður haldinn kynningarfyrirlestur prófessors þann 28. febrúar undir yfirskriftinni: „Í leiklist getur maður verið hver sem er…“: aðferðir leikistar í námi barna.
Rannveig Björk Þorkelsdóttir er prófessor í leiklist og kennslufræði leiklistar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.Ed prófi í grunnskólakennarafræði frá Háskóla Íslands árið 2003, M.A prófi í uppeldis- og menntunafræðum árið 2009, M.A gráðu í hagnýtri menningarmiðlun árið 2012 og doktorsprófi í kennslufræði leiklistar frá Norska tækni- og vísindaháskólanum (NTNU), í Þrándheimi árið 2016.
Rannveig Björk hefur verið leiðandi í kennslufræði leiklistar á Menntavísindasviði og hafa rannsóknir hennar og áhersla í kennslu snúið að bættum kennsluaðferðum í leik- og grunnskóla með aðferðum leiklistar. Niðurstöðum rannsókna og reynslu hefur Rannveig Björk miðlað í fjölda fræðigreina, fyrirlestra og námskeiða, bæði innanlands sem á alþjóðlegum vettvangi; ásamt útgáfu fjölda námsbóka fyrir nemendur og starfandi leiklistarkennara. Rannveig Björk hefur hlotið ýmsa styrki til rannsókna og hefur hún leitt þrjú Erasmus+ verkefni fyrir Háskóla Íslands sem öll snúa að skapandi kennsluháttum.
Rannveig Björk var ráðin í stöðu lektors í leiklist Menntavísindasviðs Háskóla Íslands árið 2019. Hún fékk framgang í stöðu dósents árið 2020 og árið 2024 hlaut hún framgang í stöðu prófessors við Háskóla Íslands.
Boðið verður upp á léttar veitingar að athöfn lokinni í 2. hæð, Kletti Stakkahlíð.
Rannveig Björk Þorkelsdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði. Í tilefni af því verður haldinn kynningarfyrirlestur prófessors þann 28. febrúar undir yfirskriftinni: „Í leiklist getur maður verið hver sem er…“: aðferðir leikistar í námi barna.