Skip to main content

Opið málþing um miðlun sögunnar

Opið málþing um miðlun sögunnar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. september 2024 10:00 til 27. september 2024 17:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands býður til opins málþings um miðlun sögunnar í Landsbókasafni, Háskólatorgi og í Þjóðskjalasafni Íslands fimmtudaginn 26. september og föstudaginn 27. september. Ráðstefnan er haldin með styrk rektors HÍ til stuðnings samfélagslegri virkni.

Markmið þingsins er að hrinda af stað samtali milli akademískra sagnfræðinga og samfélagsins og spyrja krefjandi spurninga um tengsl milli fræða og miðlunar. Í fjölmiðlun og listum er til dæmis unnið mikið og gott starf sem varðar miðlun sögu, t.d. tengt leikhúsi, bókaútgáfu, sjónvarpi, útvarpi og kvikmyndum. Í því samhengi mættu tengsl á milli fræða og miðlunar vera bæði meiri og betri. Á málþinginu fer því  fram samtal ólíkra sjónarmiða og vonumst við til að auka skilning samfélagsins á því hvernig hægt er að nýta rannsóknir  í sagnfræði í sögulegum miðlunarverkefnum. Á þriðja tug sérfræðinga tekur til máls á þinginu og sérstaklega verður horft til stórra miðlunarverkefna í Danmörku þar sem vel hefur tekist með miðlunarverkefni, byggð á nýjum rannsóknum. Athygli er vakin á því að árlegur minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar fer fram fyrsta þingdaginn, þar sem Thomas Cauvin, dósent í sögu fyrir almenning við Háskólann í Luxembourg, mun flytja erindi og ræða miðlun sögunnar við Guðna Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseta Íslands og prófessor í sagnfræði við HÍ.

Dagskrá 26. september:

Staðsetning: Fyrirlestrarsalurinn Lón - Landsbókasafni Íslands

  • 9:30-10:00. Kaffi
  • 10:00-10:15. Kynning og gestir boðnir velkomnir:
    Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði.
  • 10:15-11:00. Miðlun í sagnfræði á Íslandi:
    Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði, og Helgi Þorláksson, prófessor emeritus í sagnfræði.
  • 11:00-12:30. Miðlun og Háskóli Íslands, pallborð:
    Jón Jónsson þjóðfræðingur og verkefnisstjóri Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum; Ólöf Garðarsdóttir prófessor og forseti Hugvísindasviðs; Sumarliði R. Ísleifsson, dósent í hagnýtri menningarmiðlun; Æsa Sigurjónsdóttir, prófessor í listfræði.
    Stjórn umræðu: Markús Þórhallsson, sagnfræðingur og fréttamaður. 
  • 12:30-13:30. Hádegishlé.

Staðsetning: Háskólatorg 105

  • 13:30-15:20. Miðlun sögunnar í Danmörku (á ensku):
    Thomas Oldrup, ritstjóri 100 Danmarkshistorier, Aarhus Universitetsforlag og Mette Frisk Jensen, stjórnandi danmarkshistorien.dk og Anne Sørensen, ritstjóri danmarkshistorien.dk við Árósaháskóla.
    Stjórn umræðu: Simon Halink sagnfræðingur
  • 15:30-17:00. Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar (á ensku):
    Thomas Cauvin, Associate Professor í Public History við háskólann í Luxembourg. Rósa Magnúsdóttir prófessor í sagnfræði kynnir.
    Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands stjórnar umræðum.
  • 17:00. Móttaka á Háskólatorgi.

Dagskrá 27. september

Staðsetning: Þjóðskjalasafn Íslands

  • 9:30-10:00. Kaffi
  • 10:00-12:00. Söfn, skólar, félagsstarf og bókaútgáfa, pallborð:
    Ágústa Kristófersdóttir, sviðsstjóri hjá Þjóðminjasafni; Brynhildur Ingvarsdóttir sérfræðingur í miðlun, Þjóðskjalasafni Íslands; Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður og forseti Sögufélags; Súsanna Margrét Gestsdóttir, lektor á menntavísindasviði; Ólöf Dagný Óskarsdóttir, rekstrarstjóri Hins íslenska bókmenntafélags og Egill Arnarsson, ritstjóri hjá Háskólaútgáfunni.
    Stjórn umræðu: Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði.
  • 12:00-13:00. Hádegishlé.
  • 13:00-15:00. Miðlun fræða á vettvangi, pallborð:
    Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur varðveislu og rannsókna á Kvikmyndasafni Íslands; Skarphéðinn Guðmundsson dagskrástjóri, RÚV; Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar; Vera Illugadóttir, dagskrárgerðarmaður, RÚV; Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur; Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefsins og Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafnsins.
    Stjórn umræðu: Haukur Ingvarsson, lektor í hagnýtri menningarmiðlun. 
  • 15:10-16:30. Hópastarf, málþingsgestir og nemendur í sagnfræði.
    Stjórn umræðu: Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði og Valgerður Þ. Pálmadóttir, nýdoktor við Sagnfræðistofnun.
  • 16:30-17:00. Samantekt og umræður:
    Rósa Magnúsdóttir og Sumarliði R. Ísleifsson.

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands býður til opinnar ráðstefnu um miðlun sögunnar í Landsbókasafni, Háskólatorgi og í Þjóðskjalasafni Íslands fimmtudaginn 26. september og föstudaginn 27. september.

Opin ráðstefna um miðlun sögunnar