Skip to main content

Efnafræði

Efnafræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Efnafræði

BS – 180 einingar

Efnafræðin er ein af undirstöðugreinum raunvísinda og er auk þess sjálfstæð vísinda- og tæknigrein. Námið veitir sterka undirstöðu á helstu sviðum efnafræðinnar og uppfyllir kröfur til frekara náms eða almennra starfa. Námið er bæði bóklegt og verklegt og veitir traustan almennan grunn í raungreinum og góða starfsþjálfun í verklagi við störf á rannsóknarstofu.

Skipulag náms

X

Eðlisfræði 1 V (EÐL102G)

Markmið: Að kynna nemendum aðferðir og grundvallarlögmál aflfræði, stöðufræði og bylgjufræði til þeirrar hlítar að þeir geti beitt þeim við lausn dæma. Námskeiðinu er m.a. ætlað að vera undirstaða í þessum greinum fyrir frekara nám í verkfræði.

Námsefni: Hugtök, einingar, tölur, víddir. Vigrar. Gangfræði. Hreyfifræði agna, tregða, kraftar og lögmál Newtons. Núningur. Vinna og orka og varðveisla orkunnar. Skriðþungi, árekstrar. Agnakerfi, massamiðja. Snúningur stjarfhlutar. Hverfiþungi og hverfitregða. Stöðufræði. Þyngd. Storka og straumefni, jafna Bernoullis. Sveiflur: Hreinar, deyfðar og þvingaðar. Bylgjur. Hljóð.

Verklegt: Gerðar eru 3 verklegar æfingar þar sem viðfangsefnin eru einkum sótt í aflfræði og áhersla lögð á að kynna nemendum verklag við gagnasöfnun og úrvinnslu gagna.  Nemendur skila vinnubókum fyrir verklegu æfingarnar og fá einkunn.

Athugið að kennslubókin er aðgengileg nemendum í gegnum Canvas án endurgjalds.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Línuleg algebra (STÆ107G)

Einingar til BS-prófs gilda aðeins fyrir annaðhvort REI201G  Stærðfræði og reiknifræði eða STÆ107G Línuleg algebra.

Fjallað er um undirstöðuatriði línulegar algebru yfir rauntölurnar.

Viðfangsefni: Línuleg jöfnuhneppi,fylkjareikningur, Gauss-Jordan aðferð.  Vigurrúm og hlutrúm þeirra.  Línulega óháð hlutmengi, grunnar og vídd.  Línulegar varpanir, myndrúm og kjarni.  Depilfargfeldið, lengd og horn.  Rúmmál í margvíðu hnitarúmi og krossfeldi í þrívíðu.  Flatneskjur, stikaframsetning og fólgin framsetning.  Hornrétt ofanvörp og einingaréttir grunnar.  Aðferð Grams og Schmidts.  Ákveður og andhverfur fylkja.  Eigingildi, eiginvigrar og hornalínugerningur.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hafdís Haraldsdóttir
Sigrún Elísa Eyjólfsdóttir
Júlíus Örn Óttarsson
Hafdís Haraldsdóttir
Nemandi í efnafræði

Mig hefur alltaf langað að starfa í vísindum og ég valdi efnafræði því það var uppáhaldsfagið mitt í menntaskóla. Efnafræðinámið í HÍ gefur manni góðan grunn, bæði fyrir áframhaldandi framhaldsnám og fyrir atvinnulífið.
Efnafræðingar eru sérstaklega eftirsóttir í nýsköpunar - og þróunarstörfum og til kennslu. Ég er búin að njóta mín alveg ótrúlega mikið í náminu. Það er bæði krefjandi, skemmtilegt og félagslífið alveg gríðarlega öflugt.
Þar sem deildin er frekar lítil þekkjast allir innan fagsins, jafnvel milli ára, og maður kynnist líka kennurunum vel. Síðan er nemendafélagið okkar, Hvarf, alltaf að halda einhverja spennandi viðburði!
Ég hef lært svo mikið á síðustu þremur árum. Ég er sérstaklega þakklát fyrir alla reynsluna inn á tilraunastofunni, en mikil áhersla er lögð á verklega kennslu í náminu. Ég mæli eindregið með námi í efnafræði!

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.